Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 48
SIOVAailuALMENNAR .nr0MtxMaíi>Íl> EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM j FOSTUDAGUR 27. APRIL 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Landgræðslan: Samkomulag gert við 'liændur um að friða Þórsmörk fyrir búfé LANDGRÆÐSLAN og bændur í Vestur-Eyjafjallahreppi hafa gengið írá samkomulagi um að bændur muni ekki reka fé á afrétti á Þórs- merkursvæðinu, að minnsta kosti næstu tíu árin. Samkomulagið felur í sér að í staðinn muni Landgræðslan á næstu árum stuðla að gróður- setningu á svæðunum eftir því sem fjárveitingar til þess leyfa, en ekki er um neinar peningagreiðslur til bændanna að ræða. Vestur-Eyjaijallahreppur á upp- rekstur á almenninga og önnur að_- liggjandi svæði við Þórsmörk. Á undanförnum árum hefur Land- -v jfræðslan verið í nánu samstarfi við bændur í hreppnum um að fækka því fé sem rekið er á þetta svæði, og að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra hefur verið góð samvinna um þessi mál. Þórsmörk er friðað skógræktarsvæði, en vegna aðstæðna hefur verið erfitt að halda þar við girðingum, og því hefur allt- af verið eitthvað fé innan girðing- anna fram að þessu. Hvalreki á Kambanesi STÓRAN búrhval rak á Qöru á sunnanverðu Kambanesi síðdegis á miðvikudag. Að sögn Sturlaugs Einarssonar vitavarðar á Hey- kliíí er hann á að giska 12-14 metra langur og svo virðist sem hann hafi drepist þarna í fjör- unni. Menn urðu fyrst varir við hvalinn uppi í svokallaðri Færivallafjöru. Þar strandaði hvalurinn en rak út aftur og strandaði síðdegis á mið- Ákudag í fjörunni á Kambanesi inn- an við eyðibýlið Kamba. Sturlaugur Einarsson sagði að ekki hefði verið hægt að reyna að bjarga hvalnum þar sem fjaran er mjög brött þarna og mikið brim. Auk þess var versta veður á þessum slóðum í gær og fór vindur upp í 12 vindstig í verstu hviðunum. Þrátt fyrir það lagði fjöldi fólks leið sína í ijöruna til að skoða hvalinn. Hvalurinn verður mældur og úr honum verða tekin húðsýni og tenn- ur sem send verða hvalarannsókna- deild Hafrannsóknastofnunar. Stur- laugur sagði að ekkert væri hægt að nýta hvalinn og vonast menn nú til að hann reki aftur á haf út. „Við landgræðslumenn og aðrir gróðurverndarmenn erum mjög ánægðir með þetta samkomulag, og það er mjög til sóma fyrir viðkom- andi bændur, sem hafa haft skilning á því að það gengi ekki að hafa fé á þessu viðkvæma svæði. Við eigum von á að mikill fjöldi sjálfboðaliða viiji leggja hönd á plóginn og græða upp jarðvegssár á þessu svæði, og nú er líklega komin aðstaða til að loka þar jarðvegssárum þegar svæð- ið er orðið friðað fyrir búfé, en öll uppgræðsla og aðrar aðgerðir verða unnar í fullu samráði við heima- menn,“ sagði Sveinn. Hann sagði að sarhkomulagið við bændur í Austur-Eyjafjallahreppi væri liður í gróðurverndarstarfi Landgræðslunnar og í samræmi við þau markmið sem Landgræðslan hefur sett sér um friðun afréttar- svæða á eldíjallasvæðum landsins þar sem gróður og jarðvegur er við- kvæmur fyrir beit. Morgunblaðið/Einar Falur Kvöddu sem meistarar FH-ingar tóku við Islandsbikarnum í gærkvöldi eftir sigur á IBV í síðasta leik mótsins. Á myndinni fagna þeir sigrinum Héðinn Gils- son og Þorgils Óttar Mathiesen. Hvorugur verður með næsta vetur, Héðinn fer til vestur-þýska liðsins Dússeldorf og Þorgils Óttar hyggst einbeita sér að þjálfun. Sjá íþróttir bls. 47. Grindavík: Sjómaður fyrir borð Mikil leit í gær en án árangurs Grindavík UNGAN sjómann tók fyrir borð á Hafliða GK-140, 10 tonna eik- arbáti, þegar verið var að leggja net um 2 sjóniílur suður af Hóps- nesi við Grindavík í gærdag. Það var laust fyrir hádegi í gærdag sem skipstjórinn á Hafliða sendi beiðni til Slysavarnafélags íslands um aðstoð vegna þess að einn skipveija tók fyrir borð. Nærstödd skip og bátar hófu þeg- ar leit og skömmu seinna kom þyrla Landhelgisgæslunnar á vett- vang auk þyrlu frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Leitað var án árangúrs fram eftir degi og síðdegis var leitað með neðansjávarmyndavél frá Djúpmyndum. Leit var hætt á ell- efta tímanum í gærkvöldi en henni verður haldið áfram í dag. Ekki er unnt að birta að svo stöddu nafn mannsins sem saknað er. FÓ Rannsókn morðmálsins í Stóragerði: Yitni sá tvo menn við bíl hins látna um morguninn Fimm menn voru handteknir í gær en þremur hafði verið sleppt í gærkvöldi LEIT lögreglunnar að banamanni eða banamönnum Þorsteins Guðna- sonar, starfsmanns Olíufélagsins, leiddi til þess að fimm menn voru handteknir í fyrrinótt og í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins sá vitni tvo menn við bifreið Þorsteins á bílastæði við Vesturgöt- una. Þremur mannanna var sleppt í gær, en tveir voru enn í vörslu lögreglu um miðnættið. Líklegt var talið að þeim yrði einnig sleppt. Skömmu áður en Þorsteinn fannst látinn á miðvikudagsmorgun sá samstarfsmaður hans álengdar hvar Mazda-bifreið hans var ekið á brott frá bensínstöðinni, um klukk- an 7.15 til 7.20. Bifreiðin fannst síðar um morguninn, klukkan 9.10, á stæði við Vesturgötu 3. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði vitnið samband við rannsókn- arlögregluna á miðvikudag og kvaðst hafa séð tvo menn við bif- Um 10% ríkisútgjalda í vaxtagreiðslur; Nettóskuldir ríkissjóðs þrefölduðust síðustu 5 ár JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri, sagði á ársfundi Seðlabank- ans í gær, að æskilegt sé að setja skorður við erlendum lántökum ríkissjóðs. Hann telur að þrengja eigi kosti ríkissjóð til að sjá fyr- ir rekstrarþörf sinni með lántökum en nettóskuldir hans hafa þre- faldast að raunvirði á síðustu fimm árum. „Aðeins með því að afla ríkis- sjóði íjár með útgáfu verðbréfa á innlendum markaði, og tryggja honum þannig hluta af raunveru- legum sparnaði þjóðarbúsins, er unnt að koma í veg fyrir, að ríkis- sjóðshallinn leiði til þenslu og við- skiptahalla," sagði Jóhannes Nor- dal meðal annars í ræðu sinni á ársfundinum. Hann benti á að þrá- látur halli á ríkissjóði hefði verið eitt meginvandamálið í stjórnun peningamála á undanförnum árum. Nettóskuldir ríkissjóðs hafa þre- faldast að raunvirði síðustu fimm ár og Jóhannes benti á að vaxta- greiðslur væru orðnar 10% af ríkisútgjöldum. Þá eru ekki taldar með miklar óbeinar skuldbindingar ríkisins, s.s. lífeyrisskuldbindingar og niðurgreiðslur húsnæðislána, eða ríkisábyrgðir á lánum. Með hliðsjón af þessu telur Jóhannes nauðsynlegt að takmarka mögu- leika ríkissjóðs til lánsfjáröflunar, eins og áður segir. Sjá nánar frásagnir frá árs- íúndi Seðlabankans á miðopnu. reiðina. Vitnið skoðaði myndasafn rannsóknarlögreglunnar. Morgun- blaðið fékk ekki staðfest að vitnið hefði bent ótvírætt á ákveðna menn. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins sátu lögreglumenn um hús í Hafnarfirði í fyrrinótt og þá var sá fyrsti af mönnunum handtek- inn, um klukkan eitt um nóttina. Honum var sleppt aftur í gær. I húsinu býr kona, sem oftsinnis hef- ur komið við sögu lögreglu. Algengt er að afbrotamenn haldi til á heim- ili hennar. í gær voru þrír menn til viðbótar handteknir, einnig á heimili kon- unnar eða í grennd við það. Þá var lagt hald á bifreið eins þeirra. Um klukkan 16.30 í gær var fimmti maðurinn handtekinn í öðru húsi, einnig í Hafnarfirði. Yfirheyrslur yfir honum hófust seint í gærkvöldi. Þorir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri, sagði í gærkvöldi að þegar grunur beindist að mönnum væru þeir beðnir um að gera grein fyrir ferðum sínum á þeim tíma sem afbrot var framið. Tækist ekki að sýna fram á að grunur ætti við rök að styðjast yrði að leysa menn úr haldi. Hann neitaði að tjá sig um hvort einhver fingraför hefðu fund- ist, sem gætu nýst sem sönnunar- gagn gegn ódæðismanninum. Þá vildi hann ekki heldur staðfesta að ‘vitni hefði bent á ákveðna menn, en sagði að áfram væri unnið að rannsókn málsins og ýmsar ábend- ingar hefðu borist. Þorsteinn Guðnason fannst látinn á vinnustað sínum á miðviku- dagsmorgun. Hann var 47 ára að aldri. Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði í gær að talað hefði verið við fjölda manns vegna málsins og kannaðar ýmsar ábendingar frá fólki. „Við viljum hvetja fólk til að hafa samband, sama hversu ómerkilegum upplýsingum það heldur sig búa yfir,“ sagði hann. „Við viljum helst fá að meta slíkar upplýsingar sjálfir, því þær gætu reynst mikilvægar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.