Morgunblaðið - 31.05.1990, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.05.1990, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 „Hættulegt fyrir ráð- herra að lif'a of mikið fyrir líðandi stxind...“ Rætt við Bertel Haarder kennslumálaráðherra Dana Á íslandi erum við ekki vön því að stjórnmálamenn séu sýknt og heilagt að stinga niður penna til þess að gera gi-ein fyrir skoðunum sínum og hugmyndum. Útvarp og sjón- varp virðast gjörsamlega hafa komið í staðinn fyrir hið tal- aða orð. Myndin og að því er virðist oft lítt hugsuð orð koma í staðinn fyrir mótaðar hugsanir og vel skrifaðar. I Dan- mörku er þessu nokkuð líkt farið, en það er þó snöggtum algengara að lesa greinar eftir stjórnmálamenn hér en eftir islenska starfsbræður þeirra á Islandi. Og það er ekki síst einn í þeim hópi hér, sem greinilega trúir á hið ritaða orð, ef marka má ötulleika hans við skriftir. Þessi maður er danski kennslumálaráðherrann, Bertel Haarder. Ýmsir í hópi andstæðinga hans, og þeir eru margir, segja vísast að hann sé langtum of atorkusamur við skriftir, sem og við að hafa skoðanir á öllu er við kemur skólamálum. Það er ljóst að margir skólamenn eru honum ósammála þar og einnig þeir eru ósparir að koma sínum skoðunum að, og tækifærið þá sjaldan látið ónotað til að koma að ydduðum ádrepum til ráðher- rans. En hvað sem um skoðanir hans má segja, þá hefur hann nóg af þeim og liggur ekki á þeim. Skólamál eru líka mikið rædd í fjölmiðlum. Haarder er úr Vinstri flokkn- um, borgaralegum miðjuflokki; þó flokksnafnið vísi í aðra átt. í flokkinn sækir hann margt, bæði fyrirmyndir og hugmyndir. Um miðja öldina var annálaður kennslumálaráðherra sem mjög mótaði skólakerfið danska, auk þess sem hann samdi við íslend- inga um handritamálið. Ýmsir muna víst að sá hét Jorgen Jorg- ensen. Hann var úr Róttæka vinstri flokknum og hann hefur haft mikil áhrif á Haarder. Og svo vill til að það kom í hlut Haarders að undirrita síðasta samninginn varðandi það mál 1986, þegar skiptingu þeirra var lokið. Andlegur brunnur Haarders eru kenningar Grundtvigs og lýðháskólahreyfingin danska. Hann er bókstaflega fæddur og nærður innan hennar, því faðir hans var lýðháskólastjóri og sjálfur hefur Haarder numið og kennt við slíka skóla, meðal ann- ars við höfuðsetrið að Askov. Grundtvig áleit á sínum tíma að norræn goðafræði og íslendinga- sögur væru nærtækara lesefni en sögur frá Miðjarðarhafinu. Haarder er vel kunnugur íslensk- um fombókmenntum. Líkt og Grundtvig trúir Haarder á gildi þess að segja börnum sögur. Þetta tvennt, megin skoðanir Haarders á skólamálum og and- legur bakgrunnur hans, var það sem helst bar á góma í viðtali við hann um daginn. Velbúnir skólar - dauflegt andrúmsloft SD: Flestar endurbætur á skólastarfí snerta sjálft kerfið. Ýmsir halda fram að í velbúnum og glæsilegum skólum nútímans sitji óinnblásnir kennarar yfír nemendum sem eru ófúsir að keppast við og koma hugmynd- um sínum á framfæri. Nemend- um sem sitja á skólabekk því það er ætlast til þess af þeim, en ekki af þekkingarþorsta og menntunargleði. Er þetta rétt mynd af dönskum skólum? BH: „Megnið af kennarakyn- slóðinni eru jafnaldrar mínir og margir þeirra eru haldnir þeirri menningarsvartsýni sem ein- kenndi áttunda áratuginn. Þetta er kynslóð sem leitar að áhyggj- um í stað möguleika, ef vanda- málið er ekki þetta, þá er það hitt. Það er ekki hægt að reka skóla í þessum anda. Sérhvert framlag skólafólks verður að byggja á lífslöngun. Að sjálf- sögðu verður að viðurkenna vandamálin, en jafnframt verður að trúa á að framlag hvers og eins skipti máli. Um hríð hefur verið tilhneig- ing til að kenna þjóðfélaginu um allt sem illa fer, að líta á það sem orsök og lausn alls. Það er ekki hægt að reka skóla á þess- um forsendum. í skólum sem annars staðar hefur um skeið vantað á lífsþor, lífskjark. Mér er þetta hugleikið efni og skrif- aði því bók um þetta efni, sem kemur út í vor.“ SD: Með hvaða hugarfari á þá að reka skóla? BH: „Það verður að setja tak- mörk, gera kröfur og leggja áherslu á gildi þess sem hver og einn leggur af mörkum. Síðastliðið sumar var gerð svokölluð neytendakönnun á dönskum skólum, spurt hvað fólki fyndist um skólana. 63% svöruðu að þeir álitu skólana of slaka, of létta. 1% fannst þeir of strangir. Þetta segir nokkuð. Ég held að sama niðurstaðan hefði fengist í Bandaríkjunum, Frakklandi og Englandi fyrir tíu árum. Síðan þá hefur einmitt mikið verið gert í þessum lönd- um. Og ekki vil ég vanmeta það sem hér hefur verið gert. Ekki vanmeta breytt viðhorf sem koma einkum frá yngri kennur- um, ekki síst fyrir þrýsting frá nemendunum sjálfum. Ég er óforbetranlega bjart- sýnn, meðal annars vegna af- stöðu nemendanna. Mín kynslóð lét sér nokkuð á sama standa með lærdóminn og félli tími úr var það einungis gott. Síðan kom andóf æskunnar, stúdentaupp- þotin, og öll sú geggjun. Nú fínnst mér að við höfum það besta af báðu, áhugasama nem- endur og dugandi kennara. Gall- inn er þó að kennarastéttin end- urnýjast of hægt og þar vantar enn á lífskraftinn. Þess vegna þessi tilhneiging til að kvarta og kveina." SD: Stangast ekki nokkuð á að tala um gildi og mikilvægi kennara í mótun upprennandi kynslóða en borga svo léttvægt kaup fyrir þessa vinnu? BH: „Ég held að kennarar eigi sjálfir dijúgan þátt í því hvaða stefnu launamál þeirra hafa tek- ið. Þeir hafa dregið laun sín nið- ur með því að draga svo marga aðra þætti inn sem launaþætti í stað þess að leggja áherslu á laun fyrir kennsluna. Ég held að þeir væru betru komnir með hærri laun fyrir meiri kennslu." SD: Víkjum að mótun skóla- mála. Það er alkunna að um og eftir miðbik aldarinnar þegar Jorgen Jorgensen fór með þau, hafði hann lýðháskólamenn sem ráðgjafa og hreifst af Grundtvig. Hvert sækir þú hugmyndir að þinni stefnu í skólamálum? BH: „í sömu átt og Jorgens- en, sem hefur alltaf haft mikil áhrif á mig. Ég ólst upp með þessum hugmyndum og þær eiga sterk ítök í mínum flokki, sem er auðvitað undirstaða mín. í honum er margt skólafólk og þar hefur skólamálum alltaf verið mikið sinnt. Hitt er annað mál að hug- myndir Grundtvigs hafa verið mistúlkaðar, þróast út í það sem hann sjálfur kallaði „det flove kæleri“, leitt til linku og óvilja til að gera kröfur. Þessu vil ég ekki taka þátt í.“ Ráðherra: tæknimaður eða innblásinn hugsjónamaður? SD: Hvaða augum líturðu hlutverk þitt sem ráðherra? Sem framkvæmdamann er sinnir tæknilegum málum eða innblás- inn hugsjónamann? BH: „Stjórnmálamenn eiga ekki að blanda sér of mikið í smáatriðin, ekki að vera með nefið niðri í öllu. Þeir verða hins vegar að hafa heimspekilegan grundvöll sinn tryggan, finna fótum sínum forráð hugmynda- fræðilega. Áður fyrr skrifaði ég mikið, en nú stend ég fyrir þessu nokkuð sundurleita búi, þar sem er svo sem af nógum vandamál- um að taka og ég kann því vel. En það er hættulegt fyrir ráð- herra að lifa of mikið fyrir líð- andi stund og því tók ég mig til að setti saman bók um það sem mér fínnst skipta máli varðandi skólamál.“ SD: Menn eru að sjálfsögðu ekki á eitt sáttir um skoðanir þínar, en flestir ljúka upp einum munni um að þú komir miklu í verk. Hvernig ferðu að? BH: „Ég hef víst alltaf verið skyldurækinn og kannski tekið of mikið að mér. En ég á íjöl- skyldu, fjögur börn og lifí venju- legu fjölskyldulífi. Ég vinn heima við á kvöldin, en hef alltaf hurð- ina opna, svo börnin fínni sig velkomin. En ég hef hæfíleika til að heyra ekki það sem fram fer í kringum mig. Á þingi get ég setið undir umræðum og skrifað allt mögulegt, til dæmis vísur. Þetta er aðeins spurning um að ráðstafa tíma sínum, ekki síst svo það gefíst einnig tími til þess skemmtilega." Bertel Haarder á skrifstofu sinni einn janúardag fyrir skömmu. „Það eru alltof marg- ir þeirrar trúar að best sé að vera sem lengst í skóla. Skólinn sé beinasta leiðin til alsælu.“ SD: Þú hefur skrifað bók um samfélag valkostanna og þér er tamt að tala um hvað það skipti miklu máli að hver og einn geti valið sér viðfangsefni við hæfi. En í raun er ástandið þannig að í mörgum greinum er ekki um að ræða neitt val, því ásóknin er of mikil. Hvað er um slíkt að segja? BH: „Það verður að hafa í huga að lengi vel var fijáls að- gangur í flestar greinar, en nú er ásóknin einfaldlega of mikil. Ég get ekki tekið þátt í að út- skrifa fleiri sálfræðinga, svo dæmi sé tekið úr grein þar sem er atvinnuleysi. Hér er vísað frá um fjórðungi þeirra sem sækja i framhaldsnám á móti Jz í Sví- þjóð, svo ástandið er ekki alslæmt hjá okkur miðað við aðra. Hluti af svari mínu er að líkt og stórfyrirtæki eins og Volvo og IBM ráða fólk í vinnu eftir því sem vantar fólk, þá geta opinberar stofnanir eins og há- skólarnir ekki tekið við fleirum en hægt er að nota með góðu móti. En ár eftir ár fjölgar þeim sem eru teknir í framhaldsnám og við gerum eins og við getum, en mér finnst sjálfsagt að gæta að þeim fögum þar sem þegar er mikið atvinnuleysi. Eins og er þá er afgreiðsla umsókna miðstýrð. Þær fara all- ar á einn stað og er úthlutað þaðan. Ég vildi sjá þetta kerfi hverfa og það er von mín að svo verði innan skamms. Hver skóli ætti sjálfur að afgreiða þær umsóknir sem berast honum. Skólarnir ættu sjálfir að fá að velja nemendur sína og ráða kröfum sínum.“ SD: Nú virðist hafa hlaupið hálfgerð menntunarsamkeppni í ýmsar greinar. Það þarf stúd- entspróf til að gera alla skapaða hluti og áhersla á bóklega menntun er næstum takmarka- laus. Hvað er um þetta að segja? BH: „Ég er hjartanlega sam- mála því að við búum við oftrú á bóknám. Það eru alltof margir þeirrar trúar að best sé að vera sem lengst í skóla. Skólinn sé beinasta leiðin til alsælu. Þessi andi býður að stúdentsprófið sé vegurinn til hamingju. Metnaður stéttarfélaga hefur leitt til þess að sífellt eru gerðar meiri og mejri menntunarkröfur. í takt við stéttarfélögin vill hið opinbera heldur ekki viður- kenna annað en pappíra. Það sorglega er að óhóflegar mennt- unarkröfur halda stórum hópi úti í kuldanum. Ég vil kalla þetta yiðhorf menntunarkapítal- isma. í því felst mikil mismunun og fólki gert mishátt undir höfði. Ég reyni hins vegar að leggja áherslu á að það sé hægt að læra hlutina án þess að fá kennslu. Það er ekki það sama að vera hæfur og að vera skólað- ur.“ Harðstjórn jafhaðarins SD: Víkjum að háskólunum. Ýmsir hafa áhyggjur af því að fleiri stúdentar á hvern kennara leiði til þess að rannsóknir innan háskólanna fari hallöka. Þetta er alvarlegt mál ef haft er í huga að háskólar eru ekki aðeins kennslustofnanir heldur þrífast á rannsóknum. BH: „Á níunda áratugnum hefur háskólakennurum fjölgað um 6% og háskólanemum um 24%. Það segir sig sjálft að nem- um á hvern kennara hefur fjölg- að. Varðandi rannsókir þá sýnist rannsóknarfé svipað hér og í nágrannalöndunum. Samkvæmt nýlegri könnun stendur Dan- mörk einstaklega vel hvað varð- ar grundvallarrannsóknir. Tæknirannsóknir hvers konar og rannsóknir innan atvinnuveg- anna standa hins vegar illa. Varðandi síðastnefndu rann- sóknirnar þá stendur það þó til bóta, því þar er kostur á styrkj- um frá Evrópubandalaginu. Ég hef nýlega tekið þátt í því að auka verulega rannsóknarstyrki EB. í þeirri aukningu er hlutur Danmerkur 500 millj. danskra króna, sem er ekki lítið. Tak- mark mitt er að gera Danmörku að evrópsku Massachusetts, þar sem rannsóknir blómstra. Það er hægt að gera með færri rann- sóknarstofnunum, betri stjórn og þá utan háskólanna. Rannsóknir háskólanna eru um of markaðar öðrum þáttum og það er lítið svigrúm þar, þó fílabeinsturnarnir hafi verið brotnir niður og margt gott gerst innan skólanna. Ég held að færri og stærri stofnanir væru til bóta og sem danska rannsóknarráðið getur borið á, eftir því sem þykir henta. Og það er til bóta að það sé sam- keppni um rannsóknarféð.“ SD: Nú virðist rík tilhneiging til útjöfnunar í dönsku þjóðfé- lagi. Skattkerfið á að sjá til þess að allir hafi nokkurn veginn úr jafnmiklu að spila og svo fram- vegis. Fyrirbærið í sinni verstu mynd á sér danskt heiti, „Jant- eloven“, andúð á því að nokkur skari fram úr. Þetta virðist varla vera andrúmsloft sem gerir hveijum og einum kleift að njóta hæfileika sinna? BH: „Tilhneiging til að jafna gæðum og andúð á að nokkur skari fram úr er bæði styrkur og veikleiki og kemur jafnt fram í skólakerfinu og annars staðar. Styrkurinn kemur fram í að það er úr mörgu að velja innan skóla- kerfisins, margs konar skólar svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Veikleikinn er svo það sem er orðið nokkurs konar skopmynd af jöfnuði, eða jafnaðarharð- stjórn. Það má ekki skipta börn- um i hópa í skólum eftir getu, ekki einu sinni taka út börn og bjóða þeim aukatíma þó á þurfi að halda. Það var skiljanlegt að það kæmi upp andóf gegn dilka- drættinum eins og hann tíðkaðist í skólum áður fyrr. En þetta andóf hefur endað í einhveijum skrifborðskenningum, sem falla ekki að raunveruleikanum." TEXTI OG MYND: Sigrún Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.