Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Fjölmiðlar og ósýnilega höndin Bækur Björn Bjarnason Fjölmiðlar nútímans Höfundur: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Útgefandi: Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavík, 1989. 354 bls., nafnaskrá, myndir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í stjómmálafræði við félags- vísindadeild Háskóla íslands, hefur aldrei farið ieynt með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Hann gerir það ekki heldur í nýjustu bók sinni Fjölmiðlar nútímans, sem kom út um áramótin. Þeir sem hafa les- ið ritsmíðar Hannesar þekkja hina erlendu fræðimenn sem mynda rammann utan um þessa bók, þá Adam Smith, Milton Friedman og Friedrich von Hayek. Er forvitnilegt að sjá kenningum þessara manna beitt í umræðum um fjölmiðla, sögu þeirra, efnistök fréttamanna og þróun fjölmiðlunar. Nú þegar kommúnismi og sósíalismi eru á hröðu undanhaldi á vígvelli hug- myndanna er tímabært að kynna sem best þær kenningar og skoðan- ir sem eru að bera sigur úr býtum. Það er gert í þessari bók. Hannes Hólmsteinn er prýðilega ritfær. Hann á auðvelt með að skýra mál sitt með ljósum dæmum. Hins vegar fellur mér illa sá háttur hans að draga menn í dilka og gefa þeim einkunnir. Hvaða erindi á það til dæmis að sýna sérstaklega fram á hve klaufalega Þorbjöm Broddason, sem kennir fjömiðlafræði við Há- skóla íslands, kemst að orði í einni af ritsmíðum sínum? Er þetta gert í þætti sem ber yfirskriftina Nokkr- ar reglur um mál og stíl, en í hon- um ægir mörgu saman og hefði það ekki spillt bókinni, að sleppa því sem í honum stendur fyrir utan hinar staðfærðu reglur, sem George Or- well og aðrir rithöfundar hafa tam- ið sér. Höfundur leitar ekki einungis fanga hér á landi heldur gerir sam- anburð á blöðum hér og erlendis. Hann segir meðal annars: „Enginn er eyland: Ferð Morgunblaðsins og DV inn á miðju stjórnmálanna er hliðstæð þróuninni annars staðar í heiminum, þótt hún hafi orðið nokkru hægari hér en þar vegna harðra stjómmálaátaka, fyrst fyrir tilstilli Jónasar Jónssonar frá Hriflu, síðan vegna öflugs sameign- arflokks, eins og rakið er í síðasta kafla. Dagens Nyheter í Svíþjóð var til dæmis miklu eindregnara stuðn- ingsblað borgaraflokkanna þar í landi fyrir nokkrum áratugum en það er nú. Svipuðu máli gegnir um Berlingske Tidende í Danmörku og Aftenposten í Noregi, að ekki sé minnst á bandarísku stórblöðin New York Times og Washington Post. Raunar láta sum þessi blöð að miklu leyti stjómast af skoðunum starfs- mannanna fremur en eigenda, en í lokakafla þessa rits er vikið að því, að þær eru líklegri til að vera í ætt við félagshyggju en fijálshyggju. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort þessi tvö íslensku frétta- blöð fara sömu leið og Dagens Nyheter og New York Times eða hvort þau halda fast við borgara- legt fijálslyndi eins og bresku blöð- in gera, til dæmis Daily Teiegraph og Times." í hinum tilvitnuðu orðum er að finna ýmsar alhæfingar. Ég efast um að Hannes Hólmsteinn geti fært rök fyrir öllu því, sem þarna er slegið föstu. Hann gæti til dæm- is lesið ævisögu A.M. Rosenthals, sem nýlega hætti störfum sem rit- stjóri New York Times, og sann- færst um, að í hans tíð færðist blað- ið fremur frá miðju stjórnmálanna út á hægri kantinn. Hann ætti einn- ig að kynna sér deilumar sem orðið hafa vegna ritstjómarstefnu Aften- posten á undanförnum missemm og leitt hafa til þess að nýr rit- stjóri hefur verið ráðinn þar. Tölu- verð átök hafa einnig verið á æðstu stöðum á Daily Telegraph vegna ágreinings milli eigandans Conrads Blacks og Andrews Knights fráfar- andi forstjóra hjá Daily Teiegraph og fyrrum ritstjóra vikuritsins Ec- onomist, sem hvarf til starfa hjá Rupert Murdoch eiganda Times. Að sjálfsögðu bera dagblöð eins og öll mannanna verk svipmót af þeim, sem verkin vinna, starfsmönnunum. Eigendur ráða þá menn til að rit- stýra blöðum, sem þeir treysta best. Er það ekki til marks um breyting- ar á viðhorfum eigenda ef þeir ráða einkum félagshyggjufólk til starfa hjá sér í stað fijálshyggjufólks? Eða er ekki annarra kosta völ í þessari starfsgrein? Komi til árekstra hafa eigendur síðasta orðið og geta rek- ið starfsmenn sína. A að skilja Hannes Hólmstein þannig, að starfsmenn á fjöimiðlum eigi að afhenda eigendum miðlanna skoð- anir sínar til fijálsrar ráðstöfunar um leið og þeir hefja þar störf? Hvað á höfundur við, þegar hann gefur til kynna, að Dagens Nyheter og New York Times haldi ekki fast Ferming í Mosfellskirkju í Grímsnesi sunnudaginn 29. apríl kl. 13. Prestur sr. Rúnar Þór Egilsson á Laugarvatni. Fermd verða: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Sólheimum. Sigrún Birta Þrastardóttir, Sólheimum. Ferming sunnudaginn 29. apríl í Miðdalskirkju í Laugard- al kl. 15. Prestur sr. Rúnar Þór Egilsson. Fermd verða: Gestur Gunnarsson, Dalseli, Laugarvatni. Kristín Guðmundsdóttir, Torfholti 4, Laugarvatni. Kirkjuhvolsprestakall. Ferm- ingarguðsþjónusta í Þykkva- bæjarkirkju á sunnudag kl. 14. Prestur sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. Fermd verða: Guðfínna Ingibjörg Sigurðardóttir, Háarima. Sigpiar Freyr Pálmarsson, Unhól. Ferming verður í Hólanes- kirkju á Skagaströnd sunnudag- inn 29. apríl kl. 10.30. Prestur Hannes Hólmsteinn Gissurarson við „borgaralegt frjálslyndi"? Varla telur hann að þessi blöð hafi svikið málstað „borgaralegs fijálslyndis" og gengið sósíalisma á hönd? Eða hafa þau ekki stutt nægilega fast við bakið á góðum leiðtogum eins og Thatcher og Reagan? Hannes Hólmsteinn er eindreg- inn talsmaður frelsis í fjölmiðlun. Hann vill að fjölmiðlar starfi eins og hver önnur fyrirtæki og fullnægi þörfum markaðarins. Hann dregur upp allt aðra mynd en Stefán Jón Hafstein í bókinni Sagnaþulir sam- tímans, er telur að ijölmiðlar beri „félagslega ábyrgð“. Bók Hannesar er tímabær og dregur athygli les- énda sinna að ýmsum grundvallar- atriðum, sem hafa ber í huga við mat á stöðu fjölmiðla og greiningu á efni þeirra. Hann kemst þannig að orði: „Fjölmiðill á fijálsum mark- aði er ekki málfundur, þar sem hver fundarmaður á rétt á, að sér sé veitt orðið eftir settum reglum og að lokinni hæfilegri bið, heldur fyrirtæki í eigu einstaklinga." Annars staðar segir: „En dagblöð eru aðeins einn íjölmiðill af mörg- um. Menn horfa fram hjá því, að þau hafa eignast nýja keppinauta, svo sem tímarit, hljóðvarp, sjón- varp, myndsegulbönd og hljóm- flutningstæki og jafnvel einkatölv- ur. Neytendur geta nú fengið það, sem þeir vilja (og eru tilbúnir að greiða fyrir), hvort sem það er skemmtun eða fróðleikur, fréttir eða fréttaskýringar, í miklu meira mæli en áður.“ í franska dagblaðinu Le Monde var nýlega skýrt frá könnun á „menningarneyslu" Frakka. Frétt blaðsins um þetta mál ber fyrir- sögnina: Ár myndar og hljóðs og vísar til þess að sjónvarp og hljóm- flutningstæki ráða mestu um þessa „neyslu". Hins vegar kemur fram að hlutfall þeirra Frakka sem lesa dagblað á hveijum degi lækkar stöðugt, 55% gerðu það 1973 en 43% 1988. Þeim fjölgar á hinn bóg- inn sem lesa reglulega vikurit eða tímarit, hlutfall þeirra er 68% að meðaltali í Frakklandi en mun hærra hjá konum, ungu fólki og Parísarbúum. Er ekki sama þróun hér hjá okkur? Hvenær kemur að því að raunverulegt fréttarit hasli sér völl á vikumarkaði hér? Mörg dæmi sem Hannes Hólm- steinn nefnir um meðferð fjölmiðla á mönnum og málefnum minna á þann tvískinnung ef ekki hræsni sem oft setur sterkan svip á störf ijölmiðlamanna. Hið sama má raun- ar einnig segja um afstöðu opin- berra yfírvalda í einstökum málum og nægir þar að nefna þá óþægi- Iegu eða réttara sagt óhugnanlegu staðreynd, að ákæruvaldið sá á sínum tíma ekki ástæðu til að sækja alla til sakar, sem virtu ekki einok- unarrétt ríkisins á útvarps- og sjón- varpsrekstri. Greining höfundar á frægu sjónvarpssamtali Ingva Hrafns Jónssonar og Halls Halls- sonar við Albert Guðmundsson leið- ir réttilega til þeirrar niðurstöðu, að það sé „skólabókardæmi um það, hvernig fréttamenn eiga ekki að haga sér“. Stjórnmálaferill Al- berts og afstaða fjölmiðla til hans væri sérstakt rannsóknarefni fyrir þá, sem vildu kynna sér, hvort fjöl- miðlar notuðu að jafnaði sömu mælistiku við mat sitt á stjómmála- mönnum. Líklega er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að nú á tímum séu íslenskir ijölmiðlar síst of aðgangsharðir við stjómmála- menn, ef tekið er mið af því sem gerist erlendis. Ætli ijarvera for- sætisráðherra vegna skíðaferðar úr veislu eigin ríkisstjórnar í tilefni af stórafmæli þjóðhöfðingja eigin Iands hefði ekki alls staðar nema hér vakið almenna hneykslan fýrir tilstilli fjölmiðlamanna, meira segja ríkisfjölmiðlamanna? Við emm stödd í ijölmiðlabylting- unni miðri að því er varðar tækni, eignarhald og efnistök. Bók Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar snýst að veralegu leyti um þessa byltingu. Hann lítur í senn um öxl og fram á veginn, þess vegna á hún erindi til allra sem vilja öðlast betri skilning á eðli breytinganna sem eru að verða á þessu sviði eins og svo mörgum öðram. Vegna þess hve þróunin er ör þarf höfundur vafalaust að endurskoða verk sitt fljótlega, nægir þar einungis að nefna nýjar upplýsingar um Ijár- hagsstöðu Stöðvar 2 og framvind- una í sjónvarpsmálum meðal annars fyrir tilstilli gervihnatta. Þá gerir það bókina skemmtilega aflestrar hve nýleg dæmi tekin era til grein- ingar. Við það safn þyrfti að bæta nýjum þegar færi gefst. Um leið og nýjum staðreyndum verður bætt í ritið ætti Hannes Hólmsteinn að minnka dilkadráttinn og einkunna- gjöfina, þau smekksatriði spilla að- eins heildarsvip bókarinnar og draga athyglina frá hinum mikla fróðleik, sem þar er saman dreginn. Fermingar á sunnudag sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Fermd verða: Arnar Haukur Ómarsson, Bankastræti 7. Díana Rut Sigtryggsdóttir, Höfðabergi. Jónas Fanndal Þorvaldsson, Hólabraut 12. Jósef Ægir Stefánsson, Ægisgrund 1. Kristján Gunnar Guðmundsson, Bogabraut 21. Sigurbjörg írena Rúnarsdóttir, Bogabraut 13. Steinþór Carl Karlsson, Ránarbraut 1. Ferming í Skálholtskirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Óli Ólafs- son. Fermd verða: Baldur Smári Gunnarsson, Hrísholti. Gústaf Loftsson, Kjóastöðum II. Jóhann Haukur Björnsson, Stöllum. Snorri Marteinsson, Daltúni. Sá sem fcer svo margar kveðjur og er sýnd svo mikil vinátta, á afmœlisdegi sínum, er ríkur. Ég þakka ykkur öllum. Ketill Axelsson. Kærleikurinn í skýjaborgum Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir um „Prinsessan í Skýjaborgum“ eftir Hallveigu Thorlacius. Leikmynd og brúður: Hallveig Thorlacius. Brúðuleikhúsið Sögusvuntan Leikstjórn: Helga Arnalds. sýnir á dagheimilum og leikskól- Það ríkir harmur í húsum í Skýja- Haílveig með brúðunum í þætti Sögusvuntunnar borgum því Leónóra prinsessu hef- ur verið rænt, Granurinn beinist að galdranorninni sem býr á suður- pólnum og faðir hennar Kristján 134. kóngur af Skýjaborgum hefur árangurslaust reynt að hafa upp á dóttur sinni. Til skjalanna kemur Norðurljósaálfurinn og reynist betri en enginn. Hann hefur séð úr norð- urljósunum hvar prinsessan er í haldi en það er ekki nóg með að nornin hafi rænt henni hún hefur líka breytt henni í dúfu. Sem betur fer leysist allt vel og elskulega og ungir áhorfendur leggja ekki síst sinn skerf til þess, þau finna lykilinn að búri dúfunnar og þau fást til að elska prinsessuna eftir að henni hefur verið breytt í mús, hér er það kærleikurinn sem losar Leónóra úr prísundinni en ekki allt heimsins gull. Hjarta galdranornarinnar finnst í sögu- svuntunni og þar er komin skýring- in að mati sex ára fylgdarsveins míns á sýningunni; hjartalaus verð- ur nomin vond. Þegar krakkarnir hafa gefið henni hjartað aftur og Norðurljósastrákurinn hefur skrúf- að það í hana er óhugsandi að hún sýni af sér kvikindisskap aftur, að minnsta kosti ekki meðan hjartað er á réttum stað. Hallveig Thorlacius hefur gert brúður og umgerð, leikur persón- urnar og er svo öðru hveiju konan með skrítnu sögusvuntuna sem kemur fram fyrir tjaldið og ráðfær- ir sig við áhorfendur. Hallveig hafði eina sýningu á Skýjaborgarprins- essu í Borgarleikhúsinu en sýnir á dagheimilum og víðar eftir því sem óskað er. Sagan í gerð og flutningi gagntók krakkana á Hálsaborg og aðra viðstadda á þeirri sýningu sem ég sá. Sagan er skemmtileg, hæfi- Iega ógnvekjandi og töluverð glettni í öllu. Hallveig kann greinilega að tala við börn án þess að beita þeim dæmalausa bamamálrómi sem skemmir einatt gott efni. Þetta var góð stund og boðskapurinn komst til skila án þess það væri prédikað. Með betri brúðuleiksýningum sem ég minnist að hafa séð í háa herr- ans tíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.