Morgunblaðið - 31.05.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 31.05.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Fundur leiðtoga risaveldanna í Washington: Veik samningsstaða Gorbatsj- ovs einkennir viðræðumar FYRIR réttu hálfu ári komu leiðtogar risaveldanna, þeir George Bush Bandaríjkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, saman til fúndar á Möltu. Sá fúndur varð fyr- ir margra hluta sakir sögulegur. Umgjörðin öll, sem í raun má telja mikilvægasta þátt sérhvers leiðtogafundar, fór öll úr skorðum en í lok viðræðnanna birtu leiðtogarnir tímamótayfirlýsingar; Kalda stríðinu var lokið og upp runnið skeið sátta og samvinnu auk þess sem stefiit yrði að því á þessu ári að undirrita bæði sáttmála um stórfellda fækkun liðsafla og vígtóla í Evrópu og samning um fækk- un langdrægra kjarnorkuvopna, öflugustu gereyðingarvopnanna í vopnabúrum risaveldanna. Upp reis alda gleði og hrifhingar. En á þessum sex mánuðum sem liðnir eru frá því leiðtogarnir brostu sínu breiðasta framan í heimsbyggðina hafa gerst atburðir sem reyna munu á slökunarstefnuna nýju. Og fullyrða má að atburðir þessir hafi veikt samningsstöðu M.S. Gorbatsjovs er hann gengur í dag á fúnd Bandaríkjaforseta. Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu hefur leitt til þess að Varsjárbandalagið er nú aðeins nafnið tómt. Sjálfstæðis- kröfur Eystrasltsþjóðanna hafa enn aukið á vanda Gorbatsjovs og veikt stöðu hans á alþjóðavettvangi. Efnahagsástandið í Sovétríkjunum fer sífellt versnandi og ástæða til bjartsýni í þeim efnum er vand- fundinn. Loks hefur það gerst að andstæðingur Gorbatsjovs, um- bótasinninn Borís Jeltsín, hefur verið kjörinn forseti Rússlands, stærsta og fjölmennasta lýðveldis Sovétríkjanna og virðist í krafti þess embættis geta skorað Gorb- atsjov og stefnu hans á hólm. Orð- rómur hefur verið á kreiki um að heimsókn Gorbatsjovs til Banda- ríkjanna verði jafnvel stytt af þess- um sökum. Glæsileg umgjörð Umgjörð fundarins verður öll hin giæsilegasta og Gorbatsjov mun enn á ný gefast tækifæri til að stíga fram á sviðið sem afburða- snjall og umbótasinnaður leiðtogi. Hann ætlar að halda til Minnea- polis í Minnesota-ríki og í San Francisco snæðir hann morgunverð með Ronald Reagan fyrrum Banda- ríkjaforseta, sem ítrekað hvatti Sovétleiðtogann til að rífa Berlín- armúrinn og gefa þjóðum Austur- Evrópu frelsi. 250 ráðgjafar verða með í för og þurfti 18 flugvélar til að flytja þá, sex ZIL-glæsibifreiðar og nauðsynlegan fjarskiptabúnað yfir hafið til Bandaríkjanna. Þús- undir blaðamanna fylgjast með fundi tveggja valdamestu manna heimsbyggðarinnar. Upphaflega hafði verið ráðgert að afvopnunarmál yrðu efst á baugi í viðræðum leiðtoganna. Stefnt er að því að þeir geti í lok fundarins undirritað drög að svonefndum START-sáttmála um fækkun lang- drægra gereyðingarvopna. Að líkindum verður jafnframt undirrit- Míkhaíl Gorbatsjov aður samningur um umtalsverða fækkun efnavopna auk ýmissa smærri samninga, sem embættis- menn hafa unnið að og varða sam- 'skipti ríkjanna. Afvopnun og sameining Þýskalands Ástandið í Sovétríkjunum og hrun kommúnismans mun hins vegar setja mark sitt á viðræður leiðtoganna. Sovétmenn höfðu von- ast tii þess að Bush Bandaríkjafor- seti iýsti yfír því á Washington- fundinum að Sovétríkin myndu framvegis njóta bestu kjara sem Bandaríkjamenn bjóða í utanríki- sviðskiptum sínum. Nú herma fréttir að Bandaríkjamenn hyggist svara efnahagsþvingunum Gorb- atsjovs og undirsáta hans gagnvart Litháum með því að boða óbreytt kjör í viðskiptum þjóðanna, sem telja verður umtalsvert áfall fyrir Sovétstjórnina í ljósi efnahags- ástandsins. Ólíklegt er að leiðtog- arnir nái sáttum í viðræðum um sameiningu Þýskalands. Raunar hefur Sovétstjómin látið að því liggja að tilslakanir séu hugsanleg- ar í deilu þessari. í fyrstu kröfðust Sovétmenn þess að hið nýja og sameinaða Þýskaland yrði hlut- laust ríki. Því næst lögðu þeir til að landið ætti bæði aðild að NATO og Varsjárbandalaginu og nýjasta tillagan í þessu efni er sú að Þjóð- veijar verði aðilar að NATO en taki ekki þátt í varnararsamstarfi bandalagsins. Öllum þessum hug- myndum hafa NATO-ríkin hafnað og ekkert bendir til þess að Bush forseti eða aðrir leiðtogar Vestur- landa séu tiibúnir til að falla frá því sjónarmiði sínu að Þýskaland eigi að vera fullgilt aðildarríki bandalagsins. Bush mun vafalítið halda þessu sjónarmiði til streitu í viðræðum sínum við Gorbatsjov. Samningsstaða Sovétleiðtogans á þessu vettvangi er ekki sterk; Berlínarmúrinn heyrir sögunni til, almenningur í þýsku ríkjunum tveimur krefst sameiningar og lýð- ræðissinnar eru orðnir sterkasta afiið í austur-þýskum stjórnmálum. Ágreiningurinn um sameiningu Þýskalands hefur gert það að verk- um að lítið sem ekkert hefur miðað í Vínarviðræðunum um fækkun á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu, sem í daglegu tali eru nefndar CFE-viðræðurnar. Á Möltufundinum í desember sam- þykktu leiðtogarnir að stefna bæri að því að siíkur sáttmáli yrði tilbú- inn til undirritunar á þessu ári. Fyrirsjáanleg sameining hefur veikt samningsstöðu Gorbatsjovs og þær raddir eru teknar að heyr- ast að forsendur fyrir slíkum sátt- mála séu brostnar. Þannig sagði Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og einn virtasti sérfræðingur Vesturlanda á sviði öryggismála, í ræðu er hann flutti í gær að viðræður þessar miðuðu að því að dregin yrði markalína í Mið-Evrópu, sem ekki væri lengur til eftir hrun kommún- ismans í Austur-Evrópu. Með falli Berlínarmúrsins hefði línan sem greindi austur frá vestri færst að landamærum Póllands og Sov- étríkjanna. Svo virðist sem Gorb- atsjov hafi ekki önnur tromp á hendi í viðræðunum um sameiningu Þýskalands og stöðu þess í öryggis- kerfi Evrópu en þá staðreynd að þar eru 380.000 sovéskir hermenn. Kröfur um að’þeir verði fluttir til síns heima magnast eftir því sem sameining þýsku ríkjanna færist nær og þá blasir við sú staðreynd að hermennirnir bætast í ört stækkandi hóp húsnæðisleysingja í Sovétríkjunum. Bandaríkjaforseti á verði Þess er tæpast að vænta að við- ræður leiðtoganna í Washington skili miklum árangri eða taki óvænta stefnu líkt og gerðist á Reykjavíkurfundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs árið 1986 þegar minnstu munaði að Reagan gengi að sérlega róttækum og öldungis óraunhæfum afvopnunartillögum án þess að hafa ráðfært sig við bandamenn sína innan Atlants- hafsbandalagsins. Bush mun einníg sýna meiri varfærni en Reagan á þessu sviði ekki síst í ljósi þess að hann sætir vaxandi þrýstingi af hálfu hægri sinnaðra flokksbræðra sinna sem telja með öllu ástæðu- laust að sýna sveigjanleika í sam- skiptum við Gorbatsjov og fullyrða jafnvel að óraunhæft sé að semja við hann því hann verði ekki langlífur í embætti. Auk efna- vopnasáttmálans má því heita líklegt að sameiginleg yfirlýsing um stöðu mála í START-viðræðun- um verði eini áþreifanlegi árangur leiðtogafundarins í Washington. Finnland: Selja 15 skilyrði fyr- ir Evrópusamstarfí Helsinki. Frá Lars Lundsten fréttaritara Morgunblaösins. FINNSKA ríkissljórnin hefur nú sent utanríkisnefhd finnska þingsins athugasemdir vegna viðræðna um sameiginlegt evr- ópskt efnahagssvæði (EES). Þar eru tilgreindir 15 málaflokkar þar sem Finnar telja sig verða að fá undantekningar frá þeim megin reglum sem nú gilda innan Evrópubandalagsins (EB). Fyrirvarar ríkisstjórnarinnar varða einna helst rétt útlendinga til kaupa á fasteignum, bönkum og tryggingafélögum en hann er nú mjög takmarkaður. Hyggist útlend- ingur t.a.m. eignast íbúð í Finn- landi verður hann að sækja um sérstakt leyfi þar að lútandi til ríkis- stjórnarinnar. Þótt einhverjar til- slakanir séu fyrirsjáanlegar vill ríkisstjómin samt geta takmarkað þessi viðskipti, einkum rétt útlend- inga til að kaupa sumarhús og strandlóðir. Óttast Finnar að út- lendingar eignist skóga landins eða skerjagarðinn, ef ekki verða settar hömlur á fasteignakaup þeirra. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ Föstudaginn 1. júní verður skipt um símanúmer hjá fyrirtækinu. Nýja símanúmerið okkar verður 675100 HfiNS PETERSEN HF Lynghálsi 1, sími 675100 Réttarhöld í Rúmeníu: Verður sonur Ceaus- escus hvítþveginn? Sibiu. Daily Telegraph. MARGT bendir nú til þess að hinn fertugi Nicu Ceausescu, sonur Nicolae Ceausescus sem var einræðisherra Rúmeníu um áratuga skeið, verði ekki dæmdur í lífstíðarfangelsi eins og flestir höfðu búist við. Réttarhöld yfir honum hófust um síðustu helgi og var aðalákæran þjóðarmorð en þegar á mánudag var ljóst að illa myndi ganga að fá vitnisburð sem dygði til sakfellingar. Áthygli hefur vak- ið að Nicu, er virðist rólegur og fullur sjálftrausts, fær að klæðast eigin fötum og þarf ekki að bera hefðbundinn, röndóttan fangabún- ing. Eitt vitnanna hefur nokkrum sinnum hrakyrt núverandi varnar- málaráðherra fyrir þátt hans í fjöldamorðum á óbreyttum borgurum í borginni Timisoara í desember. Nicu Ceausescu er sakaður um að hafa skipað herliði stjórnvalda í Sibiu, þar sem hann var flokksleið- togi, að skjóta á almenning í átök- um sem urðu í desember. 89 manns féllu og hundruð særðust. Yfirmað- ur herafians í Sibiu, Aurel Dragom- ir hershöfðingi, segir Nicu hafa fyr- irskipað að fleiri hermönnum yrði teflt fram er ástandið varð æ erfið- ara viðfangs. En ákæruvaldinu tókst ekki að gera sér mikinn mat ú þessum framburði því að hers- höfðinginn vísaði allri ábyrgð hers- ins á skothríðinni á bug, sagði að þar hefðu verið á ferð dularfullir menn í svörtum frökkum og lög- reglulið. „Ekkert hefði getað breytt rás viðburðanna," sagði Dragomir. „Jafnvel þótt Nicu hefði sjálfur ver- ið í fararbroddi fólksins hefðu liðs- menn öryggislögreglunnar, Securit- ate, og lögreglunnar hafið skothríð." Ioan Scarletescu, háttsettur emb- ættismaður í Sibiu, sagðist hafa hringt í Nicu kvöldið sem drápin áttu sér stað og hefði flokksleiðtog- inn þá ekkert um þau vitað. Þriðja vitnið, náinn vinur Nicus, sagði son- inn engan þátt hafa tekið í glæpa- verkum foreldranna. Nicu var al- ræmdur fyrir drykkjuskap og ólifn- að; hann er sagður hafa komið fyr- ir útsendurum í verksmiðjum hér- aðsins og áttu þeir að velja laglegt kvenfólk til þátttöku í svallveislum hans. Dragomir hershöfðingi formælti oft sitjandi varnarmálaráðherra, Viktor Stanculescu hershöfðingja, í vitnisburði sínum. Stanculescu gegndi mikilvægri stöðu í Timisoara þar sem uppróisnin hófst og nær hundrað óbreyttir borgarar féllu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.