Morgunblaðið - 03.05.1990, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Bankasafti
Kona. Kristín Jónsdóttir
Myndlist
BragiÁsgeirsson
í tilefni sextugsafmælis Búnað-
arbankans hefur verið sett upp
sýning á hluta af málverkaeign
hans.
íslenzkir bankar hafa í vaxandi
mæli tekið þá stefnu að kaupa
málverk af listamönnum, sem þeir
hafa í raun alltaf gert í einhveijum
mæli. Myndlistarmönnum hefur
stórlega fjölgað og framboðið auk-
ist ótæpilega og það hefur að sjálf-
sögðu sín áhrif, vilji bankamir
halda vöku sinni og vera virkir í
uppbyggingu þjóðmenningar. Bún-
aðarbankinn hefur hér lengi verið
í fararbroddi eða allt síðan hann
hóf að safna málverkum skipulega
í lok fimmta áratugarins. Það var
gaman að vera nemandi í Handíða-
skólanum í þá daga, er hið stóra
verk Jóns Engilberts var fyrst til
sýnis í Ásmundarsal árið 1949, að
mig minnir, og man ég glöggt eft-
ir því er við nemendurnir fórum
að skoða það.
Einmitt slík verkefni verða ung-
um uppörvun til dáða og hafa því
víðtækari áhrif en margur ætlar.
Það voru þeir Hilmar Stefánsson
bankastjóri og Haukur Þorleifsson
aðalbókari, sem höfðu veg og
vanda af söfnun bankans fyrstu
áratugina, en síðan og til skamms
tíma Stefán Hilmarsson aðalbanka-
stjóri.
Að sjálfsögðu hefur bankinn
eignast þessi málverk eftir mörgum
leiðum, bæði keypt þau beint og
tekið verk upp í víxla og skuldir á
erfiðum tímum í lífí listamannanna.
Minnist ég þess, er ég samdi
þannig við Hauk Þorleifsson, sem
nú er nýlátinn, og kynntist þá
mætum manni og gegnheilum, sem
mér var alltaf vel við upp frá því.
Þetta var seint á sjötta áratugnum,
og hann valdi mjög nútímaleg
málverk og því tók það nokkurn
tíma að fá kaupin samþykkt, þótt
alltaf væri Haukur vongóður.
Þurfti ég að gera mér nokkrar
ferðir í bankann og á skrifstofu
hans og urðum við því málkunnug-
ir og töluðum mikið um listir og
listamenn enda var hér áhugasvið
hans, enda bróðir Jóns Þorleifsson-
ar málara í Blátúni. Fyrir aftan
mig, þar sem ég sat á móti honum,
var þá skínandi fallegt málverk,
Þórðarhöfði, eftir Mugg, en það
var þá dálítið illa farið og lúið og
vakti ég athygli Hauks á því, sagði
það bankanum til vansa, ef hann
léti ekki gera við og hreinsa mynd-
ina hið bráðasta því að vanrækja
slíkt væri alltof mikil sóun verð-
mæta.
Leið nokkur tími áður en ég átti
erindi til hans næst og þá sýndi
hann mér myndina sérstaklega
nýkomna úr viðgerð, glotti um leið
og hann spurði mig, hvernig ég
áliti að til hafi tekist.
Ég taldi, að vel hafi tekist, en
að þó væri of mikill gljái á mynd-
inni, sem myndi þó að öllum líkind-
um hverfa smám saman, sem hefur
og gengið eftir að mestu.
Ég segi þessa sögu til að fá
tækifæri til að minnast þessa
ágæta manns, Hauks Þorieifsson-
ar, og svo er myndin að auki ein
af perlum sýningarinnar og mjög
sérstæð frá hendi Guðmundar
Thorsteinssonar. Myndirnar mínar
tvær keypti bankinn svo á fullu
verði og tel ég þær með betri
mynda, er ég gerði þennan áratug
og mjög einkennandi fyrir það, sem
ég var að gera þá. Og þótt þær
séu ekki með á þessari sýningu,
er það mér að meinalausu, enda
segir slík samantekt jafnan mest
um þá sem hengdu málverkin upp.
Það er mikið samsafn mynda
úr safni bankans á Kjarvalsstöðum
og ekki hefði veitt af að taka allt
húsið undir sýninguna. Hér kennir
margra grasa úr flóru íslenzkrar
myndlistar og er merkilegt, hve
margir af okkar fremstu myndlist-
armönnum eru vel kynntir, en hins
vegar verður ekki heldur fram hjá
því gengið, að sumir eiga undir-
málsverk, sem hefðu hvorki átt að
rata í bankann né á sýninguna og
gefur rangar hugmyndir um lista-
mennina.
Þegar litið er yfir heildina, er
ekki gott að segja, út frá hveiju
listrýnin á að ganga, því að það
munu mjög skiptar skoðanir um
hlutverk banka í innkaupum lista-
verka og hægt að nálgast svona
samantekt frá mörgum ólíkum hlið-
um. Hér á þessu litla landi hafa
bankarnir algjöra sérstöðu fyrir
Fönsun. Svavar Guðnason.
mikilvægi sitt í þessum- efnum,
enda tel ég, að innkaup þeirra séu
á mun breiðari grundvelli en þeirra
banka erlendis, sem legggja sér-
stakan metnað á þessa hlið.
Þannig er það eðlilegt, að bank-
arnir safni meira eftir suma lista-
menn en aðra og kemur þá margt
til og þá helst mat þeirra aðila, sem
sjá um innkaupin, svo og ágengi
listamanna sem talsmanna þeirra.
Þá ber engum banka nein skylda
til að vera listasafn í sjálfu sér, en
hafi hann metnað til þess að eiga
gott yfirlit íslenzkrar listar, þá
verður hann að sjálfsögðu að leit-
ast við að kaupa einungis úrvals-
verk eftir hvern og einn og mjög
einkennandi fyrir viðkomandi, og
þá má ekki vanta nein gild nöfn,
jafnvel ekki þótt þeir, sem annist
innkaupin, kunni alls ekki að meta
þá né persónuna að baki þeirra.
Listgildið á alltaf að ráða ferðinni.
En hvemig sem á allt er litið
má það vera ljóst, að enginn banki
hefur hingað til tapað á því að
kaupa myndlistarverk, en hins veg-
ar í mörgum tilfelium fengið hærri
vexti en þá myndi nokkurn tíma
dreyma um að veita eða taka af
viðskiptavinum sínum!
Það er ýmislegt, sem stingur
öðru fremur í augun á þessari sýn-
ingu og rétt er að vekja sérstaka
athygli á og það er t.d. hve hin
stóra veggmynd Jóns Engilberts
nýtur sín miklu betur á endavegg
eystri salar en t.d. í bankanum
sjálfum. Helst hefði þessi volduga
mynd átt að vera ein á veggnum,
þótt málverk Jóns í Blátúni við
hlið hennar séu með betri verkum
hans.
Hins vegar fer hið stóra málverk
Svavars Guðnasonar vafalítið betur
í bankanum við Hlemm en á enda-
veggnum á móti og þá mest fyrir
það hve. firnasterkar myndir eftir
hann sjálfan eru við hlið hennar.
Hér skyggir listamaðurinn sem
sagt á sjálfan sig (1), en vel að
merkja mest fyrir það hve brúna
tréumgjörðin er eitthvað svo an-
kannanleg og stingur í stúf við
verkið sjálft, dregur eiginlega
áhrifamátt þess niður.
Eins og á sér stað um íslendinga
almennt þá hafa kaupendur iðulega
látið hrífast af litfögrum og stáss-
legum myndverkum og eru ekki
saklausir af að láta sjálft myndefn-
ið ráða ákvörðunum sínum, en þá
vill um leið svo undarlega til, að
þeir hafa og einnig hitt naglann á
höfuðið í vali einfaldari mynda svo
sem hvað Mugg (Þórðarhöfði), Jón
Stefánsson (Frumgróður), Kjarval
(Blátt hraun) og Kristínu Jónsdótt-
ur (Kona) snertir. Og þá er t.d.
málverk Guðmundu Andrésdóttur
með því besta er frá henni hefur
komið á samanlögðum ferli hennar.
Þannig verður safnið í heild
merkileg blanda og ber fyrst og
fremst að meta það, hve víðsýnið
hefur verið mikið, því að einnig eru
verk eftir yngri listamenn, þótt
maður óski eftir meiru af slíku og
að dirfskan væri einnig meiri, því
að ungir í dag eru meistarar morg-
undagsins og þurfa á uppörvun og
stuðningi að halda.
En auðvitað má ekki einungis
líta á þá hiið málsins, því að það
vantar einnig ýmsa ágæta málara
eldri kynslóða, en á allt verður víst
ekki kosið.
Málverk eru ekki aðeins til að
hafa uppi á veggjunum, og þannig
átti Picasso sjálfur vafalítið besta
einkasafnið á Picasso, sem hann
geymdi í eldtraustum rammgerðum
herbergjum í kjöllurum banka! Hins
vegar hafði hann lítið af eigin
myndum á veggjum hjá sér og er
hann var spurður hversu það sætti,
svarðai hann um hæl, að hann
hefði ekki efni á að hafa Picasso
upp á vegg!
Mættu bankarnir taka meistar-
ann sér til fyrirmyndar og jafn-
framt stokka upp í eign sinni með
reglulegu millibili, svo sem einka-
söfn gera ytra, er þau selja kannski
nokkur verk til að fjárfesta í öðrum
til að gera söfn sín heildstæðari.
Þá er einnig hlutverk íslenskra
banka að dreifa skapandi list um
landið svo sem sumir bankar gera
erlendis.
Eitt gullið tækifæri hefur farið
forgörðum og það var að láta gera
fullkomna skrá yfir alla eignina,
þá hefði verið hægt að hafa þær
myndir í feitu eða öðruvísi letri sem
eru á sjálfri sýningunni. Slíkt hefði
verið verðmæt heimild og um leið
mjög gagnleg fyrir bankann. En
hvað sem öllu öðru líður, þá er
þessi afmælissýning á málverka-
eign Búnaðarbankans snjöli hug-
mynd og er alveg víst, að margur
sæki mikla ánægju og fróðleik á
Kjarvalsstaði fram til 6. maí...
Notagildi og fagnrfræði
í dag er listheimurinn með sanni
uppfullur af hvers konar heimspeki
og hugmyndafræði, og á síðustu
tímum hefur föndur verið tbkið til
handargagns og það tengt í senn
fortíð sem nútíð.
Þá gengur listnám stöðugt meira
út á það, að menn geti skilgreint
og útskýrt listrænar athafnir sínar
og viil það iðulega verða ansi snúið
ekki síður en. t.d. í almennum há-
skólavísindum. Ekki er þannig allt-
af hægt að henda reiður á því að
órannsökuðu máli, hvort um sé að
ræða orðaleiki og rugl eða hnitmið-
aða rökfærslu.
En eftir að hafa lesið fróðlegt
viðtal vð Hannes Lárusson í menn-
ingarútgáfunni sl. laugardag sann-
færist maður um það, að bakgrunn-
ur verka hans og heimspekilegur
grundvöllur sé öidungis raunsann-
ur.
Auðvitað kemur sýning hans í
„Gallerí einn einn“ manni öldungis
Hannes Lárusson
á óvart í fyrstu, enda átti maður
á öðru von.
Einmitt slík viðtöl vekja mann
til umhugsunar og skapa vettvang
fyrir lifandi myndlistarumræðu, en
hún kemur vitaskuld fyrst og
fremst frá listamönnunum sjálfum.
Hannes er vel menntaður lista-
maður, sem víða hefur farið og
einkum sökkt sér niður í þann þátt
myndlistar, sem nefna mætti heim-
spekilegu hliðina.
Og það er með sanni heilmikil
heimspeki á bak við þær 35 ausur,
sem hann hefur skorið út og kynn-
ir í listhúsinu fram til 3. maí ásamt
ýmsu öðru.
Hér hefur hver einstök ausa til-
vísun út fyrir notagildi sitt og er
þannig öllu meira fyrir augað og
hugarflugið en notkunina. En ekki
liggur þó í augum uppi, hvert hann
sækir tiivísanir sínar hveiju sinni
og mætti hér skilgreiningin vera
betri á sjáifri sýningunni. Eins og
hún er sett upp er hún meira en
Iítið tormelt fyrir ókunnuga.
Þetta eru vel gerðir hlutir og í
fyrstu hefur maður eiginlega á til-
fínningunni, að maður sé kominn
Hannes Lárusson: Decoy 1988
inn í þjóðlega minjagripaverslun
einhvers staðar á Norðurlöndum.
En fljótlega sér maður, að hér er
sitthyað á ferðinni, sem vert er að
athuga og hugieiða betur.
En það er þó hin ísmeygilega
önd, sem nefnist „Decoy“, sem
verður áleitnust verkanna á sýning-
unni fyrir formfegurð sína, skreyti-
ríkidóm og margræða skírskotun.
Þetta er sýning, sem menn ættu
að gefa sér góðan tíma tii að skoða
og helst lesa viðtalið við listamann-
inn, áður en það er gert.