Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 13 Metanól og hugsan- leg eituráhrif þess eftir Hallgrím Þ. Magnússon Aspartan eða Nutra-sweet er samansett úr þremur efnum, þ.e.a.s. eggjahvítuefnunum fenýlalanín sem er 50%, aspartansýru sem er 40% og metanól sem er 10%. Þess vegna er það rangt hjá Jóni Gíslasyni starfsmanni Hollustuvemdar sem kemur fram í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 3. apríl að metanól myndist eftir neyslu gervisætuefnis- ins aspartan. Við tökum inn metan- ól ef við neytum einhvers sem Nutra-sweet er í, það myndast ekki í efnaskiptum líkamans. Margir hafa áhyggjur af því að við vitum ekkert um hugsanleg áhrif langtíma inntöku af metanóli á líkmann þótt það sé tekið inn í litlum skömmtum. Vitna ég þá í sjúkrasögu sem birtist 1989 eftir dr. Wudrof Monde sem hann nefnir Aspartan: Metanol and the puplic health. 21 árs gamall maður sem var ekki drykkjumaður en hafði verið útsettur daglega fýr- ir fínu ryki af aspartani þar sem hann vann við a pakka því og hafði gert í 1 ár. Hann kvartaði um sjón- truflanir, höfuðverk, svima og mikið þunglyndi rétt fyrir skyndilegan dauða sinn. Krufning leiddi í ljós líffærabreytingar eins og má búast við eftir metanóleitrun, þ.e.a.s. það var hjarta-ofvöxtur og útvíkkun í hjartavöðvanum sem fylgir sjúk- dómnum hjartavöðvakvilla eins og við bráðan alkóhólisma. Samt sem áður þá koma svona skemmdir að- eins fram í mönnum 35-55 ára gömlum sem hafa tekið inn alkóhól sem svarar til 30-50% af þeirra daglegu kalóríuþörf yfir 10-15 tíma- bil. Spumingin er í þessu tilfelli hvort rekja megi þessar líffæra- breytingar til innöndunar á Nutra- sweet eða til einhvers annars. Að drekka metanól hefur hingað til verið talið óhollt en nú fáum við að neyta metanóls óáreitt án afskipta „stóra bróður" og má jafnvel lesa það út úr grein starfsmanns Holl- ustuverndar ríkisins að það sé ekk- ert athugavert við það að neyta metanóls þó í litlum skömmum sé. Vitað er að mjög litlir skammtar af metanóli geta gefið eitureinkenni eins og höfuðverk, ógleði, uppköst, sjóntruflanir, blindu, krampa og jafnvel dauða. Við vitum að það er mjög mismunandi hversu mikið magn af metanóli hver einstaklingur þolir án þess að fá eituráhrif. Hafa skammtar allt niður í 15 ml reynst dauðlegir fýrir einstakling meðan aðrir einstaklingar þola miklu meira „Það má með sanni segja að núverandi kyn- slóð sé tilraunakynslóð vegna margra efiia sem eru í notkun og hafa ekki verið í notkun áður og við munum ekki fá að vita fullkomlega um áhrif af þessu fyrr en eftir einhverja ára- tugi.“ án þess að fá nokkur einkenni um eitrun. Vanalega þegar neytt er einhvers matar t.d. ávaxtasafa sem að inni- heldur metanól, finnst einnig etanól í honum sem hægir níjög á niður- brotum metanóls í formaldehýð og gerir þannig líkamanum fært um að skilja út metanól eftir öðrum leið- um, þ.e.a.s. án þess að breyta því í formaldehýð. Einnig er t.d. fólin- sýra nauðsynleg fyrir efnaskiptin og finnst hún í flestum náttúruleg- um mat, en ekki í Nutra-sweet. Ekki hefúr það komið fram í áróðri Hollustuverndar fyrir notkun á Nutra-sweet að það auki notkun einstaklingsins á hollum mat, gæti það þó hugsanlega réttlætt áróður þann sem Hollustuvemd hefur frammi á notkun á gervisykri. Aðr- ir vísindamenn sýna fram á í mjög góðum greinum að notkun gervisyk- urs eykur löngun í annan mat sem inniheldur sykur sem að mínu viti en ekki talinn með næringarríkri fæðu. Þannig að það gerir einstakl- inginn einnig lélegri í því að bijóta niður efni eins og metanól til þess að það verði óskaðlegt. Metanól brotnar niður í líkaman- um í formaldehýð og annað efni sem að heitir formiksýra og skilst þann- ig út. Við þessi efnahvörf þarf líkaminn á efnahvötum að halda og einnig snefilefnum t.d. zinki og moiibideum. Ef skortur er á þessum efnum þá getum við ekki brotið nið- ur formaldehýð á eðlilegan hátt í líkamanum. Formaldehýð er eins og áður segir eitt af aðalniðurbrotsefn- um metanóls. Formaldehýð finnum við í dag í mjög mörgum öðrum efnum sem við erum í snertingu við á hveijum einasta degi t.d. eins og fötum, lími, málningu, pappír, snyrtivörum, baðvörum, tannkremi og svona mætti lengi telja. Form- aldehýð veldur ýmiss konar ein- kennum og þegar grannt er skoðað eru þetta einkenni sem geta stafað af metanóleitrun. Einnig má nefna að kanadíska útvarpið gerði rann- sókn á notkun á vissum einangrun- arefnum, en þetta einangrunarefni gaf frá sér formaldehýðgufur. Fékkst upplýst að þetta væri full- komlega öruggt og ylli engu vanda- máli, væri ekkert hættulegt, svipaða fullvissu og gefin er út í dag af fram- leiðendum aspartan og Hollustu- vernd. Samt sem áður var álitið af vísindamönnum seinna að þessi ein- angrun væri hættuleg og hún hefur núna verið bönnuð til frekari notk- unar og milljónum dollara eytt til þess að ná þessari einangrun úr mörgum byggingum. Margar rann- sóknir sem ég hef komist yfir hafa gagnrýnt Nutra-sweet fyrir það að við vitum ekkert hvað það gerir í sambandi við langvarandi inntöku, þ.e.a.s. daglega í mörg ár. Má líkja þessu við reykingar. Ef við segðum manni að reykja einn pakka af síga- rettum í 6 mánuði og engar breyt- ingar væru komnar fram á heilsu hans þá mundum við segja honum að það væri allt í lagi að reykja, sem eru allt aðrar upplýsingar en koma fram í Morgunblaðinu miðvikudag- inn 4. apríl. Það má með sanni segja að núver- andi kynslóð sé tilraunakynslóð vegna margra efna sem eru í notk- un og hafa ekki verið í notkun áður og við munum ekki fá að vita full- komlega um áhrif af þessu fyrr en eftir einhverja áratugi. Við megum ekki gleyma því að við erum öll einstaklingar og að engir tveir ■ einstaklingar eru ná- kvæmlega eins þrátt fyrir að ýmsar tilraunir sem eru gerðar tvöfalt blindar og sýna ekki fram á eitur- einkenni, þá getur þetta samt haft áhrif á vissa einstaklinga. Þessi ein- staklingshyggja er mjög erfið fýrir vísindamenn að samþykkja því að hún, vísindamennskan, reynir sífellt að skipa fólki í ákveðna bása og leyfír einstaklingnum ekki að vera til sem slíkum. Ég ætla að enda með lítilli sögu sem að eldri maður sagði í sam- bandi við áðurnefndan sjónvarps- þátt. Hann var heima hjá sér að gæta blóma og konan hans hafði sagt honum það að hann gæti gefið blómunum smá sykur ef þau færu að daprast. Eitt kvöldið þegar að hann kom heim þá sá hann þau farin að vera iíflaus og ákvað þá að fara eftir fyrirmælum konu sinnar en hann gaf þeim 2 töflur af Canderel vegna þess að hann notaði Canderel. En viti menn, eftir 15 mínútur voru blómin dáin og hefur viðkomandi maður ekki snert Hallgrímur Þ. Magnússon Canderel síðan því að hann hugsaði með sér, ef þetta getur haft áhrif á blómin í þessa átt þá hlýtur þetta að hafa slæm áhrif á mig. Er það ekki hlutverk Hollustu- verndar að hvetja til meiri hollustu t.d. í mataræði en að reyna að bera út áróður fyrir gerviefnum eins og Nutra-sweet, sem erfitt er að sjá að hafí raunverulegt notkunargildi? Hötundur er læknir. Honda *90 Civic 3ja dyra 16 ventia Verð frá 746,- þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. (H) HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 KEW Hobby Háþrýstidælan Bíllinn þveginn og bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur sem vilja fara vel meö lakkið á bílnum sínum en rispa þaö ekki meö drullugum þvottakúst. Sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylgir. Einnig getur þú þrifið: Húsiö, rúöurn- ar, stéttina, veröndina og sandblásiö málningu, sprungur og m. fl. meö þessu undratæki sem kostar nú aðeins kr. 28.000,- staðgreitt. CE REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvi'k. - símar 31956-685554-Fax 687116 • Hreinsiefni • Pappir • Véiar • Ahöid • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. Grípandi málning á grípandi verði Síðumúla 15, sími 84533

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.