Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 48

Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 H t Ástkær eiginmaður minn, JÓN GUÐBJARTUR GÍSLASON, Alftamýri 32, lést í Landspítalanum 30. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Arndís Hannesdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR REYNIR GUNNARSSON frá Þorfinnsstöðum, lést í Borgarspítalanum 1. maí. Sólveig Gísladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín og fóstursystir, KRISTJANA HILARI'USDÓTTIR, Míðtúni 1, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. maí kl. 13.30. Hrafnhildur Björnsdóttir, Vigdís Hansen. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Tjarnargötu 18, Reykjavík, áður Haðarstrg 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti Styrktarfélag van- gefinna njóta þess. Hreiðar Guðjónsson, Róbert Árni Hreiðarsson, Áslaug M. G. Blöndal, Árni Hreiðar Róbertsson, Róbert Árni Róbertsson, Tómas Kristófer Róbertsson, Ríkharður Róbertsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR, Stigahlíð 12, andaðist í hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi 24.apríl. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 7. maí kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti hjúkrunarheimilið Skjól njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Jónsson, Halldóra Malensky og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON frá ísafirði, til heimilis að Foldahrauni 39b, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Svava Guðmundsdóttir, Sonja Huld Ólafsdóttir, Már Jónsson, Gunnlaugur Ólafsson, Kristin Gísladóttir, Martha Arnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, tengdafaðir og sonur, ÞORSTEINN GUÐNASON, Skaftahlíð 26, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudagínn 4. maí nk. kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Hrefna Kristmundsdóttir, Gyða Traustadóttir, Gunnar Gíslason, Kristmundur Þorsteinsson, Sigurlaug Ragnarsdóttir, Július Þorsteinsson, Helga Guðmundsdóttir, Elí Þorsteinsson, Erna Kristmundsdóttir, Guðni Guðjónsson. Gísli Oddsson frá Hofí - Minning Fæddur 18. apríl 1896 Dáinn 15. apríl 1990 Kvaddur er kunningi og vinur, Gísli Oddsson frá Hofi í Vopna- fírði. Með honum er fallinn einn af þeim aldamótamönnum sem ekki gleymist þeim sem honum kynnt- ust. Ég ætla ekki að rekja ævisögu Gísla, aðeins stikla á stóru. Miklu fremur þakka honum þau góðu kynni sem með okkur tókust. Gísli fæddist á Hallormsstað 18. apríl 1896, sonur hjónanna Þor- gerðar Bjarnadóttur, ættaðri úr Fljótsdal og Odds Guðmundssonar, ættuðum af Suðurlandi, en þau voru í vinnumennsku á Hallorms- stað. Síðan liggur leið þeirra sitt á hvað austur í Fljótsdal út um allt Hérað og úpp á Jökuldal. Fátæktin fylgdi þeim alla tíð. Þau voru ýmist í vinnumennsku eða húsmennsku sem kallað var. Böm þeirra hjóna urðu níu, fímm dóu í bemsku. Þau sem upp komust vom Gísli, Páll, Björgvin og Guðrún. Snemma fór Gísli úr föðurhúsum og hafði því lítið af systkinum sínum að segja. Gísli dvaldi á mörgum bæjum á Jökuldal, mismunandi lengi á hverjum bæ. Á Hákonar- stöðum féll honum best af þeim bæjum sem hann hafði dvalið á þá, því þar fékk hann nóg að borða en það var númer eitt. Þaðan flytur hann á Skjöldólfsstaði og ætlaði að setjast þar að fyrir fullt og allt því þar kunni hann vel við sig og líkaði vel í alla staði, en' enginn veit sín örlög fyrir. Atvik varð því valdandi að Gísli yfírgaf Skjöldólfsstaði eftir aðeins eitt ár. Þá má segja að Gísli hafi yfirgefið Jökuldal fyrir fullt og allt, þó hann dveldi á heiðarbýlinu Ármótaseli síðasta árið. Áður en ég yfírgef þennan þátt æviferils Gísla skal þess getið að móðir hans deyr úr mislingum á Skjöldólfsstöð- um á Jökuldal, aðeins 45 ára, og faðir hans deyr úr lungabólgu í Klausturseli, 62 ára gamall. Nú verða þáttaskil hjá Gísla. Vorið 1932 flytur hann norður í Vopnafjörð, fyrst í Burstafell, er þar í tvö ár, síðan í Ytra-Nýp, er þar í tvö ár, þá í Einarsstaði og er þar í fjögur eða fimm ár og býr þar tvö síðustu árin. Um 1940 flytur svo Gísli í Hof til séra Jakobs Einarssonar, prests og prófasts, og er þar samfleytt í 27 eða 28 ár, eða þar til staðurinn fór í eyði 1968, og við Hof var Gísli kenndur síðan. Gísli fór ekki langt, flutti á næsta bæ, Deildarfell, til Júlíu Guðbjörns- dóttur og Friðjóns Gunnlaugssonar, sem þar bjuggu. Þar dvaldi Gísli fram á árið 1975 er hann flutti í Vopnafjarðarkauptún og dvaldi þar á annað ár. Sumarið 1977 flytur Gísli norður í Eyjafjörð á Dvalar- heimilið Skjaldarvík þar sem hann átti eftir að dvelja tæp 10 ár. Gísli endaði sem æviferil sinn í Vopna- fírði því þar dvaldi hann síðustu árin og andaðist þar. Gísla tók sárt að þurfa að yfír- gefa Vopnafjörð sem vonlegt var, eins frískur og hress sem hann var þá. Elliheimili var í byggingu á staðnum og hefi ég aldrei botnað í því hversu svo þurfti að fara. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá Gísla í fyrsta skipti. Þá var hann að reka í kaupstað sláturlömb frá Hofi, ásamt Magnúsi ráðsmanni staðarins. Við pabbi hittum þá rétt þegar þeir voru að koma í kauptún- ið, Gísli heilsar mér með kossi og tók upp tóbaksdósina. Þetta bjarta og broshýra andlit. Það leyndi sér ekki að þar var góður drengur á ferð, enda sagði ég við pabba, en þeir þekktust frá gamalli tíð: „Þetta hlýtur að vera góður maður.“ En skrautlegur þótti mér hópurinn sem þeir ráku, enda lömb Gísla öll mis- lit og ég held ég megi fullyrða að fáar hvítar kindur hafi hann átt eftir að hann kom í Vopnafjörð, a.m.k. var hann meira gefínn fyrir að hafa þær fallegar á litinn heldur en að kynbæta og ekki hikaði Gísli við að láta vænsta hrútinn sinn í skiptum fyrir skrautlega gimbrar- tusku. Eftir að Gísli flutti í Deildar- fell fóðraði Friðjón fyrir hann marg- ar kindur og þar átti hann kindur, eftir að hann fór þaðan. Gísli gaf mér kindur sem Friðjón fóðraði fyr- ir mig meðan hann bjó. Þó Gísli hefði gaman af kindum þá hygg ég að hann hafi verið meira gefínn fyrir hesta og það hafa kunnugir sagt mér að honum hafi farist vel við þá. Á Deildarfelli átti Gísli góða daga, þó hann gæti ekki unnið sök- um mæði. Þá var hann lifandi í öllu sem gerðist. Fólkið var honum sérlega gott og eiga þau hjónin þakkir skildar fyrir það. En þó að Gísli væri góður dreng- ur, var hann ekki gallalaus frekar en aðrir. Hann var ákaflega við- kvæmur, þoldi illa hið minnsta mótlæti, svo jafnvel smáatvik gat orðið þess valdandi að honum sárn- aði illa og sat það þá í honum lengi og jafnvel alltaf. Gísli var gjöfull maður svo ég taki nú ekki sterkara til orða, enda safnaði hann ekki peningum. Hann sagði mér að ef hann hefði sest að á Skjöldólfsstöð- um, hefði hann orðið stórríkur, en ég held að Gísli hefði aldrei orðið ríkur á veraldlega vísu, en hann var Grétar Þór Sig- urðsson - Fæddur 25. ágúst 1978 Dáinn 5. apríl 1990 Páskahelgin var í nánd með til- hlökkun um góðar stundir, þar á meðal var fyrirhugað að fara að Minning Nesjavöllum til að heimsækja bræð- urna Jón og Grétar og Guðbjörgu, ömmu þeirra. Skyndilega er allt breytt, litli broshýri vinurinn er ekki lengur á meðal okkar heldur í faðmi Guðs. Hvemig má vera að t Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, sem lést í Landspítalanum 21. apríl sl., UNNAR VALDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Heiðmörk 69, Hveragerði, áður til heimilis á Laufásvegi 58, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju næstkomandi föstudag, 4. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á að láta orgelsjóð Hallgrímskirkju njóta þess. Kristín Kristinsdóttir, Kristján Kristinsson, Nína Hafstein, Guðmundur S. Kristinsson, Ása Ásgeirsdóttir og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓNSSON, Haga, Þingi, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Jófrfður Kristjánsdóttir, Björg Bjarnadóttir, Árni Jónsson, Jón Bjarnason, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sigri'ður Kristín Bjarnadóttir, Ragnar P. Bjarnason, Sonja G. Wúfum, Sigurlaug Bjarnadóttir, Kristinn Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Særún Albertsdóttir, Lára Ragnhildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ...... svona lífsglatt og hraust barn sé tekið frá okkur. Því getur enginn svarað. Við minnumst Grétars Þórs ætíð sem glaðværa og kraftmikla ’drengsins sem við hittum í ferðum okkar að Nesjavöllum. Alltaf vildi hann vera með í verki og þá helst sem fulltíða maður, hvort sem verið var að smala, staðið í heyskap eða við önnur verk. Grétar var einstaklega harður af sér. Minnisstætt er þegar hann óvart tók um tunnu sem nýlega hafði verið brennt í rusl. Við það fékk hann brunasár á lófum. Þá var ekki grátið heldur hendur hrist- ar og blásið á sárin. Þeir sem áttu samverustundir með Grétari fundu best hversu ein- lægur og Ijúfur hann var þótt hon- um gæti hlaupið kapp í kinn, bæði í leik og starfí. Þær samverustund- ir eiga mestar foreldrar, systkini og amma Grétars. Mér er minnis- stætt er við vorum einir saman nokkra haustdaga á Nesjavöllum. Þær minningar er ég þakklátur að eiga. Grétar undi sér best við útiveru. Það var afar sjaldan er við komum að Nesjavöllum að hann væri ekki úti við leik eða við störf með full- orðnum. Ætíð þegar við hringdum til Nesjavalla svaraði Grétar. Alltaf var sama ljúfa svarið: „Ég segi allt fínt“ og oft fylgdi á eftir: „Eruð þið að koma?“ Hann hafði gaman af að hafa margt fólk í kringum sig og var þá óspar á að bjóða gest- um í kaffi og pönnukökur hjá ömmu sinni. Bræðurnir Jón og Grétar voru mjög samrýndir þrátt fyrir aldurs- mun og aðdáunarvert hversu hjálp- legur og umhyggjusamur Jón var Grétari sem hann leit svo upp til og dáði. Áhugi þeirra bræðra beind- ist að skepnuhaldi, ekki hvað síst kindum, þótt þeir gætu ekki sinnt því eins og hugur stefndi vegna framkvæmda á jörðinni. Minningarnar um elsku frænda okkar eru márgar og ekki er hægt að setja þær á blað í nokkrum orð- um. Orð verða smá. og máttvana á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.