Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 37
3 ri MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Miiming: Einar M. Þorsteins- son húsgagnasmiður Fæddur 5. október 1924 Dáinn 14. apríl 1990 Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. (M. Joch.) Þetta vers kom mér í hug er vin- ur minn og fyrrum samstarfsmaður hringdi til mín og tjáði mér að vin- ur okkar Einar Þorsteinsson hefði látist skyndilega vestur á ísafirði. Okkur setti hljóða því að á þessu áttum við síst von. Einar hafði farið vestur ásamt konu sinni til að heimsækja ætt- ingja og vini og um leið ætlaði hann að njóta þess að fara á skíði í paradís skíðalands ísfirðinga. Einar fór með félaga sínum á skíði fram á Seljalandsdal. Hann komst upp að efstu ijallsbrúnum og dáðist þar mjög að hinu fagra útsýni yfir vest- firsku fjöllin enda var hið besta veður. En í faðmi fjalla blárra hneig hann niður og var allur. Ég hafði daginn áður en Einar fór vestur hitt hann á vinnustað hressan og kátan með bros á vör. Við tókumst í hendur og ég óskaði honum góðrar ferðar um leið og ég bað hann um að bera kveðjur mínar til fjallanna og æskustöðva minna. Það er ég viss um að Einar hefur gert. Ekki óraði mig þá fyrir því að þetta handtak okkar Einars yrði það síðasta. En svona er lífið. Eng- inn ræður sínum næturstað. Það mun hafa verið haustið 1952 að fundum okkar Einars bar fyrst saman en þá hófum við báðir störf hjá Trésmiðjunni Víði hf. en hana átti og rak Guðmundur Guðmunds- son, sá mikli athafnamaður, sem nú er látinn. Þarna unnum við Ein- ar saman í góðra vina hópi í 35 ár eða allt þar til fyrirtækið hætti starfsemi. Síðan réðumst við ásamt nokkrum félögum okkar til Tré- smiðjunnar Viðju hf. sem synir Guðmundar Guðmundssonar eiga og reka. Þar starfaði Einar til dauðadags. Fyrir um einu og hálfu ári hætti sá er þetta ritar hjá Viðju en tengslin við fyrrum samstarfs- menn hafa enn ekki rofnað og kem ég þar oft. Einar var vel látinn á vinnustað sínum. Hann var ávallt kátur og hress og hrókur alls fagnaðar. Það veit ég að samstarfsmenn hans taka undir með mér. Einar var verklag- inn og góður smiður og vann störf sín af trúmennsku. Veit ég að vinnuveitendur hans mátu hann mikils og verður skarð hans vand- fyllt. Ekki er ég fróður um ætt Einars en ég veit þó að hann var af vestfirs.ku bergi brotinn og kom- inn af traustu og góðu fólki. Nú er Einar horfinn yfir móðuna miklu, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Ég sendi eiginkonu hans, Heiðrúnu Helgadóttur, börn- um þeirra, barnabörnum og öðrum ættingjum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur með þeirri ósk að sá er öllu ræður megi milda sorg þeirra og breyta í ljúfar minningar. Bless- uð sé minning Einars M. Þorsteins- sonar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur L.Þ. Guðmundsson Heiðrún mágkona mín hringdi til mín. Ég varð fyrst dálítið undr- andi. Hún hafði hringt til að gera mér viðvart um fráfall Einars bróð- ur míns, sem borið hafði að með svo snöggum hætti er hann var frammi á dal á skíðum. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað verði nafn Drottins", var mín fyrsta hugsun. Með fráfalli hans eru þrír bræður okkar systra horfnir af sjón- arsviðinu. Einar var alla tíð mikils virði fyrir mig, enda kom hann á heimili okkar innan'við tvítugt og hóf nám í iðn sinni, sem hann stund- aði af kostgæfni og dugnaði. Ég minnist samverustunda okkar er við lofuðum Guð, lásum hans orð og sungum sálma. Sálmaval hans brást aldrei og söngur hans, þróttmikill og eftirminnilegur. Þegar við kvöddumst síðast á skírdagsmorgni bað ég hann að fara gætilega. Hafðu Guð með þér sagði ég við hann. Hann svaraði og hló við: Já, já. Ég hef Guð með mér. Þú unga tíð, þú unaðsvor, sem ísköld máir dauðans spor og lætur lífið glæðast, vom hjartans kulda’ og klaka þíð og kenn þú öllum Drottins lýð í anda’ að endurfæðast. (V. Br.) Heiðrún mágkona mín og aðrir ástvinir Einars bróður, Guð blessi ykkur. Innilegar samúðarkveðjur send- um við systurnar. Sigríður, Ingibjörg, Guðrún og Þórunn. Feijan hefur festar losað, farþegi er einn um borð. ■Mér er ljúft af mætti veikum mæla fáein kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Þegar starfsmenn Viðju mættu til vinnu eftir páskafríið var skarð fyrir skildi. Einn var horfinn úr hópnum. Einar Þorsteinsson kvaddi starfsfélaga sína glaður og reifur miðvikudaginn í kyrru viku. Hann hugði gott til næstu daga, hann var á leið til ísafjarðar með konu sinni og ætluðu þau að dvelja í faðmi vestfirsku Ijallanna sinna um páskahelgina. Engan grunaði að þetta yrði í síðasta sinn sem hlátur hans hljómaði á vinnustaðnum. Á laugardag fyrir páska barst okkur harmafregnin, Einar hafði orðið bráðkvaddur vestur á Isafirði sama dag. Þó við vitum að „ein nótt er ei til enda trygg“, kom þessi fregn svo óvænt. Einar hafði alltaf verið svo hress og glaður að okkur fannst sem dauðinn hlyti að vera víðsfjarri. Þó hann væri kominn á miðjan sjöunda tuginn var hann enn jafn ungur í anda og þegar hann kom fyrst til starfa í Trésmiðjunni Víði haustið 1952. Hann á sér tryggan stað í bernskuminningum okkar bræðranna á Víðivöllum, standandi við bekkinn sinn, raul- andi léttan lagstúf. Þegar eitthvað þurfti að vinna hér heima sem smiðshönd þurfti til var oft leitað til Einars, við þekktum verkin hans. Við þökkum Einari Þorsteinssyni langt og gott samstarf og vináttu. Konu hans, Heiðrúnu Helgadóttur, börnum þeirra og öllum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk í sorginni. Eftir góðan dreng lifa góðar minningar. Fjölskyldan Víðivöllum við Elliðavatn. Mennirnir álykta en Guð ræður. Þessi setning kom í huga minn er ég fór að hugleiða atburði líðandi dags, laugardagsins 14. apríl síðastliðinn. Gestir streymdu til ísafjarðar nú fyrir páskana til að heimsækja vini, ættingja og að njóta útiveru á Selja- landsdal. Meðal páskagesta voru Einar Þorsteinsson og kona hans Heiðrún Helgadóttir, sem ætluðu að eyða hér páskafríinu. Það var á föstudaginn langa sem þau hjónin komu til að heilsa okkur hér í Skipa- götunni. Yfir kaffibolla var farið að ræða lífið og tilveruna, þar á meðal hversu skjótt menn væru kvaddir úr þessum heimi að aldur- inn skipti þar ekki máli, enginn vissi hver yrði næstur. Síst datt okkur í hug að það myndi verða eitt af okkur sem kallað yrði næsta dag. Einar Magnús Þorsteinsson fæddist 5. október 1924 á Hrauni í Tálknafirði, en fór ungur til Reykjavíkur, lærði þar húsgagna- smíði og vann alltaf við þá iðn, lengst af í Víði. Einar var kvæntur Heiðrúnu Helgadóttur frá ísafirði, gengu þau í hjónaband 27. október 1951. Strax á sínum fyrstu hjúskaparárum reistu Einar og Rúna sér myndar- legt einbýlishús í Reynihvammi 33 í Kópavogi. Bar það hús með sér vandvirkni og útsjónarsemi smiðs- ins og svo sannarlega var þar öllu vel við haldið jafnt innan dyra sem utan. Sköpuðu þau sér og börnum sínum þar fallegt heimili. Þau eign- uðust fjögur börn, Önnu, Reyni, Ólafíu og Valgerði, sem öll hafa nú stofnað heimili og eignast börn. Heimilið í Reynihvammi 33 var ætíð opið þeim ættingjum er suður þurftu að leita í ýmsum erindagjörð- um, enda gestrisni og hjálpsemi í hávegum höfð. Minningar liðinna ára kom í hug- ann hver af annarri. Þegar ég kynntist manninum mínum heyrði ég strax talað um Rúnu frænku og Einar hennar Rúnu, varla var annað svo nefnt að hitt væri ekki nefnt í sömu andrá svo nátengd voru þau hvort öðru. Þau voru ólöt að koma hér vestur hvort heldur var stóraf- mæli í fjölskyjdunni eða aðrir merk- ir atburðir. I flestum sumarfríum var einnig heilsað upp á ættingja og vini hér, enda voru þau hjónin ætíð aufúsugestir hvar sem þau komu, alltaf kát og hress. Einar naut útiveru og ferðalaga. Nú þessa páskadaga voru liðin fjörutíu ár síðan Einar kom hér fyrst, þá á skíðaviku með vini sínum og kynntist þá fjölskyldu konu sinnar en hana hittir hann ekki fyrr en 17. júní um vorið. Hann var svo sæll og glaður með að vera nú kominn aftur á skíðaviku, að kom- ast á skíði upp á Dal eins og fyrr. Laugardagurinn fyrir páska rann upp með heiðríkju og glampandi sól. Áður en Einar fór á skíðin kom hann hér og rétti okkur hjálparhönd við smíðar eins og oft áður er hann var hér á ferð. Um hádegið kvaddi hann og lék á alls oddi eins og hans var vandi, því aldrei man ég hann öðruvísi en ljúfan og glaðan. Hann ætlaði að drífa sig á skíðin með vini sínum. En allt breyttist á einu augabragði er ég kom heim af skíðum og frétti að Einar hefði orðið bráðkvaddur varð ég sem löm- uð. Rétt áður höfðu þeir félagar stoppað á göngunni og Einar var að dásama þá fegurð sem fyrir augu bar, og í næstu andrá hniginn í hina hvítu mjöll er glitfaði svo fagurlega í sólargeislunum, rétt í þann mund er helgasta hátíð krist- inna manna gengur í garð, páskarn- ir. Elsku Rúna mín, þinn styrkur og trú sýndi okkur hinum hve mik- ils virði það er að eiga trúna á Guð og allt það sem hann hefur gefið okkur. í dag kveðjum við vin okkar Ein- ar hinstu kveðju. Við þökkum hon- um langa trygga vináttu og hjálp- semi sem við ætíð munum minnast með hlýhug og metum mikils. Rúna mín, við Haukur sendum þér og börnum ykkar og fjölskyld- um svo og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk. Valgerður Jakobsdóttir Það er í MARAS f Síðumúla 21, sem þú færð þessa sniðugu vaskaskápa. Tvöfaldur vaskur, innbyggð ruslafata. Tilbúið í sumarbústaðinn eða einstaklingsíbúðina. Takmarkaðar birgðir. Opið laugardag frá kl. 10-16, sími 39140. FUNDIR MEÐ FJARMALARAÐHERRA UM LANDIÐ -- ... ArANGURINN FRAMTIÐIN Éfnahagsbahnnognwidhorf ÍSLENSKUMWÓÐMAHJM Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra heldur fund um árangurinn sem náðst hefur í efnahagsmálum og um ný viðhorf í íslenskum þjóðmálum. Fjallað verður um framtíðarhorfur í fjármálum, atvinnulífi og lífskjörum. Fyrirspurnum svarað um nútíð og framtíð. SAUÐÁRKRÓKUR DALVÍK AKUREYRI ÓLAFSVÍK LAUGARDAGINN28.APRÍLKL. 14:00 SUNNUDAGINN29.APRÍLKL. 14:00 SUNNUDAGINN29.APRÍLkl.20:30 MÁNUDAGINN30.APRÍLKL.20:30 í SAFNAÐARHEIMILINU ÍVÍKURRÖST í ALÞÝÐUHÚSINU i FÉLAGSHEIMILINU Allir velkomnir FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.