Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Morgunblaðið/Rúnar Þór. Galvaskir ísknattleikarar ísknattleikur á vaxandi vinsældum að fagna á Akureyri sem og víðar á landinu. Hér sjást nokkr- ir vaskir leikmenn, tilbúnir í slaginn. Sá ekki handa minna skil segir Guðjón Jóhannesson bílsljóri sem sat fastur í Múlanum Ólafsfirði. GUÐJON Páll Jóhannesson firá Akureyri var bílstjóri flutningabílsins frá Vífílfelli sem varð fyrir snjóflóðinu á Múlavegi, en hann mátti síðan hafast við í bílnum í 9 klukkutíma eða þar til björgunarsveitar- mönnum frá Ólafsfirði tókst að ná til hans. Þó voru einungis 2-3 km frá bænum og að flutningabílnum. Guðjón sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann hefði lagt upp frá Ólafsfirði um 12 á hádegi á miðvikudag. Veður hafi verið ágætt og vegurinn nánast auður. Þegar hann hafi ekið um Ófærugjá hafi snjóflóð fallið á bflinn og fært öku- mannshúsið á kaf.. „Þetta var laust í sér og aftur- endi bílsins stóð út úr flóðinu svo ég gat losað bílinn,“ sagði Guðjón. „Eg snéri svo við og ætlaði til Ólafs- fjarðar aftur, en þá brast óveðrið á Veðrið skall á skömmu eftir há- degi með grenjandi stórhríð af suð- austri. Þegar leið á daginn færðist áttin í norðaustur og veðurhamur- inn jókst frekar en hitt. Lögregla og björgunarsveit höfðu ærinn starfa að aðstoða fólk við að kom- ast leiðar sinnar, en auk lögreglu voru 8 menn frá björgunarsveitinni á vakt með 3 öfluga bíla og nokkra vélsleða. Vöruflutningabíll frá dreifingar- stöð Vífilfells á Akureyri lagði á TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI •15 S. 96-24175 eins og hendi væri veifað og svo hart og ofsafengið að ekki sást handa skil.“ Guðjón var í talstöðvar- sambandi við lögregluna í Ólafsfirði svo að menn vissu af honum. Veður- ofsinn var slíkur að ekki var hægt að senda honum aðstoð þó ekki væri nema um 2 km veg að fara. Það var ekki fyrr en 9 klukkustund- um síðar að veðrinu hafði slotað svo mikið að hægt var að senda honum aðstoð. Guðjón sagði að ekki hafi farið Múlaveg um hádegisbil. Snjóflóð féll á bílinn í Ófærugjá og mátti litlu muna að illa færi. Ökumanni tókst að losa bílinn og snúa við, en þá var veðrið orðið svo illt að hann mátti láta fyrirberast í bílnum. Þar var hann í 9 klukkutíma uns björg- unarsveitarmönnum tókst að bijót- ast til hans, en bíllinn var fastur 2-3 km frá kaupstaðnum. Þrír menn á tveimur jeppum voru á leið til Ólafsfjarðar um líkt leyti og lentu þeir í miklum mannraunum Dalvíkurmegin í Múlanum. Annar jeppinn valt á veginum en komst þó aftur á hjólin og var hægt að aka honum. Með allar rúður brotnar reyndi ökumaður að komast til Ólafsfjarðar en mátti snúa við og tókst loks ásamt ökumanni úr öðr- um jeppa að ná jarðgangamunnan- um Dalvíkurmegin í Múlanum. Þar björguðust mennirnir við illan leik. SB illa um hann í bílnum. „Ég blotnaði þó talsvert þegar ég var að moka frá bflnum í snjóflóðinu og var orð- inn dálítið kaldur. Það var skelfing gott að komast í heitt bað í gær- kvöldi." SB Jaftiréttisnefnd Akureyrar: Hlutur kynj- anna í nefnd- um og ráð- um verði sem jaftiastur Jafnréttisnefnd Akureyrar hef- ur sent frá sér áskorun til allra stjórnmálaflokka sem bjóða lram til bæjarstjórnarkosninganna í vor og hvetur þá til að leggja áherslu á nokkra þætti varðandi dagvist- armál og samfelldan skóladag auk jafiiréttisáætlunar. í fréttatilkynningu frá nefndinni segir um dagvistarmál, að tryggt verði að framboð á dagvistarrými fullnægi þörfinni með því að meginá- hersla verði lögð á byggingu vöggu- stofu og þar með bætt úr mjög brýnni þörf og að skóladaghehnili verði við hvern grunnskóla. Auk þess sem áfram verði unnið að uppbygg- ingu leikskóla og dagheimila. Þeim foreldrum sem kjósa að dvelja heima hjá ungum börnum sínum verði gert það kleift m.a. með því að hlutur bæjarins í dagvistargjaldi verði greiddur beint til foreldra. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því að komið verði á samfelldum skóladegi í öllum grunnskólum bæjarins innan tveggja ára. Að lokum skorar jafn- réttisnefnd á stjórnmálaflokkana að vinna markvisst að framkvæmd jafn- réttisáætlunar Akureyrar í samráði við jafnréttisráðgjafa og jafnréttis- nefnd. Þá er lögð á það meginá- hersla að hlutur kynjanna í nefndum og ráðum á vegum bæjarins verði sem jafnastur á komandi kjörtíma- bili. Yetrarríki í Ólafsfírði: Björguðust við illan leik íjarðgangamunnann Ólafsfírði. VERSTA stórhríð vetrarins gekk yfir Ólafsfjörð á mlðvikudag og aðfaranótt fimmtudags. A örskammri stundu urðu allar götur ófær- -yar og vegir frá kaupstaðnum lokuðust. Starfsmenn bæjarins höfðu unnið við það í nokkra daga að aka snjó af götum en nú eru á þeim þykkir snjóskaflar á ný. Halla Har- aldsdóttir sýnir í Gamla Lundi HALLA Haraldsdóttir, gler- og myndlistarkona frá Keflavík, opnar sýningu á verkum sínum laugardaginn 28. apríl kl. 16 í Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14 á Akureyri. Þama verða um 40-50 verk, bæði steint gler og vatnslitamyndir unnar með blandaðri tækni. Halla hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, bæði hér á landi og erlendis. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16-22 Kvennalistinn styður aðgerðir Kvenna gegn klámi KVENNALISTINN á Akureyri hvetur fólk til að taka undir með Konum gegn klámi, til að stuðla að jákvæðum og mannbætandi viðhorfum til kynlífs. í fréttatilkynningu sem Kvenna- listinn hefur sent frá sér segir að hópur sem kallar sig Konur gegn klámi hafi staðið fyrir aðgerðum til að vekja athygli fólks á því hve auðvelt er að nálgast klám á mynd- böndum hér á landi. Aðgerðir þess- ar hefi fengið misjafnar viðtökur, en of mikið hafi borið á hneykslun fólks, gert hafi verið grín að konum og málstað þeirra og þær jafnvel ausnar svívirðingum persónulega. „Kvennalistinn á Akureyri harm- ar þessi viðbrögð og lýsir yfir stuðningi sínum við Konur gegn klámi. Það er sannarlega ekki van- þörf á að vekja íslendinga til um- hugsunar um muninn á opiskárri umræðu um kynferðismál og klámi,“ segir í fréttatilkynning- unni. Einnig segir að klám höfði til lægstu hvata fólks, oft sé um að ræða ofbeldi, sérstaklega gegn konum og börnum og hver maður geti séð hve skaðlegt slík efni sé. Kvennalistinn hvetur því fólk til að taka höndum saman við Konur gegn klámi til að stuðla að jákvæð- um og mannbætandi viðhorfum til kynlífs. Opinn fiindur um álver FUNDUR verður haldinn í Hlíðarbæ á sunnudagskvöld kl. 20.30 um ýmsa þætti er varða álver. Til ftindarins boða áhuga- menn um málefnið, þ.e. hópur fólks sem ekki er fylgjandi stað- setningu álvers í Eyjafirði. Frummælendur á fundinum eru Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaijarðar, sem kynnir stöðu mála. Hörður Kristinsson, grasa- fræðingur, sem fjallar um áhrif flú- ors á gróður. Sigurborg Daðadótt- ir, dýralæknir, sem fjallar um áhrif mengunar á menn og skepnur. Gunnhildur Bragadóttir, sjúkraliði, fjallar um félagsleg áhrif álvers við Eyjafjörð og Tómas Gunnarsson, lögfræðingur, fjallar um þjóðhags- leg áhrif álvers. Soroptimistar gefa út bækling Á landsþingi Soroptimista- sambands Islands sem haldið verður á Akureyri á morgun, laugardag, verður kynntur bæklingur sem starfshópur Soroptimista hefúr unnið að í tilefni lestrarárs Menningar- málastofnunar SÞ. í fréttatilkynningu frá Soroptim- istaklúbbnum segir að ákveðið hafi verið að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í tilefni lestrarársins. Unnið hafi verið að gerð bæklings, sem gefa á öllum foreldrum barna sem fædd eru á þessu ári. I bækl- ingnum eru hvatningarorð til for- eldra um að tala fallegt og gott mál við börn sín og lesa fyrir þau. Ætlunin er að hefja dreifingu bæklingsins í maí og er gert ráð fyrir að afhenda hann á fæðingar- deildum og á heilsugæslustöðvun. Píanótónleikar Sigurðar Mar- teinssonar SIGURÐUR Marteinsson heldur píanótónleika í Víkurröst á Dalvík í kvöld, föstudagskvöld, og hefjast þeir kl. 20.30. A morg- un, laugardag, heldur hann tón- leika í Tónlistarskólanum á Ak- ureyri. A efnisskránni eru verk eftir Baeh, Hafliða Hallgrímsson, Chop- in og Beethoven. Sigurður hóf nám í píanóleik á Sauðárkróki, en stundaði síðan nám á Akureyri og þá nau hann leiðsagnar Philips Jenkins í London um þriggja ára skeið. Einnig hefur Sigurður stundað nám við Tónlist- arskóla Reykjavíkur. Hann er nú í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn. Sigurður heldur tónleika á Sauð- árkróki á sunnudag kl. 17.00 Fyrirlestur á vegum Háskólans HJALTI Kristgeirsson hagfræð- ingur flytur fyrirlestur á vegum Háskólans á Ákureyri á morgun, laugardag, og hefst hann kl. 14.00. Fyrirlestur Hjalta Kristgeirsson- ar nefnist Byltingarárið 1989 í Austur-Evrópu — dæmi Ungveija- lands. Hjalti stundaði háskólanám í Ungveijalandi á 6. áratugnum og hefur síðan fylgst náið með þróun mála í Austur-Evrópu. Fyrirlestur- inn fjallar um umrót síðustu mán- aða í Austur-Evrópu og byggist m.a. á upplýsingum sem Hjalti safnaði á meðan hann dvaldi í Ungveijalandi í síðasta mánuði. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 24 og er öllum opinn. Síðasta sýning á Stöðunni ELLEFTA og síðasta sýning á „Stöðunni í hálfleik" verður í Sjallanum á laugardagskvöld, 28. apríl. „Staðan í hálfleik" hefur verið sýnd við góða aðsókn hátt á þriðja mánuð, en á sýningunni flytur Pálmi Gunnarsson mörg af þeim lögum sem hann hefur sungið á síðustu tuttugu árum. Sér til að- stoðar hefur Pálmi sex manna hljómsveit, undir stjórn Atla Örv- arssonar, svo og söngkonurnar Ell- en Kristjánsdóttur og Ernu Gunn- arsdóttur. Leikarar í sýningunni eru Steinunn Ólafsdóttir og Einar Kristjánsson. Kynnir er Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kynning á sum- arhúsum KYNNING verður á sumarhús- um á vegum fyrirtækjanna Lunda á Seltjarnarnesi og Bynor á Akureyri um helgina, eða á laugardag og sunnudag. Sýnt verður hús af gerðinni Gis- ela Island og verður húsið sýnt fullbúið með innréttingum og hús- gögnum. Húsin er hægt að afgreiða á fjórum byggingarstigum og eru hagstæðir greiðsluskilmálar í boði. Sýning Lunda hf. verður við Bygggarða 4 á Seltjarnarnesi, en hjá Bynor á Tryggvabraut 10 á Akureyri. Sýningin stendur frá kl. 13-18 báða dagana. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.