Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 17 Enn um Fæðingar- heimili Reykjavíkur eftir Elínu G. Ólafsdóttur Á borgarráðsfundi þann 3. apríl sl. var lögð fram tilkynning frá borg- arstjóra um munnlegt samkomulag við „einkalæknana" sem meirihlutinn leigði tvær neðstu hæðri heimilisins nú nýverið. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Fæðingarheimilið geti nú fengið 6-7 rúm á 2. hæðinni til af- nota fyrir sængurkonur. Mögnuð stjórnviska meirihlutans Mögnuð er sú stjórnviska að leigja húsnæðið fyrst undir einkarekstur; húsnæði sem fæðingarhjálpina í Reykjavík bráðvantar og ekki er deplað auga þrátt fyrir hávær mót- mæli borgarbúa. Fara svo bónveg nú til þessára sömu lækna og fala af þeim hluta af sama húsnæði örf- áum vikum síðar! Ja, það væri eitt- hvað sagt ef þarna værum við konur í stjórnsýslu á ferð. Állt fyrir það ber útaf fyrir sig að fagna þeim votti af sinnaskiptum sem orðið hefur hjá meirihlutanum í Reykjavik í þessu dæmalausa máli; lítið er betra en ekki neitt. Hitt verð- ur þó jafnframt að taka fram: — Þetta er ekki besta lausnin miðað við aðstæður, þ.e. mikið álag vegna blessunarlega margra fæðinga í borginni. Besta lausnin er að fá allt húsið undir starfsemina eða nýtt fæðingarheimili sem uppfyllir allar lágmarkskröfur. — Þetta er því ekki framtíðarlausn á aðstöðu fyrir fæðandi konur í borg- inni, langt í frá. — Það mun kosta töluverða útsjón- arsemi að nýta þetta viðbótarrými svo vel sé. Eg sagði viðbótarrými, en um það hvort svo sé í raun má jafnvel deila. Miðað við þau maka- iausu þrengsli sem eru á Fæðingar- heimilinu nú þyrfti sannarlega að auka rýmið á 3. hæðinni þannig að það sem við bættist á 2. hæðinni kæmi í staðinn fyrir fækkun rúma uppi og stækkun á annarri aðstöðu þar. Til dæmis þyrfti nauðsynlega að stækka móttökuherbergi sem minnir meira á skáp en herbergi og aðstöðu fyrir starfsfólk. Setustofan á 3. hæð er einnig afar lítil og engin setustofa er á 2. hæð. Hvar eiga blessuð börnin að vera? Til umhugsunar einnig. Hvar eiga blessuð nýfæddu börnin að vera ef verið er að tala um fjölgun rúma. Enginn möguleiki er að stækka barn- astofuna uppi á 3. hæð, þar sem þegar eru of mörg börn fyrir. Hug- myndin með okkar tillögu um að fá allt húsið undir fæðingarþjónustu var auðvitað að fá aukið rými bæði fyrir konurnar og börnin, þar með nýja barnastofu. Fæðingarstofurnar sjálfar þyrfti einnig að stækka miðað við aðstæður og álag, en það er ekki inni í dæm- inu miðað við þessa lausn. Svona mætti iengi telja, en verður ekki gert nú. Annað til umhugsunar. Mér skilst að bæði Heilbrigðiseftirlitið, Vinnu- eftirlitið og Sýkingavarnarstjóri Borgarspítalans hafi gert úttekt á húsinu í ljósi núverandi starfsemi og staðla um hana. Eg tel mikilvægt að skýrslur um málið, ef til eru, komi í dagsljósið þannig að fólk geti betur 'attað sig á því hvað konum í Reykjavík er boðið upp á varðandi fæðingarþjónustu. Eru kröfur uppfylltar? Því tilfæri ég þetta að í mínum Elín G. Ólafsdóttir „Almenningur í borg- inni vill ekki láta spara í trygginga-, heilbrigð- is- og menntakerfinu. Fólk vill að vel sé hlúð að þeim sem minnst mega sín.“ huga er efi um að hægt sé að upp- fylla fyllstu kröfur um öryggi í fæð- ingu bæði á Landspítala og Fæðing- arheimilinu við núverandi aðstæður. Jafnframt dreg ég í efa að hægt verði að uppfylla kröfur sem gera verður til fæðingarstofnana ef hola á konum niður á neðri hæðina án annarra nauðsynlegra aðgerða. Fólk þarf að gera sér ljsot að það verður að bæta til muna fæðingar- þjónustu í borginni og til þess þarf að veija milljónum. Konur eiga heimtingu á að uppfylltar séu lág- markskröfur um aðbúnað og eiga ekki að sætta sig við annað en bestu aðstöðu í þeim efnum. í því ljósi þurfum við að velta fyrir okkur hvort þarna er ekki á ferð bráða- birgðalausn sem varla verður viðun- andi og hvort ekki er nauðsynlegt að gera kröfur um nýtt fæðingar- heimili í Reykjavík. Almenningur vill ekki láta spara í heilbrigðiskerfinu í lokin vil ég ítreka að almenning- ur í borginni vill ekki láta spara í trygginga-, heilbrigðis- og mennta- kerfinu. Fólk vill að vel sé hlúð að þeim sem minnst mega sín. Fólk vill að borgaryfirvöld reki þá stefnu í þessari ríku borg. Þess vegna eigum við að hafa metnaðarfulla stefnu í þessum málum í borgarstjórn. Við eigum að setja ríkisvaldinu stólinn fyrir dyrnar þegar það' sparar og klipur við nögl í þessum málaflokk- um. Við eigum að krefjast fullkom- innar þjónustu fyrir fæðandi konur í Reykjavík. Við eigum að hvetja ungt fólk til að eiga börn með því að bæta þjónustuna og ef ríkið bregst, eins og það raunar gerir nú í æ ríkara mæli, þá eigum við að taka forystuna og borga það sem á vantar til að hér í borg verði boðið upp á fyrsta flokks fæðingarþjón- ustu. Konur upp á náð og miskunn karla Það er ólíðandi að konur skuli ævinlega vera eins og þurfalingar, upp á náð^og miskunn karlanna í valdakerfinu. Jafnvel svo augljós þörf sem hér um ræðir er látin víkja fyrir eiginhagsmunum fárra karla. Það er ekki ásættanlegt að láta kúldur og kotungsbrag ríkja í þessum málaflokki, heldur ber að sýna stór- hug, að byggja stórt og búa vel að nýjum borgurum og foreldrum þeirra. Það er málið gott fólk! Höfundur er borgarfulltrúi Kvennalistans í Keykjavík. Appelsínuhúð - ekki lengur vandamál Maria Galland no. 81 Slimming Vector frá Maria Galland er mun auðveldara í notkun en áður hefur þekkst um sambærilegar vörur. Frábær árangur á stutt- um tíma. Sölustaðir: Clara Laugavegi/Kringl- unni, Gloría/Njarðvík, Soffía/Hlemmi, Apótekið /Vestm.eyjum, Topptískan /Aðalstræti, Hygea/Lauga- vegi, Apótek Garðabæjar, Stúdíó Hallgerður, Snyrti- stofan Rós/Engihjalla. Snyrtistofa Sigr. Guð- jóns./Eiðistorgr. 13 ferðaskrifstofur kynnaþjónustu sína og sumaráætlun fyrir árid '90. F E A V E I S L A Farklúbbur Félags íslenskra ferðaskrifstofa efnir til ferðaskrifstofukynningar í Kringlunni í dag < 4 Allir KVIKK veitingastaóirnir og veitingastaóurinn MYLLAN í Kringlunni veita farklúbbssmeólimum 20% afsláttafvörum sínum. Kynningin veróur opin föstudag kl. 10-19 og laugardag kl. 10-16 T FÍF Fullkomið greiðslukort og meira til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.