Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 7 HÓTEL Örk lif. hefiir verið tekið til gjaldþrotaskipta hjá skipta- ráðandanum í Arnessýslu. Um er að ræða hlutafélag, sem Helgi Þór Jónsson stofnaði ásamt fleirum árið 1988. Hlutafélagið keypti allt lausafé Hótels Arkar, sem var einkafyrirtæki Helga. Þrotabú Hótels Arkar höfðaði hins vegar mál til riftunar á þeim kaupsamningi og er ekki séð fyrir endann á því máli. Helgi Þór Jónsson byggði og rak Hótel Órk, sem var einkafyrirtæki hans, en hótelið tók til starfa árið 1986. Hótel Örk fékk greiðslustöðv- un haustið 1987 og rann hún út í febrúar 1988. Helgi stofnaði ásamt öðrum hlutafélagið Hótel Örk hf., sem gerði samning við einkafyrir- tæki hans um kaup á öllu lausafé í hótelinu. Þá leigði Hótel Örk hf. aðstöðu til veitingareksturs í hótel- inu og framleigði þá aðstöðu. Hótel Örk var selt á nauðungaruppboði í október 1988 og var Hótel Ork hf. þá slegið hótelið á 230 milljónir. Því tilboði, sem var hæst, var síðar hafnað og 200 milljóna tilboði Framkvæmdasjóðs íslands tekið. Framkvæmdasjóður fékk full yfir- ráð yfir hótelinu með fógetaúr- Maður slasaðist hörðum árekstri: skurði í febrúar í fyrra og þremur mánuðum síðar seldi sjóðurinn Jóni Ragnarssyni hótelið. Þrotabú Hótels Arkar höfðaði mál til að fá kaupsamningi við Hótel Örk hf. um lausaféð rift. Því máli er ólokið og því er ekki vitað hvort lausaféð telst eign þrotabús Hótels Arkar eða Hótels Arkar hf. Arið 1988 var lausaféð metið á 60-70 milljónir króna. Sigurður Sig- urjónsson, fulltrúi skiptaráðanda í Arnessýslu, kvaðst ekki geta sagt til um verðmæti lausaijárins nú, en ekki væri vitað um aðrar eignir Hótels Arkar hf., yrði samningnum ekki rift. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Hótels Arkar hf. rennur út í júní og skiptafundur verður haldinn 21. ágúst. Fyrir þann tíma verður að liggja fyrir hvort þrotabú Hótels Arkar hf. getur talið lausa- féð sína eign. Morgunbladið/Sverrir Starfsmenn Stöövar 2, þau Helgi Pétursson, Ómar Ragnarsson og Maríanna Friðjónsdóttir, viö undirbúning þáttarins í gær. Átakskvöld hjá Stöð 2: Þáttur til stuðnings Landgræðslu STÖÐ 2 sendir út þáttinn á Grænni grein í opinni dagskrá í kvöld til stuðnings Landgræðsluskógum — átaki 1990. Þátturinn verður sendur út beint og mun standa yfir frá kl. 21.25 til miðnættis. Hægt verður að hringja í þáttinn til stuðnings átakinu. Mikill fjöldi manna, utan raða starfsmanna Stöðvar 2, mun koma við sögu í útsendingunni, eða a.m.k. 200 manns og gefa þeir allir vinnu sína við þáttinn. Skemmtikraftar, sem vitað var um í gær, að kæmu í þáttinn, voru þessir: Hópur frá Leikfélagi Reykjavíkur, Ríó tríó, Bubbi Mort- hens, Magnús Þór Sigmundsson, Sykurmolarnir, Rúnar Þór Péturs- son, Jakob Magnússon, Ragnhild- ur Gísladóttir, Jóhannes Kristj- ánsson, Todmobile, Tinna Gunn- laugsdóttir, börn úr Austurbæjar- skóla, Eurovision-farar, Karl Örv- arsson og Eyjólfur Kristjánsson. Auk skemmtikraftanna mun ijöldi manna leggja þættinum lið, t.d. með símavörslu meðan á þætt- inum stendur og sérfróðir menn munu upplýsa um eitt og annað er varðar málefnið. Hótel Örk hf. gjaldþrota: Ovíst hvort þrotabú- ið á lausafé hótelsins Illskuveð- ur tafði för lögreglu og sjúkrabíls MAÐUR slasaðist mikið í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls í Að- aldal síðdegis á miðvikudag. Það tók lögreglu og sjúkralið mun lengri tíma en ella að komast á slysstað vegna hríðarkófs og blindu. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Áreksturinn varð skammt sunn- an við Knútsstaðaveg í Aðaldal. Jeppinn og fólksbíllinn voru að mætast á veginum þegar þeir skullu saman og er slysið rakið til mikils hríðarkófs, sem byrgði ökumönnum sýn. Ökumaður fólksbílsins slasað- ist mikið, skarst mikið í andliti, handleggsbrotnaði og skaddaðist á fæti. í jeppanum voru þrír menn, sem sluppu lítt meiddir. Þeir voru með bílasíma og höfðu samband við lögreglu. Vegna illskuveðurs gekk ferð lögreglu og sjúkraliðs seint og voru mennirnir nokkuð kaidir þegar hjálpin barst. Reynt var að senda þann, sém mest var slasaður, á sjúkrahús á Akureyri eða í Reykjavík, en hverfa varð frá því vegna veðurofsans. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Fólksbíll hans er talinn ónýtur og jeppinn er mikið skemmdur. Skömmu síðar varð harður árekstur í Þistilfirði. Tveir bílar skullu þar saman og eru báðir tald- ir ónýtir, en engan sakaði. Skákmótið í Gausdal: Karl vann Janza KARL Þorsteins vann tékkneska stórmeistarann Janza í 3. umferð Gausdal-skákmótsins. Margeir Pétursson náði aðeins jafntefli gegn óþekktum Dana, Hansen að nafni, og eru þeir Karl nú jafnir og efstir með 2 '/> vinning ásamt þremur öðrum. Sr.orri Bergsson gerði jafntefli við Wessmann og er með 2 vinn- inga. Lárus Jóhannesson tapaði sinni skák og er með 1 'A vinning, og Tómas Björnsson tapaði einnig og er með 1 vinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.