Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Kaupinhaftiartátan og kornílögxiviiiningurinii GRALLARALEG GOÐAFRÆÐI Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Tarsan — Mamma Mia Handrit, leikstjórn Eric Clausen. Aðalleikendur Michael Falch, Christina Haagensen, Leif Syl- vester Petersen, Tammi Öst. Tónlist Kim Larsen. Danmörk 1989. Það væri forvitnilégt að vita hvað ævintýraskáldið H.C. Anders- en væri að fást við ef hann væri í blóma lífsins í dag, er svo mikil fjarstæða að ímynda sér það eitt- hvað hliðstætt Tarsan — Mamma Mia, þeirri litlu, ljúfu fantasíu hins fjölhæfa Eric Clausen? Allavega kunna þeir ‘báðir að semja fyrir ungviðið og barnið í okkur öllum. Tarsan — Mamma Mia er hrein- ræktuð fantasía Rikku, tíu ára Kaupinhafnartátu sem býr við þröngan kost hjá föður sínum, móðirin er látin. Hún lærir um skáldafákinn Pegasus sem var gæddur þeim ágæta eiginleika að geta sótt látna yfir landamærin og á sér þann draum að eignast slíkan afbragðs jó. Og viti menn, draum- urinn rætist í vinning á komflögu- pakka. Ævintýrin em alltaf að gerast. Þó að verðlaunagripurinn Tars- an lífgi uppá grámósku hversdagsl- ífsins um stund — ekki aðeins hjá Rikku litlu og vinum hennar, held- ur einnig hjá úrmakaranum, hverf- isrónanum og fleira góðu fólki í nágrenninu — og tendri aukinheld- ur ástarbál hjá pabbanum og kennslukonunni hennar Rikku, þá er það Ijóst að Vesturbrú er ekki heppileg fyrir hrossabúskap. Og enn vandast málin er fyrri eigandi Tarsans kemur inní myndina. Clausen á ekki síður gott með að yrkja um ævintýraheim barn- anna en hinar dekkri hliðar mann- lífsins (sem hann íjallar um af eftir- minnilegu innsæi í Karlinum í tunglinu (Manden i maanen) og sýnd er um þessar mundir á Dönsku kvikmyndavikunni) þó finna megi ýmislegt sameiginlegt með aðalpersónum þessara mynda, og hestinum góða, ef útí það er farið. Handritið og frásögnin er afar einföld og bamsleg en aldrei einfeldningsleg. Við skynjum afar- vel hinn litla heim Rikku, svo ljóslif- andi sem hann er dreginn í fáum, nettum dráttum fyrir augum okk- ar. Þörf barna og fullorðinna fyrir félagsskap dýra. Þá er myndin þörf lexía þeim foreldrum sem skipa börnum sínum að vara sig á málleysingjunum. Ljúf mynd fyrir börn á öllum aldri, vel unnin í alla staði, enda eiga Danir afburða listamenn á öllum sviðum kvik- myndagerðar. Að lokum, með fullri virðingu fyrir afþreyingariðnaðin- um, vil ég þakka þá viðieitni kvik- myndahúsastjóranna, sem komið hefur svo greinilega í Ijós að und- anförnu, að bjóða okkur í æ ríkari mæli uppá meginlandsmyndir. Bíóhöllin: Víkingurinn Erik - Eric the Viking. Leikstjóri: Terry Jones. Aðal- leikendur: Tim Robbins, John Cleese, Terry Jones, Ertha Kitt, Mickey Rooney. Bretland 1989. Þó svo að Eiríkur víkingur hafí ekki gert það strandhögg í miða- sölu sem framleiðendur gerðu sér vonir um víðast á Vesturlöndum þá á hún örugglega eftir að spjara sig hérlendis. Vér, sögufróðir ís- lendingar, kunnum sjálfsagt manna best að meta — og skilja — þann oft á tíðum bráðfyndna útúr- snúning á trúarbrögðum forfeðra vorra, víkinganna, sem hér birtist samkvæmt kokkabókum Monty Python-manna. Hinn engilsaxneski meðaljón kann sjálfsagt lítil skil á sögusviði, atburðum og persónum myndarinnar, svo sem Bifröst, Valhöll, Ragnarökum, Snorra, Þór, Fenrisúlfí og Haraldi hárfagra. En víkingurinn Erik segir af flokki þessara ónærgætnu áa vorra, sem fara með rupli og ránum uns þeir halda — undir stjórn Eiríks — á er að forða heimsendi. Það er engin spurning að hér hefðu Terry Jones og félagar gert eina sína bestu mynd ef þeim hefði lánast að halda uppi þeim afkára- skap og velkunnri yndislega rugi- uðu fáránleikafyndni sem er aðals- merki Monty Python-hópsins. En því miður lyppast gamanið niður eftir hlé (sem skemmir hrynjanda allra mynda, þó er gálgahúmors- blandið andrúmsloft Víkingsins Eriks einkar viðkvæmt fyrir þess- ari illræmdu truflun), og nær aldr- ei fyrra flugi. En mörg atriðin eru drepfyndin og leikhópurinn fer á kostum þegar brandararnir íjúka. Stórsöngvarinn Haukur Morthens tz i kvöld og annað kvöfd Rúllugjald kr. 500. Staður hinna dansglöðu. Hópurinn HAilS sýnir verðlaunadansinn Tilbrigói. 20 <zn<z. DANSBARINN Crensásvegi7 Sími688311 Opnunartími: Fim. 20.00-01.00 fös.-lau. 20.00-03.00, sun. 20.00-01.00 ■ FYRSTU Ten Sing“ tónleikarnir á íslandi verða í kvöld, föstudaginn 25. apríl. „Ten Sing“ er kristilegt ung- lingastarf sem leggur áherslu á skapandi vinnu með ungl- ingum í gegnum tónlist, dans, drama o.fl. „Ten Sing“ starf- ið vill leggja áherslu á ungl- inginn sjálfan og áhugamál hans. Tónlistin er stærsti þáttur unglingamenningar- innar og reyna „Ten Sing“ hópar gjanan að flytja lög sem eru ofarlega á vinsældar- listunum hverju sinni. Stofn- aðir -hafa verið „Ten Sing“ hópar um Noreg endilangan, í Danmörku, Englandi og í Þýskalandi. í öllum þessum löndum er „Ten Sing“ rekið í nafni KFUK og KFUM. í febrúar í ár kom hingað til landsins framkvæmdastjóri „Ten Sing“ í Noregi og hélt námskeið fyrir ungt fólk í KFUK og KFUM. Sá hópur sem sótti námskeiðið hefur nú stækkað og heldur sína fyrstu tónleika í kvöld eins og fyrr er getið. Tónleikamir eru í Breiðholtskirkju og hefjast kl. 20. Unglingar eru hvattir til að mæta. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. STÓRHLJÓMSVEIT RÓNARS ÞÓRS fagnar nýju sumri með dúndrandi rokksyrpum Frítt inn til miðnættis Snyrtilegur klæðnaður NILLABAR Dúettinn Sín heldur uppi stuði Opiðfrá kl. 18.00-03.00 Laugardagur2+14 Nillabar Mánudagur: Dúettinn Sín heldur uppi stuði Hafnfirðingar dönsum fram á rauða nótt tunglið og pakkhús postulanna kynnir: hljómleikar föstudags kvöld: risaeðlan frá gee st. records london: the outlaw gee st.) og dj harvey tunglið föstudags og laugardagskvöld aðgangur 850 kr. ath. hljómleikar risaeðlunnar á föstu dagskvöld hefjast stundvíslega 11.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.