Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ottínnog sjálfstæði Litháens Margt ótrúlegt hefur verið að gerast í Austur-Evr- ópu síðustu misseri. Hver hefði til dæmis trúað því að samein- ing Þýskalands gengi eins fljótt og átakalaust fyrir sig og nú er að gerast? Þar sann- ast einfaldlega, að austurhluti landsins byggði sérstaka stjórn sína á fölskum forsendum, röngum kenningum marxism- ans og einræði í krafti sovéska hersins. Fráleitt er fyrir aðrar þjóðir að ætla sér að leggja stein í götu þýsku þjóðarinnar, þegar hún sameinast. Enginn telur það ögrun við Sovétríkin að stuðlað sé að sameiningu Þýskalands og það verði aðili að Atlantshafsbandalaginu, þótt Austur-Þýskaland hafí fyrir aðeins örfáum mánuðum verið styrkasta stoð sovéskra ráðamanna í Austur-Evrópu. Þegar að því kemur að ræða um sjálfstæði Litháens og vilja smáþjóðarinnar sem þar býr, hika of margir ráðamenn á Vesturlöndum við að taka ein- dregna afstöðu með Litháum. Afsökunarrökin koma í sjálfu sér ekki á óvart. Því hefur oft áður verið haldið fram, að mótmæli lýðræðissinnar óhæfuverkum einræðisherr- anna í Kreml, geri mótmælin aðeins illt verra fyrir þá sem beittir eru harðræði. Þessum rökum fyrir vestrænu aðgerða- leysi hafa andófsmenn í komm- únistaríkjunum fyrir löngu hafnað. Þeim á einnig að hafna þegar sjálfstæði Litháens og annarra Eystrasaltsþjóða er á dagskrá. I Morgunblaðinu í gær er birt samtal við Baldur Apinis, aðstoðarritstjóra Atmoda, vikurits Þjóðfylkingarinnar í Lettlandi. Þegar hann er spurður um það, hvort formleg viðurkenning á Litháen myndi hafa skaðleg áhrif á stöðu Mikhaíls S. Gorbatsjovs og al- varlegar afleiðingar um . öll Sovétríkin svarar hann: „Hér skilja menn ekki hvers vegna Vesturlönd eru svo rög við að stíga þetta skref. Fulltrúar þeirra segjast hafa viðurkennt sjálfstæði Litháens 1918 og ekki lagt blessun sína yfir her- setu Sovétmanna 1940. Hvers vegna er þá formleg staðfest- ing á eldri viðurkenningu svo stór biti að kyngja? Þar með yrði ekki allt fengið fyrir Lith- áa heldur yrði það einungis upphafíð að frekari samskipt- um þeirra við Vesturlönd. Hvað stöðu Gorbatsjovs varðar stafar honum einkum hætta af hugsanlegu valdaráni hers- ins. Formleg viðurkenning á sjálfstæði Litháens og síðar Eistlands og Lettlands gæti ekki hrundið slíku af stað. Gorbatsjov hefur hingað til slegið sig til riddara með því að taka á málum af skynsemi. Það getur hann enn gert með því að láta Eystrasalt'sríkin fara sína leið.“ Þessi orð eru eins og töluð til ríkisstjómar íslands sem vísar til viðurkenningar á Lith- áen frá 1922 og vill láta við hana sitja. Þama talar maður sem býr við sovéska stjórn og þorir að láta þessa skoðun í Ijós. Hér eru ráðherrar og for- menn þingflokka eins og Páll Pétursson, þingleiðtogi fram- sóknarmannáj sem þykjast miklu færari að dæma ástand- ið, og þora ekki að veita Lith- áen formlega viðurkenningu trúir gamaldags hræðslu- pólitík. Páll grípur til saman- burðarfræðanna að hætti þeirra, sem vilja bera blak af Kremlveijum, og kemst að þeirri niðurstöðu í Morgun- blaðsgrein að Mikhaíl Gorb- atsjov sé heldur skárri en Abr- aham Lincoln, enn sem komið er að minnsta kosti. Má helst skilja Pál þannig að þessi mun- ur kunni að hverfa ef Litháen verði viðurkennt og Gorbatsjov skipi her sínum að beita Litháa vopnum. Óttinn í garð Sovétstjórnar- innar hefur birst í mörgum myndum hér á landi. Skýrastur er hann þegar rætt er um versl- unarviðskipti okkar og Sovét- manna. Þar skiptir innflutning- ur á olíu mestu. Þrátt fyrir gjörbreytingu á alþjóðavið- skiptum er enn haldið fast í það fyrirkomulag í innflutningi á olíuvörum til landsins, að Sovétríkin skipa þar heiðurs- sess meðal viðskiptaríkja. Er stundum látið eins og ut- anríkisviðskipti okkar öll standi og falli með þessum inn- flutningi. Hvað gerðu Kreml- veijar fyrst, þegar þeir reyndu að koma Litháum á kné með þvingunum? Þeir skrúfuðu fyr- ir alla olíu til landsins. Getum við ekki eitthvað lært af þessu? Hve lengi ætla menn að láta óttann stjórna sér í þessu efni? Góð lausafjárstaða bankakerfis- ins gerði kleift að flármagna- ríkissj óðshallann innanlands - sagði Jóhannes Nordal, seðlabankasljóri á ársfundi Seðlabankans JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri, sagði á ársfundi bankans í gær, að vaxtalækkun á undanförnum mánuðum væri fyrst og fremst afleiðing betra jafiivægis milli framboðs og eftirspurnar á lánsfjár- markaðinum, einkum vegna minni eftirspurnar eftir lánsfé. Þá benti seðlabankastjóri á í ræðu sinni að sá „mikilvægi árangur, að það tókst að fjármagna meginhluta ríkissjóðshallans með innlendum lántökum“ á síðasta ári hafí fyrst og fremst verið að þakka sterkri stöðu bankakerfisins, sem festi meginhluta bættrar lausafjárstöðu sinnar í ríkisvíxlum. Johannes sagði að þó þessi fjármögnunarleið hefði verið viðunandi yrði að finna betri lausn á fjármögnunar- vanda ríkisins. Seðlabanki Islands: Um 723 milljónir króna greidd- ar til ríkisins í arð og skatta í ræðu sinni rakti Jóhannes Nordal helstu atriði efnahagsmála á liðnu ári og sagði að batamerki væru nú á lofti og þá sérstaklega hvað varðar verðlag. En hann benti hins vegar á reynslu fyrri tíma og sagði: „Jafnframt er rétt að vera minnugur þess, að tvisvar á undanfömum fjórum árum, þ.e.a.s. eftir kjarasamningana 1986 og á tímum verðstöðvunar- innar 1988, hefur tekist að koma verðbólgu hér á landi verulega niður um nokkurra mánaða skeið, en verðlagsþróunin samt fljótlega sótt í sama far, vegna þess að grundvallarforsendur stöðugleika í hagkerfinu voru ekki fyrir hendi. Þótt skilyrði séu nú mun hagstæð- ari til árangurs, er áreiðanlega bæði þörf árvekni og festu í stjórn allra þátta efnahagsmála, ef tak- ast á að ná þeim markmiðum, sem að er stefnt." Aðhald í peningamálum Jóhannes taldi að ekki væri tímabært að hækka gengi krón- unnar Iítillega til að koma í veg fyrir að batnandi hagur sjávarút- vegs, sem venjulega er fyrsta kveikja þenslu, stefni árangrinum í baráttunni við verðbólguna í hættu: „Endurskoðun á reglum Verðjöfnunarsjóðs fískiðnaðarins, sem nú er frumvarp um fyrir Al- þingi, er eðli sínu mun réttari við- brögð, þar sem rekstrarstaða sjáv- arútvegsins er allmismunandi eftir greinum og ékki sjáanlegur sam- bærilegur bati í öðrum samkeppn- isatvinnugreinum." Að mati seðlabankastjóra er full ástæða til þess að gæta að peningamálum, en lausafé banka- kerfisins hefur aukist verulega á undanförnum mánuðum vegnA halla ríkissjóðs. Þessi góða lausaíj- árstaða bankanna skapar að mati Jóhannesar hættu á að peninga- magn aukist langt umfram það sem samrýmanlegt sé þeim stöð- ugleika í verðlagi sem stefnt er að: „Þótt ekki sé unnt að meta áhrif þessara þátta fullkomlega á þessu stigi, telur bankastjórn Seðlabankans nauðsynlegt að bregðast við í þessum efnum með því að hækka kröfur um lágmark lausafjárhlutfalls innlánsstofnana, en gera um leið ýmsar breytingar bæði á innlánsbindingu og lausafj- árreglum í því skyni að ná fram verulegu vaxtahagræði fyrir inn- lánsstofnanir, sem þeim er þörf á til að geta lækkað vaxtamun út- lána og innlána.“ Hallin ríkissjóð mikið vandamál Jóhannes benti á að „þrálátur halli á ríkisbúskapnum hefur verið eitt meginvandamálið í stjórn pen- ingamála nú um skeið. Mörg rök hníga að því, að jafnvægi í ríkisbú- skapnum sé eitt mikilvægasta markmiðið, sem stefna þurfí að í efnahagsmálum.“ Jóhannes sagði að á síðustu fimm árum hefði nettó-skuldastaða ríkissjóðs rúm- lega þrefaldast á föstu verðlagi og að vaxtagreiðslur væru orðnar um 10% af ríkisútgjöldum. Þá eru ÓLAFUR B. Thors, formaður bankaráðs Seðlabankans, telur að verkaskipting bankaráðs og bankastjórnar Seðlabankans sé óljós með breyttum áherslum í starfi bankans. Þetta kom fram í máli Ólafs á ársfundi Seðlabank- ans. „Samvinna og samráð eru áskilin í lögum og mótans af langri hefð,“ sagði Ólafur B. Thors um samstarf ótaldar miklar óbeinar skuldbind- ingar ríkisins, sem eiga eftir að koma til greiðslu í framtíðinni, svo sem lífeyrisskuldbindingar og nið- urgreiðslur húsnæðislána, og hugsanlegar greiðslur vegna ríkis- ábyrgða á lánum. Fjármögnun ríkissjóðshallans með skuldasöfnun í Seðlabanka og erlendum lánum hefur bein áhrif á peningaþenslu og þar með verðbólgu. Jóhannes benti á þessa staðreynd og sagði að aðeins með því að afla ríkissjóði fjár með út- gáfu verðbréfa á innlendum mark- aði sé unnt að koma í veg fyrir að hallinn leiði til þenslu og við- skiptahalla. Ríkissjóði er heimilt að taka rekstrarlán innan hvers fjárhagsárs hjá Seðlabankanum, en verður að greiða þau í lok fyrsta ársfjórðungs árið eftir. Jo- hannes sagði að þetta hefði ekki gefið góða raun, þar sem „ríkis- sjóður hefur takmarkalausan að- gang að lánsfé innan ársins og getur að lokum greitt skuldina með erlendu láni, sem ekki dregur úr þensluáhrifum. Það er því æski- legt að kanna, hvort hér sé ekki unnt að setja mun þrengri mörk, þannig að ríkissjóður neyðist til þess að sjá fyrir rekstrarfjárþörf sinni innan ársins alfarið með sölu verðbréfa og ríkisvíxla á innlend- um peningamarkaði. Sömuleiðis væri æskilegt að setja ákveðin mörk varðandi lántökur ríkisins erlendis, nema um sé að ræða arðbærar framkvæmdir opinberra aðila,“ sagði Jóhannes Nordal. bankaráðs og bankastjórnar, „en með rbeyttum áherslum í starfi bankans verða ákveðin verkefni mikilvægari en áður og stundum liggur verkaskipting þessara tveggja stjórna ekki í augum uppi að því er slík verkefni varðar.“ Ólaf- ur nefndi sérstakleg í þessu sam- bandi Bankaeftirlitið, en í lögum segir að það sé undir yfírstjórn bankastjórnar, sem er skipuð seðla- bankastjórum, og bankaráðs. Hann SEÐLABANKI íslands greiddi um 723 milljónir króna í arð og skatta til ríkisins á liðnu ári, en 1988 nam þessi greiðsla 509 millj- ónum króna. Arður og skatttekj- ur ríkisins af Seðlabankanum hækkuðu þvi um 42% á milli ára, en verðbólga á síðasta ári var um 22%. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Seðlabankans fyrir benti á að verkefni Bankaeftirlitsins verði stöðugt mikilvægari og kalli á skjót og hnitmiðuð vinnubrögð. „Eftirlitið verður því að hafa svigr- úm til sjálfstæðis í starfi, en jafn- framt er nauðsynlegt að mótaðar séu skýrar reglur um eðli þeirrar yfirstjórnar, sem lögin gera ráð fyrir og þar með um ábyrgð þeirra aðila, sem með þá yfirstjórn fara,“ sagði Ólafur. síðasta ár og benti Ólafur B. Thors, formaður bankaráðs bankans, á þær í ræðu. Hagnaður eftir skatta var um 2.197 milljónir króna á móti 1.348 milljónum króna hagn- aði árið á undan. Ólafur sagfði að skýra mætti talsverðan liluta hagn- aðarins af misvægi milli breytinga á innlendu verðlagi og þróunar gengis. Rekstur Seðlabankans kostaði á liðnu ári 464 milljónir króna og hækkaði um 23% á árinu eða svipað og verðlag. Laun og launatengd gjöld námu 292,6 milljónum króna. Bankinn keypti ýmsa þjónustu, s.s. sérfræðiþjónustu, síma, tryggingar, auglýsingar og öryggisvörslu, fyrir um 33,7 milljónir króna. Bifreiða- kostnaður nam alls um 20 milljón- um króna, og þar af voru keyptir bílar fyrir 2,4 milljónir króna. Rekstur fasteignar kostnaði 18,4 milljónir króna. Ymsir rekstrar liðir námu alls 48,8 milljónum króna, þar af skrifstofubúnaður 11,6 millj- ónum, gestamóttaka 6,8 milljónum og ferðakostnaður 13,9 milljónum króna. Annar kostnaður nam alls 50,5 milljónum króna, þar af náms- kostnaður og félagsmál starfs- manna 14,6 milljónum og ,útgáfu- starfsemi liðlega 13 milljónum. Nettó gjaldeyriseignir bankans hækkuðu á liðnu ári og námu alls um 20 milljörðum króna í árslok. Þá jókst nettó inneign innlánsstofn- ana í Seðlabankanum verulega, eða úr 9.7 milljörðum kfona í 14,2 millj- arða króna. Heildarskuld ríkissjóðs og ríkisstofnana lækkaði hins vegar nokkuð. Ólafur B. Thors greindi frá því að skattur til ríkissjóðs hefði numið 473 milljónum króna vegna liðins árs og sagði meðal annars. „Skatt- ur Seðlabankans reiknast af meðal afkomu síðustu þriggja ára og reynslan sýnir að miklar sveiflur eru í afkomu bankans, sem fyrst og fremst skýrast af samhengi á milli þróunar innlends verðlags og gengis... Á árinu 1987 var þessi þróun bankanum afar óhagstæð, enda var þá rekstrarhalli að fjárhæð tæplega 1.100 milljónir. Þessi rekstrarhalli hafði veruleg áhrif á ijárhæð skattsins fyrir árið 1988, en vægi hans er að sjálfsögðu minna nú eftir tvö góð rekstrarár. Skattur þessi verður mjög hár vegna ársins 1990, þegar áhrifa hallans frá árinu 1987 gætir ekki lengur, enda þótt afkoma fyrsta ársfjórðungs þessa árs og spá um framhaldið bendi til þess að bankinn skili litlum eða engum hagnaði á yfirstandandi ári,“ sagði Olafur B. Thors. Ólafur B. Thors: Verkaskiptíng bankaráðs o g stjórnar Seðlabankans er óljós íslensku barnabókaverðlaunin: í jfimmta sinn sem nýr höf- undur hlýtur verðlaunin ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin voru aflient í gær, fímmtudag, og að þessu sinni hlaut þau Karl Helgason, ritstjóri barnablaðsins Æsk- unnar, fyrir söguna „I pokahorninu", sem er þroskasaga ungs drengs í nútíma þjóðfélagi. Þetta er í fimmta sinn sem Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka veitir verðlaunin að lokinni samkeppni sinni, og hafa áður óþekktir höfundar hlotið þau í öll skiptin. Tuttugu og níu handrit bárust í samkeppnina að þessu sinni. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka var stofnaður árið 1985 í til- efni af 70 ára afmæli Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar af Bók- aútgáfunnþ Vöku-Helgafelli ásamt fjölskyldu Ármanns, en að sjóðnum standa einnig Barnavinafélagið Sumargjöf og Bamabókaráðið, Is- landsdeild IBBY. Sjóðurinn hefur það meginmarkmið að stuðla að auknu framboði á yönduðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. í þessu skyni efnir sjóðurinn árlega til sagnakeppni í þeim tilgangi að örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga, og stuðla jafnframt að auknu framboði íslensks lesefnis fyrir þessa aldurshópa á öðrum tíma árs_ en fyrir jól. Ólafur Ragnarsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhenti Karli Helgasyni skrautritað viðurkenn- ingarskjal sjóðsins, þar sem fram kemur sú umsögn dómnefndar að heimi söguhetjunnar sé lýst af skilningi og næmni, en jafnframt sé skoplegu ljósi brugðið á aðstæð- ur, og höfundurinn hafi mjög gott vald á máli og stíi. Ármann Kr. Einarsson afhenti :W m. iMm JK.- * rfctgS á Morgunblaðið/Júlíus Höfundurinn Karl Helgason ásamt Ólafi Ragnarssyni útgefanda og Ármanni Kr. Einarssyni barnabókahöfundi. Karli verðlaunaféð, sem er að þessu sinni 150 þúsund krónur, auk venju- legra höfundarlauna samkvæmt samningi Rithöfundasambands ís- lands og Félags íslenskra bókaút- gefenda. Karl Helgason pr ritstjóri barna- blaðsins Æskunnar, og hefur hann starfað mikið að málefnum ungs fólks. Aðspurður sagði hann að verðlaunasagan væri frumraun sín á sviði skáldskapar, en hann hefði síðan lokið við handrit að annarri bók, auk þess sem hann væri með ýmsar hugmyndir að fleiri sögum. v .Bid ííufm Ráðstefhaum verðlag á Islandi KAUPMANNASAMTÖK íslands gangast fyrir ráðstefhu sem ber jfir- skriftina „Verðlag á íslandi" laugardaginn 28. apríl nk. á Hótel Örk í Hveragerði. Tilgangurinn er m.a. að ræða vöruverð hér á landi í saman- burði við það sem gerist annars staðar og hvaða áhrif fijáls verðlagn- ing hefur haft frá því hún var tekin upp í byijun þessa áratugar og hvaða breytinga sé að vænta er Evrópa sameinast sem eitt markaðs- svæði árið 1992. Ráðstefnan verður sett kl. 13.30 og að því loknu greinir Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur hjá Hag- fræðistofnun Háskóla íslands, frá nýrri rannsókn sem hann hefur unn- ið og ijallar um verðþróun frá árinu 1868. Hann leitast við að svara þeirri spurningu hvort orðið hafi umtalsverðar breytingar í verðþróun eftir að dregið var úr verðlagshöft- um. Guðmundur Sigurðsson, yfirvið- skiptafræðingur Verðlagsstofnunar, flytur erindi sem hann nefnir „Sam- keppni — vöruverð“ og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- ■ samtakahná; 'flýtur erindið „Njótk I .áiöíft aBmorl T 50 I 1 !tjB 5^3 noasnóttwS wvpeS liéS 00.00 íslenskir neytendur sambærilegs vöruverðs og neytendur nágranna- landa okkar?“ „Er að fínna Glas- gow-verð hér á landi?“ nefnist erindi Ragnars Guðmundssonar, kaup- manns, Jóhannes Jónsson, kaup- maður, flytur erindi sem hann nefn- ir „Er hægt að koma við aukinni hagræðingu í dreifingu á matvöru?" Bjarni Finnsson, varaformaðiir KÍ, ræðir um það hvort verðlagshöft lækki vöruverð og Björn Friðfinns- son, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, flytur erindið „Lækkar vöruverð árið 1992?“ Að loknum erindum verða umræður um þessi mál. (Fróttatilkviuiinir) Málflutningur í Hafskipsmáli: Bankamenn vís- vitandi blekktir um raunverulegar forsendur áætlana - segir Jónatan Þórmundsson JÓNATAN Þórmundsson sérstakur saksóknari vék í sóknarræðu sinni í Hafskipsmáli í gær að meintum blekkingum sem þrír for- svarsmanna Hafskips hefðu beitt bankastjórn Utvegsbankans í tengslum við upphaf Atlantshafssiglingar félagsins í október 1984. Hann telur sýnt að Útvegsbankanum hafi aðeins verið kynnt sú af hinum óraunsæju áætlunum sem gaf hagstæðasta útkomu og þeir þá leyndir því að í henni hafi verið gert ráð fyrir að flutning- ar fyrir Varnarliðið flyttust að nýju til íslenskra skipafélaga frá bandaríska skipafélaginu Rainbow Navigation og að Hafskip endur- heimti fyrri hlutdeild í þeim flutningum. Jónatan Þórmundsson gerði í nýtingu án frystigáma. í greinar- máli sínu grein fyrir hvaða sannan- gerð Ragnars Kjartanssonar hafí ir stæðu að baki ákærum gegn síðar komið í ljós að Hafskipsmenn Björgólfi Guðmundssyni, Ragnari hafí einkum stuðst við áætlanir Kjartanssyni og Páli Braga Krist- A, B og C og að nýjar áætlanir jónssyni um að hafa vísvitandi um Atlantshafssiglingarnar hafi veitt bankastjórn Útvegsbanka Is- ekki verið gerðar fyrr en í desem- lands rangar eða villandi upplýs- ber 1984 en einstakir liðir þeirra ingar um líklega rekfstrarafkomu hafi verið skoðaðir og endurmetnir. Hafskips hf á árunum 1984 og Þann 3. október hafi banka- 1985 í bréfum og með áætlunum, stjórn Útvegsbanka íslands verið sem meðal annars hafi verið reist: sent bréf, undirritað af Páli Braga ar á röngum eða villandi forsend- Kristjónssyni, þar sem lýst var um varðandi Atlantshafssiglingar undirbúningi að Atlantshafssigl- félagsins. Hann rakti að í fyrstu ingum og ákvörðun um að hefja rekstraráætlun ársins 1984 hefði þann rekstur um miðjan október verið gert ráð fyrir 20-30 milljón með tveimur leiguskipum. Allir króna hagnaði af rekstri félagsins. samningar væru þannig úr garði Við milliuppgjör að loknum fjórum gerðir að unnt væri að draga í mánuðum þess árs hafi komið í land með skömmum fyrirvara ef ljós að tap félagsins næmi þá 6,4 forsendur stæðust ekki. I bréfinu milljónum króna. Endurnýjuð segir að áætlanir útfrá mismun- rekstraráætlun hafi verið kynnt í andi forsendum sýni að um veru- lok mars 1984 og þá gert ráð fyr- legan búhnykk verði að ræða. Sýnt ir 21 milljóna króna hagnaði. Ekki þyki að heildartekjur af þessum hafi þá verið gert ráð fyrir Atlants- flutningum verði allt að 21 milljón hafssiglingum en miðað við dala á ári. Gert sé ráð fyrir hrein- Transit-siglingar, flutninga milli um hagnað frá 1-3 milljónum dala hafna í Bandartíkjunum og Evróu eftir samsetningu fraktar og nýt- um Reykjavík. Gert hafi verið ráð ingu skipa. Páll Bragi, Björgólfur fyrir að tap dótturfélaga erlendis og Ragnar hafi í skýrslum sagt að næmi 8 milljónum krona í árslok í bréfinu sé vísað til þeirra áætlana en í lok apríl, í milliuppgjöri fyrstu sem fyrr var lýst. Sú eina þeirra íjögurra mánaða, hafí það þegar sem geri ráð fyrir meira en miljón verið orðið 6,2 milljónir króna. í dala hagnaði og 20 milljon dala maí 1984 hafi flutningar fyrir veltu sé sú sem kölluð var A og Varnarliðið flust til bandaríska geri ráð fyrir Varnarliðsflutning- skipafélagsins Rainbow Navigati- um. í áætlun D sé gert ráð fyrir on og þar með hafi Hafskip misst 3 milljón dala hagnaði, engum 60% af sinni frakt frá Bandaríkjun- varnarliðsflutningum en tekjum af um og siglingaáætlanir þangað flutningi frystigáma og 18,3 millj- rakskast verulega. Í júlí og ágúst ón dala heildartekjum. Aðrar áætl- 1984 hafi áætlanadeild félagsins anir geri ráð fyrir minni hagnaði gert hagkvæmnisáætlanir vegna en einni milljón dala en 5 bréfi til Atlantshafssiglinga félagsins sem bankans sé rætt um 1-3 milljón þá höfðu um nokkurt skeið verið dala hagnað. Furðu sæti að ekki til umræðu og undirbúnings innan sé getið um aðrar áætlanir. Fram- félagsins og fólust í beinum sigl- komnar skýringar um að eftir sé ingum í samkeppni við erlend í flestum áætlunum að taka tillit skipafélög milli hafna í Banda- til 2,7 milljón dalatekjum af frysti- ríkjunum og Evrópu. Gerðar hefðu gámum en ráð hafi verið gert fyr- verið nokkrar áætlanir út .frá mis- ir 1,4 milljón dala kostnaði og því munandi forsendum, svo sem um verði að lesa bréfið með það í huga, um samsetningu fraktar og nýt- séu fyrirsláttur því ef svo væri ingu skipa, og hefðu niðurstöður hefði verið rétt að tilgreina vænt- verið mjög mismunandi. Áætlun A anlegan hagnað sem 2,5 til 8,7 hefði gert ráð 3,1 milljón banda- milljónir dala og hækka veltutölur ríkjadala hagnaði á fyrsta ári Atl- sem því nam. Því sé ljóst að þegar antshafssiglinga, 20,5 milljón dala í bréfi Páls Braga sé rætt um 1-3 heildartekjum af þeim rekstrar- milljón dala hagnað þá sé aðeins þætti og þar af væru 3,4 milljónir átt við þá einu áætlun sem geri dala tilkomnar vegna flutninga ráð fyrir varnarliðsflutningum án fyrir Varnarliðið. Áætlun B hefði nokkurs fyrirvara í bréfi sem ritað á gert ráð fyrir 493 þúsund dala hafí verið þegar nær hálft ár var hagnaði á fyrsta ári, 17,1 milljóna liði frá því að Rainbpw Navigation dala heildartekjum og engum kom til sögunnar. Oforsvaranlegt Varnarliðsflutningum. Áætlun C hafí verið að gera fyrirvaralaust hefði miðast við 880 þúsund dala ráð fyrir að félagið fengi á ný sömu hagnað, 18,3 milljóna dala heildar- hlutdeild og fyrr í þessum flutning- tekjur og enga varnarliðsflutninga. um. Af framburði bankastjóra Út- í áætlun D hafí verið gert ráð fyr- vegsbankans sé þó ljóst að þeir ir 66% nýtingu skipa og tekjum hafi allir talið að ekiri væri gert af flutningi frystigáma en ekki af ráð fyrir flutningum fyrir Varnar- flutningum fyrir Varnarlið. Þar liðið í þeim áætlunum um Atlants- hafí verið gert ráð fyrir 2,3 milljón hafssiglingar sem þeim hafi verið dala hagnaði og 16,4 milljóna dala kynntar heldur hafi verið vonast heildartekjum. Loks hefði verið til að fengist hlutdeild í þeim á ný gerð áætlun E, þar sem gert var yrði það hrein viðbót sem bætti ráð fyrir 132 þúsund dala tapi, enn afkomu af Atlantshafsflutn- . engum Varnarjiðsflutningum, 66% ingum. i...,,—— 1 3Vj!,| ..ij3i ,t—|------------. 1 : |,i:, ^ cnni’vsauA qwwiú~00.ei-S0.8f ! -tjite: uimwaaftvieíisvmuifJ'bíínœBi’.KiS ji;i4=' -r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.