Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 12

Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 12
12_____________________ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 Karlakórmn Stefiiir er ekki í Söngsveitinni Fílharmóníu eftirHöskuld Þráinsson Flutningur níundu sinfóníu Beethovens Fimmtudaginn 17. maí voru áskriftartónleikar hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands í Háskólabíói. Þar var m.a. flutt níunda sinfónía Beethovens. í öllum fréttum af þeim tónleikum var talað um að Söng- sveitin Fílharmónía flytti þetta verk með Sinfóníuhljómsveitinni. Þar sem söngfólk var talið upp í söng- skrá stóð líka „Söngraddir í Söng- sveitinni Fílharmóníu í maí 1990“. Þetta er því miður ekki alveg rétt en forráðamenn Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og Fílharmóníu hafa reynst ófáanlegir til að leiðrétta það. Hverjir voru í kórnum? Hið rétta í málinu er þetta: Sin- fóníuhljómsveit íslands gerði samn- ing við Söngsveitina Fílharmóníu um saínvinnu við flutning þessa verks, enda hefur Söngsveitin oft eða oftast séð ein um kórsönginn þegar níunda sinfónían hefur verið flutt hér á landi. Svo var þó ekki vorið 1987, en þá tóku félagar úr Karlakórnum Stefni og Þjóðleikhús- kómum þátt í flutningnum í Reykjavík og auk þess bættist söng- fólk frá Akureyri í hópinn þegar verkið var flutt þar. Þetta kom allt skýrt fram í söngskrám á þeim tíma eins og vera ber, og einnig á tónleik- unum sjálfum. Að þessu sinni fékk Karlakórinn Stefnir boð um það (frá Fílharmóníu) að óskað væri eftir þátttöku hans í þessum flutn- ingi. Um helmingur Stefnismanna (28 söngmenn) sá sér fært að taka þátt í þessu þannig að tæpur helm- ingur karlaraddanna í kórnum sem söng á tónleikunum vav úr Stefni. Það var gaman að syngja með þessu ágæta söngfólki úr Fílharmóníu og æfingar voru vel skipulagðar hjá kórstjóranum. Hljómsveitarstjórinn lagði líka mikla áherslu á kórsöng- inn svo að samspil kórs og hljóm- sveitar varð betra nú en stundum áður. Fréttaflutningur af tónleikunum Miðvikudaginn 16. maí birtist frétt um það í Morgunblaðinu að þessir tónleikar væru fyrirhugaðir. Upplýsingafulltrúi Sinfóníunnar var höfundur fréttarinnar.' í fréttinni kom ekki fram að Stefnir ætti neina aðild að tónleikunum. Þess vegna skrifaði ég framkvæmdastjóra Sin- fóníunnar bréf með ósk um að þetta yrði leiðrétt með einhveijum hætti. Ég færði honum bréfíð, sagði hon- um frá efni þess, sendi afrit af því til upplýsingafulltrúans og fór með það til formanns Fílharmóníu og kórstjóra. Það gáfust næg tækifæri til þess að leiðrétta þetta í fréttum (t.d. í sjónvarpi), á tónleikum eða í blöðum en það var ekki gert og hefur ekki verið gert enn. Tónlistar- gagnrýnendur blaðanna fengu til dæmis ekkert um þetta að vita. Hljómsveitarstjóri, einsöngvarar og kórstjóri Fílharmóníu voru auðvitað kallaðir fram í lok tónleikanna og hylltir eftir vel heppnaðan flutning í Háskólabíói. Þá benti hljómsveit- arstjórinn Lárusi Sveinssyni, trompetleikara í Sinfóníunni, að standa upp og hneigja sig óg hvíslaði um leið til hans: „Lárus, your choir!“ En þar sem kórs Lárus- ar (Lárus er nefnilega söngstjóri Stefnis) hafði hvergi verið getið hefðu áheyrendur (og áhorfendur) auðvitað haldið að trompetleikarinn væri kallaður fram fyrir góðan trompetleik (t.d. þær strófur sem hann hefði tekið baksviðs í Leónóru- forleik Beethovens fyrr á tónleikun- um). Þess vegna brosti trompetleik- arinn bara og hristi höfuðið. -Annað var ekki hægt að gera. Afrnæli dr. Róberts A. Ottóssonar Nú hefur kannski einhveijum þótt óviðeigandi að blanda Stefni opinberlega í þennan flutning níundu sinfóníunnar af því að tón- leikarnir voru haldnir á afmælisdegi dr. Róberts A. Ottóssonar, en það var einmitt undir stjórn hans sem Söngsveitin Fílharmónía frumflutti þetta verk hér á landi með Sinfón- íunni árið 1966. Ég átti þess kost að syngja í Fílharmóníu undir stjórn Róberts og hann var einhver ein- lægasti og heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst. Þess vegna er ég viss um að hann hefði viljað að þessi leiðrétting kæmi fram. Höfundur er formaður Karlakórsins Stefnis. Þorgerður Sigurðardóttir á vinnustofu sinni. ■ ÞORGERÐUR Sigurðardóttir opnar sýningu í vinnustofu sinni á Lambastaðabraut 1, Seltjarnar- nesi. Þorgerður sýnir þar smá- myndir, sem hún hefur unnið í vet- ur. Myndirnar eru plexíglerristur og mónóþrykk og sýna jökulinn í nálægð, enda ber sýningin yfír- skriftina: í nálægð jökuls. Þor- gerður lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handiðaskólans vorið 1989 og er þetta fyrsta einka- sýning hennar. Sýningin, sem er á vinnustofu hennar, er opin frá kl. 15—19 og 20—22 alla daga frá 31. maí—9. júní. H ALDA Sveinsdóttir opnar sýningu í Gallerí 8 í Austurstræti laugardaginn 2. júní og verður sýn- inging opin yfir hvítasunnuhelgina kl. 14-18 alla dagana. Alda stund- aði nám í Myndlistarskóla Reykja- víkur og Myndlista- og handíða- skóla íslands, þaðan sem hún lauk prófi í kennaradeild. Einnig hefur Alda sótt námskeið hjá ýmsum myndlistarmönnum. Hún hefur haldið einkasýningar í Galleri Land- lyst í Vestmannaeyjum 1981, Ing- ólfsbrunni í Reykjavík 1986, Égils- búð á Neskaupstað 1987 og Reuff- el Buchhandlung í Koblenz í Þýska- landi 1989. Einnig hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum, s.s. farandsýningu um Norðurlönd 1987, í Ólafsvík 1987 og í Hafnar- galleríi 1987. Alda sá um uppsetn- ingu sýningar á list fatlaðra í Lista- safni ASÍ í mars 1990. Meginvið- fangsefnið á sýningunni um hvíta- sunnuhelgina er konur. Myndirnar af konunum eru málaðar með vatns- og akrýllitum. (Fréttatilkynning) ■ Innlausn HLUTABRÉFAí S A. MVIN NUBANKA í SLANDS HF. SAMRÆMI VIÐ SAMNING L A N O S B A N K A ísLANDS VIÐ SaMVINNCJ- BANKA ÍSLANDS HF. DM SAMEININGU BANKANNA II EFUK Landsbankinn að undanförnu leyst til sín hlutabréf í Samvinnubankanljm. 'ANDSBANKINN HEFUR LEYST ÞESSI BRÉF TIL SÍN A 2,749-FÖLDU NAFNVERÐI OG MIÐAST KAUI'IN VIÐ 1. JANÚAR 19 9 0. ÞeTTA FELUR í SÉR AÐ GREIDDIR ERU VEXTIR A KAUPVERÐIÐ FRA ÞEIM TÍMA. I NNLAUSN HLUTABRÉFA ERNU LANGT KOMIN EN VEGNA FJÖLDA ÓSKA FRÁ HLUTHÖFUM HEFUR VERIÐ AKVEÐIÐ AÐ LENGJA FRESTINN SEM HLUTHAFAR HAFA TIL INNLAUSNAR. FRESTURINN RENNUR UT 1 O. J ÚLÍ N . K . LLUM HLUTHÖFUM HEFUR VERIÐ SENT BRÉF SEM HEFUR AD GEYMA TILBOÐ BANKANS. NaUÐSYNLEGT ER AÐ HAFA TILBOÐS- BRÉFIÐ MEÐFERÐIS ÞEGAR GENGIÐ ER F R A ÍNNLAUSN. L Landsbanki íslands Banki alira landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.