Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
45
'"'Í'VV
Þessir hrin^du... Þakkir fyrir leiksýningu Reagan borgaði minna
Leiðrétting
Helgi Ólafsson hringdi og vildi að
leiðrétt yrði það sem eftir honum
var haft í Velvakanda fyrir
skömmu. Hann var að kvarta undan
ónógum „veðurlýsingum“ í Árnes-
og Rangárvallasýslum í morgun-
fréttum útvarps, en ekki „veðursp-
ám“ eins og stóð í blaðinu. Leiðrétt-
ist þetta hér með.
Týndi gullnælu
Ásta hringdi og sagðist hafa týnt
gullnælu 1. apríl síðast liðinn á bíla-
planinu við jiúsalengjuna við Melbæ
37 til 43. Ásta er í síma 50240.
Gulleyrnalokkur í felum
Kona hringdi og hafði týnt gul-
leyrnalokki í miðbænum 3. apríl.
Lokkurinn er klemmulaga með
hvítum steinum. Síminn er 43622.
Þakkir til Pósts og Síma
Hlemmi
Helgi hringdi og vildi koma á fram-
færi þakklæti til starfsfólks Pósts
og Síma á Hlemmi fýrir góða þjón-
ustu fyrir nokkru, mikið væri kvart-
að og kveinað undan Pósti og Sfma
en hann tæki ekki undir það. Þá
tók hann undir með Víkvetja á dög-
unum er hann fjallaði um góða þjón-
ustu og góða lund kassafólksins í
Hagkaupum í Kringlunni. þar hefði
Víkveiji hitt naglann á höfuðið.
Lýst eftir jeppa
Kona hringdi úr Bólstaðahlíðinni
og vildi kanna hvort einhver hefði
orðið var við jeppabifreið af gerð-
inni Ford Bronco, árgerð 1974. Er
bíllinn dökkbrúnn með hvítum
brettabreikkunum, 38 tommu
Mudder-dekkjum og spili að framan
. Númerið R-427. Bílnum var stolið
frá Bólstaðahlíð fyrir um hálfum
mánuði síðan og hefur lögreglunni
ekki lánast að hafa' uppi á þjófun-
um, hvað þá jeppanum. Ef einhver
gæti leyst málið vinsamlegast
hringi í síma 35214, eða í lögregl-
una.
Kápu stolið
Rósa hringdi. Hún hafði verið á
Borgarspítalanum fyrir nokkru og
þá 2-3 klukkutíma sem hún var þar
inni var rykfrakka hennar stolið úr
fatahengi. „Þetta er ljósgrár ryk-
frakki og sá sem tók hann má gjarn-
an vita, að ég myndi ævinlega
þekkja hann sjálf ef ég sæi ein-
hvern í honum vegna smábreyting-
ar sem ég gerði á honum, en ókunn-
ugur myndi vart átta sig á. Það
væri því nær að skila flíkinni. Heim-
asíminn minn er 33437 og vinn-
usíminn 685915,“ sagði Rósa.
Síamslæða týnd
Þórunn hringdi úr Kleppsholtinu og
sagðist sakna lítillar síamslæðu
sinnar sem hefði líklega sloppið út
á mánudaginn. Læðan er af „Seal
point“ tegund. Þórunn er í síma
31567.
Ríkið opni í hádeginu
Kona hringdi og taldi það afleita
þjónustu að eina áfengisútsala mið-
borgarinnar skyldi vera lokuð í há-
deginu. Vildi hún að ráðin yrði skjót
bragarbót þar á. Einnig skoraði hún
á þann aðila sem stal kápu hennar
úr fatahengi annað hvort í Duus
éða í Krýstalskjallaranum að skila
honum snarlegáVSíWiirih er 36171.
Helga Guðmundsdóttir hringdi: „Ég
vil koma á framfæri þakklæti til
nemenda Menntaskólans á Egils-
stöðum, sem óku til höfuðborgar-
innar um Páskana og fluttu okkur
leikritið „Grísir gjalda - gömul svín
valda“ eftir Guðmund Böðvarsson.
Ég verð að segja að ég gerði mér
ekki miklar vonir um gæðin, en
krakkamir komu mér mjög á óvart
fyrir það hversu vel þau skiluðu
sínu. Auk þess að flytja leikritið
frábærlega vel, þá hönnuðu tvær
stúlknanna og saumuðu sjálfar alla
búninga og var þar einnig vel að
verki staðið. Það er alltaf verið að
setja út á háttarlag unglinganna
nú til dags og því aðeins sanngjamt
að minnst sé á það sem vel er gert.“
Klútur tapaðist
Kona hringdi og hafði tapað háls-
klút, gulum og brúnum með dálitlu
fjólubláu. Hún tapaði klútnum á
gangi frá Þórskaffi og upp í Skip-
holtið þar sem hún nældi sér í
leigubíl. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 79504.
Frakki í misgripum
Dómhildur Jónsdóttir í Hallgríms-
kirkju hringdi og sagði það augljóst
að einhver sem hefði verið við tón-
listarhátíð í kirkjunni laugardaginn
fyrir páska hefði tekið ljósgráan
frakka í misgripum fyrir eigin
frakka sem er reyndar mjög svipað-
ur. Auk þessa minnti Dómhildur á
að margt óskilamuna liggur hjá
kirkjuverði.
Kona nokkur hringdi og vildi taka
undir með kynsystur sinni sem rit-
aði bréf í Velvakanda fyrir skömmu
og vakti þar athygli á háu gjaldi
fyrir lágmarksþjónustu á hár-
greiðslustofu. „Eg hef undrað mig
á þessu og ofbýður, því þetta er á
skjön við allt verðlag og sérstaklega
kaup og kjör almennings. Venjuleg
verkakona væri 10 til 15 klukku-
stundir að vinna fyrir þeirri upphæð
sem bréfritari greiddi fyrir litun,
særingu og blástur og má það heita
með ólíkindum. Erlendis þekkist
svona ekki nema í stöku tilvikum
þar sem stofur hafa skapað sér
nafn einhverra hluta vegna, eða að
frægt fólk venur þar komur sínar.
Eg man t.d. eftir því að hafa lesið
að Ronald Reagan fyrrum Banda-
ríkjaforseti hafi greitt minna fýrir
hveija klippingu heldur en hér um
ræðir og líefur hann þó ugglaust
leitað eftir þekktum aðila, eða þá
gert aðilan frægan.
“Kvillar manna myndu
hverfa“
Jón Trausti Halldórsson hringdi og
sagði eftirfarandi: -Við íslendingar
getum fyrstir þjóða náð langt í að
eyða hinu illa í heiminum ef nægur
skilning’ir væri fyrir hendi. T.d.
skilningur á samstillingarlögmáli
Guð jarðar og manna. Þannig er
hægt að sanna að Guð sé til. Verið
samhuga ogþannig mun lífríki jarð-
ar lifna við og endumýjast og
slæmu kvillar mannanna myndu
hverfa."
Karlmannafðt verð kr. 9.990.-
Stakir jakkar, stakar buxur, mitti frá 79 cm tii 135 cm.
Gallabuxur verð kr. 1.420 - 1.650.
Flaueisbuxur verð kr. 1.420 - 1.900.-
Ljósar sumarbuxur kr. 1.530.-
Skyrtur, einlitar, röndóttar og köflóttar. Gott verð.
Stærðir frá 38-46.
Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250.
Það er í
MARAS, Síðumúla 21,
sem þú færð þetta frábæra pulibox bón, sem
gerir allt heimilið glansandi.
Hreinlætistækin, stál, ál, glerog veggflísar.
Ótrúlegt notagildi og góð ending.
Einnig bón fyrir steinflísar eða aðrar mattflísar.
Opið laugardagfrá kl. 10.00-16.00, sími 39140.
REYKVIKINGAR!
Ásgeir Hannes Eiriksson,
þingmaður Borgaraflokksins
og fulltrúi Reykvíkinga í fjórveit-
inganefnd Alþingis, verður á Café
Hressó í Austurstræti í dag, föstu-
daginn 27. apríl, kl. 12.00-14.00.
Komið og spjallið við þingmann
Reykvíkinga.
VOR VINDA R
ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS
í BORGARLEIKHÚSINU
í kvöld kl. 20.00
NÆST SÍÐASTA SÝNING
ÉSunnudagskvöld kl. 20.00
LLRA SÍÐASTA SÝNING
Missið ekki af þessum einstæða
listviðburði!
ÚR UMMÆLUM GAGNRÝNENDA:
„Saman skapar þessi hópur hrcint rrábæra svningu,
sem í heild er mesti árangur dansflokksins í lang-
an tíma.“
Olafur Ólafsson, Morgunbladinu.
„Adam og Eva eftir Birgit Cullberg: Hrífandi fal-
legur dans sem lýsir fyrst algleymi sakleysisins með
fúllkominni hrynjandi á miíli kynjanna og síðan
syndafallinu...
Þau Asdís Magnúsdóttir ogjoacim Keusch sýndu
besta dans kvöldsins í þcssu atriói."
Ólafur Gíslason, Þjóviljanum.
„Þetta var prýðis vel heppnuó sýning...
Ásdís Magnúsdóttir er sem sköpuó fýrir frásagnar-
leg dansverk Birgit Cullbergs, svo vel nýtur sín
tignarlegt fas hennar, mýkt og látbragðsleikur.“
Adalsteinn Ingólfsson, DV