Morgunblaðið - 27.04.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 27.04.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 27 Kortið sýnir siglingaleiðir sem NVSV býður uppá á næstunni. Sjóferðir NVSY að heflast á nýjan leik í VOR mun Náttúruverndarfélag Suðvesturlands standa fyrir sjó- ferðum með farþegabátnum Hafrúnu fyrir almenning og skóla eins og í fyrravoí' og í haust sem leið. Siglingaleiðin um Kollafjörð, Skeijafjörð og Hvalfjörð verður með svipuðu sniði og áður en ýmsu öðru verður breytt. Þar má nefna að ferðaáætlunin fyrir laugardaga og sunnudaga verður breytileg eftir veðri, sjólagi og af öðrum ástæðum. Þá geta hópar farið í sérferðir virka daga og einnig um helgar. Athug- anir á vorkomunni í og á sjónum með mælingum, botnsköfu og gildr- um verða gerðar fjölbreyttari og fólki gefst kostur á að taka þátt í þeim. Þá verða sérstakar útsýnis- ferðir og sjóferðir á milli staða. Áætlað er að 10 eftirtaldar ferð- ir verði í boði og hægt verði að láta skrá sig í þær fyrirfram. 1. Siglt verður kringum Viðey og Engey. 2. Siglt með eyjum og um sund á Kollafirði. 3. Siglt verður um allan Kollafjörð. 4. Siglt verður út fyrir Gróttu og inn á Skeija- fjörð. 5. Siglt verður upp í Hval- fjörð. 6. Siglt verður suður í Hafnar- fjörð. 7. Farið í eyjar á Kollafirði. 8. Siglt verður með ströndinni suð- ur í Keflavík. 9. Siglt verður upp í Borgarfjörð. 10. Siglt út á Faxaflóa. Næstkomandi laugardag og sunnudag verður, eftir veðri og sjó- lagi, boðið upp á sjóferðir nr. 2, 4, 5 og 7. Þátttaka í sjóferðunum er öllum heimil. (Fréttatilkynning) FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 26. apríl. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 85,00 80,00 82,87 17,121 1.418.819 Þorskur(óst) 80,00 59,00 67,72 17,591 1.191.188 Þorskur(smár) 52,00 52,00 52,00 1,018 52.936 Ýsa 111,00 100,00 104,05 5,424 564.303 Karfi 36,00 36,00 36,00 0,790 28.440 Ufsi 38,00 38,00 38,00 3,870 147.052 Steinbítur 47,00 43,00 45,10 0,669 30.170 Langa 48,00 46,00 46,18 0,828 38.240 Lúða 275,00 250,00 262,70 0,209 54.773 Koli 20,00 20,00 20,00 0,256 5.120 Keila(óst) 33,00 33,00 33,00 0,602 19.869 Rauðmagi 89,00 50,00 58,48 0,207 12.105 Samtals ! 73,28 48,804 3.576.513 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 106,00 72,00 104,21 28,270 2.946.078 Þorskur(óst) 72,00 58,00 66,19 6,753 446.997 Ýsa 98,00 93,00 94,60 1,541 145.786 Ýsa(óst) 111,00 50,00 97,31 15,316 1.490.336 Karfi 38,00 37,00 37,46 25,541 956.759 Ufsi 47,00 44,00 44,60 2,303 102.705 Lúða 330,00 150,00 213,03 0,556 118.445 Skarkoli 40,00 20,00 37,63 0,285 10.725 Rauðmagi 95,00 90,00 94,48 0,258 24.375 Samtals 76,24 83,337 6.353.494 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 97,50 45,00 74,70 59,670 4.457.288 Ýsa 100,00 62,00 87,71 31,326 2.747.749 Karfi 40,00 29,00 37,00 9,016 333.622 Ufsi 33,50 26,00 31,01 5,193 161.027 Steinbítur 45,00 36,00 43,67 6,433 280.951 Langa 62,00 46,00 59,01 0,311 18.352 Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,136 2.040 Lúða 355,00 59,00 193,90 0,708 137.279 Skarkoli 47,00 25,00 41,97 1,266 53.133 Sólkoli 65,00 63,00 64,21 0,058 3.724 Keila 25,00 21,00 23,70 1,460 34.600 Samtals 71,21 115,819 8.247.137 Selt var m.a. úr Jóhanni Gíslasyni ÁR. f dag verður selt úr dagróðrabátum. FISKVERÐ A UPPBOÐSMÖRKUÐUM - YTRA SKIPASÖLUR í Bretlandi 26. apríl. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 120,07 69,100 8,296.837 Ýsa 1 11,00 14,800 1,642.800 Ufsi 53,96 18,400 992.864 Karfi 51,58 2,550 131.529 Samtals 105,50 108,125 11.407.400 Selt var úr Náttfara NK 122 í Hull. GÁMASÖLUR í Bretlandi 26. apríl Þorskur 155,63 115,86 Ýsa 161,88 117,44 Ufsi 71,42 60,31 Karfi 66:6b ■ / FRÉTT á blaðsíðu 2 í Morg- unblaðinu í gær, þar sem skýrt er frá þremur ströndum við Höfn í Hornafirði er strandstaðurinn nefndur Faxasker. Nú hefur kunn- ugur maður bent Morgunblaðinu á að ekkert örnefni þar eystra beri þetta nafn, heldur heiti strandstað- urinn Faxeyri. Þetta leiðréttist hér með. ■ / DAGBÓK viðskipablaðs Morgunblaðsins í gær, þar sem boðað er til aðalfunda slæddust inn tvær villur um fundartíma og skeik- aði í báðum tilfellum um hálfa klukkustund. Aðalfundur Sam- vinnubankans hefst kl. 13:30 í dag en ekki kl. 13 eins og stóð í blaðinu og aðalfúndur íslandsbanka hefst kl. 16:30 nk. mánudag en ekki kl. 16 eins og kom fram í blaðinu. Eru viðkomandi aðilar beðnir velvirðingar á mistökunum. ■ VEGNA frétta af þeirri ákvörð- un aðalfundar Fríkirkjunnar í Reykjavík að safnaðarfólk greiddi hér eftir ekki fyrir aukaverk presta skal áréttað, að hið sama gildir ekki um Fríkirkjuna í Hafnar- firði. í Morgunblaðinu sl. sunnudag og í gær var' fjallað um þessa ákvörðun. í fréttinni í gær láðist að geta þess að ákvörðunin á ein- göngu við_ um Fríkirkjuna í Reykjavík. í Hafnarfirði er annar Fríkirkjusöfnuður, en engin tengsl eru á milli þessara söfnuða. Söfnuð- urinn í Hafnarfirði hefur fylgt þjóð- kirkjunni í launamálum. Guðrún ■ ÁLAFOSS kynnir nýja værðarvoð- alínu í húsnæði Epals, Faxa- feni 7, dagana 26. apríl til 17. maí nk. Textíl- listamaðurinn Guðrún Gunn- arsdóttir hef- ur únnið við hönnun og vöruþróun á nýju línunni. Línan sem er úr 100% lambsull er kölluð Art Line — Listalína. Voðirnar eru sex talsins og notaðir hafa verið sex mismun- andi litir. Nýju voðirnar eru gjör- ólíkar þeim voðum sem Álafoss hefur áður haft á boðstólum. Þær eru þunnar, þétt ofnar og léttar. Hægt er að nota þær sem ábreiður og sjöl. Álafoss hefur látið hanna sérstakar gjafapakkningar fyrir línuna, svartan sexhyrndan kassa. Álafoss hefur fengið myndlista- manninn Bergljótu Kjartansdótt- ur til að mála málverk af værðar- voðunum, sem nota á til kynningar á línunni, og eru þau til sýnis í Epal. ■ EVRÓPUFERÐIR verða með ferðakynningu í Miklagarði við Sund í dag, föstudag, og á morg- un, laugardag. Sérstök áherzla er lögð á að kynna áfangastaði Evr- ópuferða í Portúgal.á Madeira og Azoreyjum. Þá má nefna nýjan áfangastað: Costa Verde í Norður Portugal. Kynningin er opin á föstudag kl. 13—19.30 og á laugar- dag frá kl. 10—16. Dregið verður um ferðaverðlaun til Portugal í léttri getraun. ■ LJÓÐA TÓNLEIKAR Eddu Moser og Dalton Baldwin, sem vera áttu í íslensku óperunni, á morgun, laugardaginn 28. apríl, kl. 16.30 á vegum Tónlistarfélagsins, falla niður vegna veikinda söngkon- unnar. Til stóð að listamennirnir héldu námskeið fyrir söngvara og píanóleikara í húsnæði Tónlistar- skólans í Reykjavík, og fellur það einnig niður. Aðgöngumiðar verða endurgreiddir á sölustað. - Tónlistarfélagið ■ BANDARÍSKA kammersveitin The California E.A.R. Unit heldur tónleika að Kjarvalsstöðum í kvöld, föstudaginn 27. apríl kl. 20.30. The California E.A.R. Unit er níu manna hópur sem hefur sér- hæft sig í flutningi nýrrar tónlistar. Þau hafa unnið náið með mörgum af frægustu tónskáldum samtíðar- innar, mönnum eins og John Ad- ams, Milton Babbit, John Cage, Elliott Carter, Peter Maxwell "Davies, MörtönTéldinan ogMor- ton Subotnick. Á þessum tónleik- um mun The California E.A.R. Unit flytja verk eftir Elliott Cart- er, Arthur Jarvinen, Stephen Mosko, Steve Reich og Frederic Rzewsky, auk þess að frumflytja nýtt verk eftir Hilmar Þórðarson. Á morgun, laugardaginn 28. april, ki. 10—12 f.h. mun hópurinn balda námskeið í sal Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar við Hraunberg, Breiðholti. Þar munu þau sýna ýmsar aðferðir til þess að miðla nútímatónlist til barna og leikmanna, auk þess að leyfa þátt- takendum að spreyta sig sjálfir við tónsköpun. Aðgangur að námskeið- inu er ókeypis og öllum heimill. The California ur tónleika að kvöld. ■ LJÓÐA- KVÖLD verð- ur í Lista- mannahúsinu,- Hafnarstræti 4, á morgun, laugardaginn 28., apríl, í til- efni af útkomu ljóðabókarinn- ar LífeftirSig- urð Ingólfs- son. Þeir sem lesa auk Sig- urðar eru Þorsteinn Gylfasonsem mun lesa úr eigin verkum, Ari Gísli Bragason og Kristján Þórður Hrafnsson lesa úr ljóðabókum sínum. Þá verður lesið úr verkum Þorgeirs Þorgeirssonar. Ljóða- veisla Sigurðar mun hefjast kl. 16 og er öllum opin. ■ FARIÐ verður í hina árlegu vorferð barnastarfs Fríkirjunnar í Haftiarfirði laugardaginn 28. apríl. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl 13 og haldið í fjöruferð suður með sjó. Farið verður í fjöruna við Garðskagavita og staldrað þar við góða stund. Þá verður farið í Út- skálakirkju til helgistundar á heimleið. Nauðsynlegt er að börnin komi vel búin og hafi með sér nesti. Þá er þess vænst að sem flest- ir aðstandendur sjái sér fært að koma með í ferðina sem er lokaþátt- urinn í barnastarfi kirkjunnar á þessum vetri. Allir eru hjartanlega velkomnir. Næstkomandi sunnudag verður guðsþjónusta í kirkjunni kl 14. Það er síðasta guðsþjónusta safnaðarprestsins fyrir námsleyfi hans sem stendur til 5. ágúst nk. (Fréttatilkynning) Fríkirkjan í Hafnarfirði ■ GUNNAR Ásgeir Hjaltason sýnir í Hafnarborg. Sýningin er opin daglega kl. 14—19 og stendur til 6. maí. Á sýningunni eru mynd- verk unnin í pastel og akrýl, vatns- litamyndir, teikningar, grafík og ýmsir smíðisgripir. Gunnar Ásgeir Hjaltason, er fæddur 21. nóvember 1920 að Ytri-Bakka við Eyjaijörð. Fluttist þaðan ungur til Reykjavík- ur og síðan til Hafnarfjarðar 1952. Gunnar lærði gullsmíði hjá Guð- mundi Guðnasyni og Leifi Kaldal 1943—1947. Hann stundaði nám við teikniskóla Björns Björnssonar og Marteins Guðmundssonar ‘nokkrum námsskeiðum á vegum Handíðaskólans m.a. í tréristu hjá Hans Alexander Muller 1952. Gunnar hefur haldið einkasýningar í Haftiarfirði, Reykjavík, Kópa- vogi, Vestmannaeyjum, Hvera- gerði, Borgarnesi og Hvamms- tanga frá 1964. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum í Hafnar- firði, Reykjavík, Uppsölum (Svíþjóð) og í Vínarborg (Aust- urríki). ■ TÓNLEIKAR verða í Nor- ræna húsinu þar sem tónlistar- mennirnir Matts Eriksson, fiðlu- leikari og Carl Otto Erasmie, píanóleikari leika verk eftir nor- rænu tónskáldin Lars-Erik Lars- son, Einar Englund og Edvard Grieg. Þetta er í fyrsta skipti sem ■*- þeir halda tónleika saman hér á landi, en Carl Otto Erasmire hefur tvívegis áður leikið á tónleikum í Norræna húsinu ásamt einsöngvur- um. Eriksson og Erasmire hófu að leika saman haustið 1986. Þeir leggja áherslu á að spila sem fjöl- breyttust tónverk frá ýmsum tíma- bilum pg kynna tónskáld sérstak- lega. Á þessum árum hafa þeir haldið tónleika bæði heima og er- lendis. Frumraun þeirra í Stokk- hólmi var veturinn 1987 er þeir léku í Menningarmiðstöð borgar- innar. Norræni menningarsjóðurinn hefur veitt þeim styrk til tónleika- ferða .um Norðurlöndin og hafa þeir leikið í Munch-safhinu í Osló auk tónleika í Finnlandi. Þeir hyggjast halda tónleika í Dan- mörku og síðar á Grænlandi, Færeyjum og Svalbarða. Matts Eriksson leikur með Kammersveit Stokkhólms og í Swedenborgar- kvartettinum. Hann ferðast með þessum sveitum um flest lönd Evrópu, Bandaríkin og Suður- Ameríku. Hann stundaði nám við tónlistarháskólann í Stokkhólmi og framhaldsnám í Vín og Köln. Kennarar voru Alban-Berg kvart'- ettinn og Amadeuskvartettinn. Carl-Otto Erasmie hlaut píanó- menntun sína í Gautaborg, Lon- don og Brussel. Hann hefur leikið á Norðurlöndunum, í Frakklandi og Eyptalandi. Hann hefur marg- oft leikið í útvarpi. Hann hefur leik- ið með ýmsum þekktum söngvur- um, m.a. Hakan Hagegard, Loa Falkman og fleirum. Þá hefur hann einnig fengist við hljómsveitar- stjórnun. Carl Otto Erasmie, píanóleikari og Matts Eriksson, fiðluleikari leika á tónleikum í Norræna hús- inu á laugardag. ■ HANY Hadaya mun dansa „Adam“ í ballettnum „Adam og Eva“ eftir Birgit Cullberg á síðustu_ sýningum Vorvinda, sýn- ingu Islenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Áður dansaði Joacim Keusch þetta hlutverk. Hany Hadaya er austurrískur en hefur dansað með íslenska dans-^ flokknum síðastliðin þrjú ár. Hann ■stundaði ballettnám í Hollandi, í Scapino, Nel Roos Akademie í Amsterdam og nútímadans í Rott- erdamse Dansakademie. Mót- dansari Hany Hadaya í „Adam og Evu“ er Ásdís Magnúsdóttir. Sfðustu sýningar verða um helgina, föstudaginn 27. apríl og sunnudag- inn 29. apríl. (Fr éttatilky nningf) Ásdís Magnúsdóttir og Hany 1933—1942 ögTðk" éinnig þáfí“T Hadáýá daiisa ;,Adam og Evu“i E.A.R. Unit held- Kjarvalsstöðum í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.