Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 31 íslandsmót í samkvæmisdansi verður haldið í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. íslandsmót í samkvæmisdansi í Garðabæ ÍSLANDSMOT í samkvæmisdansi verður haldið um næstu helgi í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ og verður keppt bæði laugar- dag og sunnudag irá morgni til kvölds þvl um 500 pör (1.000 manns) hafa skráð sig til keppni í 26 flokkum bama, unglinga og fullorðinna. Keppendur koma víðsvegar af landinu frá níu dansskólum. Dómar- ar verða þrír, þau Joan Richard frá Englandi, Marcel De Reyk frá Hol- landi og Jörgen Christensen frá Danmörku, sem öll ei-u vel þekktir danskennarar og vel metnir dómar- ar víða um heim. Undankeppni í nokkrum af yngstu bamaflokkunum hefst á laugardagsmorgun kl. 9.30 en setn- ingarathöfn með innmarsi verður kl. 14. Keppt verður bæði í stand- ard dönsum og suður-amerískum dönsum í öllum flokkum áhugafólks og atvinnumanna. Mjólkurdags- nefnd hefur gefið veglega verð- launagripi sem verða farandbikarar en til varðveislu hjá íslandsmeistur- unum í eitt ár. Búast má við spenn- andi keppni í öllum flokkum. Dansráð íslands sér um fram- kvæmd keppninnar og er þetta fimmta árið sem íslandsmótið fer fram og hefur keppendafjöldinn fimmfaldast síðan fyrsta keppnin var haldin 1986 sem sýnir best mikla framþróun í samkvæmisdans- inum á íslandi. Miðasala hefst í íþróttamiðstöð- inni Ásgarði í Garðabæ kl. 9 á laug- ardagsmorgun og verða númer til keppenda afhent frá sama tíma. Norræna húsið: Fyrirlestrar um Eist- land og A-Evrópu FYRIRLESTRAR verða í Nor- ræna húsinu um malefhi líðandi stundar í Eystrasaltslöndunum og Austur-Evrópu á fostudag og laugardag. Eistlendingurinn Johann Are heldur fyrirlestur í Norræna húsinu um stöðu mála í Eistlandi um þess- ar mundir, föstudaginn 27. apríl kl. 20.30. Johann Are er blaðamaður og stjórnmálamaður, m.a. er hann full- trúi Eistlands í Æðsta ráði Sov- étríkjanna. Frá áramótum hefur hann verið fréttamaður eistneska útvarpsins í Stokkhólmi, jafnframt því sem hann hefur verið styrkþegi sænska sjónvarpsins sama tímabil. Hann hefur sérstaklega látið sig umhverfismál varða og í fyrra hlaut hann umhverfisverðlaun norska Vinstri flokksins. Johann Are er nýkominn frá heimalandi sínu, en þar hefur hann dvalist mestallan aprílmánuð. Fyrirlestur hans verður fluttur á sænsku, en hann talar einnig ensku. Johann Are kemur til landsins fimmtudaginn 26. aprfl. Hann er hér í boði Norræna hússins. Kl. 14.00 á laugardaginn, 28. apríl, heldur Kristian Gerner, dós- ent í Lundi fyrirlestur um Austur- Evrópu án forræðis Sovétríkjanna. Gerner er í hópi kunnustu sérfræð- inga Norðurlanda í málefnum Sov- étríkjanna og Austur-Evrópu. Hann hefur skrifað 5 bækur um sovésk málefni síðustu 12 árin, einn eða með öðrum. Þá hefur hann skrifað íjölda tímaritsgreina um Sovétríkin og Austur-Evrópu og er eftirsóttur fyrirlesari um þau efni. Síðustu þijár vikur hefur hann verið í rann- sóknaferð um Sovétríkin. Fyrirlest- ur Gerners verður haldinn á sænsku. Það er Norræni sumarhá- skólinn, sem stendur að heimsókn Gerners hingað og er fyrirlesturinn haldinn í samstarfi hans og Nor- ræna hússins. ■ VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur hafíð útgáfu á nýrri ritaröð um öryggi við vinnu sem ijallað er um hveiju sinni. Tvö fýrstu leiðbein- ingaheftin fjalla um hleðsluklefa fyrir rafgeyma og um öryggi við skurðgröft og gryíjur. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Svarfhólsskógur Aðalfundur Svarfhólsskógar verður haldinn mánudaginn 30. apríl nk. kl. 20.30 í Veitinga- höllinni, Húsi verslunarinnar. Dagskrá skv. lögum félagsins. Stjórnin. Aðalfundur Stéttarfélags Æw§NGAverkfræðinga verður haldinn í Verkfræðingahúsinu, Engja- teigi 9, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 2. maí nk. kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin. SJALFSTÆ0ISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Sjálfstæðisfólk ísafirði Fundur í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð, sunnudaginn 29. apríl kl. 10.00. Komum saman og ræðum málin um komandi kosningar. Heitt á könnunni. Frambjóðendur D-listans. Sjálfstæðisflokkurinn 1. maíkaffi Hótel Borg Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisfólögin I Reykjavík, halda 1. maí kaffifund á Hótel Borg, þriðjudaginn 1. maí kl. 15.30. Ávörp flytja: Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Sigríður Sigurðardóttir, fóstra. Fundarstjóri: Kristján Guðmundsson, formaður Málfundafélagsins Óðins. Boðið upp á kaffisopa. Allirvelkomnir meðan húsrúm leyfir. Garðabær - kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins hefur verið opnuð á Garðatorgi 1, áður húsnæði Heilsugarðsins. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 15.00-18.00. Veittar verða upplýsingar og aðstoð við kjörskrár- kærur og utankjörstaðakosningu í símum 656043 og 656243. Starfsmaður: Bjarki Már Karlsson. Komið og lítið inn. Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ. Sauðárkrókur Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa i Sæborg, Aðalgötu 8. Opið fyrst um sinn virka daga frá kl. 15.00-18.30. Við viljum hvetja allt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins til að hafa samband við skrif- stofuna og taka þátt í kosningabaráttunni sem framundan er. Munið morgunkaffið á laugardagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00. Sjálfstæðisfélögin. Spjallfundur um málefni launþega Málfunoatélagið Óðinn efnir til spjallfundar um málefni launþega í Óðinsherberginu í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, laugardaginn 28. apríl milli kl. 10 og 12. Gestur fundarins verður Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin. Hvatarfundur Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna i Reykjavík, heldur morgunfund í Val- höll laugardaginn 28. apríl frá kl. 10.00-12.00. Fundarefni: Dag- vistarmál. Framsögumenn Anna K. Jónsdóttir formaður stjórnar dagvistar barna í Reykjavík og Sigriður Sigurðar- dóttir fóstra. Kaffi og rúmstykki á boöstólum. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Ungt fólk í bæjarstjórn Laugardaginn 28. apríl kl. 12.00 halda Stefnir, Týr og Huginn sameig- inlegan hádegisverðafund í veitingahúsinu Firðinum, Strandgötu, Hafnarfirði, um hlutverk ungs fólk i bæjarstjórnum. Ræðumenn verða frambjóðendurnir Þorgils Óttar Mathiesen, Jón Kristinn Snæhólm og Bjarki Már Karlsson. Allir velkomnir. Stefnir, Týr, Huginn. ¥ ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 = 1714278V2 = 9. O. Frá Guöspeki- fólaginu Ingóffsstræti 22. Áskrtftsrslml Ganglera er 39673. [ kvöld kl. 21.00 flytur Geir Ágústsson erindi sem hann nefnir „Að vera dauður allt sitt líf" i Ingólfsstræti 22. Laugar- daga kl. 15.00-17.00 er opið hús með fræðslu og umræðum. Allir velkomnir. Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsi félagsins laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Ungt fólk með hlutverk YWAM - island Biblíufræðsla í Grensáskirkju á morgun laugardag kl. 10.00. Efni: Hin fagra dyggð: Sáttfýsin og lausn ágreiningsmála. Kenn- ari: Friðrik Schram. Bænastund kl. 11.30. Allir velkomnir. Innanfélagsmót Innanfélagsmót Skiðadeildar ÍR fer fram I Hamragili helgina 28.-29. april nk. Dagskrá: Laugard. 28.4., stórsvig Kl. 11.00 Barnaflokkur 11-12 ára, 9-10 ára, 8 ára og yngri. Kl. 14.00 Flokkar 13-14, 15-16, full. og öld. fl. Sunnud. 29.4., svig kl. 11.00 Bamaflokkar 11-12, 9-10 og 8 ára og yngri. kl.14.00 Flokkar 13-14, 15-16, full. og öld. fl. Rútuferðir frá Árseli báða dag- ana kl. 9.30. Eftir keppni á sunnudag er verð- launaafhending og kaffi í skála félagsins í Hamragili. Foreldrar velkomnir og munið eftir kökun- um. Á sama stað og tíma fer fram innanfélagsmótið v/89 sem fresta varð i fyrra. Á því móti keppa menn í þeim flokki sem þeir tilheyrðu j fyrra. -1.., j L ( Stjórnin. IWI ■■■! — ■III— !■ n llil ■■■■ lllpfiSM mi— Innanfélagsmót Skíðadeildar Ármanns fyrir 12 ára og yngri í Bláfjöllum laugardaginn 28. apríl. Keppni hefst kl. 11.00. Keppendur mæti í nýja skíðaskála Ármanns. Þeir sem þess óska geta gist í skál- anum aðfaranótt laugardags. Keppendur 13 ára og eldri í Kóngsgili sunnudaginn 29. apríl. Keppni hefst kl. 11.00. Keppend- ur 13 ára og eldri geta gist í Ármannsskála aðfaranótt sunnudags. Þeir sem æft hafa með í vetur eru þegar skráðir til keppni. Aðrir geta tilkynnt þátt- töku á staðnum. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Ferðir 28. aprfl-1. maí (4 dagar) Brottför laugardag kl. 8.00 1. Skaftafell - Öræfasveit Göngu- og skoðunarferð um þjóðgarðinn og Öræfasveit m.a. að Jökulsárlóni. 2. Öræfajökull á gönguskíðum Einnig fyrir þá, sem ekki hafa skíði og fylgir fararstjóri báðum hópunum. Gengið á Hvanna- dalshnjúk. Undirbúningsfundur fimmtudaginn kl. 20.00. Gist í svefnpokaplássi á Freysnesi. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Öldugötu 3, opið kl. 9.00-17.00. Ferðafélag islands. KennslA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, sími 28040. U-'-L''

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.