Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 46

Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 Garðar S. Arna- son - Kveðjuorð Aróra Guðmunds- dóttír - Minning Fæddur 8. júní 1943 Dáinn 20. apríl 1990 Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast hans Garð- ars frænda míns. Það virðist vera alveg sama hversu vel við erum undirbúin undir dauða einhvers sem okkur er kær, alltaf skal hann slá jafn harkalega. Garðar Sveinn var að meira og minna leyti hluti af mínu lífí alveg frá því að ég man eftir mér. Alltaf birtist hann snögglega, hlæjandi, færandi mér og seinna mínum börn- um eitthvað viðeigandi svo sem páskaegg á páskunum, jólapakka á jólum og rakettur á gamlárskvöld, nú og ef að ekkert tilefni var fyrir hendi þá færði hann þeim bara eitt- hvað annað. Börnunum mírrum reyndist hann vel og þau hændust að honum eins og öll börn virtust gera. Ef þau voru eitthvað að ólát- ast þá sagði hann stundum „á ég að ala ykkur upp“ og það var yfír- leitt nóg til þess að fá þau góð aft- ur. Hann var alltaf „langbesti frændi" í þeirra augum. Síðasta ár var hann óvenjumikið hér í bænum og hafði þar af leið- andi mikið samband, datt svona inn úr dyrunum hvort sem það var upp Fædd 30. desember 1909 Dáin 12. apríl 1990 Amma, Finney H. Kjartansdóttir, fæddist að Sléttu í Sléttuhreppi. Hún var dóttir Magdalenu Brynjólfsdótt- ur og Kjartans Finnbogasonar. Hún átti 5 systkini, Jensey og Guðrúnu, sem nú eru látnar en eftir lifa Sigríð- ur, Brynjólfur og Einar. Eina hálf- systur áttu þau sem hét Guðlaug, sem Kjartan hafði eignast áður, en hún er löngu látin. Amma giftist Friðgeiri Júlíussyni, afa mínum, 20. september 1934. Afí stundaði sjóinn í mörg ár en seinni árin stundaði hann verslunar- störf hér í Reykjavík. Hann lést 1. mars 1974. Þau eignuðust tvær dætur, Sigurborgu og móður mína, Eddu. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu. Hún var mjög mild og blíð kona en hafði samt ákveðnar skoðanir á hlutunum. Ég man aldrei eftir að hafa séð hana reiða þótt að eitthvað af barnabörnunum gerði eitthvað sem alls ekki mátti gera. Fæddur 17. apríl 1968 Dáinn 23. apríl 1990 Það er mikil sorg, þegar menn eru numdir á brott frá okkur svo fyrirvaralaust eins og var með Magnús heitinn. Hann geislaði af lífi og áhuga á því sem hann ætlaði að fara að fást við 'i nýju starfí í sumar í kaffiboði sem við vorum saman í á sunnudag- inn var, en á mánudaginn þegar ég heimsótti hann, var hann horfinn á braut, svö fyrirvaralaust og svo snögglega til nýrra starfa í örðum heimi hjá Guði, sem hann trúði svo mjög á. Já, Magnús var óvenju trú- aður ungur maður, sem las mikið í Biblíunni sinni og rædd mikið um trúmál við sína nánustu, og trúin gaf honum styrk á sinni göngu um lífsins veg. Það var síðastliðið sumar sem dóttir mín Guðrún kynnti mig fyrir ungum, ljóshærðum og myndarleg- um manni, sem húij kvað heita Magnús og væri hann frá Ólafsvík. Hann kom mér fyrir sjónir sem prúð- ur og kurteis ungur maður og mér leist strax mjög vel á hann. Þau í sumarbústað eða bara hér heima. Ég man eftir því þegar ég bauð honum einu sinni upp á nýja ýsu. Því var hann hrifinn af. Eins og hann sagði: Manni er alltaf boðið upp á þetta kjöt.Það var alltaf gam- an að fá hann í mat því að það var alveg sama hvað honum var boðið, það var alltaf „gott“. Síðast kom hann í heimsókn til mín í byijun þessa árs og sat þá hjá okkur langt fram eftir kvöldi þó að þrekið væri farið að minnka mikið. Sú kvöld- stund var mjög ánægjuleg kveðju- heimsókn. Ég vona og veit að við eigum eft- ir að hittast aftur, við ánægjulegar aðstæður og þá mun hláturinn hans óma enn á ný í eyrum mínum. Guð geymi hann frænda minn uns við hittumst á ný. Linda og fjölskylda Minningarnar hrannast upp. Svo margar og góðar. Hann var beinskeyttur en líka ljúfur, hláturmildur en einnig íhug- ull, félagslyndur en samt hógvær; allt þetta og svo miklu meira rúmað- ist í góðum vini okkar, Garðari Sveini Árnasyni, sem hefur kvatt þessa jarðvist og lagt í leiðina löngu á aðra ströndu. Best man ég eftir ömmu í hvítum slopp með klút um höfuðið í eldhús- inu að baka pönnukökur eða kleinur og það voru bestu pönnukökur og kleinur sem ég hef nokkum tíma smakkað. Þegar við krakkarnir vor- um lítil þá tók hún sig oft til og fór með okkur niður að Tjörninni í strætó til að gefa fuglunum brauð og þá var oft komið við í ísbúð og allir fengu ís. Þetta voru skemmti- legar stundir. Amma var dugnaðarforkur og það sýndi sig í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur, hvort sem það var elda- mennska eða eitthvað annað. Henni þótti ekki mikið mál að setjast á skólabekk á miðjum aldri til að læra ensku svo að hún gæti talað við afa og ömmu í Englandi á þeirra tungu- máli. Amma giftist aftur árið 1977 Jóni Guðjónssyni, sem þá var orðinn ekk- ill og bjuggu þau lengst af í Austur- brún í Reykjavík. Attum við fjöl- skyldan oft góðar stundir þar. Allir voru velkomnir og alltaf heitt á könnunni. fluttu svo til Reykjavíkur síðar um sumarið og stofnuðu heimili í Kríu- hólum 4. Heimili þeirra bar fljótt þess merki að þau væru bæði dug- mikil og smekklegar manneskjur og smám saman kynnist ég því betur hjá Magnúsi að allt sem hann tók sér fyrir hendur vildi hann hafa hundrað prósent vel gert. Eins tók ég mjög vel eftir því hjá Magnúsi að hann bar mikla umhyggju fyrir öðrum og þar voru ávallt efstir á blaði hjá honum bræður hans, þeir Héðinn og Hafþór. Og mikil er þeirra sorg að sjá nú á eftir elskulegum bróður, sem í uppvexti þeirra bræðra hefur verið þeim sem bjart leiðarljós. Þau Magnús og Guðrún voru svo nýlega flutt úr Kríuhólunum og voru búin að koma sér mjög ve! fyrir í nýrri íbúð í Reykási 41. Þar var mjög bjart yfír þeim og þeirra framtíð þegar kallið óvænta og mjög svo ótímabæra kom að handan. Minn friður er á flótta mér finnst svo tómt og kalt ég geng með innri ótta og allt mitt ráð er valt ég veit ei hvað mig huggi" Garðar Sveinn var einfaldlega maður sem öllum þótti vænt um. Einlægni hans og viðmót í garð sam- ferðarmanna var með þeim hætti, að annað var ekki hægt. Við bræður áttum þess kost að kynnast Garðari Sveini vel í sam- starfí árum saman. Einkanlega á vettvangi ungra jafnaðarmanna og í starfi Alþýðuflokksins. Innsæi Garðars Sveins og víðfeðm þekking hans á mönnum og málefnum nýtt- ist honum vel í hinu pólitíska starfí. Jafnaðarmenn eiga honum margt að þakka. Við þökkum Garðari Sveini Árna- syni samfylgdina og forsjóninni fyrir það að hafa átt hann að vini. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Árni og Gunnlaugur Stefánssynir Á síðasta ári fóru þau á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund vegna heilsubrests en undir það síðasta var krafturinn á þrotum hjá ömmu og hún andaðist þar aðfaranótt skírdags. Jón er nú heimilisfastur þar. Síðast sá ég hana í janúar áður en ég fór af landi brott og var þá sannfærð um að ég fengi að sjá hana aftur þegar ég kæmi í maí en svo varð ekki. Hún var jarðsett við hlið afa míns þ. 20. apríl og á ég eftir'að sakna hennar elsku ömmu mikið. Karen L. Kinchin og hvergi sé ég skjól mér ógnar einhver skuggi þótt'ég sé beint við sól. (Matth. Joch.) Sorgin er mikil á þessari stundu en minningin um góðan, duglegan dreng tendrar ljós í hjörtum þeirra sem hann þekktu. Fari Magnús í friði og megi góður Guð leiða hann á framtíðarbrautum. Guðmundur Sigurðsson Elskulegi unnusti minn og besti vinur, Magnús Jón Magnússon, hef- ur nú yfirgefið þennan jarðneska heim. Fædd 4. júlí 1912 Dáin 27. apríl 1990 Okkar kynslóð finnst það oft til marks um þjóðarrembing, þegar rætt er um að gáfur ómenntaðs alþýðufólks í þessu landi séu meiri en tíðkast annars staðar. íslending- ar, sem nú eru um miðjan aldur eða að alast upp, eru allir svo hámennt- aðir að þeir leyfa sér að gera grín að mörgu og lítið úr flestu, nema þá helst eigin ágæti. Henni Róru frænku minni fannst nú ekki mikið til sín koma. Hún hafði hætt námi í Kvennaskólanum til að hjálpa móður sinni með barnahópinn. Samt gat Róra, eins og flest henn- ar systkini, farið með ljóðabálka Jónasar Hallgrímssonar, Einars Ben. og auðvitað Davíðs. Og fannst það sjálfsagt. Hún kunni allt utan að sem hún hafði einu sinni lært. Hún þýddi á efri árum bók eftir norska skáldið Johan Falkenberget. „Ég geri þetta svona mér til gam- ans,“ sagði hún. Hún var stórgott skáld. Það var ekki aðeins að brag- fræðin væri í lagi. Spekin og kímnin tvinnuðust saman og ljóðin hennar voru innihaldsrík og falleg. Þegar ég var að komast til vits og ára voru íslendingar að verða ríkir og fóru að hafa efni á að kaupa bíla og tekkhúsgögn, jafnvel að fara til útlanda. Róra bjó með Valda frænda í lítilli íbúð og átti ekki neitt, nema ómældan viskubrunn og yndislega gott og rólegt skap — og myndarbörn og fjölskyldu sem elskaði hana af því að það var svo gott að vera nálægt henni. Sem barni fannst mér hvergi betra að vera en á Grettisgötunni hjá Róru. Ég mátti sauma dúkku- föt, drasla allt út, ganga í skápana og koma með alla mína vini. Og svo hitti ég alltaf margt fólk. Fólk gekk út og inn eins og það væri heima hjá sér hjá Róru. Best fannst mér þó þegar Róra og systur henn- ar sungu fyrir mig „Aumingja Imba gamla" eða „Huldar litli á Hólavöll- um“. Og svo grétum við allar. Síðan var skellihlegið yfír öllum þessum klökkva og ég fékk líka kaffí og mola, því hjá Róru mátti maður allt sem var skemmtilegt. Að kynnast manneskju eins og henni Róru frænku minni er besta menntun sem mín kynslóð getur fengið. Júlla í dag er til moldar borin ástkær frænka mín Áróra Guðmundsdóttir. Á slíkri stund sem þessari koma ei mörg orð upp í huga manns. Sorg- in er svo mikil, en minningin um þennan ástríka dreng tendrar ljós í hjarta mínu. Þakka ég Guði fyrir að hafa leyft mér að kynnast honum Magga mínum og eytt með honum síðustu ævimánuðum hans. Það er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun að svo nákominn vinur sé horfínn. Vináttunnar verður ekki lengur no- tið nema í minningunni. En núna hefur hann hlotið sálarfriðinn og lagt af stað yfir móðuna miklu um- vafínn englum Guðs. Mér þykir sem þessi vers séu töluð úr mínum huga, nú þegar ég kveð í hinsta sinn minn heittelskaða unnusta. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V.Br.) Megi Magnús Jón Magnússon hvíla í Guðs friði. Drottinn blessi minningu hans. Guðrún Sigurbjörg Guðmundsdóttir Róra, eins og hún var kölluð af sínum nánustu, var fædd 4. júlí 1912 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir og Guð- mundur Þorkelsson. Hún fluttist ung til Reykjavíkur og giftist árið 1941 Þorvaldi B. Þorkelssyni, yfir- prentara, en hann lést árið 1958. Þau eignuðust þijú böm og komust tvö á legg, Baldur, flugvélstjóri, búsettur í Lúxemborg og Hólmfríð- ur, aðalbókari, í Reykjavík. Ég minnist Róru fyrst sem ungur drengur í foreldrahúsum á Sauða- nesi norður á Langanesi, er við systkinin biðum spennt í hvert skipti sem „vínarbrauðssendingin" frá Róru barst flugleiðis frá Reykjavík, enda var þetta óþekktur munaður á þessum slóðum. Svona var nú einu sinni Róra, hún var ávallt að gera öðrum gott og var sannur höfðingi í lund. Heimili hennar var manni ávallt opið, og gestum og gangandi var ætíð tekið opnum örmum. Þegar ég hóf nám í menntaskóla, átti ég því láni að fagna að vera „kostgangari" (eins og hún kallaði það) hjá Róru einn vetur. Sá vetur líður mér seint úr minni. Hún gekk mér nánast í móður stað og sá ekki aðeins um fæði og klæði, heldur tók hún að sér uppeldishlutverk í einn vetur. Ég kynntist því hversu frá- bærum mannkostum hún var búin. Hún sá ávallt björtu hliðarnar á öllum málum. Þrátt fyrir mikinn aldursmun varð ég hans aldrei var, því hún kunni að umgangast fólk á svo sérstakan hátt. Enda fór það svo að vinir mínir í menntaskólan- um urðu líka vinir hennar Róru. Róra hafði alla tíð mikla unun af bókmenntum og var hagyrðingur góður. Eftir hana liggja mörg ljóð og vísur. Mestan hluta ævi sinnar bjó Róra við Grettisgötuna. Síðar flutti hún á heimili dóttur sinnar Hólmfríðar. Þar bar fundum okkar oft saman, sérstaklega fyrsta vetur minn í háskólanum og hlakkaði ég alltaf jafn mikið til að gera hlé a bóka- lestrinum til að hitta þessa uppá- haids frænku mína. Síðustu æviárin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem hún undi hag sínum vel, þrátt fyrir erf- ið veikindi. Þegar ég nú lít yfír farinn veg, þá er ég þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að eiga svo náin kynni við jafn yndislega manneskju og hana Róru. Af henni hef ég margt lært, sem enginn skóli, hvorki æðri né lægri, hefði getað kennt mér. Því mun minningin um þessa frænku mína, sem mér þótti svo vænt um, ávallt vera ofarlega í huga mér. Að lokum vil ég biðja góðan Guð að blessa minningu hennar. Guð veri með börnum hennar og barna- börnum. Sigurgísli Ingimarsson Það var undarleg tilfinning þann 27. apríl sl. þegar móðir okkar vakti okkur snemma morguns til að segja okkur að amma, sem okkur þótti svo mikið vænt um, hefði fengið svefninn langa þá um morguninn. Það er margt sem amma hefur gefið okkur um ævina og eru sjálf- sagt fáir sem hafa gefið jafn mikið af sjálfum sér og hún. Hún var allt- af boðin og búin að gefa aleiguna til þess að við gætum haft það sem allra best, og ást hennar og hlýja gerði oft kraftaverk. Amma var trúuð kona og kenndi okkur að trúa á Jesú Krist og hefur það oft hjálp- að okkur í lífinu, sem og svo margt annað sem hún kenndi okkur. Alltaf gátum við leitað til ömmu þegar eitthvað bjátaði á. Engu máli skipti hversu slæm hún var af sínum eig- in veikindum, alltaf hafði hún áhyggjur ef aðrir fengu kvef. Það eru ekki allir sem eiga ömmu sem hefur þolinmæði til að kenna tveim prökkurum að læra að lesa, Finney H. Kjartans- dóttir - Kveðjuorð Magnús Jón Magnús- son - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.