Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990
11
ímyndunarveikin
Dóttir Argans hins ímyndunarveika, miður sín yfir væntanlegum
ráðahag. Guðrún Öyahals, Margrét Óskarsdóttir og Sæmundur
Andrésson í hlutverkum sinum.
________Leiklist___________
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Leikhópurinn Fantasía sýnir
Imyndunarveikina eftir Moli-
ére. Þýðandi: Lárus Sigur-
björnsson. Lýsing: Egill Ingi-
bergsson. Leikmynd: Kári Hall-
dór. Hárkollur: Sigurbjörg
Eiðsdóttir, Elsa D. Gísladóttir,
Jóhann Valdimarsson, Asta
Jónsdóttir og Guðrún Sigurðar-
dóttir. Búningar: Jóna María
Norðdah), Oddný Kristjáns-
dóttir, Olöf Björg Krisljáns-
dóttir og Sólveig Þóra Jóns-
dóttir. Leikstjóri: Kári Halldór.
Verk Moliéres, föður franska
gleðileiksins, hafa kitlað hlátur-
taugar leikhúsgesta allt frá því á
sautjándu öld og virðast enn lifa
góðu lífi. Þrátt fyrir mikið skop
er alvara í leikritum Moliéres,
honum var illa við alla sýndar-
mennsku og fals og samúð hans
var með almúganum en ekki yfir-
stéttinni. Persónusköpunin ber
verk hans uppi, hún er ýkt eins
og í sönnum gleðileik og ákveðnir
eiginleikar dregnir út og stækkað-
ir s.s. auragirnd og ímyndunar-
veiki.
Síðasta leikrit Moliéres var
Imyndunarveikin og fjallar hún
um mann sem er svo ímyndunar-
veikur að hann er lækna- og lyf-
salamatur þrátt fyrir að enginn
skapaður hlutur sé að honum
nema eigin ímyndun. Auk þess
er kauði með afbrigðum trúgjarn
og auðvelt að blekkja hann.
Læknastéttin, eiginkonan og aðrir
heimilismenn notfæra sér það líka
óspart.
Leikhópur Fantasíu sýndi fyrr
í vetur leikspuna án orða og nú
hafa þau snúið sér að klassíkinni.
Það er talsvert stórt stökk og
mikið í ráðist. Sýningin er öll vel
úr garði gerð og lítið til sparað
að hafa hana sem glæsilegasta
og ná andrúmslofti Loðvíks XIV
með tilheyrandi pilsaþyt og íburð-
armiklum hárkollum. Lítill leik-
hópur ræður ekki við slíkt nema
með útsjónarsemi og Fantasía
leitaði liðsinnis hjá iðnskólanem-
um í fatahönnun og nemum í fjöl-
tæknideild Myndlista- og handíða-
skóla íslands sem hafa hannað
og saumað búninga og hárkollur.
Leikmyndin er að vísu ekki íburð-
armikil, stór kamar á miðju bak-
sviði dregur að sér mesta athygli
og vísar hann til sífelldra iðrakve-
isukasta húsbóndans. Lifandi
píanóleikur var í ágætum höndum
Eiríks Guðmundssonar og lífgaði
hann mikið upp á sýninguna.
Leikarar Fantasiu eru allt
áhugaleikarar og ber sýningin á
stundum þess merki, einkum er
framsögn sumra viðvaningsleg á
köflum. En látbragðið allt er til
fyrirmyndar, svipbrigði og hreyf-
ingar vel unnar. A frumsýningu
var svolítið um mismæli en það
hafa sjálfsagt verið byrjunarörð-
ugleikar og verður fljótt að púss-
ast af. Verra fannst mér að sýn-
ingin rann ekki nógu vel, það
skorti tempó eins og sagt er á
vondu máli, meiri hraða og kraft.
Á stundum vildi hún falla svolítið
niður og leikurinn verða kraftlít-
ill. Þetta er einkum þegar lítið var
að gerast á sviðinu, í sjálfum gam-
anatriðunum ná .leikaramir sér
prýðilega á strik. Leikmáti þeirra
er allur mjög áþekkur, greinilega
mjög samhæfður hópur. Mörgum
áhugamannaleikurunum hættir til
að ýkja um of persónur gaman-
leikja en Fantasíuhópurinn fellur
aldrei í þá gryfju og leikur yfir-
leitt á mjög látlausan hátt með
viðeigandi ærslum. Leikarar eru
átta talsins og fara sumir með
fleira en eitt hlutverk. Sæmundur
Andrésson lék Argan hinn ímynd-
unarveika og Gunnhildur Öyahals
fláráða eiginkonu hans. Margrét
Óskarsdóttir fór með hlutverk
tveggja dætra hans, þeirra Ang-
élique og Louison, og Ágústa
Skúladóttir lék röggsama systur
Argans. Marteinn Arnar Mar-
teinsson lék elskhuga Angélique
en Bjarni Guðmarsson fór með
hlutverk lögbókara, lyfsala og
læknis. Bjarni Gunnarsson var
klunnalegur biðill Angélique og
lék einnig lækni Argans. Guðrún
Öyahals lék hina gáfuðu og út-
smognu vinnukonu Toinette. Allt
það sem ég hef sagt hér að fram-
an um leikarana á við hvern og
einn og mér finnst að það yrði
aðeins leiðinleg langloka, sem
segði lítið, að telja upp frammi-
stöðu hvers og eins. Eins og áður
sagði em þeir ótrúlega samstiga
í leik sínum og að mínu mati skar-
aði enginn fram úr öðrum.
Það var oft mjög gaman á þess-
ari sýningu Fantasíu, í leikhúsi
Frú Emilíu í Skeifunni, gott að
kitla hláturtaugarnar svolítið og
ganga svo út í bjarta vornóttina.
Það er gott framtak að lengja
leikhúsárið því það tilheyrir ekki
vetrinum einum að fara í leikhús.
M-hátíð á Vesturlandi:
Fjölbreytt
dagskrá
framundan
SVO SEM kunnugt er stendur nú
yfir M-hátíð á Vesturlandi í sam-
vinnu sveitarfélaga á Vesturlandi
og menntamálaráðuneytisins.
Fjölmörgum dagskráratriðum er
þegar lokið en á næstu dögum verða
eftirtalin atriði á dagskrá: Fimmtu-
daginn 31. maí kl. 20.00 verður opn-
uð í grunnskólanum í Borgarnesi
sýning 14 frístundalistamanna í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Sýn-
ingin verður opin til 10. júní alla virka
daga kl. 16.00-22.00 og kl. 14.00-
22.00 um helgar.
Sama dag, fimmtudaginn 31. maí,
verður opnuð sýning á handavinnu
eldri borgara í Borgamesi og ná-
grenni sem þeir hafa unnið í „Opnu
húsi“ sem haldið hefur verið vikulega
í allan vetur. Sýningin verður í
grunnskólanum í Borgarnesi og verð-
ur opin 31. maí til 4. júní á sama
tíma og sýning frístundalistamanna.
Fimmtudaginn 31. maí kl. 21.00
verður haldin skemmtun í Þinghamri
sem samanstendur af atriðum frá
nokkrum skólum á Vesturlandi.
Skólarnir eru: Grunnskóli Laxárdals-
hrepps, Laugaskóli í Dölum, Lýsu-
hólsskóli, Laugagerðisskóli, Klepp-
járnsreykjaskóli, Andakflsskóli,
Heiðarskóli og Varmalandsskóli. Að
lokinni skemmtuninni verður opnuð
mynd- og handmenntasýning á verk-
um nemenda í Varmalandsskólav
Sýningin verður opin alla virka daga
kl. 16.00-22.00 og 14.00-22.00 um
helgar.
Laugardaginn 2. júní heldur Lang-
holtskórinn tónleika að Hlöðum og
hefjast þeir kl. 15.00. Stjórnandi
kórsins er Jón Stefánsson. Þessir
tónleikar eru á vegum Tónlistarfé-
lags Borgarfjarðar.
(Fréttatilkynning)
Ijaldstæðin
á Þingvöllum
ekkiopnuð
á næstunni
TJALDSTÆÐI á Þingvöllum
verða að öllum líkindum ekki
opnuð næsta hálfa mánuðinn
vegna ástands gróðurlendis. Að
sögn Heimis Steinssonar, þjóð-
garðsvarðar, hefur vorað seint á
Þingvöllum, og þar er því ennþá
víða snjór í lautum og drögum,
og bleyta í jörðu.
„Útjörð er alveg ógróin hér enn-
þá, og hvergi er farið að grænka
nema á ræktuðu landi. Við opnum
því ekki tjaldsvæðin að sinni, og
að minnsta kosti ekki um næstu
helgi. Búið er að opna bæði þjón-
ustumiðstöðina og hótel Valhöll,
þannig að gestir og gangandi að
deginum til eru mikið velkomnir,
og leiðsögn er til reiðu fyrir þá sem
óska þess,“ sagði Heimir.
Selfoss:
Leiðrétt-
ar tölur
Atkvæðatölur frá Selfossi sem
birtust í blaðinu á þriðjudag voru
ekki alveg réttar. Réttu tölumar
eru: B-listi Framsóknarflokks fékk
495 atkvæði og tvo menn kjörna
eða 21,52%, D-listi Sjálfstæðis-
flokks fékk 856 atkvæði og fjóra
menn kjörna, 37,21%, F-listi óháðra
fékk 184 og engan mann, 8%, K-
listi félagshyggjufólks fékk 713
atkvæði og þijá menn kjörna eða
31%.
sem allir hafa beðið effir
stendur sem
hæst á
Bíldshöfða
10
og mörgu mörgu öðru fyrir
OPNUNARTIMI
Föstudag....kl.13 -19
Laugardag -16
Aöra daga .... k!.13 -18
ártúnsbrekka
Frítt Kaffi
Myndbandahorn fyrir börnin
ESSO
BILDSHOFÐI
SUMARÚTSOLUMARKAÐUR
BÍLSHÖFÐA10
VESTURLANDSVEGUR
straumur