Morgunblaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
Minning-:
Sigríður Böðvars
dóttir ljósmóðir
Fædd 21. ágúst 1912
Dáin 19. apríl 1990
Það er birta yfir þeim minning-
um, sem við eigum um móðursystur
okkar Sigríði. Allt frá því við mun-
um hana fyrst stendur hún okkur
fyrir hugskotssjónum sem glöð,
hjartahlý og ekki síst áhugasöm um
*ítð kynnast frænkum sínum og
frændum, einnig meðan þau voru
ung og óframfærin að stíga sín
fyrstu spor í tilverunni.
Mæður okkar voru nákomnar
alla tíð, enda báðar í miðju systkina-
hópsins frá Laugarvatni, aðeins á
ár á milli þeirra. Glaðværð og reisn
og sú gáfa að geta umgengist háa
sem lága, unga sem eldri á sama
hátt er ekki öllum gefin. Sigríður
mat gáfur og gjörvileik mikils með-
al annarra, þar skipti hinn verald-
legi auður engu. Sjálf fylgdist hún
óvenju vel með og var vel að sér,
ekki síst sem frábær ljósmóðir í
fjölda ára.
Við systurnar vorum ekki mjög
^ífsreyndar, þegar við komum til
Sigríðar og Valtýs í Miðdalskot á
fögrum vordegi og vorum drifnar á
hestbak í fyrsta sinn á ævinni. Og
þó að Inga dóttir þeirra væri okkur
til halds og trausts í þessu æfin-
týri, var það ekki síður gott vega-
nesti að vera fylgt úr hlaði með
glaðværð og hvatningu hjónanna.
Það jók kjark okkar til muna. Okk-
ur fannst einhyer rómantískur blær
yfir Siggu og Valtý, svona eins og
þau væru alltaf dálítið ástfangin
hvort öðru. I minningunni eru
heimsóknir í Miðdalskot eftirminni-
legar.
Fyrir börn er það mikil gæfa að
eiga foreldra, sem efla þau til dáða
og löngunar til mennta og fróð-
leiks. Sigríður bar ekki aðeins sín
eigin börn og barnabörn fyrir
brjósti, hún hafði einnig einlægan
áhuga á að fylgjast með lífi. og
framgangi annarra. Meðal annars
skráði hún niður alla afkomendur
afa og ömmu á Laugarvatni, sem
er ómetanlegt fyrir okkur hin og
ekki auðvelt að feta í fótspor henn-
ar í þeim efnum. Þar fyrir utan var
hún oft upplýsingamiðill um nýbak-
aða foreldra og væntanlega.
^ Sigríður var hinn sterki hlekkur
í ættarkeðju okkar, sem nú er rofin
í annað sinn á nokkrum mánuðum.
„Dalurinn ljúfi í austurátt“ er ekki
sá sami nú, þegar elskulegar móð-
ursystur okkar, Anna og Sigríður,
eru horfnar á braut.
Við og fjölskyldur okkar hugsum
til Valtýs og íjölskyldu hans og biðj-
um þeim allrar blessunar.
Edda og Inga Lára
Sigríður Böðvarsdóttir lést að
morgni 19. apríl 1990 eftir nokkra
mánaða baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. Sigríður vár fædd og uppalin
á Laugarvatni í Laugardal, því
merka skóla- og menningarsetri nú
í dag. Laugarvatn var allt annað
setur þegar Sigríður fæddist. Þá
var allt í gamla tímanum sem kall-
að er, baðstofubygging og gripahús
vítt og breitt.
Foreldrar Sigríðar voru Ingunn
Eyjólfsdóttir og Böðvar Magnússon.
Fyrstu búskaparárin ^ bjuggu þau
Ingunn og Böðvar í Utey, en voru
sest að á Laugarvatni þegar Sigríð-
ur fæddist,, hann sem hreppstjóri
og héraðshöfðingi, en Ingunn sem
mikil ráðdeildarkona og hvers
manns hugljúfi. Laugarvatnsheim-
ilið var höfðingjasetur. Þangað lágu
leiðir konunga og kotunga. Þau
hjón eignuðust 13 börn, einn son
og 12 dætur. Sigríður ólst upp á
mannmörgu og glaðværu menning-
arheimili en auk gesta og fjölskyldu
var alltaf talsvert um vinnufólk.
Sigríður bar glaðvært yfirbragð og
eðalborinni reisn hélt hún alla tíð.
I sveitinni var alltaf nóg að starfa
og ólust Laugarvatnssystkinin upp
við að taka til hendi. Sveitin var
gróðursæl þá sem nú. Sigríði var í
blóð borin virðing og áhugi á hvers
kyns gróðri, blómum og tijám. Hún
tók það nærri sér að sjá hve skógar-
gróðri í Laugardal hrakaði á lífsleið-
inni, en fagnaði sýnilega batahorf-
um nú allra seinustu árin.
Sigríður hlaut í vöggugjöf góða
greind. Skólagangan var með öðru
sniði þá en nú. A árunum 1930 til
1931 stundaði Sigríður, þá átján
ára gömul nám við Héraðsskólann
að Laugarvatni. Árið 1933 fór hún
í matreiðsluskólann. Á skólaárun-
um kynntist hún ungum og ágætum
pilti úr Reykjavík, Valtý Guðmunds-
syni, og gengu þau í heilagt hjóna-
band 19. maí 1934. Eftir fermingu
dvaldi Valtýr nokkur ár hjá foreldr-
um mínum að Böðmóðsstöðum í
sömu sveit. Dugnaður og mann-
kostir Valtýs leyndust ekki og var
það öllum sem til þekktu fagnaðar-
efni þegar Sigríður og Valtýr hófu
búskap í Miðdal árið 1934.
Á þessum árum vantaði tilfinnan-
lega ljósmóður í sveitina. Sigríður,
þessi dugmikla kona, dreif sig þá í
ljósmæðranám og lauk hún prófi
sem ljósmóðir 1936 og tók strax
til starfa sem ljósmóðir Laugar-
vatnshrepps. Árið 1947 tók hún
einnig að sér ljósmóðurstarf í
Grímsneshreppi. Samgöngur voru
erfiðar, sérstaklega yfir vetrar-
tímann, en Sigríður þótti lánsöm í
starfi og bjargvættur sveitanna.
Lengstan tímann bjuggu Sigríður
og Valtýr að Miðdalskoti í Laugar-
dal, eða frá árinu 1938. Það var
mikið átak að byggja upp íbúðarhús
og gripahús, en ráðdeild, snyrti-
mennska og dugnaður þessara sam-
heldnu hjóna var mikill. Sigríður
prýddi umhverfi sitt blómum og
tijágróðri og hlaut viðurkenningu
fyrir.
Árið 1962 lét Sigríður af ljósmóð-
urstörfum í Laugardals- og
Grímsneshreppi, en það ár brugðu
þau hjónin búi og fluttu til
Reykjavíkur í nýbyggt hús í Álfta-
mýri 58. Þeirra hjóna var sárt sakn-
að af sveitungum. Ræturnar voru
þó enn í Dalnum. Hjónin keyptu sér
fagran skógarblett í landi Miðdals-
kots. Þar byggðu þau sér fallegt
sumarhús, sem þau dvöldu öllum
stundum, völdu tré af góðum stofni
og gróðursettu. Sigríði voru gleði-
stundir að ganga um þennan fagra
skógarlund og útskýra heiti, upp-
runa og þroska hverrar plöntu sem
teygði sig hærra og hærra. Á
göngunni ræddi Sigríður að svona
gæti hlíðin öll orðið og um leið
paradís þess lands. Sumarhúsið
nefndu þau Hléskóga, sem er tákn-
rænt og fagurt nafn.
Sigríður og Valtýr höfðu mikinn
metnað varðandi barnahópinn sinn
og má vera að búferlaflutningur á'
höfuðborgarsvæðið hafi verið til að
auðvelda börnunum nám og mögu-
leika í lífinu. Þau hjón eignuðust
fimm börn sem öll gengu mennta-
veginn og eru góðir þjóðfélagsþegn-
ar. Þau eru: Ingunn, íþróttakenn-
ari, gift Þóri Ólafssyni, prófessor;
Guðmundur Rafn, skólastjóri
Barnaskóla Laugardalshrepps,
kvæntur Ásdísi Einarsdóttur,
handavinnukennara; Böðvar, raf-
virkjameistari í Reykjavík, kvæntur
Hólmfríði Guðjónsdóttur, skrif-
stofustúlka; Gunnar, læknir í
Reykjavík, kvæntur Sólveigu Þor-
steinsdóttur, yfirbókasafnsfræð-
ingi. Fimmta barnið var meybarn
sem lést dagsgamalt.
Barnabörnin eru Ijórtán og
barnabarnabörnin sex. Sigríður
elskaði þennan mannvænlega hóp
sinr. og bað kærleiksríkan Guð að
halda í hönd þeirra og leiða þau
framhjá hættum í baráttu lífsins.
Hún sýndi mér oft myndir sem hún
tók jafnvel sjálf, af nýjum og nýjum
börnum og þá færðist ávallt yfir
andlitið gleðibros, sem ég vissi að
fylgdi hveiju barni.
Sigríður var alla tíð starfsöm og
fljótlega eftir að hún fluttist til
Reykjavíkur fór hún að vinna við
mötuneyti Rafmagnsveitu ríkisins.
Þau hjónin sóttu reglulega hljóm-
leika og málverkasýningar og gátu
þannig uppfyllt og nært áhuga sinn
fyrir listum sem Miðdalskotsfjöl-
skyldan gat ekki leyft sér nema að
takmörkuðu leyti. Sigríður var ætt-
fróð kona og áhugasöm um menn
og málefni líðandi stundar. Félags-
málin lét hún til sín taka og það
kom enginn að tómum kofunum þar
sem Sigríður var. Hún var stofnfé-
lagi í Kvenfélagi Laugardals og sat
í fyrstu stjórn þess félags. Hún var
félagi í Árnesingafélaginu í
Reykjavík og félagi í Framsóknar-
kvennafélaginu í Reykjavík.
Sem Laugdælingur minnist ég
langra og góðra kynna við Sigríði
Böðvarsdóttur. í huga mér er þakk-
læti og virðing. Samúðarkveðjur
sendi ég vini mínum Valtý sem sér
á eftir góði eiginkonu og félaga.
Börnum, barnabörnum og öðrum
aðstandendum votta ég samúð
mína.
Guðbjörn Guðmundsson
Ekkert er stöðugt hér í þessum
heimi. Vinir og ættingjar falla frá'.
Kynslóðir koma og fara. í dag verð-
ur lögð til hinstu hvíldar frænka
okkar, Sigríður Böðvarsdóttir. Að-
eins nokkrir mánuðir eru liðnir
síðan systir hennar, Anna, féll frá.
Þessar hraustu og lífsglöðu systur
voru skyndilega helteknar þessum
erfiða sjúkdómi sem svo margir
verða að lúta og þá er ekki spurt
um aldur.
Allt síðastliðið ár barðist Sigríður
æðrulaust við veikindi sín. Bjartsýn
og hugrökk að venju. Allir vonuðu
að hún hefði sigur í þeirri baráttu
og fengi að vera hjá okkur lengur.
Vissulega er hún það í hugum okk-
ar. Hún geislaði frá sér lífsgleði og
góðvild, hafði áhuga á mönnum og
Minning:
Kristín Krisljáns-
dóttir kjólameistari
Fædd 22. mars 1917
Dáin 19. apríl 1990
„Þú skalt ekki hryggjast þegar
þú skilur við vin þinn, því það
sem þér þykir vænst um í fari hans
getur orðið þér ljósara í fjarveru
hans, eins og fjallgöngumaðurir.n
sér Qallið best af sléttunni."
(Ör spámanninum.)
I dag þegar við kveðjum „Stínu
ömmu“ eins og börnin okkar kölluðu
hana, koma upp margar yndislegar
^Tninningar. Þegar við kynntumst
Kristínu sáum við strax að þar fór
mikil sæmdarkona. Hún naut þess
að hafa fólk í kringurn sig enda fróð-
leikskona mikii. Síðastliðið haust fór
hún til Kýpur með dóttur sinni og
tengdadóttur, þar átti hún góða daga
og naut sín afskaplega vel, þó hún
. væri orðin nokkuð lasburða.
■*' Okkur er ógleymanlegur sá dagur
þegar Sigurður Garðar sonur okkar
var skírður á heimili hennar á Meist-
aravöllum, ásamt dóttucdóttur henn-.
ar, Sigríði Kristínu. Á fermingardegi
dóttur okkar fyrir tveimur árum
gladdi hún okkur með nærveru sinni.
Kristínu verðum við ætíð þakklát
fyrir hvað hún var okkur og börnun-
um góð, eins og besta amma.
Fjölskyldu hennar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, Drottinn hár.
Lát mig þreytta, þjáða styðja,
þetta tár og græða sár,
gleðja og fórna öll mín ár.
(M. Jónsdóttir)
Blessuð sé minning yndislegrar
konu.
Henni sé þökk fyrir allt og allt.
Eygló, FIosi, Gyða og
Siggi.
Á sumardaginn fyrsta lést á heim-
ili sínu Kristín Kristjánsdóttir,
tengdamóðir mín, en hún hafði um
langt skeið átt við erfið veikindi að
- stríða........................
Kristín var fædd og uppalin á
Suðureyri við Súgandafjörð, foreldr-
ar hennar voru hjónin Arnfríður
Guðmundsdóttir og Kristján G. Þor-
valdsson, verslunarmaður. Ung að
árum fór hún til náms að Kvenna-
skólanum á Blönduósi. Fljótlega eftir
það fluttist hún til Reykjavíkur og
hóf störf á Saumastofu Ónnu Þórð-
ar. Seinna réðst hún á Saumastofuna
Fix, þaðan sem hún útskrifaðist sem
kjólameistari. Upp frá því starfaði
hún ætíð við saumaskap. Kristín
hafði mikið dálæti á starfi sínu, var
mjög handlagin, og lét ekki nokkra
flík frá Sér fara, néma hún væri
lega ánægð með hana. Það var oft
gaman að hlusta á hana lýsa flíkun-
um, sem hún hafði saumað, og ekki
síst fínu ballkjólunum, sem saumaðir
voru-í Fix á stríðsárunum.
Árið 1949 giftist Kristín Ingibergi
Vilmundarsyni, og saman eignuðust
þau tvö börn, Kristján Örn, aðalbók-
ara hjá Síldarverksmiðjum ríkisins,
og Þuríði, hjúkrunardeildarstjóra hjá
Handlæknastöðinni, Álfheimum.
Kristín og Ingibergur slitu samvist-
um eftir nokkurra ára hjónaband.
Eftir að börnin fæddust stundaði
Kristín saumaskapinn á heimili sínu,
allt þar til fyrir nokkrum árum, er
sjónin brást henni. Af miklum dugn-
aði lagði hún allt sitt í að koma börn-
um sínum farsællega út í lífið. Um
það leyti er þau voru að fljúga úr
hreiðrinu, kom móðir hennar inn á
heimilið, en hún var þá orðin ekkja.
Auk þess hefur Þorvaldur bróðir
Kristínar haldið heimili með henni
um langt skeið, en hann var sjómað-
ur, og hefur starfað stóran hluta
ársins vestur á Súgandafirði og
síðustu árin í Bolungarvík. Arnfríður
bjó á heimili þeirra systkina í um
17 ár, síðustu árin var hún orðin
blind og þurfti mikla umönnun, en
hún lést fyrir rúmum þremur árum,
tæplega níutíu og fjögurra ára göm-
ul.
Er Kristín hafði skilað hlutverki
sínu gagnvart börnum sínum og for-
eldrum.! var, héilsa hénnar sjálfrar
fyllí- orðin henni verulegúr fjötúr um fót,
málefnum. Stundaði sund og úti-
vist, gestrisin og góð heim að
sækja. Ævikvöldið virtist brosa við
þeim hjónum en skyndilega er allt
breytt.
Haustið 1988 varð Valtýr fyrir
bíl og slasaðist alvarlega. Þetta var
mikið áfall fyrir þau bæði og nú
varð hann að dvelja marga mánuði
á sjúkrahúsi. Alla daga fór Sigríður
í heimsókn á sjúkrahúsið og fylgd-
ist vel með aðgerðum og batahorf-
um manns síns. Loksins kom að
útskrift heim en þá blasir við sú
sorglega staðreynd að Sigríður
kona hans var nú komin með þann
sjúkdóm sem dró hana til dauða.
Nú var það Valtýr sem hjúkraði og
hjálpaði konu sinni af öllum mætti
í þessum erfiðu veikindum og sat
hjá henni öllum stundum uns yfir
lauk.
Sigríður ólst upp í stórum systk-
inahópi á Laugarvatni í Laugardal,
dóttir hjónanna Böðvars Magnús-
sonar, hreppstjóra, og konu hans,
Ingunnar Eyjólfsdóttur. Hún var
áttunda í röð tólf systkina sem öll
komust til fullorðinsára; ■-
Börnin voru samrýnd og glaðvær
og voru snemma vanin á að taka
til hendinni. Móðir þeirra kunni þá
list að velja þeim verkefni sem
hæfði aldri þeirra og getu. Það
þótti sjálfsagt á þeim árum að syst-
urnar kynnu að koma mjólk í mat
og ull í fat, og vissulega var það
gott veganesti út í lífið. Ekki vot-u
börnin fullkomlega klædd fyrr en
þau höfðu farið út á bæjarhelluna
og farið með morgunbænina sína.
Sigríður og Valtýr hófu búskap
í Miðdal í Laugardal árið 1934 í
félagi við Magnús, bróður Sigríðar.
Þar voru þau þar til árið 1938 að
þau fluttu að Miðdalskoti í sömu
sveit og bjuggu þar til ársins 1962
að þau fluttu til Reykjavíkur.
I Miðdalskotí bjuggu þau góðu
búi og byggðu upp öll hús og stækk-
uðu jörðina. Þegar þau fluttu til
Reykjavíkur sögðu þau ekki skilið
við dalinn, því að þau byggðu sér
sumarhús í fallegu skógarrjóðri úr
landi Miðdalskots. Þarna áttu þau
sannkallaðan sælureit þar sem þau
dvöldu öllum stundum og þangað
var gaman að koma í heimsókn og
sjá hvað þau höfðu ræktað og prýtt
allt í kringum bústaðinn.
Fljótlega eftir að Sigríður og
Valtýr hófu búskap kom það upp
að þörf yrði fyrir ljósmóður í Laug-
ardal þar sem ljósmóðirin, Hildur
frá Hjálmstöðum, var að hætta
störfum. Sigríður var hvött til þess
að fara til Reykjavíkur í nám og
taka að því loknu að sér ljósmóður-
störf í Laugardal og stuttu seinna
bættist Grímsnesið við.
Þar sem hún var svo lánsöm að
geta fengið Auði systur sína bú-
stýru á meðan, varð það úr að hún
tæki þetta að sér. Þetta var gæfu-
en þannig var henni líka rétt lýst,
hugsaði ætíð um að gera hvað hún
gat fyrir aðra, bæði sér nákomna sem
vandalausa, en geymdi sjálfa sig þar
til síðast. Kristín hafði mikið yndi
af ferðalögum og drakk í sig allan
þann fróðleik, sem hún komst yfir,
um þá staði, sem hún hafði komið
til. Undanfarin ár höfum við þrisvar
sinnum farið saman til útlanda. Ferð-
irnar voru ætíð farnar með því hugar-
fari að njóta þeirra vel, enda var hún
1. flokks ferðafélagi. Síðust, en ekki
síst, var kvennaferðin okkar sl. haust
er við Kristín fórum ásamt Þuríði
dóttur hennar til Kýpur. í þeirri ferð
gerðum við Þuríður okkur fyrst grein
fyrir því hversu alvarleg veikindi
hennar voru, en ferðin var stórkost-
leg, og Kristín var ekki í vandræðum
með að blanda geði við aðra íslend-
inga, sem þar voru, þó þar væri allt
frá tvítugu fólki til sjötugs. Síðan
hefur Kýpur verið vinsælt umræðu-
efni og hún hefði örugglega sam-
þykkt að fara „á sama tíma að ári“,
eins og oft var nefnt.
Undanfarin ár eftir að sjón
Kristínar fór að gefa sig hefur hún
haft mikla ánægju af að fylgjast með
ýmsu því efni sem Útvarpið býður
upp á. Hún fylgdist alla tíð vel með
í þjóðmálunum og hafði ákveðnar
skoðanir en ekki vorum við alltaf
sammála. Um leið og ég kveð
Kristínu vil ég þakka henni fyrir all-
ar samverustundirnar.
Sibba