Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 H Talnaleikur á ferskum fiski eftir Jón Ásbjörnsson Gunnar Tómasson (verkstjóri?), stjórnarmaður í SÍF og stjómar- maður í einu stærsta innfíutnings- fyrirtæki landsins Saltkaup hf, og því kaupmaður, fór að leika sér með tölum um verðmæti fersks fisks annarsvegar og saltaðs fisks hinsvegar í Morgunblaðinu 3. apríl sl. í raun er leikaraskapur hans ekki svaraverður. En leikfangið er alvörumál og Gunnar kastar salti að hópi manna sem hann kallar kaupmenn í Reykjavík. Gunnar fær 4 milljónir tapaðar gjaldeyristekjur er fiskurinn er seld- ur flattur ferskur í stað þess að salta hér heima. Þetta eru litlar 12-13 milljónir á hvern einasta framleiðanda salfisks í iandinu. En hversvegna greiða framleiðendur fersks flatts fisks mun hærra hrá- efnisverð á fiskmörkuðum en aðrir? Hversvegna selja framleiðendur SÍF fískinn ferskan, flattan til kaupmanna í Reykjavík í stað þess að salta hann fyrir SÍF? Svarið er einfaldlega hærra söluverð og hærra skilaverð í vasa framleiðanda ferska flatta físksins. Allar tölur Gunnars Tómassonar eru út í loftið og ekki svaraverðar. Annar merkilegur talnaleikur kom frá Samtökum Fiskvinnslu- stöðva þar sem sýnt var fram á að framleiðendur fersks, flatts físks gátu greitt kr. 14,10 hærra hráefn- isverð fyrir fískinn til sjómanna þótt þeir seldu fiskinn á kr. 200 meðan SÍF seldi sama físk á kr. 349. En það sér hver heilvita mað- ur að sá sem selur fiskinn á kr. 349 með 42% nýtingu (kr. 146,58 hrá- efnisverð) ætti að geta greitt hærra verð fyrir fískinn heldur en sá sem selur hann ferskan, flattan á kr. 200 með 67% nýtingu (kr. 134 hrá- efnisverð). Sannleikurinn er sami þar og hjá Gunnari, útkomunni snarsnúið eftir vild. Gjaldeyristekjur Staðhæfíngar um tapaðar gjald- eyristekjur eru úr lagi færðar og upplýsingar um atvinnutap á mis- skilningi byggt. Það kemur til af eftirfarandi. 1) Óskaplegur gjaldeyrir fer í innflutning á salti, sem svo rennur í niðurfallið eða er flutt út aftur með miklum flutningskostnaði til og frá. Að auki verður kaupandinn að greiða fulla tolla af öllu þessu verðmæti, þegar hann kaupir físk- inn fullsaltaðan. 2) Flytja verður inn fiskvinnslu- fólk erlendis frá til að geta annað þessari framleiðslu, sem kemur því miður að mestu á stuttum tíma ársins. Þetta kostar mikinn gjald- eyri. 3) Taka verður erlend lán til fjár- mögnunar framleiðslunnar. Niðurstaðan er sú að jafnvel þótt við fengjum fleiri dollara fyrir hvert Jón Ásbjörnsson „Miðstýring og einokun í útflutningi á í vök að veijast því núverandi pólitískir stjórnendur útflutnings- og við- skiptamála hafa fijáls- ræði og samkeppni á steftiuskrá sinni.“ kíló af veiddum þorski með því að salta hann, sem alls ekki er tilfell- ið, því það er mjög svipað en erfítt með samanburð vegna gæðamála, þá fara allir þeir dollarar til baka og meira til. Leyndardómsfullar sporslur Útflytjendur fiskafurða, utan sölusamtaka, gera verðútreikninga fyrir hveija sölu þar sem allt sölu- verð kemur fram ásamt sundurlið- uðum kostnaði síðan er allt sölu- verðið greitt til framleiðanda. Þess- ir verðútreikningar eru sendir fram- leiðendum um leið og gert er upp. „Hver sem er getur fengið þessa reikninga“. Gunnar vænir útflytjendur um að setja á þessa reikninga „svo og aðrar sporslur, sem þeim (kaup- mönnum) er einum lagið“. Ég geri þá kröfu að Gunnar tilgreini ofan- greint nánar en annars dæmist þessi skrif ómerk og hann minni maður fyrir. Sannleikurinn er hinsvegar sá að sölusamtök hans, SÍF, sýna enga verðútreikninga. Söluverð afurð- anna er viðskiptaleyndarmál og er undirritaður reyndi að fá upplýsing- ar frá Gjaldeynseftirlitinu um end- urgreiðslur SÍF vegna erlendra umboðslauna, eða annarra endur- greiðslna þeirra, fengust þær upp- lýsingar frá Gjaldeyriseftirlitinu að þau mál væru ríkisleyndarmál. Það er því meira en lítið dular- fullt hve mismunur er mikill á hinu háa söluverði SÍF annarsvegar er fram kemur hjá Gunnári og samtök- um fiskvinnslunnar og hinu lága skilaverði til framleiðenda hinsveg- ar. Væntanlega engar „sporslur" þar. Miðstýring eða markaðslögmál Mesta kjarabót útgerðarmanna og sjómanna var stofnun Fiskmark- aðanna. Tímabil opinberrar verð- skömmtunar á fiskinum til sjó- manna og óhóflegur hagnaður vel rekinna fiskvinnslufyrirtækja er að lokum kominn og nýr hópur fram- leiðanda og útflytjenda komi fram með hærra verð. Verði frjálsræði í viðskiptum of- aná munu illa rekin fyrirtæki falla frá og þau vel reknu starfa með lágmarks hagnaði vegna sam- keppninnar. Miðstýring og einokun í útflutn- ingi á í vök að veijast því núver- andi pólitískir stjómendur útflutn- ings- og viðskiptamála hafa frjáls- ræði og samkeppni á stefnuskrá sinni. Framleiðendur og útflytjendur á ferskum fiski óska aðeins eftir að fá að starfa í friðsamlegri, heiðar- legri og haftalausri samkeppni við Gunnar Tómasson og aðra, er vilja salta sinn fisk. Vandamálið fyrir framleiðendur SÍF er að við greið- um sjómönnum og útgerðarmönn- um of hátt verð fyrir fískinn og hin miðstýrðu einokunarsamtök SlF eru ráðþrota og fara því í talnaleik. Höfundur er fískframleiðandi og form. útflutningsráðs Fél. ísl. stórkaupmanna. Aftanákeyrslur eftir Ómar Smára * Armannsson Að undanfömu hefur verið reynt að vekja athygli fólks á hversu stór þáttur aftanákeyrslur eru í tíðni umferðaróhappa og slysa hér á landi. Og það er hreint ekki að ástæðulausu. Undanfarin ár hafa aftanákeyrsl- ur verið skráðar ein algengasta or- sök umferðaróhappa í Reykjavík. Hlutfall þeirra hefur verið 18-20% af allri óhappatíðninni. Aftaná- keyrslur em í raun ekki orsök held- ur afleiðing. Þær sem slíkar geta síðan verið orsök skrokkskjóða og meiðsla. Orsakimar og ástæður þeirra má oftast rekja til ökumann- anna sjálfra. Ekki ökutækjanna eða aðstæðna, nema að litlu leyti. En, hveijar em „meginorsakir" aftanákeyrslna? Af tjónaskýrslum að dæma em þær aðallega fjórar. í fyrsta lagi; of lítð bil á milli ökutækja (ökumaðurínn á ekki möguleika á að stöðva þegar eitt- hvað óvænt kemur upp á, jafnvel þó athygli hans sé óskipt við akstur- inn). Þetta á t.d. við þegar ökumað- ur nálgast ljósagatnamót. Hann ekur þá svo þétt á eftir næsta öku- tæki að þegar ökumaður þess stöðv- ar tiltölulega snöggt, t.d. á gulu ljósi, fær hann ekki við neitt ráðið. í öðru lagi; ökumaðurinn er ann- ars hugar við aksturinn og áttar sig ekki fyrr en of seint, jafnvel þó hæfílegt bil hafí verið á milli bif- reiða. Mörg dæmi eru um að öku- menn séu með hugann við það sem þeir eru að fara að gera, en ekki við það sem þeir em að gera þá stundina, þ.e. að aka bifreiðinni. Þeir horfa fram á veginn en sjá ekki hvað er um að vera framund- an. Þeir átta sig ekki fyrr en næsta bifreið framundan hefur verið stöðvuð, en þá er of seint að bregð- ast við. í þriðja lagi; ökumaðurinn er að horfa útundan sér við aksturinn þegar ökumaður næstu bifreiðar á undan dregur úr ferð eða stöðvar fyrir aftan aðra bifreið við aðal- braut. Þegar hann sér að bifreiðinni framundan er ekið af stað lítur hann til hliðar eftir hugsanlegri umferð og ekur af stað um leið. Þá veit hann ekki fyrr til en bifreið hans lendir aftan á bifreiðinni fram- undan, sem hafði verið stöðvuð á ný í millitíðinni, annað hvort vegna þess að ökumaður hennar ætlaði einungis að aka spölkorn áfram, sá hafí hikað eða ákveðið að stöðva á ný vegna umferðar um aðalbraut- ina. Við þessar aðstæður er nauð- synlegt að hafa augastað á ökutæk- inu framundan og bíða eftir að því hafí örugglega verið ekið áfram inn á aðalbrautina. í fjórða lagi; ökumaður stöðvar óþarflega snöggt og jafnvel að ástæðulausu. Dæmi eru um að öku- menn stöðvi skyndilega á akbraut, t.d. til þess að hleypa þar út far- þega. Þannig bjóða þeir hættunni heim. Þá má sjá dæmi um að öku- maður taki það upp hjá sjálfum sér að hemla snögglega á akbraut með það fyrir augum að bregða næsta ökumanni á eftir, sem hann telur aka óþarflega nærri. Einnig era dæmi um að ökumaður hafi ætlað að kenna öðrum betri siði með þess- um hætti, t.d. eftir að „svínað" hafi verið á hann á gatnamótum. Til er að ökumaður hafí síðan af slíku tilefni ekið framúr bifreið, sem ekið hafði verið inn á akbrautina, og snarhemlað fyrir framan hana í einskærri vonsku. Við þetta má bæta að til eru nýleg dæmi um óhöpp er verða þegar ökumenn aka hiklaust áfram í blindbyl og slæmu skyggni án þess að sjá nokkuð að ráði fram fyrir bifreiðina og draga ekki hið minnsta úr hraðanum. í tilefni af umræðunni um aft- anákeyrslur er rétt að minna á 36. gr. umferðarlaganna. Þar segir Ómar Smári Ármannsson „Orsakirnar og ástæð- ur þeirra má oftast rekja til ökumannanna sjálfra. Ekki ökutækj- anna eða aðstæðna, nema að litlu leyti.“ m.a. að ökumaður skuli miða hraða við gerð og ástand vega, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn megi aldrei vera meiri en svo að ökumaður hafí fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar framundan sem hann sér yfir og áður en kem- ur að hindrun, sem gera megi ráð fyrir. Þá segir ennfremur að öku- maður megi eigi að óþörfu aka svo hægt eða hemla svo snögglega að tefji eðlilegan akstur annarra eða skapi hættu. Góða ferð og ánægjulega heim- komu. Höfúndur er aðstoðaryfirlögregluþjónn. VV Viðtalstimi borgarfulltrúa ^ 'f Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 'f BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. ■ ^ Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum H £ U og ábendingum. Ú1 ^ 1 Allir borgarbúar velkomnir. * Æ Laugardaginn 28. apríl verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta ráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjórn C og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar. M$Ém| - og tómstunda- Jagvistar barna y y y y y y y y y y y y y Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.