Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 ■ PARÍS - Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, rædd- ust við annan daginn í röð í París í gær. Umræðuefni þeirra var áfram sameining þýsku ríkjanna og stjórn- málasamvinna í Evrópu og eru við- ræðurnar liður í undirbúningi þeirra fyrir leiðtogafund Evrópubanda- lagsríkjanna sem hefst í Dublin um helgina. Jafnfram áttu utanríkis- ráðherrar ríkjanna, Roland Dumas og Hans-Dietrich Genscher, fund með sér. Þar skýrði vestur-þýski utanríkisráðherrann starfsbróður sínum frá undirbúningi gjaldeyris- og efnahagssamvinnu Austur- og Vestur-Þjóðverja sem tekur gildi 2. júlí næstkomandi. ■ TOKYO - Japanskir embættis- menn hafa fyrirskipað að svínastía verði þakin með ilmvatnsvökvuðu sagi svo að Akihito keisari og Mic- hiko keisaraynja þurfi ekki að fítja upp á nefið þegar þau sækja Naka- saki-hérað heim. Saginu er ætlað að draga úr fnyk af 3100 svínum sem hýst eru nálægt stað þar sem hátignimar taka þátt í gróðursetn- ingarathöfn. ■ SAO PAULO - Um 15.000 íbúar í borginni Corumba í vestur- hluta Brazilíu fóru í mótmælagöngu gegn eiturlyfjasölu í gær, og voru mæður fjölmennar í göngunni. Borgin er rétt við landamærin að Bólivíu og fer mikið af eiturlyfjum þar í gegn. Mjög sjaldgæft er að eiturlyfjasölu sé mótmælt í Lat- nesku Ameríku af því að lið eitur- lyfjabarónanna er vel vopnum búið. Fólkið bar kröfuspjöld þar sem á var letrað: „Örvæntingarfullar mæður krefjast upprætingar eitur- lyfjasölu". „Þetta eru skilaboð fólksins héma um að það styðji ekki eiturlyfjasalana," sagði frétta- maðurinn Armando Amorim An- ache, sem stjórnað hefur herferð- inni gegn eiturlyfjunum. Hann hef- ur skýrt frá nöfnum og heimilis- föngum kókaínsala í útvarpsþáttum sínum frá 10. apríl og fengið ítrek- aðar morðhótanir. ■ CHITTAGONG - Að minnsta kosti 32 létu lífið og 50 slösuðust þegar þúsundir betlara mddust áfram til að ná sér í föt og peninga sem úthlutað var í borginni Chitta- gong í Bangladesh í gær. Að sögn lögreglunnar höfðu um 10.000 manns safnast saman þar sem auð- ugir kaupmenn úthlutuðu hefð- bundnum fata- og peningagjöfum fyrir hina árlegu Eid al-Fitr-hátíð múslima sem haldin er í lok föstu- mánaðarins Ramadan. Þegar út- hlutunin hófst riðu ósköpin yfír. Fjórtán manns létu lífið í Chand- pur-héraðinu í Suður-Bangladesh þegar sams konar úthlutun fór fram fyrir Eid-hátíðina í fyrra. ■ LONDON - Breskir tollverðir komu höndum yfir kókaínfarm að verðmæti 40 milljónir sterlings- punda (u.þ.b. §órir milljarðar ísl. kr.) í gær. Efnið fundu þeir um borð í skipi sem er í slipp í Liver- pool og er þetta mesta magn af kókaíni sem náðst hefur í einni sendingu í Bretlandi. Tollverðir sem skoðuðu skipið, Sun Tempest, þegar það kom til Bretlands á þriðjudag, fundu 130 kg af efninu. Síðan fund- ust 110 kg á miðvikudag og og loks 60 kg í gær. Leit stendur enn yfir. Elizabeth Taylor: Alvarlegaveik en úr hættu Los Angeles. Reuter. BANDARÍSKA leikkonan Elizabeth Taylor var lögð inn á sjúkrahús fyrir tíu dögum og er sögð á batavegi. Henni hafði vart verið hugað líf um tíma. „Ég tel að hún sé enn alvar- iega veik,“ sagði lungnasérfræð- ingur St. John’s-sjúkrahússins í Los Angeles, „Hún er á gjör- gæsludeild og ekki enn úr allri hættu en samt á góðum bata- vegi,“ bætti hann við. Taylor var lögð inn á sjúkrahúsið með háan hita og reyndist síðar vera með ■alvarlega1 lungnabólgu. ! Scandinavian Star við bryggju í Lysekil í Svíþjóð. Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir. Feijuslysið á Óslóarfírði: Skipveijarnir reyndu að fá Scandinavian Star kyrrsett Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins, og Reuter. SKIPVERJAR á farþegaferjunni Scandinavian Star sögðu að þeir hefðu reynt að koma í veg fyrir að skipið fengi að sigla úr höfn, áður en það lagði upp í hina örlagaríku ferð 7. apríl síðastliðinn, þegar 158 manns fórust af völdum stórbruna um borð í skipinu. Þetta kom fram hjá farþega sem bar vitni fyrir sjórétti á miðvikudag. „Skipverjarnir sögðu að feijan væri í gjörsamlega óviðunandi ástandi til siglinga og þeir hefðu árangurslaust reynt að fá stjórnvöld til að hefta för þess,“ sagði Ellen Johanne Hartmann, norskur há- skólakennari sem var farþegi um borð í Scandinavian Star. Hún sagðist hafa talað við skip- veijana eftir að þeim hefði verið bjargað um borð í nærstadda feiju. „Þeir sögðust hafa haft samband við heilbrigðisyfirvöld í Ósló og far- ið fram á að skipið yrði skoðað," sagði Hartmann. „Kvartanir þeirra snerust um hörmulegar vinnuað- stæður um borð.“ „Norsk heilbrigðisyfirvöld sögðu að þau gætu ekki komið því við vegna manneklu að skoða skipið,“ sagði Hartmann. „Þá sneru skipver- jamir sér til dönsku sjómannasam- takanna og ætluðu fulltrúar sam- takanna að hlýða á umkvörtunar- efni þeirra mánudaginn eftir að sly- sið varð.“ Sjóréttur hófst að nýju í málinu á miðvikudag eftir viku hlé. Þar hafa vitni áður gagnrýnt ófullnægj- andi eldvamabúnað um borð í feij- unni. Norski skipstjórinn, Hugo Larsen, og áhöfn hans hafa einnig verið gagnrýnd fyrir að yfirgéfa skipið áður en búið hafi verið að ná öllum farþegunum frá borði. Vegna harmleiksins um borð í. feijunni hefur nú verið ákveðið að öll skip sem sigla með farþega á milli hafna í Danmörku gangist undir strangt öryggiseftirlit dönsku siglingamálastofnunarinnar, að því er segir í dagblaðinu Jyllands-Post- en. A næstu tveimur vikum bytjar stofnunin umfangsmikla herferð sem miða á að því að auka öryggi um borð í farþegaskipum. I fyrstu lotu verða skoðuð skip sem hafa svefnklefa, en ætlunin er að ganga úr skugga um að öryggisreglur séu haldnar í öllum feijum sem eru í áætlunarferðum milli danskra hafna. Að sögn blaðsins verður skoðunin ekki einskorðuð við öryggisbúnað, heldur verður áhöfnin að sýna fram á að öryggisráðstafanir og rýming- aráætlanir komi að þeim notum sem ætlast er til. „Kinna- Kalli“ fiindinn Vestur-Berlín. dpa. LÖGREGLUNNl í Vestur- Berlín hefúr loks tekist að hafa hendur í hári bankaræn- ingja sem ákaft hefúr verið leitað og gengið héfúr undir nafninu „Kinna-Kalli“. „Kinna-Kalli“ reyndist vera 53 ára fyrrum barþjónn og lög- reglumenn eru sammála um að útsmognari ræningi sé vand- fundinn. Maðurinn hafði þann sið að taka ávallt út úr sér föisku tennurnar áður en hann lét til skarar skríða og varð þar með öldungis óþekkjanlegur. Hann var oftlega myndaður við iðju sína en aldrei tókst vörðum laganna að hafa upp á mannin- um með kinnarnar sérkenni- legu. Árið 1987 var hann hand- tekinn, grunaður um eitt banka- ránið, en gjaldkerinn sem af- henti honum peningana þekkti hann ekki aftur enda hafði „Kinna-Kalli“ þá stungið tönn- unum upp í sig og brosti sínu breiðasta. Barþjónninn afvegaleiddi rændi a.m.k. 13 banka á ferlin- um og hafði tæpar sjö milljónir ísl. kr. upp úr krafsinu. Kæru- leysi varð honum að falli. Hann var vanur að komast undan á hjóli eða með neðanjarðarlest- um en loks kom að því að hann gerði þá afdrifaríku mistök að nota einkabifreið sína eftir að hann hafði otað skotvopni sínu og kinnunum ógurlegu að gjald- kera í einhverri lánastofnun- inni. Sá reyndist hafa augu arn- arins og tókst honum að greina númerið á bifreiðinni sem sá kinnamikli skaust inn í er hann flúði. Samningar EFTA og EB: Þing Evrópubandalag’S- ins mun hafa síðasta orðið Framkvæmdastjórn EB tekur líklega ákvörðun um umboð í dag • Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. WILLY De Clercq, formaður ut- anríkisnefndar Evrópuþingsins, segir í sérstakri yfirlýsingu sem hann hefúr gefið út, að þeir sem standi að samningaviðræðum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu aðar upp hinar svokölluðu Interlak- en-reglur sem De Clercq kynnti fyr- ir ráðherrum EFTA á fundi í Inter- laken í Sviss í maí 1987. í þeim er lögð áhersla á forgang sameiningar- ferils EB gagnvart samningum við EFTA, sjálfsákvörðunarréttur EB verði ávallt óskertur og að síðustu að í öllum tilfellum verði að gæta þess að jafnvægi sé á milli réttinda og kosta annars vegar, og skyldna og galla hins vegar í samskiptum EFTA og EB. De Clercq segir að hann muni beita sér fyrir því að Evrópuþingið fjalli um samningsum- boð framkvæmdastjórnarinnar á þingfundi í Strassborg. Hann sagði sjálfur að þingið féllist ekki á að því væri haldið utan við samningavið- ræðurnar. Þeir sem æsktu farsællar niðurstöðu í viðræðunum skyldu hafa í huga að Evrópuþingið hefði síðasta orðið um samningana. Samkvæmt 238. grein Rómarsátt- málans, en undir hana fellur væntan- legur samningur EFTA við EB, verð- ur þingið að samþykkja samninginn með hreinum meirihluta, þ.e. fleiri en 260 þingmenn verða að greiða atkvæði með samningnum. (EFTA), verði að taka tillit til þess að Evrópuþingið hafi síðasta orðið um samningana. Jacques Delors, forseti framkvæmda- stjómar EB, sagði við blaðamenn í Brussel í gær að erfiðleikar væru á afgreiðslu samningsum- boðs fyrir framkvæmdasljórnina, þó er talið líldegt að það verði afgreitt í dag innan hennar. Framkvæmdastjórn EB fjallar um samningsumboð sér til handa á sér- stökum fundi í dag. Delors sagði að það sem helst ylli erfiðleikum í af- greiðslu umboðsins væri seinagang- ur EFTA-ríkjanna í að styrkja stofn- anir bandalagsins, auk þess sem EFTA-ríkin hefðu lagt fram allt of marga fyrirvara vegna samninganna jafnframt því sem EB gæti alls ekki sætt sig við afskipti EFTA af ákvörðunum innan EB. Delors sagði að óaðgengilegt væri fyrir EB að ganga frá samningum án þess að Ijóst væri á hvern hátt EFTA-ríkin hyggðust styrkja sameiginlegar ' stófnaríir sínar. í yfirlýsingum De Clercq eru rifj- Fjögur ár frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl; . Hermt að 300 hafi látið lífið Moskvu. Reuter. SOVÉSKUR þingmaður sagði á miðvikudag að kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Ukraínu hefði kostað 300 manns lífíð, tíu sinnum fleiri en opinberlega heíúr verið Iátið uppi. Fjögur ár eru nú liðin frá slysinu en í kjölfar þess lagðist geislavirkt ryk yfir mörg Evrópulönd. í Svíþjóð mestallri er geislavirkni helmingi meiri en eðlilegt er og hefiir ekkert minnkað og sums staðar mælist hún tlfa.lt meiri. Júríj Stsjerbak, sem skrifað hefur bók um Tsjernobyl-slysið, sagði, að kostnaður Sovétmanna af þess völdum gæti numið allt að 250 milljörðum rúblna, en það samsvar- ar 42-415 milljörðum dollara eftir því hvort miðað er við ferðamanna- gengi eða opinberlega skráð gengi sem er margfalt hærra. Upplýsing- arnar um . fjölda látinna kvaðst Stsjerbak hafa frá nýstofnuðum samtökum í Úkraínu, Tsjernobyl- samtökunum, og sagði, að mest efði mannfallið orðið meðal starfs- manna kjarnorkuversins og björg- unarsveitamanna. Stsjerbak sagði, að ekki væru öll kurl komin til grafar enn. „Stjórnvöld notuðu 600.000 manns til að afmá öll ummerki slyssins og því er erfitt að vita hve margir urðu fyrir hættulegri geislun. Til þessa fólks verðum við að ná.“ Síðastliðinn sunnudag efndu tug- þúsundir manna til mótmæla í Úkr- aínu og var þess þá krafist, að embættismönnum, sem hefðu leynt almenning hættunni af úrfellinu, yrði harðlega refsað. Alexander Kítsjkailo, aðstoðarforsætisráð- herra Hvíta-Rússlands, ins, segir að 70% úrfellisins hafi fallið þar til jarðar og sé skaðinn metinn á 75 milljarða rúblna eða nokkrum sinn- um fjárlög ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.