Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990
13
stefnu og starfsemi EB. Það sem
mér finnst helst á skorta í umfjöllun
um hefðbundin atriði er nánari út-
listun á réttarheimildum EB, svo-
nefndum EB-rétti, og á eðli banda-
lagsins sem yfirþjóðlegrar milli-
ríkjastofnunar. Þá er einkennandi
fyrir það, að reynt er að halda jafn-
vægi milli „evrópskra“ sjónarmiða
annars vegar og sjónarmiða aðil-
anna sem ríkja hins vegar. Hefði
þetta mátt koma betur fram, enda
er hér um forsendu samstarfsins
að ræða. Stjórnskipulag EB er sér-
stætt og framandi og minnir dálítið
á hlutafélag, þar sem hluthafafund-
ir (þingið) eru aðallega kjaftasam-
kundur. í þessu sambandi hefði
mátt fjalla um það, hvort ákvarð-
anataka í EB sé lýðræðisleg, en því
hafa menn töluvert velt fyrir sér.
Umfjöllunin um hinar „sekunderu"
réttarheimildir, svo sem reglugerð-
ir, tilskipanir, ákvaðir og tilmæli,
sem ráð og framkvæmdastjórn
setja, er fullsnubbótt. Einnig hefði
mátt gera fyllri skil þeirri skerðingu
fullveldis, sem talin er leiða af aðild
að EB. Það atriði hefur orðið tilefni
til hvað mestra umræðna og deilna
og reyndar hefur höfundur sjálfur
ritað um þetta á öðrum stað (í Ár-
mannsbók).
Auk hefðbundinna atriða fjallar
höfundur allítarlega um málefni,
sem nú eru efst á baugi, sameigin-
lega markaðinn, sem að fullu á að
koma til framkvæmda 1992, og
viðræður EFTA og EB um sameig-
inlegt evrópskt efnahagssvæði.
Nokkur blaðamennskubragur er því
á bókinni og er það ekki sagt til
hnjóðs. Höfundur mun hafa mikla
reynslu í þeirri atvinnugrein. Ég
hefði kosið að höfundur hefði unnið
betur úr samskiptum EFTA og EB.
Um þau er fjallað í löngu máli (bls.
158-182). Þar vísar höfundur til
skýrslu utanríkisráðherra um ut-
anríkismál til Alþingis frá því í
apríl 1989 og birtir langt mál
óbreytt úr henni og byggir kaflann
að öðru leyti mest á skýrslu þess-
ari og skýrslu utanríkisráðherra til
Alþingis frá því í nóvember 1989
um könnunarviðræður EFTA og
EB. Það er því stækur þingskjala-
þefur af þessum hluta bókarinnar.
Þetta efni hefði þurft að hnoða til,
móta, skafa og laga.
Jón Grunnvíkingur sagði, að Árni
assessor Magnússon hefði oft kveð-
ið svo á, að maður mætti nálega
vera alla ævi sína að samansetja
einn lítinn bækling. í hraða nú-
tímans þykir ekki fæit að vera svo
varfærinn og vandlátur. Talið er
nauðsynlegt að dreifa upplýsingum
sem allra fyrst. Fræðslurit Gunnars
G. Schram er því hið þarfasta fram-
tak. Með bók þessari og öðrum
skrifum sínum hefur hann sannar-
lega lagt sitt af mörkum til þess'
að auka þekkingu íslendinga á mik-
ilvægasta viðsemjanda sínum nú á
örlagaríkum tímum.
Helgu Guðbjörgu, Eyjólf, Guð-
mund, Sigríði, Ólaf Vigfús og Ingi-
björgu. I þessu bindi eru raktir
niðjar fimm elstu systkinanna
(endar á Eyjólfi) og mun því fjórða
bindið hefjast á niðjatali Guðmund-
ar Ófeigssonar. Það er því sjáan-
legt að þau Ingunn og Ófeigur
hafa orðið geysikynsæl.
Reykjaættin er geysistór ætt og
dreifist víða. Uppistaða hennar er
bændafólk í Ámessýslu. Má þar
finna marga merka bústólpa og
húsfreyjur þeirra og á marga lund
einkennist ættin af velgefnu,
þróttmiklu dugnaðarfólki.
Niðjatalið er alllangt, því það
spannar rúmar tvær aídir og
yngstu niðjar eru nú í áttunda lið
frá ættforeldrum.
Ekki fæ ég annað séð en vel sé
að þessu bindi staðið eins og þeim
sem á undan fóru. Margar myndir
prýða ritið. Uppsetning niðjatalsins
er skýr. Að vísu kann ég aldrei
vel við að niðja sé ekki getið í ald-
ursröð (systkina). Hér er utan-
hjónabandsbarna getið á eftir hin-
um, þó að eldri séu. Þetta er þó
ekki einhlítt. Villur í niðjatalinu
gat ég ekki kannað. Ólíklegt er
að það sé villulaust. Nokkrar prent-
villur rakst ég á, en ekki fleiri en
búast má við í riti sem þessu.
SIEMENS
Úr fylgsnum fortíðar
Uppþvottavélar
Eldavélar
Örbylgjuofnar
Saiiðárkróki-Sími 95-35200
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Bókmenntir
ErlendurJónsson
STRANDAPÓSTURINN.
23. árg. 140 bls. Útg. Átthagafé-
lag Strandamanna. 1989.
Meirihluti rits þessa er að venju
laust mál, fræðiþættir og frásagnir.
En kveðskapur er þarna einnig,
bæði gamall og nýr. Alþýðukveð-
skapur mundi það vera kallað. Þótt
ekki hafi allir í hávegum þess hátt-
ar lággróður bókmenntanna, sem
sumir nefna svo, gefur þessi kveð-
skapur eigi að síður til kynna hvað
nær til fólksins á hveijum tíma og
hversu langan tíma það tekur nýjar
stefnur að festast í meðvitund þjóð-
arinnar. Þarna er t.d. sveitarríma
frá aldamótum, ort af Ingimundi
Magnússyni, um bændur og hús-
freyjur í Óspakseyrarhreppi. Al-
gengt var þá að menn settu saman
slíka bragi. Svo grunnmúraður hef-
ur Ingimundur verið í rímnakveð-
skapnum að kvæði hans er hlaðið
heitum og kenningum. Umsagnir
hans um bændur og húsfreyjur (því
aðra telur hann ekki upp í kvæði
sínu) eru allar lofsamlegar, enda
mikið um tengdir og vensl í sveit
hans. Mönnum er hrósað fyrir
greiðvikni og gestrisni. Einn er
»menntaður . . . góðlyndur, göfug-
menni, vandaður.« Fleiri en einn fá
þá einkunn að vera »efnaður«. Fyr-
ir hæversku sakir lætur Ingimundur
þó lítið yfir eigin verðleikum —
»hvíld og blund er best þiggur«.
Auðvitað hefur ríma þessi verið
sett saman til gamans mest. En
skáldinu hefur einnig verið í mun
að hún geymdi nokkur raunhæf
sannindi og því leitast hann við að
benda á einhver sérkenni hjá hveij-
um og einum.
Einnig að því leytinu gat hann
stuðst við fordæmi frá rímunum þar
sem mikið var lagt upp úr mannlýs-
ingum. Til dæmis er bónda einum
svo lýst:
Virðist þjóðum vandaður,
vel búfróður, efnaður,
laus við hnjóð og lastræður,
líka góður trésmiður.
Ljóðstafir, rím og hrynjandi
sitja hvarvetna í fyrirrúmi. Minni
áhersla er lögð á aðra þætti text-
ans. Til dæmis verður stundum að
lesa orð með áherslu á öðru at-
kvæði, svo sem búfróður í annarri
ljóðlínu. En slíkt þótti hvergi til-
tökumál ef fyrrnefndu atriðin voru
í lagi. Ingimundur ólst upp á síðari
hluta 19. aldar. Rímur hafa þá enn
kynslóð Guðrúnar vanist og var
orðin vel dómbær á hana þegar hún
tók sjálf að glíma við stuðla og
höfuðstafi.
Hvorki Ingimundur né Guðrún
munu hafa litið á sig sem skáld.
Kveðskapurinn hefur verið þeim
tómstundaiðja, auk þess sem þau
hafa, eins og fleiri, ort sér til hugar-
hægðar. Og bæði hafa fylgt ljóðlist-
arstefnum sem höfðu runnið skeið
sitt á enda þegar þau sjálf kusu sér
þær að fordæmi.
Sveitarrímur í stíl Ingimundar
munu varla ortar framar. Fyrir-
myndir Guðrúnar gerast sömuleiðis
harla fjarlægar. Hins vegar stendur
ferskeytlan enn fyrir sínu. í fer-
skeytlunni lifir rímnaformið þótt
andi rímnanna sé þar að öðru leyti
lítt áberandi nú orðið. Enn setja
menn saman vísur sér og öðrum til
skemmtunar og henda þá gjarnan
á lofti einhver dagleg umræðuefni.
Jóna Vígfúsdóttir er þarna góður
fulltrúi slíkra. í smellinni vísu bend-
ir hún t.d. á auðvelda leið fyrir sál-
ir þær sem framvegis munu leggja
leið sína til himna: Þær geta stigið
upp »um ósongatið«.
Böðvar Guðlaugsson er líka afar
snjall hagyrðingur, reyndar höfund-
ur nokkurra bóka. Hann skrifar hér
Minningabrot frá bernsku- og
æskuárum sem hann nefnir „Borð-
eyri er borgin fín . . .“ og leggur
þar út af gömlum stefjabrotum.
Böðvar lýsir því hversu fámennt
kauptún gat á árum áður sýnst
vera »miðdepill heimsins« i augum
sveitadrengs sem ólst upp í fásinni
og sá dýrðina aðeins endrum og
sinnum!
Strandapósturinn hefur nú komið
út í tuttugu og þijú ár og orðið
fyrii-mynd §ölda rita af svipuðu
tagi. Fáeinir menn hafa öðrum
fremur sett svip á ritið frá upp-
hafí, þeirra á meðal Jóhannes Jóns-
son, fræðimaður frá Asparvík, sem
nú er látinn. Hér er þáttur eftir
hann, Spænskir hvalveiðimenn og
dysjarnar í Spönskuvík. Ingólfur
Jónsson frá Prestsbakka hefur líka
skrifað í Strandapóstinn frá upp-
hafi, en hann á hér bæði ljóð og
frásöguþætti. Miklu fleiri eiga hér
efni, og fleiri en tjóir að telja upp
hér og nú. Því fremur sem byggð
hefur eyðst í sýslunni hefur brott-
fluttum Strandamönnum verið
kappsmál að bjarga frá gleymsku
hvers konar fróðleik um sína kæru
heimahaga. Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur, segir
máltækið. Vafalaust hefur sú til-
finning orðið hvatning mörgurh
þeim sem lagt hafa Strandapóstin-
um lið fyrr og síðar.
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka
verið kveðnar til afþreyingar, að
minnsta-kosti sums staðar. Því hef-
ur Ingimundur kynnst. Öðruvísi gat
kveðskaparsmekkur hans vart mót-
ast svo sem raun bar vitni.
Við sjávarsíðuna héldu menn við
sömu hefðir nema hvað þar var
ekki ort um bændur heldur for-
menn. Og hér eru líka Nokkrar
formannavísur eftir Skúla Bjarna-
son. Einnig þar eru rótgróin kveð-
skapargildi í heiðri höfð þó minna
fari fyrir skáldamáli.
En alþýðuskáldin fylgja straumi
tímans þó þau séu einatt spöl á
eftir. Þegar Ingimundur setti sam-
an sveitarrímu sína var nýróm-
antísk ljóðlist að komast í tísku
með ungskáldum þjóðarinnar. Hafi
sú stefna náð eyrum Ingimundar
hefur hún látið hann ósnortinn.
Öðru máli gegnir um Guðrúnu Jóns-
dóttur frá Kjós sem orti ljóð sín
hálfri öld síðar. Að hætti nýróman-
tíkeranna yrkir hún um óspillta
náttúru, dásamar og tilbiður fegurð
og sveitasælu, leitar þar skjóls fýr-
ir næðingum lífsins í brigðulum
heimi, og leggur áherslu á þýðleika.
Beins raunsæis gætir hins vegar
lítt í ljóðum hennar. Þegar Guðrún
orti sín ljóð voru nýrómantísku
skáldin þó flest búin að hvíla ára-
tugi í gröf sinni. Davíð og Tómas
voru orðnir þjóðskáld en Steinn að
verða áhrifavaldur, atómskáldin
farin að láta frá sér heyra. Og deil-
ur hafnar um hefð og formbyltingu.
Vafalaust hefur greind kona eins
og Guðrún haft veður af sviptingun-
um. Og hugsanlega hafa þálifandi
skáld, allt að Steini, höfðað til henn-
ar. Samt hefur henni ekki þótt fýsi-
legt að feta í spor þeirra. Hún hef-
ur fremur kosið að yrkja að hætti
skálda þeirra sem hún kynntist á
bernskuárum. Þeirri ljóðlist hafði
Þvottavélar
Þurrkarar
V estmannaeyjum;
Eykyndilskonur gefa
Björgvinsbelti í Eyjabáta
Vestmannaeyjum.
KONUR í Slysavarnadeildinni Eykyndli boðuðu fyrir skömmu for-
svarsmenn útgerða allra Eyjabáta, 100 tonna og stærri, til fúndar
við sig í Básum. Tilefnið var að konurnar höfðu ákveðið gefa hin
nýju Björgvinsbelti í alla Eyjabáta sem eru yfir 100 tonn að stærð.
Októvía Andersen, formaður Ey-
kyndils, sagði í ávarpi við afhend-
inguna að á almennum fundi hjá
Eykyndli 27. mars sl. hefði verið
ákveðið að gefa Björgvinsbelti í all-
an Eyjaflotann. Hún sagði það álit
allra sem til þekktu að Björgvins-
beltið væri merk nýjung í björgun-
artækjum fyrir sjómenn sem skap-
aði aukið öryggi og með gjöf þess-
ari vildu Eykyndilskonur leggja sitt
af mörkum til að koma þessari
merku nýjung á framfæri. Októvía
sagði að í fyrsta áfanga yrðu gefin
belti í alla báta stærri en 100 tonn
en ætlunin væri að gefa belti í allan
Eyjaflotann á næstunni. Auk þess
að gefa nú belti í báta yfir 100
tonn að stærð gáfu Eykyndilskonur
einnig belti í Lóðsinn og til lögregl-
unnar og Stýrimannaskólans.
Fulltrúar útgerða 46 báta tóku
við gjöf Eykyndilskvenna og að
afhendingu lokinni þakkaði Hilmar
Rósmundsson, formaður Utvegs-
bændafélags Vestmannaeyja, kon-
unum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Hann sagði að Eykyndilskonur
hefðu oft sýnt hug sinn til slysa-
varna á sjó og gjöf þessi væri enn
eitt dæmið um hug þeirra til örygg-
ismála sjómanna.
Verðmæti gjafar Eykyndils-
kvennanna er á aðra milljón því um
70 bátar eru í Eyjaflotanum og
kostar hvert belti um 18.000 krónur
auk virðisaukaskatts.
Að lokinni afhendingu gjafarinn-
ar sýndi Björgvin Siguijónsson,
hönnuður beltisins, viðstöddum
notkunarmöguleika þessa nýja
björgunartækis. Grímur