Morgunblaðið - 03.05.1990, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990
39
eftir ganga - að vissar „goðsagnir
Eddanna séu stjarnmítar". Aðrir
hefja för frá þeim púnkti. Þeir ann-
aðhvort staðfesta kenninguna - eða
fella hana. Ráðningar á tveim lang-
stærstu gátum Eddu, Dýrahringn-
um, sem reikistjörnurnar ganga um,
og eðli Loka, sem fræðimenn hafa
glímt við í tvær aldir, eru lagðar
fram í RÍM - án þess orð heyrist
um efnið frá íslenzkum háskóla. Og
nú birtast hvorki meira né minna
en átta kaflar í bók Björns af ellefu
alls, er byggjast beinlínis á ráðning-
unni Loki=Satúrnus og goðum S
gervi reikistjarna - án þess Björn
nefni, að teoría er það mál varðar
hafi verið formlega sett fram í RÍM
árið 1978. Það er ekki vegna þess
að fljóthuga maður misstígi sig, að
ég skrifa þetta, heldur vegna þess,
að virtur prófessor í íslenzkum fræð-
um sem jafnframt er taiinn sérfróð-
ur um Eddur hampar þessari slysni
sem forgöngu um nýjar rannsóknar-
aðferðir: „The author of the present
work seeks to uncover new and hig-
hly interesting features of Old Norse
myth ... Even though the under-
signed lacks the proper scientific
training to give a competent apprai-
sal of Dr. Jonsson’s work, he feels
quite strongly that the cultural con-
text of his literary sources lends
great strength to his central thesis.
This thesis he has now presented
with an amazing degree of origina-
iity and vigour.“ (s. 8.) Þarna er
ekki dregið af.
Ég hefði látið kyrrt liggja, ef
ekki liti svo út sem háskólinn í
Manitoba væri að votta rétt verklag
í því sem að framan greinir. í orðum
mínum felast ekki „niðrandi að-
dróttanir“, trúa mín er sú, að óað-
gætni valdi. Nýr háskóli á Akureyri
er okkur miklu meira en kennslu-
stofnun; hann er von íslendinga um
tjáningarfrelsi og betri tíð.
Það er vafasöm lífspeki, að kenn-
ing sem sett er fram á íslandi 1978
verði ný, óvænt og fersk í Manitoba
1989 fyrir það eitt, að þagað er um
hana við háskólann í Reykjavík.
Að sjáog
sjást með
Mikli gleraugu
í gleraugunum frá Alain Mikli
er leikið með form og liti á
óviðjafnanlegan hátt.
Og úrvalið í Linsunni hefur aldrei verið
síórkostlegra en núna.
Sjáumst í Linsunni ef þú hyggur á
hressilega tilbreytingu!
P|S
LIN5AN
AÐALSTRÆTI9 SÍMI91-623055
alain
mikli'
B Y K O
B R E I D D