Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990 Morgunblaðið/Kúnar Þór Fylla fór úr barði ofan Spítalavegar í fyrradag og féll skriða yfir götuna. Innbæjarsamtökin stofiiuð: Orsakir skriðufalla verði rannsakaðar Innbæjarsamtökin mótmæia harðlega hugmyndum um að reisa slökkvistöð sunnan Leirunestis, þá beina samtökin þeirri áskorun til bæjaryfirvalda að þau rannsaki orsakir skriðufalla í Innbænum og að þau geri ráðstafanir til að draga úr hraðaakstri í Innbænum. Fundur andstæðinga álvers við Eyjaflörð: 46-80 býli gætu lagst af vegna flúormengunar - segir Sigurborg Daðadóttir dýralæknir Möðruvöllum, Hörgárdal. SIGURBORG Daðadóttir dýralæknir fjallaði um áhrif flúormengunar á búfé á fúndi andstæðinga álvers við Eyjaljörð sem haldinn var í Hlíðarbæ síðastliðinn sunnudag. Hún hélt því fram að með byggingu 200 þús. tonna álvers með flúormengun upp á 1 kg af flúor á hvert framleitt tonn af áli, legðust á milli 46-80 býli af í nágrenni álversins. Hún sagðist byggja þessar tölur á skýrslu staðarvalsnefndar frá árinu 1986, en þá var mikil umræða um staðarval álvers, t.d. á Dysnesi. Margir fúndarmenn vildu draga í efa eins stórfellda mengun og fram kom í máli Sigurborgar og bent var á að álversmenn teldu sig örugg- lega geta staðið við að hættusvæðið yrði innan tveggja km radíusar frá álverinu en þá legðist búskapur af á um 6 býlum. Stofnfundur Innbæjarsamtakanna var haldinn í Minjasafninu á Akur- eyri 1. maí og þar var samþykkt ályktun þar sem samtökin lýsa ein- dregnum mótmælum við hugmynd- um um að reist verði slökkvistöð sunnan Leirunestis, sem fram koma í tillögum að aðalskipulagi Akureyrar 1987-2007. „Samtökin télja að bygg- ing Leirunestis sé ærið víti til varnað- ar og fremur ætti að stefna að því að fjarlægja hana aftur en að spilia bæjarmyndinni frekar með fleiri byggingum á þessum stað,“ segir í ályktuninni. Hörður Geirsson formaður Inn- bæjarsamtakanna sagði að á fundin- um hefði einnig verið ályktað um skriðuföll og þess farið á leit við bæjaryfirvöld að athugun verði gerð á orsökum þeirra og tafarlaust verði leitað leiða til úrbóta. Sama dag og stofnfundur samtakanna var haldinn fél! skriða í Spítalavegi og varð að loka honum um tíma. Verulegir vatnavextir voru einkum í Innbænum í kjölfar hlýindanna og vatnselgur gey^imikill. Margir kjallarar fylltust af vatni og var Lækjargilinu lokað vegna vatnselgs. Ástandið í gilinu var að verða óviðráðanlegt í gær, að sögn yfirverkfræðings bæjarins. Andstæðingar álvers við Eyjafjörð héldu fundinn vegna framkominna hugmyndir um álver við Dysnes í Arnarneshreppi og var fundurinn Ijölmennur. Fengnir voru sérfræð- ingar á sviði iðnaðaruppbyggingar, fjármála, félagsfræði, náttúrufræði og dýrafræði til að flytja framsögu um áhrif álvers á ofangreind svið. Umræður voru líflegar og skiptust menn á skoðunum. Auðheyrt var á undirtektum að mikill meirihluti fundarmanna var á móti álveri við Eyjafjörð. Sumir stuðningsmenn ál- versins sögðust sjálfír vera mótfalln- ir álveri en sæu enga aðra kosti í atvinnumálum. Stuðningsmenn ál- vers voru einkum Akureyringar, en þeir eru orðnir mjög uggandi um atvinnuhorfur á svæðinu. Andstæð- ingar álvers voru einkum úr hópi Byssumaður- inn í Ólafsfirði í varðhald Ólafsfirðingurinn sem braut sér leið inni í gagnft-æðaskólann á mánudagsmorgun og skaut tveim- ur skotum að lögregluþjóni hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 31. maí næstkomandi og jaftiframt að gangast undir geð- heilbrigðisrannsókn. Kjartan Þorkelsson bæjarfógeti í Ólafsfirði sagði að rannsókn málsins væri að mestu lokið. Maðurinn sem var undir/áhrifum áfengis tók hagla- byssu frá félaga sínum ófijálsri hendi, reikaði um bæinn og upp að skólabyggingunni þar sem hann fór inn, skaut nokkrum skotum, m.a. á stórt fiskabúr og hurðir. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að sjö félagar úr sérsveit lögreglunnar í Reykjavík höfðu umkringt skólaAn. Tilviljun virðist hafa ráðið því að maðurinn fór inn í gagnfræðaskól- ann, en við yfirheyrslur kom ekkert fram sem benti til þess að hann hafi ætlað að skaða fólk með fram- ferði sínu. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði lagði fram kröfu um að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald og að hann sætti geðheilbrigðisrannsókn í fyrradag og féll úrskurðurinn þá um kvöldið. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. maí og verð- ur hann hafður í haldi á Akureyri. ÚTIHURÐIR Hikiö úrval. Sýningarburðir á staönum. Tré-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777, Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og 84461, Tré-x, löavöllum 6, Keflavík, s. 92-14700, Trésmiöjan Börkur, Frosta- götu 2, Akureyri, s. 96-21909. sveitafólks sem óttaðist mjög meng- un og þá búseturöskun sem henni M ÞRJÁR sýningar verða um helg- ina á „Fátæku fólki“ hjá Leikfélagi Akureyrar, og eru það tólfta til ijórtánda sýning á þessu fjölmenn- asta verki sem sett hefur verið upp á vegum LA. Leikritið var frumsýnt á miðvikudegi fyrir páska og hafa viðtökur verið einstaklega góðar — húsfyllir á nær hvetja einustu sýn- ingu. Uppselt hefur verið á síðustu fjórar sýningar og á þær sýningar sem fyrirhugaðar eru um helgina hefur verið góð sala, en örfá sæti eru laus á sýninguna á föstudags- kvöld. Þá hefur Leikfélag Mennta- skólans á Akureyri einnig sýnt „Draum á Jónsmessunótt" eftir Shakespeare í Samkomuhúsinu og er síðasta sýning í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Aðsókn hefur verið góð og sýningin hlotið lof. Það er því óhætt að segja að mikið fjör sé í gamla Samkomuhúsinu á Akureyri þessa dagana, en frá miðvikudegi 25. apríl til sunnudags 6. maí eru tólf leiksýningar í húsinu, á jafn mörgum dögum og nánast uppselt á þær allar. „Fátækt fólk“ verður sýnt áfram allar helgar í maí á meðan aðsókn leyfir. Sigurður Jóhannsson einn þeirra sem að fyrirtækinu standa sagði að til vinnslunnar hefði fyrirtækið stóra plastkvörn á vörubíl, ásamt rafstöð og fylgibúnaði og gerði það kleift að flytja starfsemina nánast hvert á land sem er. Þegar heí'ur bíllinn far- ið á Dalvík og Ólafsfjörð og tekið um 1.000 kassa, sem gerði um 4 tonn af möluðu plasti. Ætlunin er að fara umhverfis landið og verður væntanlega lagt af stað í ferðina fljótlega. Í fyrstu verður safnað saman margskonar varningi, tengdum sjáv- arútvegi, s.s. fiskikössum, trollkúlum og netum. Sigurður sagði að þarna væri um að ræða rúmmálsfrekar vör- ur, sem tækju óhemju pláss á rusla- haugum og væru þær lengi að grotna fylgdi. Einnig komu fram efasemd- arraddir um hagkvæmni slíks risa- fyrirtækis fyrir þjóðarbúið og getum að þvi leitt að ef af því yrði, þá ættum við í vændum enn eina koll- steypuna í atvinnu- og fjármálum. Allir sáu þörfina á því að eitthvað þyrfti að gera til að spyrna fótum við þeirri byggðaröskun, sem blasir við Eyjaíjarðarsvæðinu ef ekkert verður að gert en greinilegur vilji manna á fundinum var að allt annað en álver kæmi til greina. ■ VORTÓNLEIKAR söngdeildar Tónlistarskólans verða haldnir í kvöld, fimmtudag og hefjast þeir kl. 20.30 í Lóni. Þar verða flutt innlend og erlend sönglög og aríur eftir ýmsa höfunda. Nemendur munu bæði syngja einsöng og syngja sam- an í litlum og stórum hópum. Meðal annars munu nær allir nemendur söngdeildar sem eru rúmlega tuttugu talsins stilla saman raddir sínar í kór. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og áheyrendum boðið upp á kaffisopa á meðan þeir standa yfir. ■ ESSOMÓT KA verður haldið í fjórða sinn fyrstu vikuna í júlí, en þátttöku í mótinu ber að tilkynna fyrir 15. maí næstkomandi. Knatt- spyrnumót þetta er fyrir 5. flokk með þátttöku a-, b- og hugsanlega c-liða. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1. 2. og 3. sæti í hveijum flokki. Jafnhliða verður haldið innan- hússmót í „bandí" með útsláttarfyrir- komulagi. Mótið verður haldið dag- ana 5.-7. júlí og skal tilkynna þátt- töku til Sveins Brynjólfssonar, Magnúsar Magnússonar eða Gunn- ars Kárasonar. niður og þá væri bannað að brenna slíkum vamingi. Umfangið minnkað mjög við það að salla þær niður. Til að mynda fylltu þeir 1.000 kassar sem teknir voru á Dalvík og Ólafsfirði fjóra 20 feta gáma, en komust fyrir í fimm stórum plastpokum eftir að hafa ver- ið malaðir. Áfkastagetan er um eitt tonn á klukkustund. Sigurður sagði að verð á plasti væri í lægri kantinum nú, en það væri breytilegt og væri reiknað með að fyrir uppmöluð óhreinsuð plastefni fengust 25-35% af verði nýrra. Rekst- urinn ætti að geta staðið undir sér, svo framarlega sem meginhluti hrá- efnisins fengist án greiðslu. Fyrirsjá- anlegt væri hins vegar að kostnaður við vinnsluna yrði verulegur svo og einnig flutningsgjöld til Spánar. HÍSKÚLINN í AKUREYRI Umsókn um skólavist HEILBRIGÐISDEILD, REKSTRARDEILD OG SJÁVARÚTVEGSDEILD Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut, hjúkrunarbraut. Við rekstrardeild eru tvær námsbrautir, iðnrekstrarbraut og rekstrarbraut. ------------------------------------------ Við sjávarútvegsdeild er ein námsbraut, sjávarútvegsbraut. Umsóknarf restur um skólavist er til 1. júní 1990. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit afprófskírteinum. Efprófum er ekkilokið, skalsenda skirteini um leið ogþau liggja fyrir. Skilyrði fyrir inntöku í heilbrigðisdeild er stúdentspróf, próf frá Hjúkrunarskóla íslandseða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyðri fyrir inntöku í rekstrardeild er stúdentspróf eða annað nám, sem stjórn skólans meturjafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í sjávarútvegsdeild er stúdentspróf eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt svo og eins árs starfsreynsla við sjávarútveg. Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1990. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans við Þingvallastræti, sími 96-27855, frá kl. 9.00-12.00. Háskólinn á Akureyrí. Fréttaritari. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stofnendur fyrirtækisins eru: Bjarni Jónasson, Benedikt Þórisson, Gunnar Þórðarson, Sigurður Jóhannsson og Sigursteinn Þórsson. Sagaplast hf.; Saftia úrgangsplasti og mala niður til endurvinnslu SAGAPLAST hóf starfsemi sína fyrir skömmu, en tilgangur fyrirtækis- ins er að safna úrgangsplasti, mala og senda til endurvinnslu. Gerður hefur verið samningur við fyrirtækið Nordexon á Valencia á Spáni sem kaupa mun allt malað plast sem Sagaplast kemst yfir að vinna. Fyrir- tækið hefur (járfest fyrir um tíu milljónir króna vegna starfseniinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.