Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 15 andi niðurstöðu miðað við fjárfest- ingu og möguleika til þess að lifa af í rekstri. Togararnir á sóknarmarki ættu einfaldlega að fá þau 940 tonn sem þeir fá nú (suðursvæði), 1.550 tonn af karfa og 350 tonn af grá- lúðu, og af tegundum utan kvóta, ýsu, ufsa og fleiri tegundum, mætti reikna þeim meðaltal frá sl. 2-3 árum. Og ef þarf að skerða afla þá skal það ganga jafnt yfir alla, en í því kerfí sem er við lýði eru sóknar- marksskipin ekki að taka neitt frá öðrum, a.m.k. ekki þegar miðað er við það sem gert er ráð fýrir í dag þeim til handa. Ég ætla ekki að þessu sinni að ijalla um allar brotalamimar í stjómun sjávarútvegsráðuneytisins og mismununina, en það er ekkert undarlegt að vaxandi tortryggni, úlf- úðar og illsku gæti hjá sjómönnum víða um land. Eitt atriði mætti þó nefna varðandi nýsmíði fiskiskipa. Ef menn kaupa skip erlendis frá em þau mun ódýrari vegna þess að við höfum falskt hagkerfi í landinu, en þeir sem láta smíða skip sín innan- lands ættu sjálfvirkt á fá einhveija umbun fyrir þá dým þegnskyldu og er ekki óeðlilegt að miða við 200 tonn aukalega af þorski eins og gert var við raðsmíðaskipin á Akureyri, Akranesi og í Stálvík, en þar komu að auki til 600 tonn af rækju. Þetta er réttlætismál. Tillögur um byggðakvóta og sölu- gjald em af því tagi miðstýringar og ríkisforsjár að það yrði stórhættu- legt til lengdar, því engin atvinnu- grein á íslandi þarf eins mikið á sveigjanleika að halda og sjávarút- vegurinn, eða ætli sumir forráða- menn hafí gleymt að fískveiðar em veiðimennska. Það em því í rauninni engin fískifræðileg rök fyrir afnámi sóknarmarks. Vandamálin em í rauninni gillt önnur en menn em al- mennt að ræða um á vettvangi stjórnmálanna. Stóra vandamálið er smáfiskadrápið á ákveðnum land- svæðum, að miklum afla er hent, að veiðieftirlitið er nær gagnslaust. Það er ekki bara það af afkastageta íslenska veiðiflotans sé of stór, kerf- ið er ótrúverðugt og ósamræmi mik- ið. Ekki batnar það með hrossa- kaupa- og hentistefnu ríkisstjórnar- innar, en sjómenn og útgerðarmenn munu ekki láta bjóða sér yfirgang sjávarútvegsráðherra. Sóknarmarkið á að hafa sama rétt nú og þegar aflamarkið byggðist á þremur ámm, en vænlegasta leiðin til að ná sam- stöðu um stjórnun fískveiða er að samræma kosti bæði aflamarks og sóknarmarks á jafnréttisgrundvelli og taka fullt tillit til þeirra sem hafa sérstöðu í þeirri viðmiðun og jafna möguleika þeirra. I bjargsigi vilja menn hafa vaðinn fyrir neðan sig. Útgerðarmenn og sjómenn eiga heimtingu á því sama, enda er það gmndvöllurinn fyrir atvinnunni í landi og Qöreggi þjóðarinnar. Höfiindur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓE)S FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.90-01.11.90 12.05.90-12.11.90 kr. 45.613,34 kr. 46.769,59 ‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS Úr gagnrýni Ó.G. Þjv. „Tók áhorfendur með trompi.... slíkur var krafturinn..." J.Á. Mbl. „Kórinn....sem fyrr stórkostlega góður. (Um söngvara)....mjög góður...‘‘„...af glæsibrag..." ..frábærlega vel (sungið og leikið)" „...að bera í bakkafullan lækinn að lofa ísl. óp. fyrir þessa frábæru sýningu, en það verður að segjast...". Á.M. DV. „Fagnaðarlátum áheyrenda ætlaði aldrei að linna..." Sig. St. Tíminn „...tóku sýningunni forkunnarvel...“„klöppuðu...stöppuðu og hrópuðu. Ég mæli með þessari sýningu..." ISLENSKA OPERAN er enn einn listsigur." J.A. Mbl Sem sagt. konungleg skemmtun" O.G. Þj\ Kæru óperuunnendur! Hér auglýsum við aðra aukasýningu á Carmina og Pagliacci. Ekki af því að okkur finnist skemmti- legra að syngja aukasýningar, eða að þær séu betri, heldur af því að í ár virðist þið taka seinna við ykkur en áður. Þegar við ákváðum að hætta vegna dræmrar aðsóknar kom slíkur kippur í miðasöluna að okkur var ekki stætt á að hætta. En það er allt í lagi, aukasýningar eru jú líka sýningar!! Einu vandkvæðin eru að tíminn er að hlaupa frá okkur og við eigum aðeins eina helgi upp á að hlaupa. Bergþór Pálsson kemur heim frá Þýskalandi sérstaklega til að syngja þessa aðra aukasýningu með okkur. Verið ekki eins og sumarið í ár sem getur ekki ákveðið hvenær eða hvort það á að koma. Takið ákvörðun og komið á sýningu. Það er á við marga góða sumardaga. Kær kveðja, frá öllum í íslensku Óperunni Miðasala opin alla daga frá kl. 15.00-10.00 — Sími 11475

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.