Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 59

Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Liverpool áfram í banni Þær fréttir bárust frá aðalstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í gær að Liverpool yrði áfram í banni frá þátttöku í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu. Félagið verður a.m.k. í banni í þrjú ár til viðbótar, en bann var sett á ensk félagslið eftir harmleikinn í Brussel 1985, þar sem 39 áhorfendur fórust þegar Liverpool og Juventus léku til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða. Miklar líkur eru á að önnur ensk félög fái að taka þátt í Evrópu- keppninni næsta keppnistímabil. HANDKNATTLEIKUR / SPANN Létt hjá Teka í Madrid KRISTJÁN Arason og félagar hans hjá Teka unnu léttan sig- ur, 23:19, á Atletico Madrid í 1. deildarkeppninni á Spáni í gær. „Þetta var mun léttara en við reiknuðum með. Við náðum strax góðum tökum á leiknum og vorum með forustuna f rá upphafi," sagði Kristján Ara- son. Kristján, sem skoraði þrjú mörk í leiknum, á möguleika á að verða Spánarmeistari. Ef Teka nær titlinum nær Kristján þeim áfanga að verða meistari í þremur löndum. Hann var meistari með FH og síðan Gummersbach í V-Þýskalandi. „Lokaspretturinn verður erfiður. Við erum með aðeins eins stigs for- skot á Barcelona. Auðvitað er draumurinn meistaratitill. Maður er í þessu til að vinna titla,“ sagði Kristján. Cabanas átti mjög góðan leik með Teka og skoraði átta mörk. Teka leikur næst gegn Alicante heima og síðan á félagið erfiðan útileik gegn Caja Madrid, sem vann Bidasoa 30:20 í gærkvöldi. Mm FOLK ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, kom inn á sem varamaður gegn Derby og lék síðustu 20 mín. leiksins við HBI^B mikinn fögnuð FráBob áhorfenda. Leik- Hennessy menn Liverpool lEnglandi tóku ^ mgt; gng. landsbikarnum eftir leikinn, sem þeir unnu, 1:0. Dalgl- ish, sem er 39 ára, var í peysu númer 14. ■ DOUG Ellis, forseti Aston Villa, afhenti Alan Hansen, bikar- inn. En það var einmitt Villa sem barðist við Liverpool um bikarinn. H PETER Beordsley, landsliðs- maður Englands, var eini leikmað- ur Liverpool sem var ekki staddur á Anfield Road. Sögusagnir eru nú uppi um að hann sé á förum til Leeds, en hann er óhress með að hafa fengið lítið að leika að undanf- ömu. H LIVERPOOL ætlar ekki að kaupa írsaelmanninn Ronnie Ros- enthal, sem félagið hefur haft í láni frá Standerd Liége. Þegar Rosenthal, sem hefur skorað fimm mörk á stuttum tíma fyrir Liver- pool, átti að kosta 500 þús. pund þegar hann kom fyrst til félagsins. Það verð var síðan hækkað í 600 þús. pund og í gær vildi Standard Liege fá 1,2 millj. punda fyrir hann. H FRANSKA félagið Metz hefur boðið Standard Liege 750 þús. pund fyrir Rosenthal. Hann sagði aftur á móti í gær, að hann hafi áhuga að leika með félagi í London. H LOU Macari, fyrrum fram- kvæmdastjóri West Ham og Swin- don, var handtekinn á hóteli í Manchester kl. sjö á þriðjudags- morgun, 1. maí. Macari var settur í steininn á lögreglustöðjnni í Brist- ol ásamt þremur öðrum mönnum sem hafa verið hjá Swindon. Grun- ur leikur á að Macari hafi verið maðurinn á bak við að Swindon greiddi leikmönnum „svarta pen- inga“ til að losna við skattgreiðslur. H MACARL á nú yfir höfði sér fjársektir. Ef hann verður fundinn sekur, en ef félagið verður dæmt, getur svo farið að það verði látið fara niður úr 2. deild - í þá þriðju eða jafnvel fjórðu. H BRISTOL Rovers tryggði sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn síðan 1981 er liðið sigraði Bristol City, 3:0 í ensku 3. deildinni í gær. Fram- kvæmdastjóri Bristol City er Gerry Franeis, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins. H NORTHAMPTON Town féll í 4. deild í gærkvöldi er liðið gerði markalaust jafntefli við Tranmere Rovers á heimavelli. ISHOKKI / HMISVISS Sovétmenn meistarar í áttunda sinn undir sljóm - Tikhonovins Juventus lagði Fiorentina JUVENTUS vann fyrri úrslita- leikinn gegn Fiorentina í UEFA-bikarkeppninni, 3:1, í Tórfnó ígærkvöldi. Seinni leik- urinn verður leikinn 300 km frá Fiorentina, sem var sett í heimaleikjabann í keppninni eftir ólæti á vellinum í leik gegn Mónakó. Roberto Galia færa Juventus óskabyrjun er hann skoraði eftir aðeins þrjár mín. við mikinn fögnuð 45 þús. áhorfenda. Renato •Buso jafnaði fyrir gestina á tíundu mín. Eftir það náðu leikmenn Fior- entina yfirhöndinni, en Tacconi, markvörður Juventus kom í veg fyrir að þeir skoruðu mörk. Hann varði hvað eftir annað meistara- lega. Þeir Luigi Casiraghi og Luigi De Agostini gerðu út um leikinn með tveimur mörkum í seinni hálf- leik. Seinni leikurinn verður jafnframt kveðjuleikur Dino Zoff, sem verður ekki áfram þjálfari liðsins. SOVÉTMENN urðu heims- meistarar í íshokkí eftir sigur á Tékkum, 5:0, íBérn íSviss í gær. Þetta var áttundi heims- meistaratitill Sovétmanna siðan Viktor Tikhonovin tók við þjálfun liðsins 1977. Svíar höfnuðu í öðru sæti, sigruðu Kanada, 6:4, í síðasta leik mótsins. Sovétmenn unnu alla þrjá leiki sína í fjögurra liða úrslita- keppninni og fengu aðeins á sig eitt mark. Þeir unnu Svía, 3:0, Kanadamenn, 7:1 og síðan Tékka í gær, 5:0. í riðlakeppninni töpuðu þeir reyndar fyrir Svíum og gerðu jafntefli við Kanada. „Þetta var mjög mikilvægur sig- ur fyrir liðið og eins fyrir mig,“ sagði Tikhonovin, þjálfari Sovét- manna. „Við höfum nú sannað það Reuter Viktor Tikhonovin, þjálfari sovéska landsliðsins í íshokkí, fagnar hér átt- unda heimsmeistaratili sínum og tekur.utan um yngsta leikmann liðsins, Pavel Burre, sem er aðeins 18 ára gamall. Setning féll niður Ein setning féll út niður í frá- sögn af Íslandsglímunni 1990 í vinnslu blaðsins á þriðjudaginn. Rétt er málsgreinin í heild þann- ig, feitletrað það sem vantaði: „Eg fann mig rosalega vel og náði alltaf að vera skrefi á und- an andstæðingunum," sagði Ólafur Haukur. Þetta era orð að sönnu því að flest öllum glimum Ólafs var lokið á fimm til tíu sekúndum. Úrslitaglíman tók þó heilar 18 sekúndur, en í henni lagði Ólafiir helsta andstæðing sinn, Jóhannes Sveinbjörnsson úr HSK, með vinstri fótar klofbragði. Þetta var lengsta glima Ólafs og segir það nokkuð um yfirburði hans. Þá var Baldur Bjarnason, knattspymumaður í Fram, rangfeðraður i myndatexta og sagði Bragason. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN einn einu sinni að sovéskt ishokkí er enn á toppnum. Við vorum með nýtt lið og það hefur sjálfsagt hjálp- að okkur að við vorum ekki taldir mjög sigurstranglegir fyrir mótið,^.. sagði þjálfarinn. Pavel Wohl, þjálfari Tékka, sagði eftir leikinn í gær að Sovétmenn hafi sýnt það í mikilvægustu leikj- unum á mótinu að liðið er það besta í heiminum í dag. „Við áttum smá möguleika í fyrsta leikhluta, en eft- ir það var leikurinn tapaður," sagði Pavel. Svíar unnu silfurverðlaunin með því að leggja Kanadamenn að velli, ' 6:4. Tákkar hlutu bronsverðlaunin, hlutu þijú stig eins og Svíar, en lakara markahlutfall. Tommy Sandlin,_ sem stjómaði sínum síðasta leik fyrir Svía, sagði eftir leikinn að þeir hafi lært af leiknum við Tékka. En Svíar kom^ ust þá í 4:1 og síðan 5:3 en klúðf^ uðu leiknum niður I jafntefli, 5:5. „Við löguðum vömina og voram ákveðnir í að láta þetta ekki endur- taka sig,“ sagði Sandlin. „Fyrir viku síðan voram við farn- ir að gæla við að vinna gullverð- launin, en nú förum við heim án verðlauna og það er sárt,“ sagði Dave King, þjálfari Kandamanna. Lokastaðan í úrslitakeppninni: Sovétríkin............3 3 0 0 15: 1 G Sviþjóð...............3 1 1 1 11:12 3 Tékkóslóvakía.........3 111 8:12 3 Kanada................3 0 0 3 7:16 0 KNATTSPYRNA Bayern meistarí Mans Pfliigler tryggði Bayem Múnchen tólfta meistaratitil- inn er hann skoraði sigurmarkið, 1:0, gegn St. Pauli í Múnehen á 16. mín. í gærkvöldi. Yfírburðir meistaranna voru miklir í leiknum. Þetta var fimmti titill þeirra á sex árum. REYKJAVÍK KNATTSPYRNA / SVISS 3,6 milljón krónum úthlutað Afreks- og styrktarsjóður Reykjavíkur úthlutaði í gær 3,5 milljónum króna í styrki til félaga í Reykjavík. Fjórtán félög fengu styrk að upphæð 200-400 þúsund krónur, hvert félag. Handknattleiksdeild Fram og i knattspyrnudeild Vajs fengu hæstu styrkina, 400.000 kr. hvort félág, fyrir íslands og bikarmeistaratitla 1989. Knattspyrnudeild Vals fékk 300.000 kr. fyrir íslandsmeistaratitil í kvennaflokki og handknattleiksdeild Fram sömu upphæð fyrir íslands- og bikarmeistara í kvennaflokki. Blak- deild Víkings hlaut sama styrk fyrir íslands- og bikarmeistaratitil. Átta félög fengu styrk að upphæð 200.000 kr. TBR, Ösp, Fjölnir og skíðadeildir Fram, ÍR og Víkings, fyrir öflugt félags- og unglingastarf, Skylmingafélag Reykjavíkur, vegna nýliðastarfs og frjálsíþróttadeild ÍR vegna bikarmeistara í sveitakeppni og unglingastarf. Þá fengu „Fram- konur" 200.000 kr. viðurkenningu 'fýrik jfér#^rt.;,,I1^jJ 1 íri>'a • Luzern gegn Grasshoppersi^ Vítaspyrnuskot réðu úrslitum í leik Luzern gegn Wettingen í svissnesku bikarkeppninni á þriðju- dag. Dominique Cina hjá Wettingen tók fyrstu vítaspymuna þegar leik- ar stóðu 0:0 eftir framlengingu og hitti beint í stöng en þeir sem á eftir honum komu settu boltann í netið. Luzem sigraði 5:4 og var , Sigprður prétai-s^on meðpl þeirra sem skoruðu. Sigurður lék á miðjunni. Hann skoraði á 19. mínútu en var rang- stæður. Grasshoppers, liðið sem hann ætlar að leika með næstu þijú árin, sigraði Basel 1:0 og mun mæta Luzern í undanúrslitum bik- arkeppninnar hinn 22. maí. Xamax spilar þá gegn Lausanne. 1 v^jS.SÍir.b 'ilj ••Í'11Ó:;. i':cv i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.