Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 43

Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAl 1990 43 Þórarinn Andrews son - Kveðjuorð Kveðja frá nemendum vorið ’90 Við nemendur Þórarins Andr- ewssonar vorið 1990 viljum minn- ast Þórarins með fáeinum orðum og láta í ljós þakklæti fyrir frábæra kennslu á liðnum önnum. Lát hans var okkur mikið áfall og ljóst er að í hugum okkar kemur enginn í hans stað. Hann var af- skaplega góður kennari, skemmti- legur og vel liðinn meðal nemenda sem annarra. Við vottum Ijölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Og kveðjum hann Tóta í hinsta sinn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (Sálm. nr. 271, V. Br.) t Föðursystir mín, ÞÓRUNN THORSTEINSON THOSTRUP, lést í Kaupmannahöfn 24. apríl. Bálför hefur farið fram. Fyrir hönd barna hennar, ættingja og annarra vandamanna, Steingrímur Thorsteinson. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞORVALDÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Klöpp við Suðurgötu, lést á Droplaugarstöðum 30. apríl. Fjóla Steingrímsd. Edvard Kristensen, Þorsteinn Steingrímsson, Helga Jóhannsdóttir, Aðalheiður Sigurdís Steingrfmsd. Hildimundur Sæmundson, Þóra Þorbjarnardóttir. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR ÁRNASON frá Hnaukum, Álftafirði eystri, Skjólbraut 7a, Kópavogi, lést í Landspftalanum að kvöldi 29. apríl. Börn, tengdabörn og barnabörn. MOBIRA TALKMAN FARSÍMINN Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI! Þegar menn tala um „alvöru“ farsíma eiga þeir við Mobira Talkman. Vegna sérlega hagstæðra samninga við framleiðanda getum við boðið þessi vönduðu tæki á frábæru verði: ADEINS^„_„ [96.368 KRÍ1 3 ára ábyrgð og ókeypis kaskótrygging. Til staðfestingar á því trausti sem við berum til Mobira Talkman bjóðum við 3 ára ábyrgð og jafnlanga endurgjaldslausa kaskótryggingu gegn skemmdum, skemmdarverkum og þjófnaði. Enginn annar býður þessa einstöku þjónustu hér á landi. Háfæknihf. Ármúla 26, símar: 91 -31500-36700 HYUNDAI ELECTRONICS VERÐHRUN A PRENTURUM!! Við bjóðum nú 1. flokks HYUNDAI tölvuprentara, gerð 910 sem er tilvalinn nótu-, gíróseðla- eða heimilisprentari á ótrúlegu tilboðsverði: Fullt verð áður kr. 27.300 Tilboðsverð nú aðeins kr. 17.900 eða kr.16.900 stgr. með tengikapli og 500 blöðum af tölvupappír frá Odda! Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað magn að ræða ! MTÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665/687175

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.