Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Ásættanleg fískveiðisljórnun eða valdbeiting?: Jaftirétti milli sóknarmarks og aflamarks er grundvallaratriði Að hafa vaðinn fyrir neðan sig en ekki villuráfandi ríkisstjórn eftirArna Johnsen Það væri gróf valdbeiting að fella niður sóknarmark í fiskveiðum eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra, án þess að tryggja sóknár- marksskipum rétt út frá þeim afla sem þeir hafa áunnið sér, því þeir völdu að taka áhættu í samræmi við Á undanförnum 36 árum, eða álíka lengi og Happdrætti D.A.S. hefur starfað, hafa Sjómannadagssamtökin lyft Grettis- taki í velferðarmálum aldraðra og eru Hrafnisturnar báðar í Reykjavík og Hafnarfirði, talandi tákn þar um. Tekið skal fram að vistfólk Hrafnistu er ekki einungis úr Reykjavík og nágrenni, heldur víðs vegar af landinu. A seinustu árum hafa samtökin einbeitt sér að byggingu verndaðra þjónustuíbúða að Boðahlein og Naustahlein við Hrafnistu í Hafnarfirði, en íbúðir þessar njóta þjónustu og öryggis dag og nótt frá Hrafnistuheimilinu. Nú í sumar hefjast framkvæmdir við samskonar íbúðir við Hrafnistu í Reykjavík, jafnframt er ætlunin að byggja upp þjón- ustu á Hrafnistu í Reykjavik þannig, að hún svari öllum nútíma kröfum um læknis- og hjúkrunarþjónustu og endurhæfingu. Síðar er á framkvæmdalista bygging verndaðra þjónustu- íbúða í fjölbýlishúsi á lóð Hrafnistu í Reykjavík. Hagnaður Happdrættis D.A.S. rennur óskiptur til velferðar- mála aldraðra. Miði í Happdrætti D.A.S. er framlag í þágu allra landsmanna - fyrr eða síðar. Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna Látum óskir aldraðra um áhyggjulaust ævikvöld rætast! Miði á mann fyrir hvern aldraðan! Allirvinna - fyrr eða síðar! STÓRfjölgun vinninga lög og reglur. í fyrsta lagi er það mikil spurning hvort nokkur ástæða sé til þess að afnema sóknarmarkið, en viðurkennt skal að æskilegt er að samræmi sé í stjórnun sem er neyðarúrræði og að því leyti gengur ekki til lengdar að í tveggja mögu- leika kerfi ávinni annar aðilinn sér síaukinn veiðirétt, en hinn ekki. Það hlýtur hins vegar að vera grundvall- aratriði og réttlætismál að sóknar- marksskip ávinni sér aflamark út frá reynslu sinni ef menn á annað borð telja að það kerfi sem er við lýði sé brúklegt með öllum sínum gloppum. Það má segja að þegar kvóti var settur á hefði verið eðlilegt að þau skip sem ekki vildu aflamark hefðu fengið tiltekinn tíma til þess að ávinna sér nýtt aflamark með sókn- armarksieið, t.d. 3 ár. Þá þarf sér- staklega að skoða stöðu nýrra skipa sem hafa í gegn um allt kerfið gert ráð fyrir aflamarki, þ.e. fengið smíðaleyfi og öll lán bæði í sjóðum og bönkum út á þá fjárhags- og rekstraráætlun. Það var nóg vald- beiting gagnvart ungum bændum á sínum tíma þegar lánum var hrúgað á þá til þess að byggja stærri fjós og fjárhús, en síðan fengu þeir engan bústofn til þess að afla upp í fjár- magnskostnað. Sjávarútvegsráð- herra hefur innleitt sömu framsókn- armennskuna í sjávarútveginn þótt hann hafi gætt þess að gera í flestum tilvikum ekkert nema það sem hags- munaaðilamir vilja, en úrræði hans hafa ekki bætt stöðuna. Þrátt fyrir að þorskaflanum hefur verið stjórnað í báðum kerfunum frá upphafi kvótans, er árangurinn ekki meiri en svo að þorskstofninn er á niðurleið að mati fiskifræðinga, en hins vegar er ýsustofninn talinn nokkurn veginn í jafnvægi þrátt fyr- ir það að ýsuveiðar hafa verið nokk- uð ftjálsar samkvæmt sóknarmark- inu. Sama er að segja um ufsann, Hafrannsóknastofnun mælti með 80 þúsund tonnum af ufsa 1989 og 90 þúsund lestum á þessu ári, en ufsa- veiðar hafa verið fijálsar samkvæmt sóknarmarki. Á síðustu árum hafa mörg útgerðarfyrirtæki látið breyta skipum sínum og bæta, önnur hafa farið út í það að kaupa skip, ný eða notuð, í stað þeirra gömlu. Þetta hefur haft í för með sér miklar ijár- hagslegar skuldbindingar og eins og fyrr er getið var rekstrargrundvöllur þessara skipa og afkoma miðuð við það að fiskveiðistefnan yrði óbreytt hvað varðar val á afla eða sóknar- marki. Hætt er við að ýmislegt fari úr skorðum hjá þessum útgerðum, verði sóknarmarkið aflagt og að sjó- menn missi spón úr sínum aski nema að réttlætis sé gætt. Það gengur ekki að með geðþóttaákvörðun ráð- herra sé hægt að ganga að fólki og leggja atvinnu þess og afkomu í rúst. Það gengur ekki lengur í Austur- Evrópu og ætti ekki heldur að ganga hér á landi. Það er engin spurning að mjög miklu magni af fiski er hent, því sjó- menn segja óhikað sína meiningu og það sem kom fram í skoðanakönnun fyrr í vetur, á vegum Kristins Péturs- sonar alþingismanns um það hve mikli magni af afla væri hent fyrir borð, á því tvímælalaust við rök að styðjast og það vita allir sem vilja vita og eru í tengslum við sjómenn að þar er um meira en söguburð að ræða. Enda er það svo að kerfið Skjaldarglíma Ármanns 1990 eftir Kjartan Bergmann Guðjónsson Skjaldarglíma Ármanns, hin 78. í röðinni, var háð 21. apríl sl. í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands. Þátttakendur voru 6 af 10 sem skráðir höfðu verið til keppninnar. Þátttakendur voru 5 frá KR og einn frá Umf. Víkveija. Þátttaka KR-inga setti því mestan svip á glímukeppnina. Sigurvegari í glímunni og skjald- arhafi varð Ólafur Haukur Olafsson, KR, sem lagði alla viðglímendur sína á drengilegan hátt. Ólafur hefur unnið Skjaldarglímu Ármanns alls 7 sinnum. Fyrst 1983 en 1984 vann hann ekki glímuna. Ármannsskjöld- inn hefur Ólafur unnið samfellt síðan 1985 og með sigri sínum í þessari Skjaldarglímu unnið tvö Ármanns- skildi til eignar. Þessi Skjaldarglíma Ármanns hafði ekki verið auglýst og voru áhorfendur því fáir. Ég ætla að fara hér örfáum orðum um þessa Skjaldarglímu. Þátttak- endur voru yfirieitt góð glímumanns- efni, en ég tel suma þeirra hafa skort nægjanlegan léttleika og mýkt í glímuna, svo að glímustaðan gæti í sumum tilfellum talist nægjanlega góð. Sigurvegari glímunnar, Ólafur H. Ólafsson, KR, er afburða góður glímumaður sem stendur framarlega í röðum okkar bestu glímumanna. Hann heldur góðu jafnveégi í lok glímubragðs og fellur því ekki ofan á viðglímanda sinn þá bylta er gerð. En að níða og bolast er eitt þeirra atriða, sem góðum glímumanni í íslenskri glímu ber að forðast , og eins það að hanga í glímutökum í fallinu. Helstu úrslitaglímubrögð Ólafs eru: Klofbragð, sniðglíma á lofti og einn viðfangsmann sinn lagði hann á snilldarlega vel teknu leggjar- bragði. Þá vil ég minnast á yngsta þátt- takandann, Ingiberg Sigurðsson, Víkveija. Hann er aðeins 16 ára gamall og hefur sýnt í mörgum glímukeppnum sérstaka glímuhæfni, en vantar nú sjáanlega næga æf- ingu. Ég mun ekki rekja glímur ein- stakra glímumanna að þessu sinni. Allt bendir til þess, að Knattspyrnu- félag Reykjavíkur sé það félag í Reykjavík sem ráði nú yfir öflugust- um hópi glímumanna. Glímuúrslit: vinn. 1. ÓlafurH.ÓlafssonKR 5 2. Jón BirgirValsson KR 4 3. Helgi Bjarnason KR 2 'A 4. Ásgeir Víglundsson KR 1 'A 5. Ingibergur Sigurðsson UV 1 ‘/2 6. Óskar Ingi Gíslason KR '/2 í lok þessarar greinar vil ég minn- ast þess, að verkefni núverandi stjórnar Glímusambandsins virðast vera talsverð, til að vinna að eflingu íslenskrar glímu. Ég ætla að nefna hér þijú atriði af mörgum. Ég tel nauðsynlegt fyrir GLÍ að halda dómaranámskeið fyrir glímu- dómara til samhæfingar og kunnáttu við dómarastörf, sem er mikið vandaverk. Þá vil ég minnast á, að efla þarf eins og áður var, fjórðungsglímur á landinu, sem getur verið þýðingar- mikið atriði fyrir landsbyggðina. Nú á löngum tíma hafa fjórðungsglímur aðeins verið haldnar í tveimur lands- Árni Johnsen neyðir inenn til þess í mörgum tilvik- um og þar eru agnúar aflamarksins mun hættulegri en sóknarmarksins. Það er annað grundvallaratriði í þessu máli að fiskveiðistjórnunin verði ekki bundin til langs tíma. Ef unnt reynist að finna henni ásættanlegan farveg er óþarfi að festa þetta óþurftarkerfi til langs tíma, en hins vegar er stórmál að lagfæra það til eftir því sem veiði gefur tilefni til og samsetning veiði- flotans. Það má minna á að veruleg fiskifriðun er innifalin í sóknarmark- inu, eða hvað er það annað en friðun þegar togarar mega ekki veiða botn- fisk í 135 daga á árinu 1990, þegar bátar án sérveiðiréttinda skulu bundnir við bryggju í 150-175 daga árið 1990, þegar síldarbátar skulu láta annan fisk en síld í friði í 220 daga árið 1990, eða þegar humar- veiðibátar mega ekki stunda aðrar veiðar en með humarvörpu í 225 daga árið 1990. Með því að vinna það besta úr báðum kerfunum er hægt að fínna farsælustu leiðina, en til þess að komast í einn farveg geng- ur ekki að slátra öðrum aðilanum. Sóknarmarksbátar ættu að fá rétt til dæmis þriggja síðustu ára, eða tveggja síðustu ára og næsta árs, en um það þarf að semja og þeir til- tölulega fáu bátar víða um land sem lenda úti á köldum klaka þurfa ein- faldlega sérstaka skoðun og viðun- Ólafur H. Ólafsson „Þá vil ég minnast á, að efla þarf eins og áður var, ijórðungsglímur á landinu, sem getur ver- ið þýðingarmikið atriði fyrir landsbyggðina.“ fjórðungum: Fjórðungsglíma Suður- lands og Fjorðungsglíma Norður- lands. Fallið hafa niður F'jórðungs- glíma Austurlands og F'jórðungs- glíma Vesturlands. Þá vil ég að endingu minnast á, að nú er búið að stofna Ungmennafé- lag Akureyrar, og er því kjörið tæki- færi til að fá það til að taka glímuna á stefnuskrá sína. Ég tel að það geti verið tilefni til eflingar íslensku glímunnar í Eyjafirði, sem nú hefur legið niðri um alllangan tíma. Höfunthir hefur í árnrn ðir bnrist fyrir frnmgangi íslensku glímunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.