Morgunblaðið - 07.04.1990, Síða 47

Morgunblaðið - 07.04.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 47 ég sagði henni að Allý væri dáin. Bragð er að þá barnið finnur. Allý var alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd, enda var hennar starf fyrir utan húsmóðurstarfið að sinna sjúkum. Allý starfaði á Sjúkrahúsi Suðurlands, fyrst sem gangastúlka og síðan lærði hún til sjúkraliða og starfaði á Ljósheim- um, öldrunardeild við Sjúkrahúsið, þar til hún veiktist um síðustu ára- mót. Ég veit að hennar er sárt sakn- að af vistmönnum og samstarfs- fólki. Allý neitaði aldrei að koma á aukavakt þegar vantaði fólk, hún hugsaði fyrst og fremst um sjúkl- ingana sína og stofnunina sem var henni svo kær. Ég kynntist Allý þegar ég byrjaði að vinna á Sjúkra- húsinu fyrir rúmum 17 árum ogtók hún okkur ungu stúlkunum opnum örmum og lærðum við mörg hand- tökin hjá henni. Hún var alltaf svo jákvæð og sá björtu hliðarnar á lífinu, þó svo að hún hafi sjálf geng- ið í gegnum ýmislegt í sínu lífi. Margar voru þær ferðir, sem við sjúkraliðar á Suðurlandi fórum í og alltaf var Allý hrókur alls fagnaðar og eigum við margar minningar frá þeim tíma. Fyrir rúmum 2 árum tengdumst við Allý trúnaðarböndum og eru stundirnar sem við áttum saman ógleymanlegar. Ailý kom stundum í „bæinn" að heimsækja okkur og dvaldi yfir nótt og var þá spjallað um lífið og tilveruna fram undir morgun. Svo fórum við að skoða mannlífið, út að borða, jafnvel í ljós og lukum deginum með því að fara á fund. Þessar stundir varðveitum við mæðgur vel. Þá þtjá mánuði sem Allý barðist við krabbameinið var hún stærsta hetjan, hún trúði ailtaf á batann. Þessi hetja háði sína lokabaráttu á Sjúkrahúsi Suðúrlands þegar fram fór Þjóðarátak í baráttunni gegn krabbameini. Allý lést að morgni 2. apríl. Gunnar, synir, tengdadætur og aðrir ættingjar, megi Guð gefa ykk- ur styrk í sorginni. Við mæðgur þökkum fyrir að hafa fengið að þekkja Allý. Sigurbjörg Grétarsdóttir í dag kveðjum við kæra vinkonu og starfsfélaga, Guðnýju Alexíu Jónsdóttur, eða hana Allý eins og hún var alltaf kölluð. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 2. apríl sl. eftir stutt en erfið veik- indi. Allý var kát og lífsglöð kona sem gott og gaman var að vinna með. Starfsorka hennar var óþijótandi. Hun var virt að verðleikum og var samstarfsfólki sínu jafnt og skjól- stæðingum mjög kær. Eftir að hún flutti á Selfoss vann hún alla tíð á Sjúkrahúsi Suðurlands, fyrstu árin sem starfsstúlka en fyrir liðlega 13 árum fór hún að undirbúa sig fyrir sjúkraliðanám. Þrátt fyrir litla grunnmenntun þá hafði hún kjark og dugnað sem til þurfti og útskrif- aðist sem sjúkraliði í ársbyijun 1980. Allý var ekki bara góður vinnufé- lagi heldur góður vinur og höfðingi heim að sækja. Hennar er sárt saknað af vinnufélögum og skarð hennar verður vandfyllt. En minn- ingin um Allý lifir í hugum okkar sem henni kynntumst. Við sendum eiginmanni, sonum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Starfsfólk Ljósheima, hjúkrunar- og lang- legudeildar SHS. LÁTTU DRAUMINN RÆTAST: NÝR FULLKOMINN SÍMIMEÐ SÍMSVARA ÁAÐEINS KR. 11.952,- Gold Star fyrirtækiö er eitt af stærstu og öflugustu fyrirtækjum heims í framleiðslu síma og símkerfa. Þau eru hvarvetna viðurkennd fyrir gæði og hugvitssamlega hnnnun. Krystall hf. er nýr umboðsaðili fyrir Gold Star Telecommunication Co., Ltd. hér á landi. Það er okkur sérstök ánægja að geta nú boðið heimilum og smærri fyrirtækjum þetta stórskemmtilega símtæki á aðeins 11.952.- kr. Hér er um að ræða sérstakt kynningarverð á takmörkuðu magni. Hafðu því snör handtök, hringdu strax (úrgamla símanum) og tryggðu þéreintakl! HELSTU EIGINLEIKAR GOLD STAR 1240 ERU M.A.: ■ Sími og símsvari í einu tæki. ■ Smekkleg hönnun og einfalt í notkun. ■ Fjarstýranlegur án auka- tækja úr öllum tónvalssímum - hvaðan sem er. ■ 10 númera skammvalsminni. ■ Míkrókasetta með 30 mínútna geymsluminni. ■ Fullkomnar leiðbeiningar á islensku. ■ 15 mánaða ábyrgð. fi fiMfififlufiifli aiTÍls ss SÍMI 685750 FAX 685159 SKEIFAN 11B 108 REYKJAVÍK Þú þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Kólumbíu-blönduna! Kaffibrennsla Akureyrar hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.