Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 toúm 'FOLX ■ LEO Beenhakker, þjálfari Ajax, var í gær ráðinn landsliðs- þjálfari Hollendinga fram yfir heimsmeistarakeppnina á Ítalíu. Beenhakker mun heíja undirbún- ing hollenska landsliðsins í bytjun maí, en keppnin á Ítalíu hefst 8. júní. Hann sagðist aðeins hafa ráð- ið sig fram yfir HM, en síðan tæki hann aftur við Ajax og mun stjórna '•■^íðinu næsta keppnistímabil. ■ MIKE Tyson, fyrrum heims- meistari í hnefaleikum, hefur ákveðið að mæta Henry Tillman frá Bandaríkjunum í Las Vegas 16. júní. Þetta verður fyrsti bardagi Tysons síðan hann tapaði heims- meistaratitlinum til James Dou- glas í febrúar. Tillman á 20 sigra að baki í hringum sem atvinnumað- ur og aðeins tapað fjórum sinnum. Hann vann Tyson tvívegis þegar þeir kepptu sem áhugamenn fyrir nokkrum árum. Tyson getur þó státað sig af betri árangri sem at- vinnumaður því hann hefur aðeins tapað einu sinni í 38 viðureignum. ■ MATTHIAS Sammer skiptir iir Dynamo Dresden í Stuttgart í júlí. Hann er annar leikmaðurinn frá Austur-Þýskalandi, sem geng- ur til liðs við félag í Vestur-Þýska- landi. KNATTSPYRNA Tactic-mótið á Sanavelli ■^fcctic-mótið í knattspyrnu hefst á Sanavelli á Akureyri í dag og lýkur á sunnudag; 27. apríl kl. 17.30:......KA-UMfT 27. apríl kl. 19.30:..Þór-Leiftur 28. apríl kl. 13.00:...KA-Leiftur 28. apríl kl. 17.00:.....Þór-UMFT 29. apríl kl. 11.00:.Leiftur—UMFT 29. aprílkl. 17.00:.....Þór-KA BADMINTON / DEILDARKEPPNIN D-lið TBR deildarmeistari Víkingur vann 2. deildina léttilega og leikur í 1. deild að ári D-LIÐ TBR varð deildarmeist- ari BSÍ annað ári í röð, en keppnin fórfram íTBR-hús- inu við Gnoðavog um síðustu helgi. Þátttaka var minni en í fyrra og voru það lið af lands- byggðinni sem létu sig vanta að þessu sinni. Mest spennandi og jöfnust var keppnin í 1. deild. í henni eru alls 6 lið. ÍA átti sæti í 1. deildinni en það sendi ekki lið í keppnina. Þ.a.l. fellur það úr deildinni og verður að keppa í neðstu deildinni 3 næstu ár. Liðin sem kepptu í 1. deild voru: TBR lið A, TBR lið B, TBR lið C, TBR lið D og KR lið A. Þessi Iið héldu sínum sætum þar sem ÍA féll. Dildarmeistari 1990 varð D lið TBR en það gerði jafntefli við C lið TBR og unnu hin. Fengu 7 stig af 8 mögulegum. I D liði TBR eru: Guðmundur Adolfsson, Snorri Ingvarsson, Sigfús Ægir Árnason, Skarphéð- inn Garðarsson, Elísabet Þórðar- dóttir og Hanna Lára Köhler. í 2. sæti varð A lið TBR með 6 stig. Víkingur vann 2. deildina létti- lega. Sigraði alla sína leiki og hlaut 8 stig. Liðið fer því upp í 1. deild í stað ÍA. HSK átti sæti í 2. deild en það sendi ekki Iið í keppnina og fellur því niður í 3. deild. Keppendur Víkings eru: Frímann Ferdinandsson, Viðar Gíslason, Andri Stefánsson, Val- geir Magnússon, Helgi Magnús- son, Helga Þórisdóttir, Hafdís Þórisdóttir, Hafdís Böðvarsdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Deildarmeistarar BSÍ 1990. Efri röð frá vinstri: Sigfús Ægir Árnason, Snorri Ingvarsson, Skarphéðinn Garðarsson og Hanna Lára Köhler. Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Adolfsson og Elísabet Þórðardóttir. Hólmfríður Einarsdóttir og Jenný Brynjarsdóttir. I 2. sæti í 2. deild varð KR lið B en það hlaut 5 stig. 3. deildina sigraði Badminton- félag Hafnarfjarðar og fer það upþ í 2. deild ásamt F lið TBR sem var í 2. sæti. í liði BH eru Þórhallur Jóhannesson, Heimir Sverrisson, Árni Sigvaldsson, Kjartan Guðjónsson, Sigurður Friðfinnsson, Kristján Óskarsson, Guðrún Pétursdóttir, Helga Björnsdóttir, Stella Matthíasdóttir og Drífa Þórarinsdóttir. IÞROTTIR FATLAÐRA / SUND Sigrún Huld Hrafnsdóttir stóð sig mjög vel á sænska meistaramótinu og sigraði í öllum þeim greinum sem hún tók þátt í. Sigrún Huld vann fimm gull - á Opna sænska meistaramótinu í sundi í Gautaborg Um síðustu helgi tóku 12 fatlað- ir íslenskir sundmenn þátt í Opna sænska meistaramótinu í sundi sem fram fór í Gautaborg. Var mótið liður í undirbúningi íslensku keppendanna fyrir Heims- leika fatlaðra sem fram fara í Ass- en í Hollandi síðar í sumar. Alls tóku 170 keppendur frá 8 þjóðum þátt í mótinu og voru flestir af sterkustu sundmönnum Evrópu meðal þátttakenda. Árangur íslensku keppendanna á mótinu lofar góðu fyrir sumarið því alls unnu þeir til 10 gullverðlauna, 11 silfurverðlauna og 14 bronsverð- launa. Þeir keppendur sem unnu til verðlauna á mótinu voru eftirtaldir: Lilja M. Snorradóttir: Nr. 1 í 100 m flugsundi á...1:23,83 “ 2 í 50 m skriðsundi á.....33,05 “ 2 í 200 m fjórsundi á...3:02,91 “ 2 í 100 mskriðsundiá....1:10,48 “ 2 í 100 m baksundi á..1:23,21 “ 3 í 50 m skriðsundi op.fl. á 32,80 Kristín R. Hákonardóttir: Nr. 2 í 100 m baksundi á.1:31,90 “ 3í 100mbringusundiá..l:50,77 “ 3íl00mljórsundiá.......1:44,37 Halldór Guðbergsson: Nr. 3 í 100 m baksundi á.1:31,60 “ 3 í 200 m fjórsundi á..2:59,30 Birkir R. Gunnarsson: Nr. 3 í 100 m bringusundi á .1:43,67 Sigrún II. Hrafnsdóttir: Nr. 1 í 200 m skriðsundi á....2:49,86 “ 1 í 100 mbringusundi á..1:32,21 “ lílOOmfjórsundiá.......1:27,36 “ 1 í 100 mskriðsundiá....l:l 7,79 “ 1 í 100 m baksundi á..1:29,88 Bára B. Erlingsdóttir: Nr. 1 í 50 m flugsundi á..41,13 “ 2 í 200 m skriðsundi á ....3:02,31 “ 2 í 100 m bringusundi á..1:40,83 “ 2 í 100 m fjórsundi á..1:34,41 “ 2 í 100 m skriðsundi á ....1:22,96 Guðrún Ólafsdóttir: Nr. 3 í 100 m fjórsundi á..1:46,04 “ 2 í 100 baksundi á.....1:36,63 Rut Sverrisdóttir: Nr. 3 í 200 m skriðsundi á....3:01,77 “ 3 í 200 m fjórsundi á....3:19,80 “ 3 í 100 m skriðsundi á.... 1:20,27 “ 3 í 100 m baksundi á...1:44,68 Gunnar Gunnarsson: Nr. 1 í 100 m baksundi á...1:20,91 “ 2 í 200 mskriðsundiá....2:34,55 “ 2 í 200 m Ijórsundi á..2:50,15 “ 3í 100 mskriðsundiá....1:10,53 “ 3 í 50 m flugsundi á.....34,57 Auk þess unnu íslensku keppend- urnirtvenn gullverðlaun í boðsundi. HANDKNATTLEIKUR íslendingar unnu tvöfah í Luxemborg ÍSLENSKU unglingalandsliðin í pilta- og stúlknaflokki í hand- knattleik sigruðu á Benelux- mótinu sem fram fór í Luxem- borg um síðustu helgi. í mótinu tóku þátt lið sem skipuð eru unglingum 16 ára og yngri frá Belgíu, Hollandi, Luxemborg og Islandi. Liðin léku bæði æfingaleiki í Vestur-Þýskalandi fyrir mótið í Luxemborg. Piltaliðið lék fyrst við 3. flokks lið Essen og sigraði örugg- lega, 25:18. Síðan léku íslensku strákarnir við vestur-þýsku meist- arana, Renhauser, í 3. flokki og gerðu jafntefli, 24:24, eftir að hafa haft yfir lengst af í leiknum. Stúlknaliðið lék tvo leiki við stúlknalandslið Vestur-Þýskalands. ísland vann fyrri leikinn örugglega, 16:12, en tapaði síðari leiknum, 15:20. Úrslit á Benelux-mótinu í stúlknaflokki: ísland — Belgía..............16:12 ísland — Holland.............15:13 ísland — Belgía..............14:11 Auður Ágústa Hermannsdóttir frá Selfossi var markahæst í mót- inu. Hún gerði samtals 19 mörk. Helga Kristjándóttir úr Vestmanna- eyjum kom næst með 11 mörk. ^Morgunblaöiö/Sigurður Jónsson Auður Ágústa Hermannsdóttir frá Selfossi var markahæst á mótinu í Luxemborg. Úrslit piltaflokki: ísland — Belgía............29:19 ísland — Holland...........21:13 ísland — Luxemborg.........18:17 Oskar Oskarsson úr Val var kjör- inn besti leikmaður mótsins. Marka- hæstir íslendinga voru; Jón Andri Finnsson úr Fram og Davíð Hallgr- ímsson, Tý Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.