Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 41 Dæmi um orkukostnað Ef tekið er dæmi um frystihús hjá RARIK sem er með 330 kW meðaltopp og 1320 MWh ársnotk- un, þá yrði orkukostnaðurinn tæp- lega 6,4 Mkr samkvæmt gjaldskrá RARIK. Samkvæmt gjaldskrá RR þyrfti að greiða fyrir hæsta topp, eða um 354 kW og yrði kostnaður- inn þá liðlega 5,7 Mkr. Mismunur- inn er því 11,8%. Við 100 kW og sömu nýtingu yrði munurinn um 9%. Taka má annað dæmi um minna fyrirtæki, sem er með um 60 kW afltopp. Samkvæmt ákvæðum í gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur fengi hann aðeins véla- notkun selda eftir afltaxtanum, en aðra notkun væntanlega eftir Al- mennum taxta (A.l). Hjá RARIK er heimilt að sammæla alla notkun á afltaxtanum. í þessu tilfelli getur dæmið snúist við. Ef um fjórðungur notkunar er til annars en véla, þá væri um 5—10% ódýrara að kaupa orkuna samkvæmt gjaldskrá RARIK. Gamlar tölur Kristján vitnar í athugun sem gerð var fyrir „nokkrum árum“ sem hafi sýnt 50% mun. Það getur látið nærri, því munur á gjaldskrám RARIK og RR hefur minnkað hin síðari ár. Raforkuverð beggja veitn- anna hefur farið lækkandi, sérstak- lega síðustu 5 ár. Á árunum 1982— 1984 varð mikil hækkun á raforku- verði og því hægt að sýna fram á mikla lækkun frá árinu 1984. En ef skoðað er tímabilið frá 1980— 1990 þá kemur í ljós að orkuverð RARIK til heimilisnota hefur lækk- að.um 25% að raungildi og til iðnað- ar um 12%. Heimilistaxti RR hefur hinsvegar lækkað nokkru minna á þessu tímabili og afltaxti RR hefur reyndar hækkað að raungildi um alit að 30%. Þannig er verðmunur heimilistaxta veitnanna „aðeins“ rúm 20% nú en var fyrir 10 árum um 50%. Verðmunur á afltaxta hefur minnkað enn meira eða úr 60% í um 10%. (Sjá mynd.) Meðalverð raforku Þó svo að gjaldskrárverð RARIK sé yfírleitt nokkru hærra en hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur er það þó ekki algilt. Dæmi um taxta sem snertir sveitarfélög er götulýsingin. í því tiiviki er taxti Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 25-----30% hærri en hjá RARIK, og þegar litið er á heildarsölu beggja veitnanna kemur í ljós að meðalverð orku frá RARIK í smásölu er nokkru lægra en hjá RR. Ástæðan fyrir því er sú að um 60% allrar smásölu RARIK er til húshitunar, á verði sem er undir kostnaðarverði orkunnar frá Lands- virkjun, þegar tekið hefur verið til- lit til flutningstaps og kostnaðar við dreifikerfið. Höfundur er deildarstjóri Viðskiptadeildar Rafinagnsveitna ríkisins. * SEYÐIÐ YKKAR EIGIÐ S S ;tr ASIU ÆVINTYRI Asíu ævintýrið er einfalt, en einkar ljúflega samansett, eins og reyndar öll alvöru ævintýri. Til að njóta þess fullkomlega færðu örlitla aðstoð við undirbúninginn, síðan seiðir þú þitt eigið ævintýri í Wok-potti sem hitaður er með léttum gasloga. Japanskt ævintýri: Nautakjöt með Sukiyaki sósu, grænmeti og salati Vietnamskt ævintýri: Svínakjöt eða rækjur með Mekong sósu, grænmeti og víetnömsku salati Indónesískt ævintýri: Lambakjöt eða smokkfiskur með karrý sósu, grænmeti og salati Filippeyskt ævintýri: Kjúklingakjöt eða nýr fiskur með Santos sósu, Santos grænmeti og salati SÉRSTAKT TILBOÐ! 5 úrvals sérréttir og kaffi á aðeins 890,- krónur. Tilboðið gildir alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. norrabraut 56, 2. hæð, bflastæði á bak við húsið Meiriháttar rými ima húsi omÁlá ENGIMARKAÐURINN Snorrabraut 56. Opið daglega frá kl. 13.00 til 1 Laugardaga frá kl. 10.00 til 16 \ s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.