Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 34

Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 Stofiianir Akureyrarbæjar: Kvennavinnustaður með goða framamögu- leika fyrir karlmenn HEIMFÆRA má upp á Akureyrarbæ það sem sagt hefur verið um sumar aðrar bæjarstofiianir á Norðurlöndum, að þær eru kvenna- í' vinnustaðir með góða framamöguleika fyrir karlmenn. Þetta er ein af niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum verkefiiisins Brjót- um múrana á stöðu kvenna hjá fjórum stórum fyrirtækjum á Akur- eyri, þar á? meðal Akureyrarbæ. í skýrslunni „Ábyrgð/áhrif/álag“ verður að finna niðurstöður rannsóknarinnar, en í Bæjarpóstinum, fréttabréfi Akureyrarbæjar, skrifar Valgerður H. Bjarnadóttir verk- efiiisfreyja Brjótum múrana grein í grein sinni segir Valgerður, að ekki þurfi rannsókn til að staðfesta að stofnanir bæjarins eru kynskipt- ir vinnustaðir, konur eru í yfirgnæf- andi meirihluta á félags- og fræðslusviði, í þjónustu og um- mönnun. Karlar séu einangraðir á tækni- og umhverfissviði og á veitu- sviði. Á fjármála- og félagsmála- sviði sé ríkjandi hefðbundin verka- í- skipting, konur eru í meirihluta í hópi almenns starfsfólks, en karla- meirihlutinn vaxi eftir því sem ofar dragi í valdapýramídann. í yfirliti yfir stjórnendur stofnana bæjarins eftir að nýtt stjórnsýslu- kerfi tók gildi hjá Akureyrarbæ kemur fram að þrír yfirmenn aðal- sviða; fjármálasviðs, tækni- og umhverfissviðs og félags- og Féll af lyftara Rúmlega fímmtugur maður féll af lyftara þar sem hann var við vinnu sína hjá Fóðurvörudeild KEA á Oddeyrartanga um kl. 13.30 í gærdag. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en að sögn lögreglu var ekki vitað nákvæmlega um meiðsl hans. um stöðu kvenna hjá Akureyrarbæ. fræðslusviðs, eru karlar, yfirmenn veitustofnana eru þrír karlar og 15 deildarstjórar eru kartar, auk þess sem bæjarstjóri er karl. Tvær konur eru deildarstjórar, báðar á félags- sviði. „Það má því heimfæra á Akureyrarbæ það sem sagt hefur verið um ýmsar aðrar stofnanir á Norðurlöndum og víðar, að þær eru kvennavinnustaðir með góða framamöguleika fyrir karlmenn," segir í greininni. Einnig kemur fram í greininni að talsverður launamismunur er á milli karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ. Byijunarlaun karla eru nær helmingi hærri en kvenna, en þá er miðað við fastráð- ið starfsfólk í fullu starfí árið 1988. Munur á launum karla og kvenna er að hluta skýrður með kynskipt- ingunni, karlar vinna störf sem betur eru launuð, t.d. á tæknisviði, en konur er fleiri á félagssviði þar sem laun eru lægri. Fram kemur að sumarið 1989, eftir að nokkrar skipulagsbreyting- ar hefðu orðið í stjórnkerfi bæjar- ins, voru yfirmenn bæjarins 27, þar af tvær konur og gegndu þær báð- ar störfum á félagsmálasviði. Meirihlutamyndun: Morgunblaðið/Rúnar Þór * UA fær viðurkenningu fyrirgæði Fulltrúar frá Coldwater afhentu Útgerðarfélagi Akureyringa í gær viðurkenningu fyrir gæðaframleiðslu. Það var Helga Sigurðardóttir sem um árabil hefur starfað hjá ÚA sem tók á móti viðurkenningunni frá Páli Péturssyni. Starfsfólk ÚA var saman komið í matsal fyrirtækisins er viðurkenningin var afhent og við það tækifæri fluttu stutt ávörp þeir Gunnar Ragnars, annar af framkvæmdastjórum ÚA, og Magnús Gústafsson og Páll Pétursson frá Coldwater og lögðu þeir áherslu á góðan hlut starfsfólks, aldrei mætti slaka á heldur vera stöðugt vakandi yfír gæðaþættinum. Útgerðarfélag Akureyringa fékk 97,1 stig af 100 mögulegum og sagði Páll Pétursson það vera frábæran árangur. Öllu starfsfólki var að lokum boðið í hádegismat og var boðið upp á íslenskan fisk matreiddan að hætti Bandaríkjamanna. Viðræðum verður haldið áfram FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags hittust á fyrsta formlega fundinum um hugsanlega myndun nýs meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar í gær. Áður höfðu fulltrúarnir hist og rætt málin i óformlegum könnunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna vörð.ust allra frétta af því um hvað rætt hefði verið á fundinum, en ákveðið var að fulltrúar þessara flokka muni hittast aftur á morgun. Björn Jósef Árnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að aðilar væru komnir í viðræður, menn hefðu rætt málin, en að öðru leyti væri lítið hægt að segja á þessu stig við- ræðnanna. „Það slitnaði ekki upp úr viðræðunum, en vissulega er ýmislegt eftir. Við fórum yfir ýmis viðkvæm mál á þessum fundi,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalagi. Aðilar viðræðnanna munu hittast á þriðja fundi sínum á morgun. 44% hærra verð fyrir ferskan þorsk í Englandi en í fyrra ^ Skýringin að stjórn hefiir verið höfð á framboðinu að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIU „ÞAÐ er meira hvað hann sér eftir þessu úr þessu ráðuneyti sínu. Honum hefur greinilega verið mjög hugleikið að hafa úthlutunina þar í því leynimakki sem þar átti sér stað og enginn fékk neitt að vita um,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna aðspurður um þá skoðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, að leggja eigi niður Aflamiðlun í haust og úthluta þess i stað sérstökum útflutningskvóta á hvert skip. Úflutningskvóti á hvert skip kemur ekki til greina - segir Hólmgeir Jónasson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambands íslands „VIÐ lítum þannig á að ekki komi til greina að hvert skip fái útflutn- ingskvóta Við höfúm verið á móti á sölu á óveiddum fiski og ekki yrði þetta til þess að bæta málið,“ sagði Hólmgeir Jónasson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands íslands, aðspurður um það álit Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, að leggja eigi niður Afla- miðlun og úthluta útflutningskvóta á hvert skip, sem sé framseljanleg- ur. „Þær fullyrðingar hans að Afla- miðlun hafi brugðist eru fjarri lagi. Við erum með 44% hærra verð fyr- ir þorsk í Englandi heldur en í fyrra í pundum talið. Það að hafa haft stjórn á framboðinu hefur valdið því að við höfum fengið miklu hærra verð en ella. Það voru markmiðin með því að setja þessa Aflamiðlun á fót og að hætta þeim feluleik sem var í kringum þessi mál. Nú hefur þetta verið opnað og allir vita hvað um er að ræða. Það að tollyfirvöld hafa ekki treyst sér til þess að fylgja útflutningsheimildunum eftir er auðvitað ekki okkar mál, heldur íslenskra yfirvalda," sagði Kristján um útflutning á ferskum fiski um- fram heimildir frá Aflamiðlun. - Hann sagði að sér skildist að nú ætti að fylgja því eftir að annar fiskur yrði ekki fluttur út en leyfí væru fyrir, eins og tollayfirvöldum bæri að gera, og þar með væru málin komin í rétt horf. Menn vildu ekki að það væri marklaust hjal sem gert væri á þessum vettvangi held- ur að eftir settum reglum væri farið. „Ég held það væri mjög misráðið að setja útflutningskvóta á hvert skip. Þetta er nú gömul lumma frá utanríkisráðherra. Það liggur fyrir að mörg skip hafa tileinkað sér þennan markað, eru ekki með vinnslu hérlendis, heldur hafa rækt- að markaðina bæði í Bretlandi og Þýskalandi. Það finnst mér að eigi að gefa mönnum meiri rétt en hin- um sem ekki hafa séð ástæðu tii að sinna þessum markaði, heldur hafa viljað byggja upp sína fisk- vinnslu hér heima, sem er ékki nema allt gott um að segja. Þessi markaður erlendis er takmarkaður og það á þess vegna fyrst og fremst að stjórna framboðinu með hliðsjón af því að fá sem hæst verð hverju sinni. Það gerum við best með því að leyfa þeim aðilum að stunda þetta sem hafa lagt mesta rækt við og hafa mesta þekkingu á þessum mörkuðum. Við höfum margsinnis séð nýjum aðilum, sem ekki hafa selt ferskan fisk erlendis, mistakast meira og minna, og það er ekkert réttlæti frá mínum bæjardyrum séð að aðili sem aldrei hefur selt fersk- an fisk eigi að fá jafnan rétt við þann sem hefur af því langa reynslu og hefur byggt afkomu sína á því. Um þetta hafa ekki verið deilur innan samtaka útvegsmanna," sagði Kristján. Hann sagði að auk þess skildist sér að það stríddi á móti stjórnar- skránni að viðskiptaleyfí eins og það að selja físk erlendis gengi kaupum og sölum. Um það hefði utanríkisráðherra álit færustu manna og þar með næði málið ekki lengra. „Ég tel að það geri þetta ekki aðrir betur en þeir sem næst þessu standa og fiskinn eiga. Þeir hafa áhuga á því að fá sem hæst verð fyrir fiskinn og verða að glíma við þann mikla félagslega vanda sem fylgir svona skömmtun. Hjá því verður hins vegar ekki komist að framboðið verður að takmarka, ef við bæði eigum ekki að sýna okkur óhæfa hér heima og verða reknir af mörkuðunum erlendis, því það verður ekkert liðið af kollegum okkar í markaðslöndunum að við setjum verðið niður fyrir þeim,“ sagði Kristján. Aðspurður um þá niðurstöðu fundar sjómanna í Vestmannaeyj- um að flytja út ferskan fisk án til- skilinna leyfa á föstudag, sagði Kristján: „Ég held það sé alveg prófsteinn á hvort þessu verður stjórnað eða ekki. Ef þeir komast upp með það, þá nær ekki nokkurri átt að vera að myndast við þetta. Við höldum hins vegar að það sé þetta sem alltaf hafí verið að ger- ast og að ekkert hafi verið farið eftir þessum útflutningsleyfum ut- anríkisráðuneytisins,“ sagði Kristj- án að lokum. Hólmgeir sagði að sér sýndist þetta ekki jafna aðstöðu sjómanna, því ekki kæmi þessi sala á útflutn- ingskvóta til skipta. „Þetta er hug- mynd sem hann hefur reifað áður og við erum alfarið á móti, enda eru menn búnir að ganga frá sljórnun fiskveiða til næstu ára og mér finnst einkennilegt að menn skuli vera að koma með þetta upp á borðið aft- ur,“ sagði Hólmgeir ennfremur. Aðspurður um þær kröfur sjó- manna í Vestmannaeyjum að þessi útflutningur verði gefinn frjáls, sagði Hólmgeir: „Á sínum tíma var sæst á að setja upp Aflamiðlun til að koma skikki á þessi mál og full- trúi okkar er þar inni. Menn verða auðvitað að hlýta því sem þar er gert. Það eru ákveðnar reglur sem gilda og meðan þær gilda verður að fara eftir þeim.“ Hann sagði að stýring hefði verið tekin upp eftir að frelsi hefði ríkt. Það hefði haft sínar leiðinlegu hliðar eins og offramboð og ef Aflamiðlun stýrði framboðinu eftir eftirspurn á mörkuðunum þá væri það heppileg- asta kerfið. Stærsti gallinn þegar útflutningurinn var óheftur hefði verið að menn vissu ekki hver af öðrum, þannig að þegar verðið var hátt fluttu allir út og yfirfylltu mark- aðina. „Það þarf að vera jafnræði á þessum mörkuðum og ég treysti því að Aflamiðlun úthluti miðað við þörf markaðana,“ sagði Hólmgeir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.