Morgunblaðið - 25.04.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 25.04.1990, Síða 1
48 SIÐUR B 92. tbl. 78.árg.____________________________________MIÐYIKUDAGUR 25. APRÍL 1990______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Stofiium aldrei mið- stýrðan alríkisflokk - segir leiðtogi jafiiaðarmanna í Moskvu Moskvu. Frá Páli Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „VÍÐA um Sovétríkin hafa sprottið upp samtök jafnaðarmanna og eru félagar þeirra nú samanlagt um 15.000,“ sagði Vasílíj Vasíltsjenko, formaður samtaka jaftiaðarmanna í Moskvu þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sovéskir jafnaðarmenn halda þing í borginni 4. maí nk. og er búist við að Júríj Afanasejev, sagnfræðingur og þingmaður, sem nýverið hefúr sagt sig úr kommúnistaflokknum, verði kosinn for- maður. Fjöldi nýrra stjórnmálaflokka og hreyfinga er nú í fæðingu í Sovétríkj- unum í kjölfar þess að valdaeinokun kommúnista hefur verið afnumin þótt ekki sé enn búið að ieyfa aðra flokka með formlegum hætti. Samband sovéskra jafnaðarmanna hefur aðsetur í óhijálegri íbúð í Moskvu, þar eru bæði Moskvudeildin og höfuðstöðvar landssambandsins. A skrifstofu formanns Moskvudeild- arinnar er kratarósin allsráðandi og hann sýnir blaðamanni stoltur kort af Sovétríkjunum þar sem búið er að merkja með rauðri rós við alla þá staði í landinu þar sem jafnaðar- mannasamtök hafa verið stofnuð. Að sögn Vasíltsjenkos má rekja til- komu jafnaðarstefnunnar í Sovétríkj- unum til ársins 1985 er Míkhaíl Gorbatsjov núverandi forseti hrinti umbótastefnunni í framkvæmd. Þá Metverð fyr- ir málverk Strindbergs Stokkhólmi. Reuter. MÁLVERK eftir sænska leik- skáldið August Strindberg var selt á uppboði í Stokkhólmi í gær fyrir rúmar 240 milljónir ísl. kr. Myndina nefndi Strindberg „Undraland“ en hana málaði listamaðurinn í Þýskalandi árið 1894. Þetta er hæsta verð sem feng- ist hefur fyrir málverk á upp- boði á Norðurlöndum en fyrr á þessu ári greiddi óþekktur kaup- andi tæpar 160 milljónir króna fyrir mynd eftir sænska lista- manninn Anders Zorn. Líbanon: Belgísk- um gísl- um sleppt? Beirút. Reuter. Heimildarmenn Reuters-frétta- stoíúnnar í Beirút, höfúðborg Líbanons, sögðu í gær að fjóru m belgískum gíslum yrði sleppt úr haldi innan skamms. Belgarnir hafa verið á valdi félaga I „Bylting- arráði Fatah“, er lýtur stjórn hryðjuverkamannsins illræmda Abu Nidals, í rúm þrjú ár. Fólkinu, Emmanuel Houtkins, eiginkonu hans Godelieve og tveim- ur börnum þeirra, var rænt er það var á siglingu á Miðjarðarhafi ásamt fimm manna fjölskyldu sem liðsmenn Abu Nidals tóku einnig á sitt vald. Mannræningjarnir slepptu tveimur telpum í desember árið 1988 en hinir gíslamir þrír voru látnir lausir fyrr í þessum mánuði eftir að Muammar Gaddafi Líbýu- leiðtogi hafði haft afskipti af mál- inu. Þá hermdu óstaðfestar fréttir í gær að líkur væru á því að tveimur svissneskum starfsmönnum Rauða krossins yrði brátt sleppt úr gíslingu en óþekktir menn rændu þeim í Líbanon 6. október síðastliðinn. Stjóriiarandstæðing-ar mótmæia kommúnískum stjórnarháttum í Rúmeníu: Kosningar án aðstoðar erlendra eftirlitsmanna var farið að stofna samtök jafnaðar- manna víða í borgum landsins en það var ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem þau gerðu með sér formlegt samband á landsvísu. „Samtökin á hverjum stað verða áfram sjálfstæð. Við ætlum ekki að verða flokkur á landsvísu því að við þekkjum allt of vel til hvers það leið- ir, að hafa slíka miðstýringu," segir Vasíltsjenko. Aðspurður um stefnu- mál jafnaðarmanna segir hann að þau séu hin sömu og jafnaðarmanna- flokka í Vestur-Evrópu. Samband sovéskra jafnaðarmanna hefur fengið heimsóknir frá jafnaðar- mönnum í öðrum löndum og undirbýr nú að sækja um aðild að Alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna. Þegar Vasílt- sjenko er spurður hvers konar fólk eigi aðild að samtökunum tekur hann dæmi af Moskvu. Félagar séu um 250, þar af 200 tæknimenntaðir há- skólamenn, 25 háskólamenn af öðru tagi og 25 úr öðrum stéttum. Reuter Stjórnarandstæðingar í miðborg Búkarest í gær. Þar mátti m.a. sjá höggmynd af krepptum hnefa er myndaði V-laga sigurmerki en um fingurna var bundinn svartur borði sem tákna átti svik núverandi stjórnvalda við málstað byltingarmanna. Búkarest. Reuter, The Daily Telegraph. RÚMLEGA 4.000 manns komu saman í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í gær og kröfðust af- sagnar Ions lliescus, sitjandi for- seta bráðabirgðaríkistjórnar End- urreisnarráðsins. Petre Roman, forsætisráðherra Rúmeníu, sagði í viðtali við franskt dagblað í gær að ákveðið hefði verið að falla frá hugmyndum um að leita eftir að- stoð erlendra eftirlitsmanna er þing- og forsetakosningar fara fram í Rúmeníu þann 20. maí. Lögreglumenn vopnaðir hríðskota- rifflum og bareflum höfðu hægt um sig er um 3.000 manns gengu í fylk- ingu inn á Háskólatorgið í miðborg- inni og tóku að kreíjast þess að Ili- escu forseti segði af sér. Um 1.000 manns héldu enn til á torginu seint í gærkvöldi. Á meðal þeirra sem þátt tóku í mótmælunum voru félagar í samtök- unum „21 desember", sem fullyrða Stefiit að þýsku mynt- bandalagi í byrjun júlí Bonn, Austur-Berlín. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Lothar de Maiziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, hafa komist að samkomulagi í meginatriðum um myntbandalag þýsku ríkjanna og er að því stefnt, að það verði að veruleika 2. júlí næstkomandi. Þá mun vestur-þýska efnahagskerfið taka það austur-þýska upp á sína arma og verður þá fátt í veginum fyrir fullri sameiningu ríkjanna. Búist er við, að stjórnir þýsku ríkjanna afgreiði samninginn um myntbandalagið fyrir vikulok en með honum hefur Bonnstjórnin lát- ið verulega undan kröfum Austur- Þjóðveija og að sumu leyti í óþökk vestur-þýska seðlabankans. í meg- inatriðum er samningurinn þannig, að almennum launum og eftirlaun- um og sparifé upp að 4.000 austur- þýskum mörkum á mann verður breytt á genginu eitt mark á móti Embættismenn í Bonn viður- kenna raunar, að þeir eigi erfitt með að gera sér grein fyrir kostnað- inum við myntbandalagið og er það einkum hugsanlegt atvinnuleysi í Austur-Þýskalandi, sem óvissunni veldur. Austur-Þjóðveijar hafa í fyrsta sinn greitt þeim, sem lifðu af helför nasista á hendur gyðingum, nokkr- ar skaðabætur, um 225 milljónir ísl. kr. Austur-þýskir kommúnistar vildu aldrei kannast við, að þeir bæru neina ábyrgð á fortíðinni, og eru greiðslurnár táknrænar fyrir umskiptin í Austur-Þýskalandi. Reuter I gær var hafist handa við að fjarlægja a-þýsk mörk úr byggingu miðstjórnar a-þýska kommúnistaflokksins í Berlín til að rýma til fyrir mörkum að vestan. Austur-þýsku seðlunum var komið á flutn- ingabíla og þeim ekið á leynilegan stað þar sem þeir voru grafnir í jörðu. Vestur-Þjóðveijar hafa hins vegar greitt gyðingum og Ísraelsríki næstum 2.900 milljarða ísl. kr. í skaðabætur. að byltingin í Rúmeníu hafí ekki orð- ið fyrir tilviljun eina heldur hafi ver- ið um að ræða þaulskipulagt valda- rán núverandi ráðamanna. Um þetta deila menn í Rúmeníu en stjórnar- andstæðingar eru sammála um að fyrrum flokksbræður einræðisherr- ans Nicolae Ceausescus hafi enn öll ráð landsmanna í hendi sér og að í engu hafi verið hvikað frá komm- únísku þjóðskipulagi. Þá hefur stjórnarandstaðan látið í ljós efasemdir um að kosningarnar þann 20. næsta mánaðar verði leyni- legar og fijálsar. Þykir víst að deilur um þetta muni magnast á næstunni þar sem Roman forsætisráðheiTa sagði í blaðaviðtali að ekki hefði gefist nægur tími til að skipuleggja eftirlit með framkvæmd kosning- anna. Hefði ríkisstjórnin því ákveðið að falla frá þeirri hugmynd að bjóða erlendum eftirlitsmönnum til Rúm- eníu. Gelu Voican, aðstoðarforsætisráð- herra Rúmeníu, sagði að lög hefðu verið brotin er frönsk sjónvarpsstöð sýndi myndir m.a. frá aftöku Ceaus- escu-hjónanna á sunnudag. í mynd- inni kemur fram að Voican tók ásamt fleiri núverandi ráðamönnum þátt í réttarhöldunum yfir Ceausescu-hjón- unum. Sögðu franskir fréttaskýrend- ur í gær að myndin hlyti að vekja upp nýjar spurningar um byltinguna í Rúmeníu. Sjá „Rúmenska öryggislögregl- an. . . “ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.