Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 29 Birgir ísleifur Gunnarsson: Námslán skert um hálfan milljarð Birgir ísl. Gunnarsson (S-Rv) sagði í þingræðu í gær að á sama tíma sem menntamálaráðherra stærði sig af hækkun á framfærslu- grunni námsmanna skerti hann námslán þeirra með ýmsum öðrum hætti, þannig að nettólækkun til þeirra næmi um 240 m.kr. 1990 og 245 m.kr. 1991 eða langleiðina í hálfan milljarð króna á tveimur árum. Birgir ísl. Gunnarsson sagði að lán til einstaklinga í heimahúsum lækkaði um 30% og lán til bóka-, tækja- og efniskaupa um 36%. Þá stæði til að láta tekjur maka hafa aukin áhrif við ákvörðun námslána, þrengja sumarlán og síðast en ekki sízt að hækkja tekjutillitið úr 50% í 75%. Birgir krafði menntamálaráð- herra sagna um efni breytinga, sem gerðar vóru á úthlutunareglum Málefiii heyrnarlausra: Verða þeir viðurkennd- ir sem málminnihluti? Grunnmenntun áfi*am í sérskóla lausra hljóti að fara fram í sér- skóla. Þórhildur Þoleifsdóttir, fyrir- spyijandi, fagnaði sinnaskiptum ráðhérra varðandi grunnmenntum heyrnarlausra og lét í ljósi vonir um að málefni þeirra fengju verð- uga umijöllun og afgreiðslu í menntamálaráðuneytinu. Þórhildur Þórhildur Þorleifsdóttir (SK- RV) bar fram þrjár fyrirspurnir tii menntamálaráðherra um mál- efni heyrnarlausra: 1) um sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra, 2) hvort áform væru uppi um að viðurkenna heyrnarlausa sem málminnihluta og 3) hvaða ráð- stafanir væru hugsaðar til að gera heyrnarlausum kleift að stunda margvíslegt framhalds- nám eftir að framhaldsdeild Heyrnleysingjaskólans heftir verið lögð niður. Svavar Gests- son, mennta- málaráðherra, sagði m.a. að bíða yrði með formlega stofn- un samskipta- miðstöðvar heyrnarlausra fram áð af- greiðslu f|'áriaga fyrir árið 1991. Á hinn bóginn yrði settur á legg vísir að slíkri miðstöð i ár. Ráðherra sagði að áfram yrði unnið að rannsókn á íslenzku tákn- máli heyrnarlausra. Það væri hins- vegar Álþingis en ekki ráðuneytis að taka ákvörðun um, hvort viður- kenna eigi heyrnarlausa sem mál- minnihluta (samanber ályktun Evr- ópuráðsins) og hvort táknmál þeirra yrði viðurkennt sem „móðurmál" þeirra. Þá sagði ráðherra að grunnskóla- nám heyrnarlausra færi trúlega fram í sérstökum heyrnleysingja- skóla áfram, en vinna verði að því, að þeir eigi kost á framhaldsnámi i almennum skólum. Framhalds- deild verði þó starfrækt í heyrnleys- ingjaskólanum a.m.k. næsta vetur. Birgir Isl. Gunnarsson (S-Rv) sagði tiilögur um að leggja niður heymleysingjaskólann varhuga- verðar. Grunnmenntun heyrnar- LÍN, sem og hvort þær breytingar væru gerðar í samkomulagi við samtök námsmanna. Halldór Blöndal (S-NE) krafði ráðherra sagna um, hveijar hefðu orðið efndir á samkomulagi sem hann hefði gert við námsmenn í febrúar 1989 um málefni LÍN. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði að staðið hafí verið að fullu við það loforð að fella nið- ur skerðingar forvera sinna á stóli menntamálaráðherra á námslánum. Gangrýni sjálfstæðismanna í þess- um efni væri hræsnin einber. Halldór Blöndal sagði að ráð- herra hefði sniðgengið að svara til um febrúarsamkomulag sitt við námsmenn. ítrekuð mótmæli náms- manna sýndu og ljóslega, að ráð- nerra hafi þverbrotið gert sam- komulag og gengið á flest sín fyrri heit og loforð við nánismenn. Hér er haldið á „bjargvætti“ þjóðarinnar sem kvótadeilur standa um. Þorsteinn Pálsson um breytingar á kvótafinmvarpinu: Ekkert samráð við sjávarútvegsaðila Fyrstu skrefin að auðlindaskatti, sagði Guðmundur H. Garðarsson ÞRÍR stjórnarþingmenn, Karvel Pálmason (A-Vf), Skúli Alexanders- son (Abl-Vl) og Stefán Valgeirsson (SJF-Ne), gagnrýndu harðlega málsmeðferð á kvótafrumvarpinu sem og fréttaflutning um að náðst hefði allsherjar samkomulag um eftiisatriði og málsmeðferð. Guð- mundur H. Garðarsson (S-Rv) sagði að kvótamál stæðu nú, með þeim breytingum sem stjórnarliðar væru að þinga um, við þröskuld auðlindaskatts. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði að breytingarnar sem orðið hefðu á málinu gengu þvert á þá steftiumörkun sem rædd hafi verið við hagsmunaðila í sjávarútvegi. Karvel Pálmason (A-Vf) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í samein- uðu þingi í gær staðhæfði að hádeg- isfréttir RUV um allsheijarsam- komulag á þingi um afgreiðslu kvótamálsins væru byggðar á röng- um upplýsingum. Ekkert samkomu- lag væri við sig um það mál. Hann krafði forsætisráðherra og formenn þingflokka sagna um, hvers vegna slíkum rangfréttum væri komið á framfæri, þ.e. að afgreiða ætti frumvarpið úr þingnefnd á morgun og úr þingdeildinni á laugardag. Skúli Alexandersson (Abl-VI) sagði að nú ætti að leika sama leik og stundum fyrr að knýja stórmál gegn um þingið í tímahraki á tólftu stundu þingstarfa. Hann sagði ekk- ert samkomulag vera við þingflokk Alþýðubandalagsins um annað en það að málið fengi afgreiðslu úr sjávarútvegsnefnd efri deildar. Skúli sagði það móðgun við þingið og lítilsvirðingu á störfum þing- manna, ef keyra ætti það gegn um þingdeild á einum degi. Stefán Valgeirsson (SJF-NE) upplýsti að ekkert samkomulag væri við sig, sem aðila að stjórnar- samstarfi, um þessa afgreiðslu málsins. Hann sagðist ekki styðja frumvarpið án byggða- eða físk- vinnslukvóta. Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) sagði ríkisstjórnina greini- lega ekki rækta tengsl sín við stuðn- ingslið sitt í þinginu í þessu stóra máli. Samtök um kvennalista vildu fá byggðakvóta inn í frumvarpið. Ólafúr G. Einarsson (S-Rn) sagði að ekkert formlegt samkomu- lag hafí verið gert um afgreiðslu þessa máls. Umræðan hafi og sýnt að vafasamt sé að ráðherrar hefðu umboð frá stuðningsliði sínu til að semja um málið. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að ráðgerðar þinglausnir 4. eða 5. maí næðust ekki nema með samkomulagi um afgreiðslu þessa máls. Hann lét að því liggja að samkomulag hafi náðst milli stjórnariiða um málið og að það hafi verið rætt við stjórnarand- stæðinga í gær. Einar Guðfinnsson (S-Vf) sagði einsýnt af þessarri umræðu að ekk- ert samkomulag væri í stjórnarlið- inu hvorki um efnisatriði né af- greiðslu málsins. Málið lægi nú fyr- ir með allt öðrum efnisforsendum en ræddar hafi verið við hagsmuna- aðila í sjávarútvegi. Fiskveiðistefna hafí ekki áður verið mörkuð án fulls samráðs við sjávarútvegsaðila. Stefán Guðmundsson (F-Nv) sagði að í gær hafí verið gert „nokk- urn veginn samkomulag“ um að afgreiða málið úr nefnd á föstudag, ljúka um það umræðum á iaugar- dag og að atkvæði gengu í þing- deildinni á mánudag. Halldór Blöndal (S-Ne) sagði ljóst að þeir sem leitað hafi eftir því af hálfu stjórnarliða að ná fram Stjórnarandstæðingar um flárlagaárið 1989: Forsendur og- framkvæmd brugðust Metár í sköttum og eyðslu Bæði forsendur og framkvæmd íjárlaga ársins 1989 brugðust. Fjárlög, sem skila áttu 636 m.kr. afgangi, enduðu í 6.055 m.kr. halla, þrátt fyrir u.þ.b. 7.000 m.kr. nýja skattheimtu. Svo segir í sameiginlegu nefndaráliti þingmanna Samtaka um kvennalista og Sjálfstæðisflokks um frumvarp fjármálaráðherra til breytinga á fjáraukalögum liðins árs. Leiðin sem ekki var farin í nefndarálitinu segir að ríkis- stjórnin hafí varðað veg sinn að áætluðum tekjuafgangi ríkissjóðs 1989 á eftirfarandi hátt: 1) Aukin skattheimta um u.þ.b. 7.000 m.kr. 2) Niðurskurður framkvæmda. 3) Framlög til sjóða og verkefna vóru ekki hækkuð að krónutölu til sam- ræmis við verðlagsþróun. 3) Sér- tekjur þjónustustofnana vóru aukn- ar með stórhækkun á verði þjón- ustunnar. 4) Sparnaður í rekstri og mannhaldi á vegum ríkisins. L-Síðasta. Jfiiðin. Jtafi. aldrei. yerið.. farin. Aformin hafí snúizt upp í andhverfu sína. í stað tekjuafgangs hafi niðurstaðan orði rúmlega 6.000 m.kr. halli. Skattaárið mikla í nefndarálitinu segir að inn- heimtar tekjur ríkissjóðs 1989 hafi numið um 80.000 m.kr. eða 2.900 m.kr. meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Tekjur A-hluta ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðlsu hafi þróazt svo: 1985 22,7%, 1986, 24,0%, 1987,23(6%, 4088 26,6% og 1989 27.0%.... I Þrátt fyrir 2,6% raunaukningu ríkissjóðstekna 1989 hafí halli ríkis- sjóðs reynzt 6 milljarðar króna. Viðvarandi vöxtur ríkisútgjalda í nefndarálitinu segir að útgjöld ríkissjóðs 1989 hafi farið 9.600 m.kr. fram úr heimildum fjárlaga. Útgjöld A-hluta ríkissjóðs hafa verið þessi sem hlutfall af lands- framleiðslu: 1984: 22,8%, 1985 24,6%, 1986 25,4%, 1987 24,9%, 1988 28,6% og 1989 29,1%. Forsendur brustu, framkvæmd brást Þá segir að launa-, verðlags- og gengisforsendur ijárlaga hafi gjör- samlega brugðizt. Fjárlög hafi byggt á 7,5% launahækkun, sem í reynd varð fL3%, á 13,5% hækkun framfærsluvísitölu, sem í reynd varð 20% og á 11% gengislækkun, sem í raun varð 25,5%. Vitnað er til ríkisendurskoðunar sem telji ástæður fjárlagahallans m.a.: 1) vanáætlun fjárlaga, 2) framkvæmdavaldið virði ekki heim- ildir fjárlaga, 3) sparnaðaráform hafi ekki gengið eftir og 4) rangar verðlagsforsendur. Lánsflárþörf önnur en sögð var I álitinu segir: „Það segir sig sjálft að áform fjármálaráðherra um tiltölulega litla lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu hurfu út í veður og vind. í stað l. 320 m.kr. lánsfjárþarfar, eins og áætlað var, reyndist hún 7.280 m. kr. Lántökur umfram afborganir vóru þó minni en þetta, þannig að varð greiðsluhalli í árslok 2.100 m.kr.“ samkomulagi um afgreiðslu málsins hafi ekki haft samráð við fulltrúa«C Alþýðuflokks eða Alþýðubandalags í sjávarútvegsnefnd deildarinnar. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði að það grundvallaratriði við ákvörð- un fískveiðistefnu hafí alla tíð verið virt að hafa fullt samráð við hags- munaaðila í sjávarútvegi. Slíkt sam- ráð hafi ekki verið haft við sjávarút- vegsaðila um þær breytingar, sem nú væru ti! meðferðar í þihginú. Með þessu móti sé ekki aðeins þing- legri afgreiðslu málsins stefnt í hættu heldur jafnframt ýtt undir stórátök um það út í þjóðfélaginu. Hann sagði það segja sína sögu um sundurlyndið í stjórnarliðnu að þrír stjórnarliðar hafi efnt til þessarar utandagskrárumræðu, sem falið - hafí í sér harðar ádeilur á alla málsmeðferð ríkistjórnar og ráð- herra. Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv) sagði að ríkisstjórninni hafi nú tekizt að klúðra afgreiðslu þ.essa mikilvæga máls, sem varðaði undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Ljóst væri að hún hefði ekki lengur vald yfír atburðarásinni. Vísa bæri mál- inu aftur til ráðgjafanefndarinnar. Guðmundur Ágústsson (B-Rv) kannaðist ekki við neitt samkomu- lag um afgreiðslu málsins. Það þyrfti mun lengri umfjöllunartíma í efri deild en hér væri að stefnt. Ekki mæti flasa að afgreiðslu slíks stórmáls. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði að allar hliðar málsins hafi verið ræddar við hags- munaðila. Hann gæti þó ekkert fullyrt um afstöðu þeirra til síðustu breytinga. Frumvarp um þetta efni hafi ávallt tekið einhveijum breyt- ingum í meðferð þingsins. Guðmundur H. Garðarsson sagði að frumvarpið, með þeim breytingum sem það hafí tekið í umfjöllun stjórnariiða, fæli ótvírætt í sér grundvallarbreytingu, það er fyrstu skrefin að auðlindaskatti, með tengingu málsins við úrelding- arsjóð og veiðileyfasölu. Útgerðar- menn og sjómenn þyrftu að veita því verðuga athygli, að nú væri að því stefnt að framlengja líf þessar óvinsælu ríkisstjórnar um eitt ár með því að skattleggja útveginn og stíga stefnumótandi skref inn í auð- -*• lindaskatt. Fleiritóku til máls þótt-ekki verði | jfrekar rácjð. ðTfkil-de.B |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.