Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
fclk í
fréttum
SÖNGLÖG Á SUÐURLANDI
Kveðja sigraði
í dægurlaga-
keppninni
Urslit í dægurlagakeppninni
Sönglög á Suðurlandi fóru
fram laugardaginn 21. apríl. Þá
voru flutt ellefu lög og af þeim
varð Kveðja, lag og texti Herdísar
Leósdóttur, hlutskarpast.
Lagið Svona er lífið eftir Ingi-
björgu Erlingsdóttur við texta Jóns
Bjamasonar varð í öðru sæti og
Horfnir vinir eftir Erling Bjamason
í því þriðja.
Dægurlagakeppnin hefur farið
fram í vetur og mörg lög komið
fram. Það er hljómsveitin Karma
sem hefur staðið fyrir keppninni og
annast undirleik við lögin.
- Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Herdís Leósdóttir höfundur sigurlagsins ásamt Ólafi Þórarins-
syni sem söng lagið.
AFBROT
Lestarræningi fær ill örlög
Charlie Wilson, einn þeirra, sem
stóðu að „Lestarráninu mikla“
í Bretlandi árið 1963, var skotinn
til bana við heimili sitt á Costa del
Sol á Spáni fyrir nokkrum dögum.
Eftir morðið sáu vitni til manns
forða sér burt á reiðhjóli.
Lögregluna grunar, að morðið
tengist ágreiningi um ránsfenginn,
um 360 milljónir ísl. kr., en fénu
eða peningásendingunni var rænt
úr lestinni milli Glasgow og Lund-
úna 8. apríl 1963. Talið er, að Wil-
son, sem var áður veðmangari að
atvinnu, hafi
verið gjaldkeri
glæpaflokksins
en hann náðist
eftir ránið og var
dæmdur í 30 ára
fangelsi. Úr því
tókst honum þó
fljótlega að flýja
en þremur árum
síðar náðist til
hans í Kanada,
Sat hann síðan í
fangelsi til ársins
1978 þegar hon-
um var sleppt.
Árið 1985 var
Wilson handtek-
inn vegna annars
ráns en slapp
fyrir hom í það
sinnið. í blöðunum var Wilson oft
nefndur „Þögli maðurinn" vegna
þess, að við réttarhöldin á sínum
tíma og síðar hefur hann þagað sem
fastast um þátttöku sína í „Lestar-
ráninu mikla“.
„Lestarránið mikla“ er nú orðið
hluti af breskum þjóðsagnaarfi og
hafa verið gerðar um það margar
kvikmyndir. Heitir sú nýjasta
„Buster" og fara þar með aðalhlut-
verkin breski rokksöngvarinn Phil
Collins og leikkonan Julie Walters.
Sumir þeirra, sem stóðu að ráninu,
og aðrir, breskir
afbrotamenn
hafa á síðustu
árum sest að á
Costa del Sol,
sem nú er oft
kallað „Costa del
glæpur“ í bresk-
um blöðum.
Charlie Wilson,
einn þeirra,
sem skipulögðu
„Lestarránið
mikla“. Hugs-
anlegt er, að
nú, 27 árum
síðar, hafi
ágreiningur um
ránsfenginn
orðið honum að
aldurtila.
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
írá Múlalundi...
... þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
5
co
Z
2
Z3
3
2
K
BRUNAMALASTOFNUN
VIÐURKENNIN G VEITT
FYRIR BJÖRGUNARAFREK
Brunamálastofnun
og brunavarnir
A-Húnavatnssýslu
afhentu á dögunum
bræðrunum á Litlu-
Giljá viðurkenningu
fyrir að bjarga litla
bróður sínum út úr
brennandi bíl.
Það var í ársbyijun
að Gesti Fannari var
bjargað á elleftu
stundu úr brennandi
vörubíl föður þeirra
er stóð á hlaðinu á
Litlu-Giljá. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem
Brunamálastofnun
veitir slíka viðurkenn-
ingu. Á myndinni eru
frá vinstri: Smári
Rafn Haraldsson,
Þorleifur Arason,
slökkviliðsstjóri á
Blönduósi, Hallgrím-
ur Ingvar Steingríms-
son son og Gestur
Fannar Steingríms-
son.
Faxafeni 11,
VÖNDUÐ STÖK TEPPI OG MOTTUR
STIGA OG SKRIFSTOFUTEPPI
(10 ára ábyrgd)
sími 686999