Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Aukin samvinna og sam- starf á að vera markmiðið - segir Friðrik Pálsson, forstjón SH „MÉR finnst rétt að vekja menn til umhugsunar um það, að fyrirkomu- lag útflutningsmála í dag er ekkert náttúrulögmál. Menn verða líka að gera sér grein fyrir því að pólitísk skipting atvinnugreina er út í hött. Framundan tel ég vera aukna samvinnu og stærri einingar, en fleiri og smærri útflytjendur. Hver sá, sem kærir sig um að fylgjast með þessum málum, hlýtur að skynja að miklar breytingar eru framund- an og það er skylda okkar forsvarsmanna SH að huga að stöðunni,“ sagðir Friðrik Pálsson, forstjóri SH, í samtali við Morgunblaðið. I ræðu sinni á aðalfundi SH ræddi Friðrik um væntanlega þróun út- flutningsmála og þörfina á stórum einingum og aukinni samvinnu. A fundinum lagði formaður stjórnar SH, Jón Ingvarsson, fram tillögu þess efnis að framvegis nægi at- kvæði þriggja fjórðu hluta félags- manna til breytinga á stofnsamningi félagsins. Hvorki Jón né Friðrik vildu tengja þessa tillögu eða annan gang mála mögulegri breytingu SH í hlutafélag eða sameiningu við önnur fyrirtæki svo sem Sjávarafurðadeild Sambandsins. „í minum huga er pólitísk skipting atvinnugreina eins og er með SÍS og SH út í hött. Það hlýtur að skýrast á næstu misserum hvert útflutningsmynstrið hér verð- ur, þegar okkur mætir sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins. Þar verður um stærsta sameiginlega markað heims að ræða, þar verða viðsemjendur okkar stórir, eins og í flestum öðrum heimshlutum. Til að mæta slíkum aðstæðum þarf sam- vinnu og samstarf meðal íslenzkra útflytjenda en ekki endilega sam- runa,“ sagði Friðrik. í greinargerð með tillögu Jóns Ingvarssonar segir meðal annars, að þegar unnið hafi verið að breytingum á ákvæðum um atkvæðagildi félags- manna árið 1987, hafi mönnum orð- ið ljóst hve óeðlilegt það væri að hafa ákvæði bundin í stofnsamningi félagsins, sem því sem næst ómögu- legt væri að breyta, þrátt fyrir sam- þykki allflestra félagsmanna. Þar með væri einstökum félagsmönnum veitt nokkurs konar neitunarvald, sem illa samrýmdist leikreglum nú til dag, en kynni að hafa verið talið nauðsynlegt fyrir 50 árum. „A undanfömum árum hefur mik- il áherzla verið lögð á nauðsyn hag- Gæðaskj öldurinn veittur VEITING viðurkenninga Cold- water fyrir beztu framleiðsluna milli aðalfiinda er árlegur þáttur í starfsemi fúndanna. Páll Pét- ursson, gæðastjóri Coldwater sér um veitingu þessara viðurkenn- inga, en hjá honum kom fram á fúndinum, að gæði framleiðsl- unnar hefðu aukizt að undan- förnu. Veitti hann 6 frystihúsum og einum frystitogara gæða- skjöldinn svokallaða en að auki fengu 8 hús og togarar viður- kenningu. Skjaldarhafar að þessu sinni eru Grandi hf í Reykjavík, íshúsfélag ísafjarðar, Hraðfrystihús Eskifjarð- ar, Fiskiðjan Raufarhöfn, Útgerðar- félag Akureyringa, Skjöldur á Sauðárkróki og frystitogarinn Sig- urbjörg ÓF Ólafsfirði. Viðurkenningu fyrir gæðafram- leiðsiu hlutu Miðnes í Sandgerði, Kaldbakur á Grenivík, Hraðfrysti- hús Ólafsfjarðar, Hólanes á Skaga- strönd, Þormóður rammi í Siglu- firði, Síldarvinnslan í Neskaupstað og frystitogararnir Sléttbakur EA og Vestmannaey VE. Morgunblaðið/Sverrir Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH flytur fúndarmönnum skýrslu sína. Honum á vinstri hönd eru Einar Oddur Kristjánsson, fundar- stjóri, Össur Kristinsson, fundarritari, og framkvæmdastjórarnir Gylfi Þór Magnússon, Hjalti Einarsson og Sturlaugur Daðason. aðina að nokkru marki og hámarka þannig teljumar af auðlindinni. Þannig væru Vestur-Þjóðveijar stundum tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir ísaðan heilan karfa heldur en fengist fyrir hann fullunninn. I slíkum tilfellum sé rétt að nýta sér ferskfiskmarkaðina og svo geti einn- ig átt við ýmsar aðrar tegundir, sem falli illa til vinnslu í frystihúsunum. Það, sem skipti vinnsluna mestu máli, væri að útflutningur á ísuðum þorski og ýsu væri takmarkaður verulega frá því, sem verið hefði. Hagsmunir vinnslunnar væru' að fá til framleiðslu sem mest af þeim afla, sem hér veiddist til að fjárfesting í • fyrirtækjunum nýttist sem bezt. Fyr- ir þjóðfélagið hlyti það einnig að vera affarasælast að sem mestur hluti aflans væri unnin hér á landi og seldur unninn úr landi. ræðingar, samruna og samvinnu fyr- irtækja hérlendis og erlendis. Jafnvel má tala um byltingu á því sviði,“ sagði Friðrik Pálsson í ræðu sinni. „Hérlendis nægir að nefna samruna Loftleiða og Flugfélags íslands á sínum tíma, sameiningu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og Isbjarnarins og næst okkur í tíma má nefna sam- einingu fjögurra banka auk þess sem fjölmörg önnur dæmi mætti nefna. I öllum tilvikum hafa eigendur sótzt eftir meiri styrk og stærri markaðs- hluta auk sparnaðar og hagræðing- ar. Ég fullyrði að hvergi er nú meiri þörf á sterkum fyrirtækjum en ein- mitt við útflutningsstarfsemi okkar íslendinga. Það er engin ástæða til að vanmeta styrk sinn og við íslend- ingar eigum mikla möguleika á mörgum sviðum við að selja vörur okkar, en við verðum að gera okkur grein fyrir því, að jafnvel sameinaðir erum við ekki stórir.“ Þá sagði Friðrik ennfremur: „Það má þykja harður dómur,_en ég tel, að eina vörumerkið, sem íslendingar eiga og hægt er að kalla því nafni erlendis sé vörumerkið „Icelandic", sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á og notar í Bandaríkjunum. Ennþá er það einungis í Bandaríkjunum, sem það er verulegra fjármuna virði. Enda þótt það sé notað um allan heim, er það ekki mikið þekkt nema hjá tiltölulega fáum aðilum. Uninon-merkið er mjög vel þekkt á saltfiskslóðum. Icelandair er þekkt merki í fluginu á þeim svæðum, sem Flugleiðir starfa nú, og gamla Loft- leiðamerkið Icelandic er auk þess ennþá nokkuð þekkt í Bandaríkjun- um. Önnur vörumerki, sem Islend- ingar eiga og nota erlendis, eru flest sáralítið þekkt. Það þarf samt sem áður alls ekki að þýða, að þau séu ekki mikils virði fyrir þau fyrirtæki, sem nota þau gagnvart sínum við- skiptavinum, en sem eiginleg vöru- merki eru þau ekki mikils virði. Af og til hafa menn velt því fyrir sér, hvort við íslendingar ættum að reyna enn markvissara samstarf að útflutningsmálum. Við ættum að steypa öllum stóru fyrirtækjunum saman í eitt, fylkja okkur á bak við eitt „Icelandic“-vörumerki og freista þess að ná undirtökum á öllum þeim mörkuðum, sem við sjáum ástæðu til að hasla okkur völl. Dæmin um það, hvað hægt er að gera í löndum eins og Bandaríkjunum, þegar órofa samstaða er að baki, ættu að vera mönnum gott fordæmi. Við höfum líka séð nýlega hvaða árangri má ná með aukinni markaðssókn í Japan og Austur-Asíu og í Frakklandi svo tvö nýjustu dæmin um starfsemi söluskrifstofa Sölumiðstöðvarinnar séu nefnd. Við teljum okkur hjá SH hafa náð mjög góðum árangri í sölu til Japan að undanförnu, en í mínum huga er enginn vafi á því, að þeir aðilar, sem selja nú til Japan myndu standa miklu betur að vígi, ef þeir ynnu allir saman. Morgunblaðið, blað allra landsmanna, sá ástæðu til þess að taka þetta upp fyrir fáum vikum og velta þessu fyrir sér. Lengi hefur frystiiðnaðurinn á Is- landi verið klofinn í tvennt, að því er virðist af flokkspólitískum ástæð- um. Sem betur fer virðist vera að verða nokkur breyting og smátt og smátt er að skapast meiri skilningur á því, að fyrirtæki með lík starfsvið eiga að starfa saman, en ekki endi- lega keppa hvort við annað.“ Úr nýjustu mynd Laugarásbíós, „Fjórða stríðið". „Fjórða stríðið“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir nýj- ustu mynd leikstjórans Johns Frankenheimers, „Fjórða stríðið". I aðalhlutverkum eru Roy Scheider og Jurgen Prochn- ow. Myndin segir frá tveimur yfir- mönnum, öðrum sem barðist í Víet- nam og hinum sem barðist í Afgan- istan. Nú eru þeir í landamæra- vörslu milli Tékkóslóvakíu og Þýskalands. Til þess að lífga upp á dapra daga heyja þeir sitt eigið stríð. Ferðaskrifstofur kynntar FARKLÚBBUR Félags íslenskra ferðaskrifstofa efnir til ferða- skrifstofúkynningar í Kringlunni dagana 27. og 28. april. Kynning- in hefst klukkan 11.30 með því að samgönguráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, opnar hana með stuttu ávarpi. Um 20 ferðaskrifstofur eru skráðar í Félag íslenskra ferðaskrif- stofa og flestar aðilar að Farklúbbi félagsins. 13 ferðaskrifstofur sem eiga aðild að klúbbnum munu kynna sína þjónustu á þessari kynningu og ér þetta í fyrsta skipti sem slík kynning er haldin fyrir almenning á vegum félagsins. í tilefni af kynningu þessari mun veitingastaðurinn Myllan og allir Kvikk-veitingastaðirnir í Kringl- unni bjóða Farklúbbsmeðlimum, þ.e. handhöfum Farkorta og Gull- korta Visa, 20% afslátt af þjónustu sinni. Á meðan á kynningunni stendur verða Lukkuferðir Farklúbbsins dregnar út og verða ellefu nöfn dregin út úr nöfnum allra Farkorta- og Gullkortahafa Visa íslands og þeim heppnu boðið að kaupa sér ferðir fyrir tvo fyrir aðeins 30 krón- ur. í boði verða 18 utanlandsferðir og fjórar innanlandsferðir. Laugardaginn 28. apríl verður kynningin opin frá kl. 10 og stend- ur til kl. 16. N r Ert þú athafnamaður? Lóniö er þá hádegisverðarstaóurinn þinn [ það rúma ár síðan Lónið var opnað á Hótel Loftleiðum hefur það öðlast miklar vinsældir hjá athafnasömum borgarbúum. Ástæðan?Jú, Lóniðer sniðið að þörfum athafnamannsins: Næg bflastæði við komu. Greiöur aðgangur að glæsilegasta hádegisverðarhlaöboröi landsins. Hröö og góö þjónusta allan tímann. Og það erfleira sem skipar Lóninu í sérstöðu: Möguleiki á þráölausum síma viö boröiö . Hvort sem þú þarft að koma áríðandi skilaboðum á framfæri eða einhver að ná í þig, mun starfsfólk okkar færa þér þráðlausan síma á borðið. (Lóninu er einnig á boðstólum sérstakur heilsudiskur ásamt fjölmörgum öðrum girnilegum réttum af sérréttamatseðlinum okkar. Sóaðu ekki tímanum í hádeginu. Komdu í Lónið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.