Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 33 spor því að Sigríður var sérstaklega farsæl í sínu starfi. Hún var mjög fær ljósmóðir og átti traust sængur- kvenna og lækna og bar ætíð mikla umhyggju fyrir öllum sínum ljósu- börnum. Það kom því af sjálfu sér að Sigga var kjörin til þess að skrá allar fæðingar í ættinni. í dag eru afkomendur Böðvars og Ingunnar hátt á þriðja hundrað. Hér er aðeins í stórum dráttum minnst á lífshlaup Sigríðar en margs er að minnast frá heimsókn- um á hennar fallega heimili. Sigríð- ur var sérstaklega músíkölsk og unnandi fagurrar listar og má það raunar segja um þau bæði. Þeir eru margir sem hafa notið gestrisni og vináttu þeirra hjóna, bæði í sveit- inni og hér í Reykjavík. Sigríður og Valtýr eignuðust 5 börn en misstu eitt nýfætt, öll mannvænleg og vel af guði gerð. Þau eru öll gift og eiga marga af- komendur. Valtýr og Sigríður hafa alltaf borið sérstaka umhyggju fyr- ir börnum sínum og barnabörnum pg eiga ást og virðingu þeirra allra. í veikindum sínum fann Sigríður glöggt hlýhug þeirra og hjálpsemi. Við systurnar og makar okkar þökkum allar ánægjustundirnar á heimili þeirra og kveðjum Sigríði með söknuði. Valtý og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu sam- úð. Ingunn og Olöf Stefánsdætur. Kveðja frá Ameríku Eins og blóm án blaða söngur án raddar skyggir dökkur fugl heiðríkjuna. Vorið, sem kom í gær, er aftur orðið að vetri. (Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi) Nú þegar amma er dáin viljum við í fáeinum orðum þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Þakka fyrir hvað hún var yndislega góð amma. Að eiga minningar um slíka ömmu er eins og að eiga gullkistu sem aldrei tæmist, jafnvel þó sífellt sé tekið úr henni. Amma hefur verið okkur til fyrir- myndar í óendanlega mörgu. Hún var óþreytandi við að segja okkur sögur af uppvexti sínum á Laugar- vatni og síðar búskap þeirra afa í Laugardalnum, þegar mamma og bræður hennar voru að alast upp. Fyrir bragðið fannst manni afskap- lega merkilegt að glast upp á Laug- arvatni, þar sem ættaróðalið var fyrrum. Af ömmu lærðum við betur að meta náttúruna og fegurð henn- ar. Síðari árin hafa tengslin við Laugarvatn haldist með sumarbú- staðaferðum, sem eru margar hverjar ógleymanlegar. Þrátt fyrir nýbyggingar var einhvern veginn alltaf skemmtiiegast að fara upp í gamla sumó, sérstaklega ef afi og amma voru þar. Það var í raun ólýs- anlega notalegt að dvelja þar með þeim. Oftast rigningarsuddi eins og gengur og gerist á Suðurlandi en það var bara þægilegra. Afi stúss- andi úti í lóðinni og amma segjandi sögur á milli þess sem hún var á þönum í eldhúsinu. Yfir öllu ríkti stóísk ró. Hamingjusamt hjónaband afa og ömmu verður afkomendum þeirra enn ein fyrirmyndin úr lífi þeirra. Þegar Þórir fæddist var amma starx boðin og búin til þess að passa. hann var ekki nema 7 vikna þegar langamma.tók við barnapíu- starfinu. Þetta var ómetanlegt og ekki hægt að hugsa sér barnið í betri höndum. Næstu tvo vetur passaði amma svo Þóri og fyrir það erum við óend- anlega þakklát. Þórir litli kemur til með að búa að þessu alla tíð. Þó langt sé síðan, a.m.k. mælt í ævi lítils drengs, er víst að hann man ýmislegt sem gerðist, sumt kannski eftir frásögnum, en það er jafn skemmtilegt fyrir það. Ekkert fínnst honum skemmtilegra en að rifja upp þegar hann var að dansa við langömmu sína eða afa við und- irleik sinfóníuhljómsveitarinnar eða hvað langamma varð hrædd þegar botninn pompaði úr rúmi litla karls- ins, sem lét sér þó hvergi bregða, heldur hélt bara áfram að sofa. Allír sem þekktu ömmu koma til með að sakna hennar, missir afa er þó að sjálfsögðu mestur og við vottum honum innilega samúð okk- ar. Víst er að mikið hefðum við viljað fá að njóta návista við hana lengur. Þannig verður það því mið- ur ekki. Við verðum að hugga okkur við að hún fékk að lifa mjög hamingju- sömu lífi. Sé hamingjan í því fólgin að eignast góða fjölskyldu og sjá hana þroskast og dafna vel, sem víst er að henni fannst, vóru fáir sem hamingjan lék meira við. Kristín, Gunnar, Þórir og Gestur. í dag er kvödd í hinsta sinn mín elskulega Sigga frænka, sem ég kveð með miklum söknuði í huga. Það huggar mig að ég á margar og góðar minningar um þessa góðu frænku, sem alltaf sýndi mér mikla væntumþykju og vináttu. Þessar minningar hafa búið sér eilíft líf í hjarta mínu og ég kveð hana með kærri þökk fyrir allar þær samveru- stundir sem við áttum saman. Hvað það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Álftamýrina um jólaleyt- ið og smakka á hennar rómuðu málsháttakökum, sem henni þótti svo gaman að búa til fyrir krakk- ana. Eða að sækja þau hjónin heim í sumarbústaðinn í Laugardal, þar sem alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum. Mér þykir það miður að geta ekki verið hjá fjölskyldu minni, en hugur minn er hjá ykkur og ég bið Guð að veita Valtý og fjölskyldu styrk á þessari sorgarstundu. Blessuð sé minning kærrar frænku. Sevilla, 24. apríi, Nanna Hlíf. Kveðja frá dótturbörnum Nú þegar amma er látin er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðvild hennar, hjálpsemi og hið hlýja þel sem hún alla tíð veitti okkur. Það er hægt að rita langt mál um ævi hennar sem var svo viðburðarík en það er ekki ætlunin hér. Hún fylgd- ist ávallt af áhuga með námi okkar. og störfum og hvatningarorð henn- ar í gegnum tíðina hafa verið okkur mikill styrkur. Við minnumst þess öll hvað það var gaman að fá bréfin hennar þeg- ar við vorum yngri og áttum heima á Laugarvatni og nú í seinni tíð þegar við höfum dvalist langdvölum erlendis. Þar bar hún okkur meðal annars fréttir af fjölskyldunni sem var henni svo hugleikin og er ekki síst henni að þakka að tengsl okkar við frændsystkinin, _ barnabörn hennar, eru svo góð. I sumarbú- staðalandi afa og ömmu að Hlé- skógum er trjálundur helgaður okk- ur barnabörnunum og barnabarna- börnum. Þar hafa þau gróðursett grenitré í hvert skipti sem afkom- andi hefur fæðst í ljölskyldunni. Amma fór alltaf með okkur þangað þegar við komum í heimsókn og vorum við spennt að sjá hvað við hefðum stækkað mikið. Ekki eigum við síður góðar minn- ingar frá jólaboðum, afmælisboðum og öðrum heimsóknum okkar í Álftamýrina. Umræðuefnin voru næg því ekkert var ömmu óviðkom- andi. Hún unni tónlist, las mikið og lét þjóðmálin sig varða. Hún var líka mikil hannyrðakona sem við nutum góðs af. Margt höfum við lært af henni sem kemur okkur að góðu gagni í lífinu. Við söknum hennar öll og missir afa er mikill. Þau voru ávallt svo samtaka og studdu hvort annað sem kom best í ljós í veikindum þeirra beggja síðustu tvö árin. Við þökkum samfylgdina og biðjum Guð að styrkja afa á sorgarstundu. Sigríður, Böðvar og Valtýr. Sumardagurinn fyrsti, Esjan böðuð í sól og fyrsta lóa sumarsins á vappi fyrir utan gluggann. Á þess- um degi kvaddi mín elskulega tengdamóðir, Sigríður Böðvarsdótt- ir, þennan heim. Náttúran var að vakna af sínum vetrarsvefni þegar Sigríður, sem var barn náttúrunn- ar, sofnaði svefninum Ianga. Hetju- lega hafði hún barist veturlangt fyrir lífi sínu og hugurinn hafði leit- að í Laugardalinn þár sem hún var fædd og uppalin og búið með manni sínum og fjórum börnum þar til þau fluttu til Reykjavíkur fyrir 28 árum. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur reistu þau sér sumarhús i Laugar- dalnum. Þar dvöldu þau ætíð mikið á sumrin. Þeim tókst að skapa þar unaðsreit. Skógrækt og blómarækt var þeirra hugðarefni. Barna- og barnabarnabörnin þeirra eru 20 talsins og árið sem hvert þeirra fæddist var nýtt tré gróðursett í sumarbústaðalandinu. Eitt af þess- um tijám dafnaði ekki sem skyldi og þá var það tekið upp aftur, greitt úr rótunum og gefið góðan áburð. Næsta vor hafði það rétt úr sér og tekið góðan vaxtarkipp. Á sama hátt hlúði hún að mannlífinu. Hún sýndi öðrum ætíð áhuga og var ávallt reiðubúin að rétta hjálp- arhönd eða gefa góð ráð. Hún var sérstaklega barngóð og löðuðust börn að henni. Ekki voru það aðeins hennar nánustu sem áttu hug henn- ar, heldur líka þau börn sem hún hafði hjálpað í þennan heim sem ljóðmóðir en með þeim fylgdist hún úr íjarlægð. Skrá hélt hún yfir alla afkomendur foreldra sinna sem fæddust og var hún náma hvað varðaði ættfræði. Barnabörnin eyddu ógleymanlegum stundum með ömmu og afa á heimili þeirra í Reykjavík og í sumarbústaðnum. Góði baksturinn og maturinn henn- ar ömmu sem beið þeirra ætíð. Gönguferðir um sumarbústaða- landið og umhverfi, beijaferðir og fjörug spilamennska á kvöldin. Áldrei mælti hún styggðaryrði til barnanna, heldur hafði sérstakt lag á að vinna þau á sitt band. Sigríður upplifði ekki ellina, hún var síung bæði í hugsun og fasi og náði vel að ræða jafnt við unga sem aldna. Hún hafði gaman af að ræða málefni dagsins og sagði sínar skoð- anir skorinort. Faðir hennar var hvatamaður að skólasetrinu á Laugarvatni. Á viss- an hátt fetaði hún í fótspor hans hvað varðaði áhuga á menntamál- um. Hún hafði sjálf numið ljósmóð- urfræði og starfaði sem ljósmóðir við góðan orðstír á þriðja áratug. Aðra hvatti hún óspart til menntun- ar. Ég á henni að þakka að ég hélt áfram námi þar sem hún tók að sér að hugsa um son minn á meðan ég var í skólanum. Heimilið hjá afa og ömmu var hans annað heimili enda ekki löng vegalengd að fara. Mynd af þeim tveimur hef- ur grópast í huga minn. Lftill, ljós- hærður hnokki í fanginu á ömmu stígandi léttan vais um stofugólfið. Tónlistin var henni ætíð kær. Besta afmælisgjöfin til hennar var vel æft lag á píanóið. Hver sá sem kynntist Sigríði varð betri maður. Hún lifir áfram í minningasjóði þeirra sem elskuðu hana. Sólveig Þorsteinsdóttir ÚTSALA - E R H R U N Allt á að seljast Vegna breytinga höldum við meiriháttar vorrýmingarsölu á íþrótta- og sportvörum. Líttu við. Það borgar sig örugglega, því verðið er ótrúlega lágt. Sundfatnaður - Verð frá kr. Jt CÉ Sundbolir-sundskýlur iþróttagallar - Allar stærðir Apaskinnsgallar - stuttbuxur - töskur SeacUtm ífráAtán&fct SPORTBÚÐIN Laugavegi 97 (á móti Stjörnubíói) Sími 17015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.