Morgunblaðið - 07.04.1990, Qupperneq 58
58
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990
ÚRSUT
Íshokkí
Úrslitakeppni NHL-deildarinnar í Banda-
,4 ríkjunum og Kanada í fyrrinótt:
Patrick-deildin:
N'ew York Rangers - New York Islanders 2:1
Washington Capitals - New Jersey Devils5:4
. , ..... (eftir framlengingu)
Adams-deildin:
Hartford Whalers - Boston Bruins...4:3
Buffalo Sabres - Montreal Canadiens.4:1
Körffuknattleikur
NBA-deildin í fyrrinótt:
Detroit Pistons - Atlanta Hawks.104: 99
Chicago Bulls - Orlando Magic.111:104
Utah Jazz- Seattle Supersonics .■.101: 91
LA Lakers - Sacramento Kings....110:103
Golf
Staðan eftir fyrsta hring í bandarísku meist-
arakeppninni [US Masters] sem hófst í
"fyrrakvöld (keppendur bandarískir nema
annað sé tekið fram):
64 Mike Donald
66 John Huston
67 Peter Jacobsen
68 Bill Britton
70 George Archer, Ray Floyd, Curtis
Strange, Larry Mize, Bernhard Langer
(V-Þýskalandi), Bill Glasson, Masashi
Ozaki (Japan)
71 Tom Purtzer, Andy North, Scott Hoch,
Payne Stewart, Nick Faldo (Bretlandi),
Christopher Patton (áhugmaður),
Donnie Hammond, Mike Hulbert
72 Bob Tway, John Mahaffey, Ronan Raf-
ferty (Bretlandi), Fuzzy Zoeller, Peter
Senior (Ástralíu), Lanny Wadkins, Chip
Beck, Wayne Grady (Ástralíu), Ian
Woosnam (Bretlandi), Craig Stadler,
Ben Crenshaw, Jose-Maria Olazabal
(Spáni), Jack Nicklaus
j^73 Hubert Green, Don Pooley, Blaine
McCallister, Robert Gamez, Gary Player
(Suður Afríku)
74 Billy Casper, David Frost (Suður
Afríku), Brian Claar, Larry Nelson,
Mark McCumber, Jodie Mudd, Mark
Calcavecchia, David Ishii, Seve Balleste-
ros (Spáni), Fred Couples, Scott Simp-
son, Tom Pemice
75 Ted Schulz, Tommy Armour III, Mark
O’Meara, Tom Kite, Charles Coody,
Naomichi Ozaki (Japan), Mark Lye
76 Andy Bean, Timothy Hobby (áhugmað-
ur), Curt Byrum, Ámold Palmer, Gay
Brewer, Mike Reid
77 Tom Byrum, Tommy Aaron, Tom Wat-
—son, Ian Baker-Finch (Ástralíu), Tim
Simpson, Steve Jones, Sandy Lyle (Bret-
landi), Stephen Dodd (Bretlandi-áhug-
maður), Wayne Levi, David Rummeils,
Tony Sills
78 Doug Ford, Jeff Sluman, Ken Green,
Lee Trevino, Greg Norman (Ástralíu)
79 Daniel Green (áhugmaður), Dan For-
sman
80 Craig Parry (Ástralíu), Leonard Thomp-
son, Paul Azinger
81 Hal Sutton
83 James Tayior (áhugmaður)
HAIMDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
fitillinn að veði
Fyrsti leikurinn í nýja FH-húsinu geturráðið úrslitum
Tekist á!
Fyrirliðarnir, Guðjón Árnason, FH, og
Jakob Sigurðsson, Val, mættust á
miðri leið í gær. Báðir voru vissir um
hvert íslandsmeistaratitillinn færi að
þessu sinni, en þeir voru langt því frá
að vera sammála.
Morgunblaðið/Július
FH-INGAR geta nær tryggt sér
íslandsmeistaratitilinn í 1.
deild karla í dag, en til þess
þurfa þeir að sigra Valsmenn.
Valsmenn eru hins vegar ekki
á því að láta bikarinn, sem
þeir hafa varðveitt í tvö ár, af
hendi og með sigri eiga þeir
enn möguleika á að verja titil-
inn. „Þetta verður dæmigerður
úrslitaleikur," sagði Guðjón
Árnason, fyrirliði FH, við Morg-
unblaðið. „Við verðum að sigra
til að vera áfram með,“ sagði
Jakob Sigurðsson, fyrirliði
Vals.
etta verður fyrsti leikurinn í
deildinni, sem fer fram í hinu
nýja og glæsilega íþróttahúsi FH
við Kaplakrika, en það var vígt um
síðustu helgi. Aðstaða er fyrir um
3.000 áhorfendur og gera heima-
menn ráð fyrir fullu húsi.
3.000 áhorfendur?
„Að undanförnu höfum við verið
að velta því fyrir okkur, hvort við
náum upp sömu stemmningu og í
gamla húsinu og höfum komist að
þeirri niðurstöðu að ekkert sé því
til fyrirstöðu," sagði Guðjón.
„Það skiptir ekki máli hvar leikið
er. Vellirnireru alls staðarjafn stór-
ir og því höfum við ekki neinar
ányggjur. Álagið er á FH-ingum,
en við stefnum að því að sigra í
fyrsta leiknum í húsinu," sagði
Jakob. „I svona leikjum blómstrar
allt, sem getur blómstrað og það
verður gaman að spila fyrir fullu
húsi.“
Valur með tak á FH
Valsmenn hafa haft ákveðið tak
á FH-ingum undanfarin ár, unnið
fjóra síðustu leiki og ekki tapað
fyrir þeim í þijú ár. FH, sem hamp-
aði síðast titlinum 1985, hefur að-
STAÐAN FYRIR
16. UMFERÐ
Fj. leikja U J T Mörk Stig
FH 15 13 1 1 400: 335 27
VALUR 15 12 1 2 401: 340 25
STJARNAN 15 9 2 4 345: 324 20
KR 15 7 3 5 323: 319 17
ÍBV 15 5 3 7 348: 351 13
KA 15 6 1 8 340: 358 13
ÍR 15 5 2 8 326: 340 12
GRÓTTA 15 4 1 10 326: 360 9
ViKINGUR 15 2 3 10 332: 364 7
HK 15 2 3 10 310: 360 7
eins tapað einum leik í vetur —
gegn Val í fyrri umferðinni, 26:21.
Valsmenn eru hins vegar með tvö
töp á bakinu, gegn KR-ingum og
KA-mönnum.
„Okkur hefur gengið illa með
Val, 'en reynum að breyta því. Vals-
menn voru betri í fyrri leiknum í
vetur, en við höldum okkar striki
og leikum okkar leik. Það er mikið
í húfi, en til að sigra verður hver
og einn að leysa sitt dæmi sjálfur,
því það er enginn veikur hlekkur í
Valsliðinu og þess vegna má hvergi
slaka á. Rétt hugarfar og sterk liðs-
heild ráða úrslitum," sagði fyrirliði
FH.
„FH-ingar hafa verið á góðri sigl-
ingu í vetur, en okkur gekk ágæt-
lega að stöðva þá í fyrri leiknum
og höfum gert ákveðnar ráðstafan-
ir fyrir þennan leik. Allur undirbún-
ingur að undanförnu hefur miðast
við að vera í toppi um þessa helgi
og menn hafa beðið með óþreyju
eftir leiknum. Fyrri úrslit hafa ekk-
ert að segja — það er þessi leikur,
sem skiptir máli,“ sagði fyrirliði
Vals.
Staða FH góð
Guðjón sagði að að staða liðanna
í deildinni fyrir leikinn væri viss
styrkur fyrir FH. „Það er mikið í
húfi og við gerum eins vel og við
mögulega getum. Auðvitað getum
við tapað, en þá fáum við annað
tækifæri og það er viss léttir.“
Jakob sagði að of snemmt væri
að hugsa um aukakeppni, því marg-
ar hindranir væru í veginum. „Fyr-
•ir okkur er frumskilyrði að sigra
FH til að eiga möguleika á að veija
titilinn, en það væri vissulega gam-
an að ljúka mótinu með tveimur
aukaleikjum, fá Evrópuleikja-
stemmningu í lokin.“
VERÐA KR-INGAR
ÍSLANDSMEISTARAR t DAG?
Úrslitaleikur á Seltjamamesi í dag kl. 15.00:
*
KR
IBK
Softtituxtsl>nitil I
SSWUliR
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN"
ADALSTRÆTI 6 — 101 REYKJAVÍK - SÍMI 26466
Bæjarins beztu
í hálfleik getur þú unnið NISSAIM MICRA bíl frá
Ingvari Helgasyni
llll FORMPRENT
Hverfisgotu 78, simar 25960 - 25566
PARKET
GÓLFDUKAR
VEGGKLÆÐINGAR
HURÐIR HARÐVIÐARVAL HF.
USTAH KRÓKHÁLSI 4 R. Slml 871010
SEGULL HF.
NÝLENDUGÖTU 26 SlMAR 13309-19477
Helgason M
Rauðagwti
Snr. 91 -3 3S 60
I l l | l«í t Í JI í ikj Ju i
Þarftvo
aukaleiki?
Sextánda umferðin í 1. deild
karla á íslandsmótinu í handknatt-
leik hefst í dag. Flestra augu bein-
ast að viðureign FH og Vals í nýja
FH-húsinu í Kaplakrika. Með sigri
geta heimamenn hugsanlega tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn, en hafi
íslandsmeistarar Vals betur ná þeir
FH að stigum. Verði liðin með jafn-
mörg stig að 18 umferðum loknum
verða tveir aukaleikir um íslands-
meistaratitilinn og verður þá leikið
heima og að heiman.
FÉLAGSLÍF
Bein útsending
í Grafarholti
Bandaríska meistarakeppnin í
golfi er hafin, en keppni lýkur á
sunnudag. Sýnt verður frá mótinu
í beinni útsendingu hjá Eurosport.
í því tilefni ætlar Golfklúbbur
Reykjavíkur að hafa opið hús í
Grafarholti frá klukkan 19 í kvöld
og annað kvöld.
Herrakvöld Hauka
Herrakvöld Hauka verður haldið
miðvikudagskvöldið 11. apríl í nýj-
um sal í Haukahúsinu við Flatar-
hraun og hefst kl. 20. Heiðurs-
gestur og ræðumaður kvöldsins
verður Ellert B. Schram, ritstjóri
DV og fyrrum formaður KSÍ. For-
sala miða er í versluninni Filmur
og framköllum og í Haukahúsinu.
Um helgina
KÖRFUKNATTLEIKUR
Þriðji leikur KR og ÍBK um íslands-
meistaratitilinn verður í íþróttahúsinu
á Seltjarnarnesi í dag og hefst kl. 15.
HANDKNATTLEIKUR
Tveir leikir verða í dag í 1. deild karla,
VÍS-keppninni. FH og Valur mætast í
nýja FH-húsinu í Kaplakrika og á
Akureyri eigast við KA og ÍR. Báðir
leikirnir hefjast kl. 16.30. Tveir leikir
verða annað kvöld kl. 20. HK fær
Víking í heimsókn og ÍBV tekur á
móti Stjömunni. Síðasti leikur 16.
umferðar verður á mánudagskvöld; KR
mætir Gróttu í Laugardalshöll kl.
20.15.
í 1. deild kvenna verða tveir leikir í
dag; Stjaman og Haukar mætast kl.
14 í Garðabæ FH tekur á móti Víkingi
kl.15. Á mánudag mætast KR og Fram
í Laugardalshöll kl. 19 og eftir leikinn
fá Framstúlkumar íslandsbikarinn af-
hentan.
SUND
Innanhússmeistaramót íslands í sundi
verður í Vestmannaeyjum um helgina.
Keppni stendur í dag, á morgun og á
mánudag. Undanrásir verða alla dag-
ana frá kl. 9.30 til 12 og úrslita frá
kl. 17 til 19.30. Meðal keppenda eru
allir bestu sundmenn landsins, m.a.
Ragnheiður Runólfsdóttir sem hefur
synt mjög vel að undanförnu og gæti
slegið Norðurlandamet í 100 og 200 m
bringusundi, Eðvarð Þór Eðvarðsson
sem er óðum að komast í sitt gamla
form, Amþór Ragnarsson og Bryndís
og Magnús Ólafsbörn.
GLÍMA
Tvö mót eru á dagskrá um helgina,
bæði á Laugarvatni. Meistaramót ís-
lands — Landsflokkaglíman verður í
dag og hefst kl. 13. Þar verður keppt
í 14 aldurs- og þyngdarflokkum karla
og kvenna og verður yngstu keppendur
10 ára. Fjöldi þátttakenda verður meiri
en nokkru sinni fyrr, 86 talsins. Á
morgun, sunnudag, verður Grunn-
skólamót GLÍ í fjórða skipti. Mótið
hefst kl. 10. Keppt verður um gmnn-
skólameistaratitil í hveijum bekk, frá
3. bekk upp í 9. bekk, í stúlkna- og
drengjaflokkum.
SQUASH
íslandsmótið hófst í gær hjá Squash-
klúbbnum, Stórhöfða 17, og verður
framhaldið í dag kl. 13-17. Úrslitaleik-
ir hefjast kl. 15.15 á morgun, sunnu-
dag.