Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
47
tefia og gera hinar ýmsu kúnstir,
eins og að hlaupa á skautum, áður
en þeir fara í sex ára bekk.
Það skarð sem amma okkar skil-
ur eftir sig verður aldrei fyllt, en
einlæg trú hennar á Guð og himna-
ríki varð til þess að við vitum að
nú er hún hjá Guði, umvafín kær-
leik þeirra ástvina sinna, sem
gengnir voru á undan henni. Við
vitum að ást hennar fylgir okkur
öllum alla tíð og að hún mun halda
sinni vemdarhendi yfir okkur um
ókomna framtíð.
Blessuð sé minning hennar.
Valdi og Rikki
Hún dó í sumarbyijun hún Róra
frænka mín. Þessi kona sem mér
fannst í barnæsku að hlyti að vera
eilíf og óumbreytanleg líkt og per-
sónurnar í ævintýrunum sem hún
sagði mér svo oft frá þegar ég heim-
sótti hana á Grettisgötuna. Og það
var nú hátíð þegar maður gisti hjá
henni Róru og drakk hnausþykkt
súkkulaði úr könnu og hlustaði á
sögur og frumsamin ævintýr.
Ræktarsemi hennar við þjóðlega
menningu ásamt rómantísku eðli
og hugmyndaauðgi gerði hana að
listilegum sögumanni. Allt var svo
skemmtilegt í kringum hana Róru.
Með einni setningu gat hún
sveipað hversdagslegt umhverfi
ævintýraljóma eins og þegar hún
benti mér á mjaðarjurtina við
snúrustaurinn og sagði: „Finndu
hvað hún angar, svo dýrðlega að
ekki heimsins dýrustu ilmvötn kom-
ast í hálfkvisti við þennan ilm.“ Og
litii bakgarðurinn við húsið hennar
breyttist í einu vetvangi í lystigarð
úr Þúsund og einni nótt.
Það var eins og hún Róra væri
aldurslaus. Hún átti samleið með
ungum jafnt sem öldnum og átti
svo auðvelt með að setja sig í ann-
arra spor. Frá henni stafaði hlýju
og rósemd sem hlaut að laða fólk
að henni. En manngildi hennar birt-
ist fyrst og fremst í hleypidóma-
leysi í garð annarra. Hún var um-
burðarlynd friðsemdarmanneskja,
sem þó tókst alltaf að lífga upp á
mannlífið í kringum sig. Það er
dýrmætt að hafa fengið að kynnast
henni Róru og hafa átt hana að vini.
Þóra Lárusdóttir
Ég hef fyrir satt að þegar hún
mágkona mín sem nú er borin til
grafar var spurð um líðanina
síðustu dagana sem hún lifði, þá
hafi svarið einatt verið á sama veg.
„Mér líður vel,“ hvíslaði Róra okk-
ar. Það hefur samt trauðla alltaf
verið allur sannleikurinn svona und-
ir lokin. Aftur á móti var hún þann-
ig af guði gerð þessi kona að fólki
leið vel í návist hennar. Ég átta
mig ekki alminlega á því hvort það
var hlýjan í andlitinu ellegar við-
mótið eða þá bara þetta hægláta
aðlaðandi bros sem ég þóttist raun-
ar stundum merkja ögn af angur-
værð í. En að vísu skiptir það ekki
máli. Það streymdi bara eitthvað
frá henni Róru eins og stundum
vill verða, sem ekki verður skil-
greint, og fyrir bragðið var bæði
svo ógn notalegt að vera í návist
hennar og svo var það líka svo fyrir-
hafnarlítið ef svo mætti að orði
komast.
Hún átti ekki viðburðaríkt líf sem
svo er kallað, þessi ljúfi vinur okkar
allra sem umgengumst hana, nema
þá helst ef hægt væri að tala um
að sumum auðnist að eiga það í
sjálfum sér. Ævintýri sín upplifði
hún í ástvinum sínum og gæfa
þeirra var auðna hennar og gleðin
mest.
Þannig var kærleikurinn alla tíð
förunautur Róru, mildin og um-
hyggjan. Ætli nokkur manneskja í
víðri veröld hafi átt henni nokkuð
nema gott að gjalda? Ekki undirrit-
aður að minnstakosti, svo mikið er
víst, sem var svo lánsamur að eign-
ast hana fyrir mágkonu.
Um leið og við Guðný systir
hennar og börnin okkar þökkum
henni samfylgdina vottum við börn-
um hennar og tengda- og barna-
börnum okkar dýpstu samúð.
Gísli J. Ástþórsson
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR JÚLÍUSSON
útgerðarmaður,
fyrrverandi alþingismaður,
andaðist 30. apríl í Landspítalanum. Jarðarförin verður auglýst
síðar.
ingibjörg Þorvaldsdóttir, börn.tengda-
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Útför
HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR,
- Mólandi,
Hauganesi,
fer fram frá stærri Árskógskirkju laugardaginn 5. maí kl. 13.00.
Sigurpáll Sigurðsson,
börn og aðrir ástvinir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN Þ. ÓLAFSSON
fiskmatsmaður,
fyrrum bóndi að Leirum, Austur-Eyjafjöllum,
Hraunbæ 132, Reykjavík,
verður jarðsunginn á morgun, föstudaginn 4. maí, kl. 13.30.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju. Jarðsett verður í Fossvogskirkju-
garði.
Kristín Pétursdóttir,
Vigdís Kjartansdóttir, Þorvarður Þórðarson,
Pétur Sævar Kjartansson, Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir,
Ólafur Marel Kjartansson, Guðný Védís Guðjónsdóttir
og barnabörn.
BÍLGREINASAMBANDID
Bílgreinasambandió heldur vorfund sinn á Hótel
Sögu, laugardaginn 5. maí og hefst hann kl. 09:15.
DAGSKRÁ:
Kl. 09:15 Formaður BGS, Gísli Guðmundsson, setur fundinn.
Kl. 09:30-11.15 Sérgreinafundir
A) Verkstæðisfundur
B) Málningar- og réttingarverkstæði
C) Bifreiðainnflytjendur og varahlutasalar
D) Smurstöðvar og hjólbarðaverkstæði
Kl. 11:30-12:15 Niðurstöður sérgreinafunda.
Kl. 12:15-14.00 Hádegisverður og hádegisverðarerindi.
Júlíus Sólnes umhverfismála-
ráðherra fjallar um umhverfismál
og mengunarvarnir í bílgreininni.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin.
(FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670
optibelt
KÍLREIMAR
REIMSKÍFUR OG FESTIHÓLKAR
Drifbúnaður hvers konar
er sérgrein okkar.
Allt evrópsk gæðavara. Veitum
tæknilega ráðgjöf við val á
drifbúnaði.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
Sjónvarpstœki
Sjónvarps-
myndavélar
Hljómtœkja-
samstœður
Útvarpsvekjarar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300