Morgunblaðið - 25.04.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.04.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 21 Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, er heim- sóttu mig, sendu mér heillaskeyti, blóm og gjafir á sjötugsafmœli mínu 18. apríl sl. Sérstakar þakkir vil ég fcera syni mínum og fjölskyldu hans og frœnkum mínum fyrir ómet- anlega hjálp. Guðlaug Pálsdóttir, Kleppsvegi 38. Volvo 360 QL, '88. Ljósblár mot., s gfra, vökvastýri, útv/seguib., upphækk., s dyra. Ek. 33.000 km. Verö 800.000. Volvo 240 QL, '87. Rauður, 5 gíra, vökvastýrl, útv/segulb., snjódekk ó felgum. Ek. 37.000 km. Verð 940.000. Volvo 740 QLE '88. Dökkblár met., sjálfsk., vökvast., útv/segulb., rafdr. rúöur. Ek. 62.000 km. Verö 1.450.000. Volvo 240 QL '86. Hvftur, 5 glra, vökvast., útv/seguíb., sflsabrettl. Ek. aðeins 36.000 km. Verð 840.000. Volvo 240 GL, '86. Sllfurgrár met., sjálfsk., vökvast., útv/segulb. Sflsabrettl. Ek. 49.000 km. Verð 840.000. Volvo 740 QLE '87. Beige met., 5 glra, vst., útv/segulb., vetrard. og sumard. á felgum. Sállúga, sllsabreHI. Ek. 62.000 km. Verð 1.285.000. Charade QTTl, '88. Dökkblár met., 5 gfra, 101 hestöfl, turbo m/intercooler. Álfelgur. Rafdr. sóllúga, rafdr. speglar, útv/segulb., 14“ Plrelll dekk. Ek. 28.000. Bfll I sérflokkl. Verð 760.000. Sklpti ódýrt. MMC Pajero 4wd, bensln '88. Sllfurgrár, 5 gfra, vökvast., útv/segulb., sumar/vetrard. Ek. 64.000 km. Verð 1.370.000. Sklpti mögul. Fjöldl annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870, Bandarískir ráðamenn ræða vanda Litháa: Bush frestar ákvörðun um að- gerðir gegn Moskvustj órninni Aukinn viðbúnaður sovésku öryggislögreglunnar á landamærum Litháens BÍLAGALLERÍ Opið virka daga f rá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Volvo 740 QL '86. Dökkblár met.f sjölfsk.y vökvast., upp- hækk., útv/segulb. Ek. 36.000 km. Verö 1.050.000. hefði orðið um smygl af þessu tagi. Frá því að deilurnar vegna sjálfstæð- iskröfunnar hófust hafa leiðtogar Litháa ávallt skorað á landsmenn að forðast ofbeldisverk og hvergi hefur komið til vopnaðra átaka. V egabréfsáritun Prunskiene til Bandaríkjanna Sendinefnd Litháa undir forygtu varaforsetans, Bronius Kuzmickas, er enn í Moskvu og bíður þess að fá sovéska ráðamenn til viðræðna um deilur ríkjanna. Kazimiera Prunskiene, forsætisráðherra Lithá- ens, hefur skýrt frá því á blaða- mannafundi að Bandaríkjamenn hafi neitað sér um vegabréfsáritun til að heimsækja landið í næsta mánuði; hún hafi fengið að vita að það gæti ekki orðið fyrr en í byrjun júní. Prunskiene gaf í skyn að bandarísk stjórnvöld væru e.t.v. mótfallin því Washington, Moskvu, París. Reuter. dpa. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um það hvernig og hvort svara bæri efiia- hagsþvingunum Sovétstjórnar- innar gegn Litháum með gagnað- gerðum. Á mánudag létu banda- rískir embættismenn í það skína að til greina kæmi m.a. að fresta viðræðum sem hafnar eru í París um aukin viðskipti risaveldanna og betri viðskiptakjör fyrir Sovét- menn á Bandaríkjamarkaði. For- setinn sagðist ekki vilja hætta á að magna deilurnar vegna sjálf- stæðisyfirlýsingar Litháa. „Við skulum vona að viðræður hefjist — það er eina leiðin út úr vandan- um,“ sagði Bush. Sovéska örygg- islögreglan, KGB, hefur aukið við- búnað sinn við hafnir og landa- mæri Litháens og sovéskur tals- maður varaði í gær Bandaríkin' við því að grípa til refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum. „Allar aðgerðir, sem aukið gætu á misklíð, hefðu ekkert jákvætt í för með sér, þær fengju engu áorkað," sagði Vadím Períljev, fulltrúi sov- éska utanríkisráðuneytisins. „Þetta ættu þeir að hafa í huga sem mæla með aðgerðum gegn landi okkar eða þrýstingi á sovésk stjórnvöld. Hvort sem það væri ætlunin eða ekki gætu slíkar aðgerðir orðið vopn í höndum þeirra sem vilja aukin völd og boða þjóðernisstefnu, aðgerðirnar gætu með þessum hætti komið Litháum á kaldan klaka.“ Talsmaður sovésku öryggislögreglunnar, KGB, skýrði frá því að stofnunin hefði aukið umsvifin á landamærum Litháens, á ströndum lýðveldisins og við hafnir til að koma í veg fyrir að vopnum yrði smyglað til landsins. Yfirmaður landamæravarðsveitanna, Anatólíj Paratsín, sagði fréttamönnum að í þessu skyni yrði fylgst með „sam- skiptum skipvetja á sovéskum og erlendum skipum" í lögsögu ríkisins. í frétt sovésku TASS-fréttastofunn- ar sagði ekkert um það hvort uppvíst blaði þegar efnahagsmál eru annars vegar. Bandaríkjamenn hafa til að mynda miklar áhyggjur af því að þeir séu að dragast aftur úr Japön- um. ítalir lýstu því stoltir yfir árið 1987 að þeir væru il surpasso („ég er ríkari en þú“ í grófri þýðingu) er tölum yfir landsframleiðslu hafði verið hagrætt þannig að svo virtist sem þeir hefðu slegið Bretum við. Bretar og Frakkar hafa í ár átt í deilum um hvorir þeirra eigi að. vera ofar á lista Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, þar sem Japanar eru að færast úr fimmta sætinu í annað (á eftir Bandaríkjamönnum). Frakkar eru óánægðir með að þeir skuli verða í fimmta sæti í stað þess fjórða og því enn á eftir Bret- um (sem eru í öðru sæti en verða brátt í því fjórða). Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við landsframleiðslu, viðskipti við útlönd og gjaldeyrisvarasjóði ríkjanna. Þannig er hægt að kom- ast að niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Aðrar tölur er hægt að nota með sama árangri. Enginn ber brigður á að landsframleiðslan er mest í Bandaríkjunum en meiri í Sviss miðað við höfðatölu og að japanar eru mestu lánardrottnar veraldar. En þegar allt kemur til alls eru allar þjóðir efstar á ein- hverju sviði, til að mynda er hundr- aðshluti atvinnulausra hærri á Spáni en í nokkru öðru iðnvæddu ríki heims. Þolinmóðir tölfræðingar Ec- onomist hafa farið í gegnum tölur 24 ríkja sem aðild eiga að Efnahags og framfarastofnuninni (OEGD). Sum ríkjanna virðast hvað eftir annað skara fram úr öðrum: Banda- ríkin vegna stærðarinnar, Svíþjóð vegna félagshyggjunnar. Svíþjóð er efst á blaði hvað varðar ríkisút- gjöld, skatta, félagslega þjónustu og, þótt skrýtið megi virðast, hluta- bréfaeign einstaklinga. Þeir sem eru með efasemdir um afrek Vestur-Þjóðveija á efnahags- sviðinu ættu að líta á tölur yfir bjór- neyslu þeirra miðað við höfðatölu - en hún er sú mesta í öllum heimin- um. Tyrkland er fátækasta ríki OECD, en hagvöxturinn hefur líka verið þar mestur á undanförnum árum. I auglýsingum breska Verka- mannaflokksins að undanförnu hef- ur verið lögð rík áhersla á að í Bretlandi séu vaxtahækkanir mest- ar, auk þess sem framleiðslan hafi hvergi minnkað jafn mikið og þar á undanförnum áratug. Stuðnings- menn Margaretar Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, geta hins veg- ar stært sig af því að sala á plötu- spilurum, segulböndum og geisla- spilurum er hvergi meiri en þar. Frakkar eru enn efstir hvað varð- ar áfengisneyslu á hvern landsmann í OECD. Islendingar eiga fleiri Tri- vial Pursuit-spil miðað við höfðatölu en nokkur önnur þjóð veraldar (all- ir þessir löngu og köldu vetrarmán- uðir). Samkvæmt þessu ættu allir íslendingar að vita svarið við spurn- ingunni: „hveijir eru mestu mat- mennirnir?" Það eru Irar, því þeir borða fleiri hitaeiningar á mann en nokkur önnur þjóð sem aðild á að OECD. Reuter George Bush Bandaríkjaforseti ásamt Thomas Foley, forseta fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, og George Mitchell, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, i gær. að hún væri þar á ferð rétt fyrir viðræðufund þeirra George Bush og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta sem verður í Washington um mán- aðamótin maí-júní. Bush átti fund með helstu ráðgjöf- um sínum á mánudagskvöld um málefni Litháa og í gærmorgun ráðgaðist hann við þingleiðtoga. Claiborne Pell, formaður utanríkis- málanefndar öldung'adeildarinnar, líkti ástandi mála í Litháen við upp- reisnina í Ungveijalandi árið 1956. Þá hefðu gagnrýnendur Bandaríkja- stjórnar sagt að hún hefði tælt Ung- veija til að halda að Bandaríkjamenn myndu styðja vopnaða uppreisn gegn Sovétmönnum. Moskvustjórnin kæfði uppreisnina í blóði. Þingleiðto- garnir virðast hafa lýst stuðningi við ákvörðun Bush um að ákveða engar refsiaðgerðir gegn Sovétmönnum að sinni. „Þetta kemur mönnum niður á jörðina; bandamenn okkar vilja ekki efna til efnahagslegra refsiað- gerða og sjálfur er ég ekki viss um að ég geti mælt með einhliða aðgerð- um við þessar aðstæður,“ sagði demókratinn Dante Fascell, formað- ur utanríkismálanefndar fulltrúa- deildarinnar. „Við viljum alls ekki glæða falsvonir hjá Litháum um að Banadríkin geti leyst vanda þeirra með einhvetjum efnahagslegum eða pólitískum töfrabrögðum,“ bætti þingmaðurinn við. Li Peng í Moskvu Segist vilja umbæt- ur en ekki glundroða Námsmenn og borgarfulltrúar mótmæla komu kínverska forsætisráðherrans Moskvu. Reuter. LI PENG, forsætisráðherra Kína, hóf viðræður við Míkhaíl Gorb- atsjov, forseta Sovétrikjanna, í Kreml í gær. Forsætisráðherrann tjáði Sovétforsetanum að stjórn- völd í Kína myndu halda áfram að koma á umbótum í iandinu en reyna að koma í veg fyrir glund- roða. Nokkur hundruð náms- manna í Moskvu fóru í göngu um miðborgina til að mótmæla komu Li Pengs og slógust 22 borgarfull- trúar i Moskvu í lið með þeim. Li Peng er æðsti kínverski ráða- maðurinn sem sækir Moskvu heim í aidarfjórðung. Hann lagði blóm- sveig að minnisvarða óþekkta her- mannsins og Vladímírs Leníns, stofnanda Sovétríkjanna, áður en hann kom til fundarins í Kreml. Fréttastofan TASS skýrði frá því að Gorbatsjov hefði sagt Li að hann reyndi að komast hjá því að beita vopnavaldi á meðan sögulegar breyt- ingar ættu sér stað í Sovétríkjunum. Leiðtogarnir tveir undirrituðu einnig samning um samvinnu ríkjanna á sviði efnahagsmála, tækni og vísinda til aldamóta. Utanríkis- ráðherrar þeirra höfðu komist að samkomulagi um fækkun í landa- mæraheijum rílq'anna. 22 borgarfulltrúar í Moskvu gengu í lið með róttækum stúdentum og mótmæltu nærveru mannsins sem réð ferðinni þegar lýðræðisbar- áttan í Peking var brotin a bak aft- Námsmenn mótmæla komu Li Pengs forsætisráðherra Kína fyr- ir utan utanríkisráðuneytið í Moskvu. ur með hervaldi í júnímánuði í fyrra. Lögð var fram tillaga í borgarstjórn Moskvu á mánudag þar sem sagði meðal annars að hendur Li Pengs væru ataðar blóði hans eigin fólks. Mótmælaaðgerðir eins og þarna áttu sér stað vegna opinberrar heim- sóknar eiga sér ekki fordæmi í Sov- étríkjunum. Moskvu-heimsókn Li Pengs lýkur á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.