Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 23 Aftaka Ceausescu- hjónanna sett á svið - segir franskur sérfræðingur um kvikmyndina umdeildu París. Reuter. FRANSKUR sérfræðingur í meinafræði, Loic Le Ribault að nafni, fiill- yrti á miðvikudag að aftaka Ceausescu-hjónanna rúmensku hefði verið sett á svið í mynd þeirri sem franskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt og greinir frá endalokum einræðisherranna illræmdu. Sagði Ribault að margt benti til þess að hjónin hefðu verið drepin allt að fjórum klukku- stundum áður en myndskeiðið var tekið er sýnir skothríð aftökusveitar- innar og lík þeirra við steinvegg í bakgarði Tirgoviste-herstöðvarinnar skammt frá Búkarest. Ceauseseu-hjónin flýja í þyrlu af þaki forsetahallarinnar í miðborg Búkarest 22. des. sl. Nokkrum klukkustundum síðar voru þau hand- tekin, leidd fyrir rétt og tekin af lífi. í myndinni sést hvar- hermenn binda hendur Ceausescu-hjónanna eftir að dauðadómurinn hefur verið kveðinn upp yfir þeim. Síðan heyrist mikil skothríð og reykur og ryk þyrl- ast upp en ekki sést þegar kúlur aftökusveitarinnar hæfa hjónin. Loic Le Ribault sagði að blóð úr líki Elenu Ceausescu hefði þegar verið tekið að storkna er myndin var tekin auk þess sem greinilega kæmi fram að háls hennar hefði verið tek- inn að stífna þegar sá hluti myndar- innar sem sýnir lækni skoða lík henn- ar var tekinn. Kúlnaförin er sæjust á veggnum fyrir ofan líkin gæfu einnig til kynna að skot aftökusveit- arinnar hefðu einkum hæft fætur þeirra og maga en engin slík skotsár væru sjáanleg á líkunum. Hins vegar Lettland: Sjálfstæðisyfirlýsing- in verður endurvakin —segir utanríkismálasérfræðingur Þjóðfylkingarinnar Riga. Frá Páli Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. TALSMENN Þjóðfylkingar Lettlands segjast þess fullvissir að lýst verði yfir sjálfstæði landsins þann 3. maí nk. þegar nýkjörið þing kemur saman. „Sjálfstæði Lettlands verður endurvakið nú eða aldr- ei,“ sagði Janis Jurkans, sem fer með utanríkismál í Þjóðfylkingunni, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Við munum gera nokkurn veginn það sama og Litháar hinn 11. mars en við munum ekki setja lög sem ekki er hægt að hrinda strax í framkvæmd, lög sem eru orðin tóm.“ Á öllum sviðum þjóðfélagsins í Lettlandi er nú verið að undirbúa sjálfstæðisyfirlýsinguna. Þjóðfylk- ingarmenn funduðu stíft í gær til að ná samkomulagi um samsetn- ingu nýrrar ríkisstjórnar og Lettar leitast nú ákaft við að tryggja landinu vörur og þjónustu komi til efnahagsþvingana. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kemur Janis Jurkans sterk- lega til greina í embætti utanríkis- ráðherra landsins. Búist er við að Ivars Godmanis, varaformaður Þjóðfylkingarinnar, verði forsætis- ráðherra og Anatolis Gorbunov for- seti þingsins. Gorbunov er formaður þess hluta kommúnistaflokks Lett- lands sem rauf tengslin við Moskvu- valdið fyrir skemmstu. „Strax eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna ætlum við að senda nefnd til Moskvu til að ræða framkvæmd sambandsslit- anna,“ segir Jurkans. „Við ætlum ekki að lýsa því yfir að stjórnarskrá Sovétríkjanna sé fallin úr gildi í Lettlandi. Það getum við ekki með- an hér eru sovéskir hermenn og meðan 85% fyrirtækja eru undir stjórn Sovétmanna. í raun munum við notast við lagagreinar úr þrem- ur áttum; úr stjórnarskrá Sovétríkj- anna, stjórnarskrá Sovétlýðveldis- ins Lettlands og að sjálfsögðu greinar úr gömlu stjórnarskránni frá 1922. Þannig mun ástandið verða á meðan aðlögunartíminn stendur yfir uns ný stjórnarskrá tekur gildi.“ Þegar Jurkans er spurður hvort Lettar muni fara fram á að erlend ríki veiti þeim formlega viðurkenn- ingu svarar hann: „Maður ætti ekki að ætlast til meira af vinum sínum en þeir geta staðið við. Beiðni um formlega viðurkenningu verður ekki komið á framfæri fyrr en hér er ríkisstjórn sem ræður eigin mál- um.“ Um það bil helmingur íbúa Lett- lands eru Lettar en þriðjungurinn Rússar. Að sögn Jurkans er mikil meirihluti Lettanna fylgjandi sjálf- stæði og um helmingur Rússanna. „Ég skil að sumir rússnesku íbú- anna óttist um sinn hag eftir að sjálfstæðið hefur verið endurreist. Þegar „Byltingin syngjandi,“ eins og hún hefur verið nefnd, hófst var nokkuð um harðorðar yfirlýsingar í garð Rússa. Þetta hefur breyst, ástandið er mun rólegra, við reyn- um að sannfæra Rússa um að við ætlum að tryggja réttindi allra þjóða landsins og mér skilst að þetta eigi einnig við um Eistland og Lithá- en. Kjarnorkuverið í Tsjernobyl. hitakútar| ELFA-OSO 30-60-120-200-300 lítra. Ryðfrítt stál - Blondunarloki. hatiioaoóö reynsla. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚNI28, SÍM116998. L«lö 4 mtoppar viA dymar uumum/*/. D.hf. | 1995. || lar J hefðu þau bæði verið skotin hægra megin í höfuðið. Vazran Teodeorescu, yfirmaður rúmenska ríkissjónvarpsins, ítrekaði í samtali við Reuters-fréttastofuna á miðvikudag að Ceausescy-hjónin hefðu verið tekin af lífi fimm mínút- um eftir að herdómstóllinn dæmdi þau til dauða á jóladag. Aftakan hefði því ekki verið sett á svið. BMSMfflj'l J rr', Ji immm MEÐ SÉRSTÖKUM SAMNINGIVIÐ GRAM-VERKSMIÐJURNAR, FENGUM VIÐ EINA SENDINGU AF ÞESSUM FJÓRUM GERÐUM Á ALVEG EINSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI GRAM KF265 200 Itr. kælir 63 llr. frystir H 146,5 cm B 55,0 cm D 60,1 cm áðurkr. 57.990,- stgr. kr.51.960.- GRAM KF250 173 Itr. kælir 70 Itr. frystir H 126,5 cm 135,0 cm B 59,5 cm D 62,1 cm áöur kr. 57.990,- í kr. 54.700.- stgr. kr. 51.960.- GRAMKF355 277 hr. kælir 70 Itr. frystir H 166,5 cm 175,0 cm (stillonlcg) B 59,5 cm D 62,1 cm dðurkr. 72.960.- i kr. 68.900.” stgr. kr. 65.450.- GRAM KF344 198 llr. kælir 146 llr. frystir H 166,5 cm 175,0 cm (stillonleg) B 59,5 cm D 62,1 cm áðurkr. 79.950.- ikr. 75.400.- star. kr. 71.630.- GRAM-KJEIISKAPAR hágæða tæki í eldhúsii, ■ á tilboisverði 5% Stadgreiðsiuafsláttur jML Kaupir þú tvö heimilistæki í einu í verslun okkar, gerum vii enn betur og bjiium 10% afslátt gegn staigreiislu /rOniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 BÍLAGALLERÍ Opið virka daga f rá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Volvo 740 GLE '88. Dfikkblár met., sjálfsk., vökvast., útv/segulb., rafdr. rúftur. Ek. 62.000 km. Verð 1.450.000. Volvo 740 QL '86. Blár met., sjálfsk., vðkvast., útv/seg- ulb. Ek. 38.000 km. Verfi 1.050.000. Volvo 440 GLT '88. Blár met., 5 gíra, vökvast., útv/segulb., Ek. afielns 8.000 km. Bill i sárfl. Verð 1.200.000. Toyota Corolla QTI '88. Svart- ur, 5 gira, vðkvastýrl, útv/segulb. Ek. 39.000 km. Verfi 950.000. Volvo 240 QL, '87. Raufiur, 5 gira, vðkvastýrl, útv/segulb., sumar/vetrardekk. Ek. 37.000 km. Verfi 940.000. Volvo 745 QLI statlon '89. Beige met., sjálfsk., vökvast., útv/segulb. Læst drlf, upp- hnkk. og m. br. dekk. Ek. 8.000 km. Bill sem nýr. Verfi 1.990.000. Charade QTTI, '88. Dðkkblár met., 5 gira, 101 hestöfl, turbo m/lntercoolor. Álfelgur. Rafdr. söllúga, rafdr. speglar, útv/segulb., 14“ Pirelll dekk. Ek. 28.000. Verð 760.000. Sklptl fidýrt. MMC Pajero 4wd, bensfn '88. Sllfurgrár, 5 gfra, vökvast., útv/segulb., sumar/vetrard. Ek. 64.000 km. Verð 1.370.000. Sklptl mfigul. Fjöldl annarra notaöra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.