Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Hvað er vetnis- peroxíð ? eftir Vilhjálm G. Skúlason ogEinar Magnússon Árið 1962 var Barry Goldwater forsetaefni repúblikana í Banda- ríkjunum. Honum og stuðnings- mönnum hans datt í hug það snjalla áróðursbragð að merkja bíla sína með slagorðinu „Kjósið AuH20“, sem eru efnafræðiheiti gulls og vatns, en það er einmitt merkingin í nafni forsetaframbjóðandans fyrr- verandi. Þetta snjallræði nægði Goldwater þó ekki til sigurs og ekki er vitað, að það hafi skaðað nokkurn mann. En nú, tæpum 30 árum síðar, hefur Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunin séð sig knúða til þess að vara almenning við þeim áróðri, að hann skuli nota „biowat- er“ sér til heilsubótar, en það mætti þýða á íslensku.. með orðinu „lífsvatn". „Biowater" virðist ætlað til notkunar gegn ýmsum sjúkdóm- um og sleni og á að verka á þann hátt að auka súrefnismagn líkam- ans, einkum blóðs. En hvað er „bio- water“? Þetta efnasamband heitir öðrum nöfnum vetnisperoxíð, hydrogenperoxíð og súrvatn og er þessum orðum ætlað að vara fólk við notkun þess í inntöku, en nokk- uð hefur borið á því að undanförnu, að fólk hafi beðið um hydrogen- peroxíð í lyfjabúðum í þessu skyni. Franski vísindamaðurinn Louis Jacques Thenard, sem uppgötvaði vetnisperoxíð árið 1818, tók eftir því, að efnið sundraðist í dýravefj- um og myndaði loftkennt súrefni og vatn. Sjötíu og fimm árum síðar kom í ljós, að þessi breyting varð vegna gerhvata (enzym), sem síðar hlaut nafnið katalasi. Mikilvægi þessa gerhvata fyrir efnaskipti líkamans voru ekki kunn fyrr en ljóst varð, að vetnisperoxíð myndast í líkama manna og dýra og þar sem því er mjög haldið að fólki, að öll náttúruefni séu skaðlaus er vert að benda á, að svo er alls ekki. Þvert á móti geta mörg þeirra verið mjög hættuleg og svo er því varið með vetnisperoxíð. Afköst katalasa, sem kýfur vetnisperoxíð, eru meiri en annarra gerhvata, sem rannsakaðir hafa verið. Ein sameind katalasa getur sundrað 44.000 sameindum vetnisperoxíðs á einni sekúndu og hann er í næstum öllum frumum og vefjum líkamans. Mjög mikið er í lifur, rauðum blóðkornum og nýr- um. Talið er, að katalasi sé líffræði- legur öryggisventill, sem hindrar söfnun vetnisperoxíðs í Iíkamanum á þann hátt að sundra því um leið Stöð 2: Áskrifend- um flölgar um 500 „ÁSKRIFENDUM Stöðvar 2 hefur Qölgað um 500 eftir að allri dag- skrá stöðvarinnar var læst 10. þessa mánaðar en þá voru þeir 44.923 talsins, að sögn Birnu Ein- arsdóttur markaðsstjóra Stöðvar 2. Birna sagðist reikna með að áskrifendum Stöðvar 2 fjölgaði um önnur 500 á næstunni, þar sem framboð á myndlyklum hefði ekki verið nægilega mikið á nokkrum stöðum þegar allri dagskránni var læst. „Við stefnum að því að áskrifend- ur okkar verði jafnmargir og áskrif- endur Morgunblaðsins, eða um 50 þúsund talsins,“ sagði Birna Einars- dóttir. Birna sagði að um 70% heim- ila á landinu væru áskrifendur að Stöð 2 en útsendingar stöðvarinnar jnæðust enn ekki á öllu landinú. Vilhjálmur G. Skúlason Einar Magnússon „Undir eng’um kring- umstæðum ætti að nota vetnisperoxíð í formi stungulyfs.“ og það myndast. En ráði líkaminn ekki við að afeitra vetnisperoxíð geta myndast mjög virk efnasam- bönd, svokölluð „frí radíköl", sem eru eitruð frumum og geta leitt til skemmda og dauða þeirra. Ef sundrun utanaðkomandi vetnis- peroxíðs verður í blóði getur súr- efnið myndað stíflu í æð og ef það sundrast í lokuðu holrúmi eða í holrúmi með þröngar fráleiðslur, getur þrýstingur orðið svo rnikill, að hann leiði til vefjaskemmda. Undir engum kringumstæðum ætti að nota vetnisperoxíð í formi stungulyfs, þar sem auk framan- greindrar hættu er örðugt að fram- leiða það og tryggja þær hreinlæt- iskröfur, sem gerðar eru til stungu- lyfja. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur upplýst, að 35% vetnisperoxíð hafi valdið einu dauðsfalli og heilsu- tjóni, sem leitt hefur til innlagnar á sjúkrahús. Framleiðendur benda fólki á að þynna það og nota í lækn- ingaskyni til þess að auka súrefnis- magn líkamans. Allt um það er fólk alvarlega varað við þessari notkun vegna þeirrar hættu, sem hún getur haft í för með sér. Oblandað er það mjö ætandi og hættulegt bæði í inntöku og útvortis. Vinnueftirlit ríkisins bendir á, að vetnisperoxíð sé mjög hættulegt í inntöku og ef það kemst í snertingu við augu. í lyfjabúðum fást 3%, 6% og 10% lausnir. Notkun þessara lausna, aðallega 3% og 6%, hefur einkum verið bundin við sótthreinsun óhreinna sára, munnskolun og til skolunar á tannrótargöngum, en 6% lausn auk þess til skolunar og sótthreinsunar bólgu í munnslím- húð og tannholdi. Aður fyrr var 3% lausn einnig notuð til eyrnaskolun- ar, en nú þykir það ekki ráðlegt þar sem súrefnismyndun getur orð- ið það kröftug, að vefskaði geti hlotist af. Höfundar eru Iyfjafræðingar. Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundar Samvinnubanka íslands h.f., veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 27. apríl 1990 kl. 13.30. Dagskrá': 1. Skýrsla bankaráös um starfsemi bankans fyrir sl. starfsár. 2. Lagöir fram endurskoðaöir reikningar bankans fyrir sl. reikningsár. 3. Lögö fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. 4. Önnur mál sem tilkynnt hafa verið bankaráöi meö löglegum fyrirvara, sbr. 69. gr. hlutafélagalaga. 5. Kosning bankaráös. 6. Kosning endurskoöenda. 7. Ákvörðun um þóknun til bankaráös og endurskoöenda. 8. Ákvöröun um greiöslu arös. 9. Önnur mál. Gert er ráö fyrir að lögö veröi fram tillaga um sameiningu Samvinnubanka íslands hf. viö Landsbanka íslands, samanber 4. dagskrárliö hér aö framan. Veröi tillagan samþykkt falla dagsskrárliöir 5 - 8 sjálfkrafa niöur. Aögöngumiöar og atkvaeðaseðlar til fundarins veröa afhentir á fundarstaö. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf IVY VERDLiUNAItOK f pokahorninu er sagan um hann Didda. Hann er heldur væskilslegur drengur og strítt í skóianum. í draumum sínum er hann hins vegar hetja. En honum nægja ekki dagdraumarnir, hann vill að þeir rætist. Diddi tekur á öilu sem hann á og í ljós kemur að þessi drengur á sitthváð í pokahorninu sem kemur öðrum á óvart! í pokahorninu er fimmta sagan sem hlýtur íslensku barnabókaverðlaunin. Höfundur hennar er Karl Helgason og er þetta fyrsta skáidsaga hans. VAKÉÖí Áður úlkomnar verdlaunabækur: 1986: Einil og Skundi eftlr tiuðmund ólafsson. 1987: Franskbrauð ined sullu eftir Krislínu Steinsdóllur. 1988: Kugl í búri eftlr krlstínu Loflsdóttur. 1989: Álagadalurinn eftlr Heiði Baldursdóltur. HELGAFELL Sídumúla 6 Sími 688 300 ?.4-r-vOlU A-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.