Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 19 Garðabær: Sljórnmálamenn og íbú- ar skiptast á skoðunum Morgunblaðið/Sverrir Um 150 íbúar Garðabæjar komu saman til fundar í félagsmiðstöðinni Garðalundi og ræddu þar málefni bæjarins. Á ALMENNUM umræðufundi um málefhi Garðabæjar, sem haldinn var í félagsmiðstöðinni Garðalundi í húsnæði Garða- skóla, ræddu bæjarbúar og frambjóðendur sjálfstæðis- manna, sem fara með meirihluta í stjórn bæjarins, framtíðar- stefhuna. Flutt voru stutt fram- söguerindi um hvern málaflokk og að loknum frjálsum umræð- um var gerð grein fyrir niður- stöðum umræðuhópanna. Benedikt Sveinsson, sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ, segir að fund- ur sem þessi sé mjög gagnlegur. „Við teljum þetta nýja fundarform, þar sem íbúum bæjarins er hafa áhuga á bæjarmálum gefst tæki- færi til að koma skoðunum sínum og áhugamálum á framfæri, vera spor í framfaraátt og gott til undir- búnings fyrir kosningarnar,“ sagði Benedikt. „Þarna koma þeir, sem áhuga hafa á bæjarmálum og láta skoðanir sínar í ljós. Það er mikill stuðningur fyrir þá sem eru í fram- boði að finna hvaða mál það eru sem eru efst á baugi hjá fólkinu í bænum. Þetta var opinn fundur og öllum heimilt að sækja hann og þarna voru sjálfstæðismenn, fólk tengt öðrum framboðum og óflokksbundið fólk sem tók til máls um málefni sem tengdust þeim hverfum sem það býr í.“ Að sögn Benedikts komu ýmis sjónarmið fram á fundinum sem auðveldar frambjóðendum að átta sig á hvaða málefni kjósendur leggja áherslu á. Rædd voru skipu- lagsmál, gatnagerð og samgöngu- mál, félags- og heilbrigðismál, æskulýðs-, íþrótta- og umhverfis- mál, skóla- og menningarmál og húsnæðis- og atvinnumál. „Það er mjög hollt fyrir bæjarfulltrúa að koma á svona fundi og finna þá strauma sem leika um þæjarfélag- ið,“ sagði Benedikt. „Ég ber ekki saman hvað það er meira gagn að svona fundum heldur en frainboðs- fundum þar sem frambjóðendur flokkanna koma til að rífast og segja brandara. Það er úrelt fund- arform að okkar mati.“ SUMARTILBOD 20“ kr. 44.800 stgr. 14“ kr. 29.880 stgr. ★ Úvals sjónvarpstaéki á frábæru verði. ★ Fjarstýring. ★ Monitor útlit. SMiHMh $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI / t/> £ => <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.