Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 94. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Prentsmiðja Morg'unblaðsins Lyf hætt að ber- ast til Litháens ^ Riga. Fra Páh Þórhallssyni, bladamanni Morgunblaðsins. Reuter. ÁSTANDIÐ í Litháen fer nú hratt versnandi vegna efnahagsþvingana sovéskra stjórnvalda. „Fólk er orðið mjög órólegt og hamstrar vörur í verslunum af ótta við víðtækan skort,“ sagði starfsmaður upplýsinga- skrifstofu litháíska þingsins í símaviðtali við Morgunblaðið í gær. „Nú þegar hefur orðið að loka nokkrum deildum á sjúkrahúsum vegna þess að lyf berast ekki til landsins." Þvinganir Moskvustjórnarinnar hafa einkum komið niður á hráefna- flutningum til Litháens og skortur er á olíu og gasi. Starfsmaður upp- lýsingaskrifstofunnar í Vilnius sagði að um 7.500 manns hefðu misst vinnuna vegna lokunar fyrirtækja undanfarið. Talið er að fram til 1. maí verði 35.000 í viðbót sagt upp störfum. Ferðir járnbrautarlesta til lands- ins hafa verið stöðvaðar en eitthvað er um vöruflutninga með bifreiðum. Grænland: Rækjukvót- inn gefinn Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, ^ fréttaritara Morgunblaðsins. Að sögn talsmanns Þjóðfylkingar Lettlands hafa Lettar gert sitt ítrasta til að koma vörum til Lithá- ens með þeim hætti. í fréttum frá Reuters í gær sagði, að þeir Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ,og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hefðu sent Vytautis Landsbergis, forseta Litháens, bréf þar sem þeir hvetja hann og Litháta til að „falla um stundarsakir" frá einhliða yfir- iýsingu um sjálfstæði og hefja við- ræður við sovétstjórnina. Þá gerðist það í Moskvu í gær, að litháískur maður, Slanislovas Zhamaitis að nafni, mótmælti þvingunum Sovét- manna gagnvart landi sínu með því að hella yfir sig bensíni og bera eld að fötunum. Tókst vegfarendum fljótlega að kæfa eldinn en maðurinn lést eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús. Sjá „Sjálfstæðis. . . “ á bls. 23. Reuter Efnahagsþvinganir Sovétmanna gagnvart Litháum eru farnar að hafa veruleg áhrif og að sumu leyti er eins og þjóðlífið hafi færst nokkra áratugi aftur í timann. Bíiarnir hafa horfið af götunum vegna bensínskorts og nú eru það hestakerrurnar, sem vekja mesta athygli í umferðinni. A GRÆNLENSKA landsþing- inu er meirihluti fyrir að breyta fískveiðistefnunni þannig, meðal annars, að út- gerðarmönnum verði gefinn rækjukvótinn í ótiltekinn tíma. Þá hefur stjórnarfor- maður Royal Greenland, fisk- vinnslufyrirtækis landsstjórn- arinnar, lagt til, að tekið verði upp miklu nánara samstarf við ísfenskar sölustofiianir. Rækju- togurum er nú úthlut- að kvóta árlega, en með nýju lögunum verður út- gerðar- mönnum heimilt að kaupa og selja kvótann einan. Er tilgang- urinn sá að hvetja til aukins samstarfs með togaraeigendum og auðvelda þeim að fækka skipum. Vegna lítils kvóta á síðasta ári á grænlenska rækju- útgerðin í miklum erfiðleikum og mörg skipanna í þann veginn að fara undir hamarinn. Lars Emil Johansen, stjórnar- formaður fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtækisins Royal Green- land, hefur lagt til á lands- þinginu, að Grænlendingar styrki stöðu sína á erlendum mörkuðum, einkum Bandaríkja- markaði, með því að stórauka samstarf sitt við íslensk sölu- samtök. Sagði hann, að íslend- ingar byggju yfir mikilli reynslu, sem Grænlendingar gætu notið góðs af. A landsþinginu hefur einnig verið nefnt, að sameina skuli Grænlandsverslunina og Royal Greenland og grænlensku bankana tvo, Bikuben og Gron- landsbanken. Jonathan Motz- feldt, formaður landsstjórnar- innar, segir, að frammi fyrir þeim breytingum, sem nú séu að verða í Evrópu, verði Græn- lendingar að taka sér tak eða daga uppi að öðrum kosti. Kjarnorkuvarnir Atlantshafsbandalagsins í Evrópu: Hætt við áætlun um endur- nýjun skammdrægra eldflauga Brussel. Reuter. AÐILDARRÍKI Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa orðið ásátt um að hætta beri við umdeilda áætlun um endurnýjun skammdrægra kjarn- orkueldflauga í Evrópu að því er ónefndir heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar sögðu í gær. Á hinn bóginn munu NATO-ríkin vera sammála um nauðsyn þess að áfram verði unnt að grípa til kjarnorku- vopna í Evrópu og er þá einkum liorft til gereyðingarvopna um borð í flugvélum. Ákvörðun þessi verður að líkind- á leiðtogafundi bandalagsins nú í um ekki formlega kunngjörð fyrr en sumar en viðmælendur Reuters sögðu engan vafa leika á því að hætt yrði við endurnýjun banda- rískra kjarnorkueldflauga af gerð- inni Lance sem staðsettar eru í Vestur-Þýskalandi. Endurnýjunar- áformin hafa verið umdeild innan bandalagsins og eru það einkum Bretar, með Margaret Thatcher for- sætisráðherra í broddi fylkingar, og V estur-Þýskaland: Oskar Lafontaine áfram kanslaraefni j afíiaðarmanna Boim. dpn. OSKAR Lafontaine, kanslaraefni vestur- þýskra jafhaðarmanna, var sagður á góðum batavegi í gær en það er talið ganga krafta- verki næst að hóstarbláæð er ber blóð frá heilanum aftur til hjartans skyldi ekki ganga í sundur er Lafontaine var sýnt banatilræði í Köln á niiðvikudag. Sögðu læknar að hefði oddur hnífsins sem tilræðismaðurinn rak í háls Lafontaine gengið millimetra lengra hefði æðin farið í sundur og hann látist. Talsmenn Oskar Lafontaine jafnaðarmanna lýstu yfír því í gær að Lafontaine yrði kanslaraefhi flokksins í kosningunum í Vestur-Þýskalandi í desember. Tilræðismaðurinn, Adelheid Streidel, gekkst undir geðrannsókn í gær og sögðu talsmenn lögreglu að fram hefðu komið vísbendingar um að hún þjáðist af kleyfhuga- sýki og ofsóknarbrjálæði. Töldu þeir líklegt að hún yrði úrskurðuð ósakhæf og vistuð á geðveikra- hæli en ekki dæmd í fangelsi. Sjálf lýsti Adelheid Streidel yfir því að hún hefði afráðið að myrða La- fontaine í þeim tilgangi að koma fram við opinber réttarhöld og verða þannig umfjöllunarefni fnöl- miðla. Utanaðkomandi aðilar hefðu ekki hvatt hana til að vinna verk- ið. Talsmenn lögreglu sögðu að Adelheid Streidel hefði tekið þá ákvörðun um síðustu jól að vega þekktan vestur-þýskan stjórnmála- mann og hefði hún undirbúið til- ræðið vandlega. Hans-Jochen Vogel, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði eftir að hann að hafði heimsótt Lafontaine að hann hefði getað talað og gert að gamni sínu en hann gekkst undir tvísýna aðgerð á miðvikudagskvöld sem tók rúmar tvær klukkustundir. Sagði Vogel að Lafontaine yrði áfram kanslara- efni flokksins í þingkosningum i Vestur-Þýskalandi í desember. Bandaríkjamenn sem hvatt hafa til þess að nýjum vopnum verði komið upp í stað Lance-flauganna sem sér- fræðingartelja úreltar. Herma heim- ildarmenn að nú hafi ríkisstjórnir þessara ríkja fallið frá þessari stefnu. Ónefndur embættismaður í höfuð- stöðvum NATO sagði það blasa við að ekki væri unnt að koma upp ger- eyðingarvopnum sem ætlað væri að tortíma skotmörkum í hinum ný- fijálsu ríkjum A-Evrópu. Skamm- drægar teljast þær eldflaugar er draga allt að 500 kílómetra en sam- kvæmt Washington-sáttmála risa- veldanna frá árinu 1987 um uppræt- ingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga er með öllu óheimilt að koma upp eldflaugum sem draga 500 til 5.000 kílómetra. Af þessum sökum geta NATO-rikin ekki komið fyrir eldflaugum í Vestur-Evrópu til að tortíma skotmörkum innan landa- mæra Sovétríkjanna. Embættismenn sögðu þá ákvörð- un að falla frá endumýjun Lance- flauganna lið í áformum um endur- skipulagningu hinna sameiginlegu varna aðildarríkja NATO í ljósi þess að kalda stríðinu væri nú lokið. Gert væri ráð fyrir því að á næsta ári yrðu hafnar viðræður við Sovétmenn um fækkun skammdrægra kjarn- orkuvopna, eldflauga, flugskeyta og kjarnorkustórskotaliðs. Á hinn bóg- inn væri ekki á dagskránni að hafna kenningunni um fælingarmátt kjarnorkuvopna. I stað landeld- flauga yrði að líkindum lögð aukin áhersla á þátt flugvéla í kjarnorku- vórpum Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.