Morgunblaðið - 31.05.1990, Page 24

Morgunblaðið - 31.05.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 Garðbæingar halda Listahátíð í júní EFNT verður til listahátíðar í Garðabæ dagana 2. og 4. júní næst- komandi. Haldnir verða tvennir tónleikar, hinir fyrri í íslensku óperunni í Reykjavík laugardaginn 2. júní kl. 13.30 en hinir síðari verða í Kirkjuhvoli, Garðabæ mánudaginn 4. júní kl. 13.30. Á listahátíðinni kemur fram hópur ungra hljóðfæraleikara og söngvara. Einnig koma fram tveir ballettdansarar. Allir listamennirn- ir eru úr Garðabæ. I hópi tónlistarfólksins eru fimm fiðluleikarar, sex söngvarar, tveir gítarleikarar, tveir sellóleikarar, tveir slagverksleikarar auk saxa- fón-, horn-, sembal- og píanóleik- ara. Eitt tónskáld er í hópnum, Hildigunnur Halldórsdóttir, og hef- ur hún samið nýtt tónverk í tilefni hátíðarinnar. Verkið verður frum- flutt á laugardaginn. Tólf lista- mannanna, sem eru 25, stunda nám og störf erlendis, flestir í Bandaríkjunum en alls í sex lönd- um. Nokkrir koma gagngert til þess að taka þátt í listahátíðinni ’og hverfa af landi brott að henni lokinni. í frétt frá forsvarsmönnum hát- íðarinnar kemur fram að hún á einkanlega að minna á tvennt. í fyrsta lagi glæsilegan hóp ungs fólk á framabraut og í öðru lagi á þörfina á því að byggð verði sem fyrst menningar- og listamiðstöð í Garðabæ. í miðstöðinni þarf að vera góður samkomusalur, rúmg- ott leiksvið og búningsherbergi, hljómleikasalur með nauðsynleg- um tækjum og hljóðfærum, dg notaleg kaffistofa. Listasafn þar einnig að vera í húsinu og þar ætti tónlistarskólinn að fá inni. Aðgöngumiðar á tónleikana fást í bókabúðinni Grímu við Garðatorg í Garðabæ og kosta 1000 krónur. Afgangsmiðar verða seldir við inn- ganginn í íslensku óperunni og í Kirkjhvoli. Framkvæmdastjóri Listahátíðar í Garðabæ er Vilberg Júlíusson fyrrverandi skólastjóri. Færeysk þingmannanefhd í opinberri heimsókn Færeysk þingmannanefnd kom í heimsókn hingað til lands á þriðjudag og var myndin tekin við kom- una til Reykjavíkur. Á Reykjavíkurflugvelli tóku Árni Gunnarsson forseti neðri deildar, Friðrik Ólafs- son skrifstofustjóri Alþingis og Aðalheiður Birgis- dóttir ritari skrifstofustjóra á móti færeysku gestun- um.I dag og í gær dag ferðast Færeyingarnir um Suðurland til Reykjavíkur með viðkomu á Höfn, Kirkjubæjarklaustri, í Gunnarsholti, á Nesjavöllum, Þingvöllum og víðar. Gallerí Sævars Karls: Listahátíðarsýning Eddu Jónsdóttur Listahátíðarsýning Gallerís dóttur. 1971-1976 og síðan við grafíkdeild Sævars Karls, Bankastræti 9, er Edda stundaði nám við Mynd- Ríkisakademíunnar í Amsterdam myndlistarsýning Eddu Jóns- lista- og handíðaskóla íslands 1977-1978. Hefur auk þess dvalið við vinnu í New York, París og Sevilla þar sem hluti þessara mynda er unninn. Edda Jónsdóttir hefur haldið 10 einkasýningar heima og erlendis ásamt þátttöku í íjölda alþjóðlegra sýninga. Hún á verk á sýningunni íslendingamir koma sem er í Köln um þessar mundir. Á verk m.a. í eigu Listasafns íslands, listamið- stöðva á Norðurlöndum og Mod- érna Grafik-safnsins í Egyptal- andi. Sýningin nefnist Vörður og eru vatnslitamyndir og smáskúlptúrar úr gleri, grásteini og pappamassa - hugleiðingar listamannsins um vörðuna sem vegvísi. Sýningin stendur frá 1.-24. júní og er opin á verslunartíma, kl. 9-18. Edda Jónsdóttir Nýr vettvangur misstí fylgi til Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags á lokasprettinum - segir Ólafiir Þ. Harðarson stjórnmálafræðingnr ÓLAFUR Þ. Harðarson lektor í sljórnmálafræði telur að síðustu tvær vikurnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar halí Nýr vettvang- ur tapað fylgi, og á lokasprettinum fyrir kosningamar hafí Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag bætt við sig fylgi frá Nýjum vettvangi. Þá telur hann jafrivel að Nýr vettvangur hafí einnig tapað einverju fylgi Alþýðuflokksmanna yfir til Sjálfstæðisflokksins síðustu dagana fyrir kosningamar. „Stærsta frávikið, og raunar eini stóri munurinn á könnun Félags- vísindastofnunar og kosningaúrslit- unum, var fylgi Nýs vettvangs, og ég tel að meginskýringin á því hafi verið sú að stofnunin spurði fyrr en DV og Skáís. Mér sýnist allt benda til þess að síðustu tvær vik- umar fyrir kosningar hafí Nýr vett- vangur tapað fylgi, og það virðist nokkuð ljóst að á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar bættu að minnsta kosti Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag við sig fylgi, senni- lega frá Nýjum vettvangi. Svo kæmi það mér ekki á óvart, þó ekki verði um það fullyrt, að Nýr vettvangur hafi líka tapað einverju kratafylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins síðustu dagana fyrir kosningarnar," sagði Ólafur. Hann sagðist telja að skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar hafí verið nærri lagi þegar hún var gerð, en hafa bæri í huga að hún hafí verið gerð fyrr en síðasta könn- un DV og Skáís. „Könnun Félagsvísindastofnunar^ ber vel saman við úrslitin hvað varð- ar fulltrúafjölda, nema hvað hún gerði ráð fyrir þremur fulltrúum Nýs vettvangs og níu fulltrúum Sjálfstæðisflokks, en úrslitin urðu tveir og tíu. Það ber hins vegar að hafa í huga, að það er aldrei við því að búast að könnunum beri al- veg saman við niðurstöður kosn- inga, vegna þess að fylgið er í raun- inni á fleygiferð alveg fram á síðustu stundu. Það er mjög stór hópur sem tekur endanlega ákvörð- un í síðustu einni eða tveimur vikum fyrir kosningar, og að minnsta kosti 10-20% kjósenda ákveða sig á kjör- dag.“ Olafur sagðist hafa orðið var við að sumir teldu að Félagsvísinda- stofnun hafi breytt niðurstöðum könnunar sinnar varðandi Sjálf- stæðisflokkinn með því að taka til- lit til þess hvemig könnunum og kosningum hafi borið saman áður, en það væri hins vegar ekki rétt. „Stofnunin vó niðurstöðumar með tilliti til annarra svara í könn- uninni sem var gerð fyrir þessar kosningar, og þó þeirri aðferð fylgi ákveðin vandamál, þá er greinilegt að hún hefur borið miklu betri árangur en þær aðferðir sem aðrir hafa notað, því frávikið á Sjálfstæð- isflokknum var lang minnst hjá Félagsvísindastofnun. Þegar á allt er litið þá er ég því þokkalega ánægður og tel að könnun stofnun- arinnar hafi verið nokkuð nærri lagi þegar hún var gerð,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson. Daglegar reykingar 12 - 16 ára stráka í grunnskólum Reykjavíkur 16 ára Borgarlæknir I 1986 1990 Strákar reykja minna en vilja síður hætta TALSVERT fleiri stúlkur en strákar reykja á aldrinum 13 til 16 ára. Þeir strákar sem reykja, virðast byija fyrr en stúlkurnar, og hafa minni áhuga á að hætta að reykja en þær. Þetta er meðal þess sem kom fram í könnun borgarlæknisembættisins á reykingavenjum reykvískra unglinga en í dag, 31. maí, er haldinn alþjóðlegur tóbak- svarnardagur. Kynjamunurinn á jafnt við um daglegar reykingar og fikt. Niður- stöðunum ber saman við kannanir Tóbaksvarnarnefndar, sem sýna einnig meiri reykingar meðal ungra kvenna en karla. Þegar unglingarn- ir, sem voru á aldrinum 12 til 16 ára, voru spurðir um afstöðu sína til þess að hætta að reykja, kom í ljós að 71% stelpna óskuðu þess að hætta að reykja en 53% stráka. Dregið hefur úr reykingum ungl- inga í öllum aldurshópum utan þrettán ára en reykingar hjá þeim aldurshóp hafa aukist lítillega, úr 5,15% í 7,25%. Þá hafa 14 ára unglingar nánast staðið í stað frá síðustu könnun borgarlæknisem- bættisins, sem var gerð 1986. Þá var einnig spurt um reykingar á heimilum barna og unglinga. Þar kom fram að 42% barna í 3. til 9. svöruðú því til að ekkert væri reykt á heimilinu. Hjá þeim börnum og unglingum sem reykja, reykir ein- hver á heimilinu í 71% tilvika en í 56% tilfellum heima hjá þeim sem ekki reykja. í frétt frá borgarlækni- sembættinu segir að af þessu sjáist að meirihluti þeirra barna sem ekki reykja, búi við það að einhver á heimilinu reyki. Ef haft sé í huga að mörg börn andi einnig að sér tóbaksreyk annars staðar, hljóti það að vera tiltölulega fá börn sem séu laus við að anda að sér tóbaksreyk. Daglegar reykingar 12-16 ára stúlkna í grunnskólum Reykjavíkur % Borgarlæknir IS 1986 BB 1990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.