Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990
Jöfiiun orkuverðs
— hvað hefiir breyst?
eftir Stefán
Arngrímsson
Sumardaginn fyrsta birtist grein
eftir Kristján Pálsson bæjarstjóra í
Ólafsvík, þar sem hann fjallar um
þann mun sem er á orkukostnaði í
Reykjavík og úti á landsbyggðinni,
^og þá einkum á orkuveitusvæði
Rafmagnsveitna ríkisins. Meginefni
greinar Kristjáns er jöfnun orku-
verðs til húshitunar.
Minnkandi verðmunur
Grein Kristjáns er um margt at-
hyglisverð og þau sjónarmið sem
þar koma fram eru virðingarverð
og að margra mati réttlætismál.
Hinsvegar er það spurning hvort
slík verðjöfnun á húshitun sé eðlileg
út frá því sjónarmiði sveitarfélaga
sem ráðist hafa í hitaveitufram-
kvæmdir og tekist vel upp, að íbúar
sveitarfélagsins eigi að njóta hag-
kvæmra framkvæmda þess. Einnig
má spyija hvaða áhrif lækkað orku-
—j%.verð hafi á orkunotkun. Margir telja
að viðleitni til spara orku myndi
minnka og orkunotkun þannig auk-
ast og ávinningur notandans í út-
gjöldum yrði ekki jafn mikiil og
búast mætti við. Um þessi atriði
má eflaust deila og ekki er ætlun
mín að andmæla sjónarmiðum
Kristjáns. Hinsvegar er rétt að
benda á það, að munurinn á hitun-
arkostnaði hjá Hitaveitu Reykjavík-
ur og RARIK hefur farið minnk-
andi síðasta áratuginn, og þrátt
—yfyrir að hann sé mikill í dag, þá
var hann u.þ.b. tvöfalt meiri fyrir
10 árum. Rafhitunarverð til not-
enda RARIK hefur á því tímabili
lækkað um 18% að raungildi, meðan
gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur
hefur hækkað um tæp 70% að raun-
gildi. Þróunin hefur því verið í átt
til verðjöfnuiiar.
Orkuverð til fiskvinnslunnar
I grein sinni nefnir Kristján orku-
verð til fiskvinnslunnar og telur að
orkuverð frá RARIK til þeirra nota
sé ,um 50% hærra en í Reykjavík.
Hér er ekki rétt með farið og hið
rétta er að verðmunur til þessara
nota er orðinn tiltölulega lítill, og
í sumum tilfellum er þessu öfugt
„Þegar litið er á heild-
arsölu beggja veitn-
anna kemur í ljós að
meðalverð orku frá
RARIK í smásölu er
nokkru lægra en hjá
RR.“
farið, að orkuverð frá RARIK er
lægra. Til að átta sig á samanburði
á gjaldskrám, þurfa menn ekki að-
Stefán Arngrímsson
eins að kíkja í gjaldskrána og sjá
verðið heldur þarf að átta sig á
söluskilmálum og þeir geta haft
úrslitaþýðingu.
Sá taxti sem fyrst og fremst er
notaður í fiskvinnslunni er svokall-
aður afltaxti, sem mælir annarsveg-
ar orkunotkun í kWh og hinsvegar
afltopp í kW. Hjá RARIK er afltopp-
ur hvers mánaðar skráður og síðan
er greitt fyrir meðaltal íjögurra
hæstu toppa ársins. Hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur (RR) er hinsvég-
ar greitt eftir hæsta toppnum á
árinu. í úttekt sem gerð var á afl-
taxtanotkun RARIK á síðasta ári,
kom í ljós, að munurinn á hæsta
toppi og meðaltoppi var um 7,3%,
þ.e. hæsti toppur var um 7,3%
hærri en meðaltoppur ársins. Þetta
þýðir að notandi hjá RARIK með
100 kW meðaltopp þyrfti að greiða
fyrir 107 kW ef sömu skilmálar
giltu og hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
Samanburður taxta (1)
Aflmæling
Hlutfall 100 kw afltoppur / 4000 stunda nýting
1980
Afltaxti RR
1990
^ Afltaxti RARIK
Qert er r&6 tyrir 7% mun á meöaltoppi
og hæsta toppi.
Samanburður taxta (2)
Heimilisnotkun
Hlutfall 4000 kwh notkun á ári
180 /
160
140
120
100 - /
80
60
40 -
20 0 /
1980
I Heimilistaxti RR
1990
! Heimilistaxti RARIK
Gjaldskrá janúar 1980
og aprll 90.
Hver „fattaði upp á“ íþrótta-
höllinni í Kópavogi?
hugmynd hjá ykkur sjálfstæðis-
mönnum að hægt sé að spara bygg-
ingu grunnskólans í Kópavogsdaln-
um með því að byggja í staðinn
yfir Hótel- og veitingaþjónaskólann
þar. Ég hélt í einfeldni minni, að
sá skóli yrði jafndýr hvort sem hann
er býggður við MK eða niðri í dal
og að sá skóli kæmi aldrei í staðinn
fyrir grunnskólann.
eftirÞórð
s Guðmundsson
Hinn 7. apríl sl. birtist hér í blað-
inu grein eftir efsta mann á lista
Sjálfstæðisflokksins hér í bænum,
sem hann nefndi Staðreyndir um
íþróttahöll í Kópavogi. Þessi grein
er full af rangfærslum og blekking-
um, sem ekki verður undan skotist
að svara nokkrum orðum.
Stolnar Qarðir
Það fyrsta sem mér datt í hug
þegar ég las þessa grein var það
sem maður heyrir börnin oft segja,
„ég fattaði upp á þessu“. Það virð-
ist Gunnari mikið sáluhjálparatriði
að telja bæjarbúum trú um að hann
- Jiefði fyrstur komið fram með þá
hugmynd, að byggja HM-húsið hér
í Kópavogi.
Mín vegna má Gunnar Birgisson
skreyta sig með stolnum fjöðrum
hafi hann ekkert annað, en stað-
reyndin er engu að síður sú, að
fyrst var byijað að vinna að þessu
máli 3. janúar og oddvitar flokk-
anna fengu að vita um málið sem
■ trúnaðarmál amk. hálfum mánuði
fyrir uppgötvun Gunnars.
Rangar tölur
í áðurnefndri grein reynir Gunn-
,ar að bera saman kostnað við þessa
byggingu og það sem hefði verið
byggt ef HM-húsið hefði ekki kom-
ið til. Þar kemst hann að þeirri nið-
urstöðu að hægt sé að byggja
íþróttahús fyrir 2.500 áhorfendur
og fullbúinn grunnskóla fyrir litlar
340 milljónir.
Er nú hægt fyrir sómakæran
iioktor að bera þetta á borð fyrir
fullorðið fólk? Það er nú einu sinni
svo, að til eru viðmiðunártölúr um
byggingu grunnskóla, sem segja
að fullbúinn tveggja hliðstæðu
grunnskóli kosti á bilinu 290-340
milljónir og íþróttahús eins og
Gunnar nefnir kostar um 200 millj-
ónir. Þetta er því kostnaður upp á
allt að 540 milljónir.
Tilboð - afsökunarbeiðni?
Ég hlýt að líta svo á, að verktak-
inn Gunnar Birgisson treysti sér til
að byggja þessi mannvirki fyrir
þetta verð. Mér finnst alveg sjálf-
sagt að Kópavogsbær semji við
slíkan verktaka.
Treysti hann sér hins vegar ekki
til að standa við sinn útreikning,
þá skuldar hann Kópavogsbúum
alvarlega afsökunarbeiðni, því þeir
eiga hana fyllilega skilið.
Hvers vegna 300 milljónir
Hvað sem um útreikninga Gunn-
ars má segja, liggur fyrir kostnað-
aráætlun þeirra mannvirkja sem
Breiðablik og Kópavogsbær ætluðu
að byggja, þ,e. félagsaðstaða og
íþróttahús fyrir 261 milljón. Fullbú-
inn tveggja hliðstæðu skóli upp á
rúmar 300 milljónir auk bílastæða
upp á-60 milljónir. Allt þetta myndi
samkvæmt þessum útreikningum
kosta á bilinu 620-650 milljónir.
Þessu voru sjálfstæðismenn sam-
mála.
HM-húsið ásamt skólanum á að
kosta samkvæmt áætlun um 950
milljónir. Mismunurinn er augljós-
lega 300 milljónir. Þetta er ástæð-
an, Gunnar Birgisson, að hið óaftur-
kræfa framlag ríkisins er 300 millj-
ónir en ekki einhver önnur tala.
Ég get hins vegar verið sammála
þér um það, að fyrir bæinn hefði
verið betra að fá hærri tölu, en að
haldá því fram að. Kópavogsbær sé
að gefa með þessu mannvirki sæm-
ir þér varla sem ábyrgum verktaka.
Rekstur - óarðbær fjárfesting
Þú gerir mikið úr því, dr. Gunn-
ai', að dýrt verði að reka þetta hús.
Víst mun það kosta talsvert, en á
síðasta ári kostaði rekstur Digra-
ness um 2,5 milljónir. Það getur
varla verið einhver viðmiðun, þótt
Reykvíkingar reki sín hús með þeim
hætti, sem þú lýsir. Þar veldur hver
á heldur.
Þú segir að Davíð borgarstjóri
hafi vísað þessari byggingu á bug,
sem óarðbærri fjárfestingu. Það
má vel vera, að þið sjálfstæðismenn
metið alla hluti í arðsemi. Hvort er
í þínum huga mikilvægara að
byggja íþróttamannvirki fyrir unga
fólkið, þar sem arðsemin er mæld
í heilbrigðri sál í hraustum líkama,
eða útsýniskringlu, þar sem arð-
semin er mæld krónum?
Sjálfstæðisflokkurinn vill rifta
Það er ekki aðeins, að þú reynir
að blekkja Kópavogsbúa með röng-
um tölum um byggingarkostnað
mannvirkjanna, heldur reynir þú
líka að telja bæjarbúum trú um að
afstaða ykkar sjálfstæðismanna sé
önnur en hún er og fram hefur
komið. Þú getur ekki skotið þér
undan því, að þegar samningurinn
var til umfjöllunar í bæjarstjórn,
þá lýstu fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins því yfir, og fullyrtu um leið að
þú værir fullkomlega sammála
þeirri afstöðu, að ef Sjálfstæðis-
flokkurinn næði meirihluta hér í
Kópavogi í komandi kosningum,
mynduð þið rifta umræddum samn-
ingi.
Hefði nú ekki verið heiðarlegra,
dr. Gunnar, að þú hefðir birt alla
Þórður Guðmundsson
„Það er skoðun okkar
jafiiaðarmanna, að
þeim fjármunum sem
varið er til íþrótta- o g
æskulýðsmála sé vel
varið og þátttaka í
íþróttum sé besta leiðin
til að kenna unglingum
heilbrigt líferni.“
bókun sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórninni, fyrst þú varst að vitna
í hana á annað borð?
Snjöll hugmynd?
*Mér-. finnst, ,það býsna skondin
Fífuhvammsvegur
Það var mjög gott hjá þér að
nefna Fífuhvammsveginn og teng-
ingu hans við Hafnarfjarðarveg og
Reykjanesbraut. Mér gefst þá tæki-
færi á að skýra lesendum frá því
að Vegagerð ríksins hefur þegar
samþykkt að Fífuhvammsvegurinn
verði þjóðvegur í þéttbýli og að
sjálfsögðu fjármagnaður sem slikur
af ríkinu. Ég get fullyrt að þetta
er sem aukavinningur í Lottóinu,
að þessari vegagerð verður flýtt
verulega vegna byggingar íþrótta-
hússins og heimsmeistarakeppninn-
ar í handbolta 1995.
Lokaorð
Það er skoðun okkar jafnaðar-
manna, að þeim fjármunum sem
varið er til íþrótta- og æskulýðs-
mála sé vel varið og þátttaka í
íþróttum sé besta leiðin til að kenna
unglingum heilbrigt líferni. Ég er
þess vegna sannfærður um, að
bygging þessa húss á eftir að verða
okkur Kópavogsbúum til mikilla
heilla.
Kópavogsbúar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert
byggingu þessa glæsilega íþrótta-
og skólamannvirkis að kosninga-
máli. Ef hann kemst til valda hér
í Kópavogi, mun þessi bygging ekki
rísa hér í bænum. Látum Sjálfstæð-
isflokkinn ekki komast í þá aðstöðu
að eyðileggja eitt mesta framfara-
mál, sem rekið hefur á fjörur okk-
ar. Það tryggjum við best með því
að kjósa Alþýðuflokkinn í komandi
kosningum.
Höfundur er kennari og 4. maður
I A-IisPwsJ.Kópavogi-