Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Kollsigling í Norrænu
eftir Einar Pálsson
Björn Jónsson læknir í Kanada
ritar grein í Morgunblaðið 5. apríl
og kemst þar lítt heppilega að orði.
Ég mun ekki tíunda ummæli hans
hér, bendi lesendum Morgunblaðs-
ins aðeins á grein mína „Stjarnvísi
í Eddum“ sem birtist í Mbl. 14. febr-
úar sl. Allir sem talað hafa við mig
um þá grein telja að hún hafi verið
rituð af kurteisi og hófsemd, enda
stóð ekki annað til. Sú grein - um
Jnýútkomna bók Björns Jónssonar -
stendur enn óhögguð - og lítt
breytt.
Það er ekki ég sem færi Birni
„mannorðsskerðingu", eins og segir
í grein hans. Hver maður er ábyrg-
ur orða sinna; það er Björn sjálfur
sem lendir í slysi við útgáfu bókar
sinnar. Björn Jónsson gerir þá
skyssu að setja svo fram efni, að í
mörgum tilvikum er eigi unnt að
sjá hvað frá honum sjálfum er runn-
ið og hvað frá öðrum. Þetta gerir
framsetningu hans mjög vafasama.
Ég undrast þó mest, hve ósýnt Birni
er um að greina hvað telja beri til
aðalatriða og hvað til aukaatriða í
fræðunum; grein Björns í Morgun-
~*jlaðinu gerir stöðu hans enn örð-
ugri. Að nefna framsetningu bókar
Björns „hálfgerðan flumbrugang"
er varla sterkt orðalag; í þeim um-
mælum felst að Björn hafi ekki
gætt að ■ sér, fremur en að hann
hafi viljandi greint rangt frá hom-
steini bókar sinnar.
Björn tekur af skarið í grein sinni
um þau tvö atriði sem ég taldi vafa-
sömust í bók hans: hann viðurkenn-
ir, að „ein kennisetning“ RÍM (Róta
íslenzkrar menningar) sé „notuð
sem grundvöllur og tvær þijár aðrar
sem stoðir“ í túlkunum sínum:
„Ráðning (RÍM) á dýrahring
Grímnismála gaf mér undirstöð-
una,“ segir hann. Þetta hefði hann
átt að taka skýrt fram í fyrstu köfl-
um bókar sinnar. En þar sem hann
nefnir ekki sjálfa undirstöðu verks
síns í upphafsorðum heldur lýsir því
yfir, að það sem á eftir fari sé kenn-
ing hans sjálfs - sem hann hafi
fundið einn og óstuddur - orka þau
líkt sem ætlun hans sé að skreyta
sig annarlegum fjöðrum. Þarna
hefði verið lífsnauðsyn fyrir Björn
að hafa glöggan leiðbeinanda til að
komast hjá hnjaski.
Dýrahringurinn
'7 Það sem lesandann skortir þó
einkum í mynd Björns er, hvíiík
bylting felst í ráðningu Dýrahrings
Grímnismála. Helztu fræðimenn
Norrænunnar svo sem Karl Helm
og Jan de Vries glímdu við það við-
fangsefni lengi ævidags að finna
norrænan Dýrahring himins - en
tókst ekki. Þarna er því kominn
með öllu nýr grundvöllur undir ráðn-
ingu á Eddum. Lesandinn fær hins
vegar enga hugmynd um þau tíma-
skil sem í ráðningunni felast við
lestur bókar Björns. Allt sem varðar
skýringar á Eddum gjörbreytir um
svip - ef ráðningin á Dýrahring
Grímnismála er rétt. Við erum þá
ekki að tala um „norræna goða-
fræði“ í riti Snorra heldur alþjóðlega
goðafræði hins forna heims. Þetta
er m.ö.o. 'ekki aðeins breyting —
þetta er umbylting á sjálfum grund-
velli fræðanna. En Björn ritar um
þessi efni eins og þau þarfnist ekki
umræðu.
Loki
Svipuðu máli gegnir um guðinn
Loka: Þegar ráðningin á þeirri goð-
veru var lögð fram í RÍM var hún
slík bylting, að verði hún viðurkennd
eru engar greinar Eddu-fræða ós-
nortnar eftir. Björn Jónsson virðist
hins vegar halda, að það „leiði af
sjálfu sér“ að norræna goðveran
Loki samsvari rómverska guðinum
Satúrnusi. Orðalag Björns er ekki
með öllu skiljanlegt þarna; hann
virðist segja, að honum hafi orðið
þetta ljóst eftir að hann hafði lesið
Rammaslag 1978. En svo fjarri fer
því, að þetta leiði af sjálfu sér, að
mér er ekki kunnugt um einn ein-
asta goðfræðing, sem hefur sett
fram um það rökstudda tilgátu fyrr.
Björn notar hins vegar samsvörun-
ina Loki=Satúrnus, eins og hún
þarfnist ekki skýringar. Algjört lág-
mark hefði verið að geta þess, að
tilgátan Loki=Satúrnus lægi form-
lega fyrir á prenti. Eins og Björn
orðar þetta hljóta lesendur bókar
hans að halda, að hann sé að eigna
sér kenninguna fyrstur manna.
Satúrnus
Segja má, að með ráðningunni
Loki=Satúrnus snúist allt á hvolf í
„norrænni goðafræði“. Ef unnt er
að nota samsvörunina Loki=Satúrn-
us er meginefni Eddu Snorra þar
með orðið samstofna þekktustu goð-
sögnum hins klassiska heims. Þessi
ráðning er því slíkt meginatriði, að
segja má, að hornsteini sé kippt úr
gjörvallri byggingu „norrænnar
goðafræði" með lausninni. En
Loki=Satúrnus er -ekki himinlíkami
nema að hluta; flóknar geómetrískar
stærðir auk árstíðalærdóma tengj-
ast þeim guði. Því hefði verið bráð-
nauðsynlegt að frásögn af ráðningu
RÍM fylgdi í bók Björns. En engin
skýring þess efnis er þar lögð fram.
Sérhverjum rannsakanda í vísindum
og fræðum ber að skýra frá því, ef
helzta kenning hans hefur áður ver-
ið fram lögð af öðrum. Ekki vantaði
nema tvær þijár málsgreinar á rétt-
um stöðum í bók Björns til að hún
gjörbreytti um svip. Þar hefði Har-
aldur Bessason átt að taka af ska-
rið - ef hann á annað borð las bók
Björns og hvatti til útgáfu hennar
í núverandi mynd.
Keikistjaman Loki
Einhver einkennilegasta setning
í grein Björns Jónssonar varðar
þetta mál: „Eg vil benda þér og les-
endum á að hvergi kemur þú fram
með hreyfingar og gang reikistjarna
sem skýringu á atburðarás goðsagn-
anna.“ Þarna rekur mann í rogast-
anz. í 18. kafla Rammaslags árið
1978 er skýrð samsvörun Loka við
Útgarða-Loka. Samsvörun Loka á
jörðu og Loka á himni er m.a. lýst
svo: „Ætla má þannig að ekki hafi
einungis verið til Loka vitnað sem
Höfuðskepnunnar Jarðar heldur og
sem útvarðar hvela himintunglanna
— sem Satúrnusar í Útgörðum.“ (s.
139.) Útgarðar eru samkvæmt
þessu yzta gangbraut reikistjarn-
anna fimm og Loki að sjálfsögðu
reikistjarnan Satúrnus. Én Björn
segir á s. 57 í sinni bók árið 1989:
„Þá er lóks „höll“ Útgarða-Loka,
Útgarðar, sem einnig fellur að útlín-
um þessa merkis. Liggur stjörnum-
erkið alveg utan við sólbauginn. Það
er því „festingarbústaður" Loka;
eins og gangbraut Satúrnus eru
Útgarðar hans sem reikistjörnu ysta
gangbraut reikistjarnanna fímm.“
Björn getur þess að engu, að ráðn-
ing Útgarða og reikistjörnunnar
Loka liggi fyrir í Rammaslag frá
árinu 1978. Þó er sú ráðning for-
senda sérhverrar tilgátu sem gerir
því skóna, að ferðir þeirra Óðins,
Þórs og Loka í Eddu Snorra bygg-
ist á gangi reikistjarna. Ég hélt
Björn hefði fallerast þarna; látið
undan þeirri freistingu að þegja þar
sem honum bar að tala. Stórskiýtin
orð Björns nú gefa hins vegar efni
til að ætla, að honum séu ekki með
öllu ljósar reglur vísinda um hypót-
esu og teóríu. Samkvæmt þeim regl-
um þykja þær tilgátur beztar sem
eru hæfar tii prófunar. Hveijum
fræðimanni er á eftir gengur er
boðið að prófa þá teóríu, sem fram
er lögð. Því fleiri því betra. Björn
prófar hvort þama geti verið um
„stjarnmíta" að ræða og kemst að
þeirri niðurstöðu, að ferðir þeirra
Óðins, Þórs og Loka byggist á gangi
reikistjarna. Hann hefur því komist
að sömu niðurstöðu og hinn er setti
fram teóríu er það mál varðaði ell-
efu árum fyrr. Hann setur ekki fram
nýja kenningu, hann rennir nýjum
stoðum undir þá kenningu sem fyr-
ir liggur.
Ein goðsögn er látin nægja í RÍM
til að festa teóríuna, sú sem að
mínu mati er örðugust en leysir jafn-
framt gjörvallt dæmið - sögnin um
för Þórs og Loka til Geirröðargarða.
Þar eru þeir félagar að sjálfsögðu
plánetur. Sviðið hefur m.ö.o. verið
skilgreint: Dýrahringur, Sólbrautin
og gangbrautir reikistjarnanna auk
jaðra, innsta og yzta lags. Sam-
kvæmt grundvallarreglum vísinda
og fræða er eigi á fleiru þörf. Þetta
er líkt og að setja fram formúlu.
Svo er klykkt út: „öll himintunglin
ganga sömu sólbrautina .... Þetta
er geysimikilvægt. Það sýnir svo
að nær óyggjandi má teljast, að viss-
ar sagnir Eddu varða Stjarnhimin.“
(s. 309.) Kenningunni er slegið
fastri.
Til samanburðar má nefna það,
að Þórarinn Þórarinsson arkitekt
hefur rannsakað niðurstöður RÍM
um mörkun Dýrahrings í land með
réttum pýþagórskum stærðum.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu -
með eigin mælingum - að þessi
mörkun sé rétt - og heldur síðan
áfram, finnur margt fleira merki-
legt, er styður eindregið þá kenn-
ingu sem fram er lögð. Þórarinn
vottar þetta opinberlega, en það
hvarflar að sjálfsögðu ekki að hon-
um að iáta sem hann hafi lagt fram
fyrstur sjálfa teóríu RÍM um mörk-
un Alþingis við baug. Hann prófar
kenninguna - og rennir stoðum
undir hana - eins og ætlast er til.
Sjálfur hef ég gert ótal mælingar,
Yfirdrifið helgarfrí
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Helgarfrí með Bernie („Week-
end at Bernie’s"). Sýnd í Regn-
boganum. Leikstjóri: Ted Kot-
cheff. Aðalhlutverk: Andrew
McCarthy og Jonathan Silver-
man.
Tveimur vinnufélögum er boðið
af spilltum forstjóra sínum til
helgardvalar á sólarströnd en þeg-
ar þeir koma þangað hefur for-
stjórinn verið myrtur. Til að tapa
ekki helgarfríinu (allt eru menn
tilbúnir að gera til að komast í
sólina) og seinna líftórunni láta
þeir sem hann sé hress og spræk-
ur og drösla honum með sér hvar
sem þeir fara.
Helgarfrí er farsi sem rambar
alltaf á barmi smekkleysunnar en
reynist svo meinleysislega vitleys-
islegur að þú getur brosað að öllu
saman og jafnvel stundum hlegið
ef þú ert stilltur inná ódýra, yfir-
drifna gamansemi með nóg af
sólskini og fallegum kroppum til
að fylla út í myndina en sáralítið
af skynsemi eða viti.
Frekar ómerkilegur söguþráð-
urinn býður uppá gráglettni sem
hvergi er spöruð í hringavitley-
sunni án þess að unnið sé sérstak-
lega úr henni; leikstjórann Ted
Kotcheff dreymir ekki um að fara
fínt í hlutina heldur veður áfram
eins og fíll í postulínsbúð frá einu
misgóðu brandaraatriðinu í ann-
að.
„Helgarfrí" er dæmigert hrað-
suðufóður sniðið fyrir unglinga í
dauðaleit að afþreyingu. Þeir
Andrew McCarthy og Jonathan
Silverman ofleika meir og meir
með hverri mínútunni og eru mjög
inná hinum hástemmdu oflátum
Kotcheffs. Myndin á sínar stundir
og aukapersónurnar geta verið
skoplegar en hún rís aldrei úr
meðalmennskunni og þú ert sem
betur fer fljótur að gleyma henni.
Einar Pálsson
„í tuttugu og tvö ár
hefur það þannig verið
fast verklag hjá Nor-
rænumönnum að láta
sem firam lögð rök í
bókum mínuni hafi
aldrei séð dagsins ljós.
Björn hefur hreinlega
ekki skilið stöðu rann-
sókna hérlendis; honum
verður á sú eina yfir-
sjón, sem óhugsandi er
að tekið sé með þögn.“
sem ekki hafa birzt, rétt eins og ég
hef gert fjölda athugana um goð
sem reikistjörnur - án þess að birta
þær. Ein ákveðin, föst og skýr til-
gáta nægir í báðum tilvikum.
Gangur Loka
Það kemur því ekkert smávegis
á óvart, þegar Björn heldur því
fram, að ég tali hvergi um „hreyf-
ingar og gang“ reikistjarna. Hvað
þýðir þá eftirfarandi í Rammaslag:
„Þegar allt þetta kemur saman
hljótum við að setja fram þá tilgátu
að Loki sé tengdur hvelinu sjöunda
- og þar með DEGINUM sjöunda
(laugardegi, Lokadegi). En þar sem
Satúmus var talinn stjórna „skipi
alheims“ vegna stýris hins yzta
hvels himintungla, hljótum við að
gera ráð fyrir því að slíkt eðli hafi
einnig verið Loka ætlað. Skilst þá
í einu vetfangi hví Loki stýrir skip-
inu rnikla við endalok heims.“ (s.
317.) í þessu dæmi er Loki Satúm-
us — reikistjarna yzta hvelsins á
himni. Síðan er birt mynd af Satúrn-
usi í vagni þar sem hjólin eru stjör-
numerki Steingeitar og Vatnsbera.
Lokaorð kafla 43 eru: „Ég kem
ekki auga á vafa í dæminu. Loki
er jiliðstæða Satúrnusar."
í næsta kafla Rammaslags (k.
44.) er rætt um himintunglin: „Við
hljótum því að ætla að veggir Sól-
brautar hafi verið taldir borðveggir
borgar Ása.“ Goðin í sögnum
Snorra-Eddu eru m.ö.o. reikistjörn-
ur innan þeirra borðveggja. Hvort
ekki sé talað um hreyfingu reiki-
stjarna þar má m.a. ráða af eftirfar-
andi:
„Við vitum að „skip“ himins var
einatt kennt við Satúrnus. Sú virð-
ist ástæða þessa að Satúrnus mark-
ar stokk himintunglanna sjö á dýpt-
ina - hann ræður hvelinu SJÖ-
UNDA, því yzta. Allt það „skip“
hlýtur að sigla Sólbrautina - þar
var himintunglin að finna ... Við
vitum að SKIP endalokanna er orð-
að við Loka. Þannig er vísast að
Loki hafi runnið til Geirröðargarða
á vængjum Nætur - í skipi himin-
hvelanna sjö. Það „skip“ er þá vænt-
anlega geymt í kistu Geirröðar -
stokki Merkúrs. Umferðartími
Merkúrs er 3 mánuðir - hinn sami
og vera Loka í Kistunni. Loki býr
þá vafalítið yfir Skipi sólkerfisins
er hann leggst í kistu Geirröðar.
Þar lá hann væntanlega innan borg-
veggja Ása.“ (s. 321.) Augljóst má
þannig vera hveijum manni, að í
RIM er eigi síður reiknað með
„hreyfingum og gangi“ reikistjarna
- umferðartíma þeirra - en öðru
er goðin varðar. Af sjálfu leiðir; plá-
neturnar nefnast reikistjörnur
vegna hreyfingar og gangs um him-
in.
Lokaorð
Björn kemst svo að orði í grein
sinni að ég dragi „mjög dár að bóka-
renda“ sínum, þar sem getið er um
ráðningu fjögurra Dverga Völuspár
sem konungsstjarnanna fjögurra að
fornu. Kveður Björn það algjöran
misskilning hjá mér, að þarna eigi
að vera um hámark að ræða í bók
hans: „þessi kafli er „ruslakista“
mín“. Bætir hann því við, að dverg-
ana sé „víða að finna, hjá Allen og
Budge og í smáum sem stórum
mítólógíum“. Þarna er enn ein
ástæða til að velta fyrir sér hugsa-
nagangi Björns. Mér vitanlega er
samsvörunar fjögurra dverga Völu-
spár við konungsstjörnurnar fjórar
hvergi getið í bókum, hvorki hér
né erlendis. Konungsstjörnurnar eru
að sjálfsögðu nefndar í stjarnfræði-
bókum, en (að því er ég bezt veit)
er því hvergi nokkurs staðar bætt
við, að þær stjörnur skipi mikilvæg-
an sess í helzta kvæði Eddu, Völu-
spá. Enda hvernig ætti slíkt að vera
? Hverjir eru þeir stjörnufræðingar
erlendir er þekkja þau mál ? Niður-
staðan, birt í RIM, er því fullkomin
nýlunda, skorðun Völuspár í árdaga
við himinhring. Að við hæfi sé að
varpa slíkri nýlundu í „ruslakistu“
- og nefna ekki hvaðan ráðningin
sé runnin - mætti hver maður velta
fyrir sér, þá er hann heyrir, að EF
þessi ráðning er rétt splundrast þar
með nánast allt eldra mat á Völu-
spá. Það merka kvæði er þar með
runnið inn í heimsmynd klassiskrar
fornaldar; meginkenning Sigurðar
Nordals um Völuspá, svo dæmi sé
tekið, riðar til falls. Um einkenni-
lega glámsýni Björns á það hvað
máli skiptir fjallaði grein mín
„Stjarnvísi í Eddum“.
Háskólinn á Akureyri
Björn Jónsson kveður mig nú far-
inn að safna mér „andskotaliði úr
óvæntustu átt“ og segist þar eiga
við „niðrandi aðdróttanir“ mínar um
stofnanir Ians Cameron og Haralds
Bessasonar. Sýnist sem þetta beri
að skilja svo, að Haraldi Bessasyni
hafi gramizt gagnrýnin. Við því á
ég augljóst svar: Haraldur Bessason
er kominn til lands þar sem þögn
við fram lögðum rökum þykir sæma
í fræðimennsku. Ég talaði vel um
Harald, nefndi hann „fordóma-
lausan" háskólamann og taldi slys
valda - beinlínis vangá - að hann
hefði lagt blessun sína yfir orðalag-
ið í bók Björns. Svo er að sjá sem
Haraldur hafi einfaldlega ekki gætt
sín. Það er ekki ég sem geri fræðin
að „vígvelli", eins og Björn heldur
fram heldur öfugt: Ég hef boðið
Norrænumönnum samvinnu og
skýringar í nærri fjórðung aldar,
en sú sáttahönd hefur þótt of kostn-
aðarsöm fyrir ríkjandi skoðanir. All-
an þann tíma hefur mér verið bann-
að að skýra málin og rökræða þau
við heimspekideildina í Reykjavík. í
tuttugu og tvö ár hefur það þannig
verið fast verklag hjá Norrænu-
mönnum að láta sem fram lögð rök
í bókum mínum hafi aldrei séð dags-
ins ljós. Björn hefur hreinlega ekki
skilið stöðu rannsókna hérlendis;
honum verður á sú eina yfirsjón,
sem óhugsandi er að tekið sé með
þögn.
Við búum á Islandi, ekki í
Kanada, þar sem tjáningarfrelsi
þykir sjálfsagt við háskóla. Mörg
hundruð óbirtar rannsóknargreinar
liggja að baki RÍM, krufningin á
Dýrahring Grímnismála einum er
rúmar tvö hundruð blaðsíður.
Stjörnukort RÍM frá því um 1960
hafa aldrei gengið á þrykk, aðeins
brot af samsvörun goðsagna og
stjarnhimins hefur verið út gefið. I
slíkri stöðu sendir maður frá sér
eitt skýrt dæmi, sem sýnir að annað
er hluti af sömu hugmyndakeðju:
Ef niðurstöðurnar um Óðin, Þór og
Loka eru réttar í Rammaslag gefur
augaleið, að annað efni sömu sagna
fylgir í kjölfarið. Það er þannig
kenning RÍM - og ekki þeirra er