Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER ÁSMUNDSDÓTTIR, Strandgötu 69, Hafnarfirði, lést á Vífilstaðaspítala að morgni 29. maí. Asrún Sigurbjartsdóttir, Sigurbjörg E. Guðmundsdóttir, Sigurbjartur Á. Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Aldfs Guðmundsdóttir, Hanna A. Guðmundsdóttir, Hannes Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Hörður V. Vilhjálmsson, Katrín Baldvinsdóttir, Anna M. Guðmundsdóttir, Benedikt Sveinsson og barnabarnabörn. t Elskuleg systir okkar og.móðursystir, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Skagnesi, Norðurbrún 1, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 1. júní kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Ólöf Jónsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigríður Jóna Clausen. t KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR frá Ketilsstöðum i Mýrdal, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 2. júní kl. 14.00. Guðrfður Salómonsdóttir, Þórhildur Salómonsdóttir, Sæmundur Salómonsson, Svandís Salómonsdóttir, Gunnar Salómonsson, Björgvin Salómonsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Vesturgötu 141, Akranesi, sem andaðist aðfaranótt 27. maí, verður jarðsett frá Akranes- kirkju föstudaginn 1. júní kl. 11.00 fyrir hádegi. Snorri Hjartarsson Ásthildur Bjarney Snorradóttir,Þorsteinn Sigurjónsson, Hjörtur Snorrason, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Margrét Snorradóttir, Ármann Hauksson og barnabörn. t Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HERMANN GÍSLASON, Skúlaskeiði 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 1. júní kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Gísli Hermansson, Guðfinna Hermannsdóttir, Jón Þ. Brynjólfsson, Ægir Hafsteinsson, Brynja Gunnarsdóttir, og barnabörn. Guðrún Hanna Scheving, Dagbjört Guðnadóttir, Anna Hauksdóttir, Bragi Antonsson t Ástkær eigínkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN ÓLAFSDÓTTIR, Akurgerði 35, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júníkl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, skal bent á líknarstofnanir. Guðbjartur Guðmundsson, Jónfna Pétursdóttir, Linda Guðbjartsdóttir, Magnús Ársælsson, Steinunn H. Guðbjartsdóttir, Erlendur Magnússon, Pétur Guðbjartsson, Svanfríður Hjaltadóttir, Jónína Guðbjartsdóttir, Kolbeinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Jóhann Hjálmars- son frá Ljósalandi Fæddur 27. nóvember 1919 Dáinn 22. maí 1990 Oft höfum við talað um að heim- sækja Maríu og Jóhann, vini okkar frá Ljósalandi í Skagafirði, en hálft annað ár var liðið frá því við höfðum síðast hitt þau, enda þótt þau væru búin að eiga heima lengi í Reykjavík — og skyndilega er Jóhann farinn yfir fljótið mikla. Við höfðum af þeim báðum góð og mikil kynni, ég og konan mín, þegar við störfuð- um að kennslu og stjórn í Steins- staðaskóla í Lýtingsstaðahreppi, þar sem Jóhann var formaður skóla- nefndar, maður á fimmtugsaldri, hægur í fasi, ákveðinn og traustur, en glettinn vel að skagfirskum hætti. Fimm árum áður höfðum við fyrst kynnst þeim hjónum, Jóhanni Hjálmarssyni, sem var á ættarslóð- um sínum, og Maríu Benediktsdótt- ur, sem ættuð var úr Strandasýslu. Við fengum þá að dveljast í skóla- húsinu um sumartíma, og þurftum við þá að hafa' samband við for- mann skólanefndar sem hafði lykla- völdin að skólanum, en að sjálf- sögðu var það með samþykki nefnd- arinnar að við fengum að vera í húsinu. Er ekki að orðlengja það að á Ljósalandi var okkur tekið af einstakri gestrisni, sjálfsagt að láta okkur bláókunnug setjast þar að borðum og þiggja veitingar sem María bar fram af þokka og mynd- arskap. Þar voru þá litlir tvíburar á ungum aldri og eldri tvíburar (10 eða 11 ára), sem hjálpuðu til við gæslu á yngri bræðrum sínum. Að auki áttu þau hjón fleiri syni sem sumir voru farnir að heiman. Jóhann og María höfðu ung að árum byggt sér hús þar sem heitt vatn var í jörðu, en heyja varð-Jó- hann uppi á Efribyggð, þar sem túnið á Ljósalandi var of lítið til að það nægði til fóðurs skepnunum. Á Efribyggð átti Jóhann jörðina Brekkukot, þar sem þau hjón höfðu byijað búskap, en þeim þótti hent- ara að búa á stað þar sem jarð- varmi var. Fyrir bragðið þurfti margar ferðir að fara á milli á drátt- arvél eða jeppa, og gefur augaleið að ekki tjóaði að draga af sér við búskapinn. Samt var enginn asi á Jóhanni sem var sannur Skagfirð- ingur til orðs og æðis, rabbaði við okkur í ró og næði, ef því var að skipta, sagði okkur fljótlega af Skagfirðingum í sveitinni óviðjafn- anlegar sögur, geislandi af glettni meðan á frásögninni stóð, þannig að snemma vissum við deili á flest- um Lýtingum og þekktum kosti þeirra og galla og höfðum hugmynd um skyldleikabönd fólksins allt til fremstu bæja Skagafjarðardala. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val fegsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 Fyrrnefnt sumar er minnisstætt ekki hvað síst vegna hjónanna á Ljósalandi sem sýndu okkur svo mikla vinsemd, þessu aðskotafólki úr höfuðstaðnum, buðu okkur jafn- vel í mat til sín á miðjum slætti og settu undir okkur hesta, svo við gætum riðið um sveitina eins og höfðingjar, og viti menn: Ef við komum við á bæjum í þeirri ferð, var okkur hvarvetna tekið eins og við værum einhveijir sérstakir aufúsugestir. Þegar við fimm árum síðar tók- um að okkur heimavistarskólann einn vetur, en þar blönduðust sam- an börn og unglingar, var Jóhann okkar helsta stoð, maður sem alltaf hélt ró sinni, þó einhver ágreinings- mál kæmu upp, maður sem vildi umfram allt að skólahaldið yrði sómasamlegt og virti mikils viðleitni okkar í því skyni, lét þó ekki hjá líða að koma fram viðhorfum sveit- unga sinna sem ekki fóru alltaf saman við sjónarmið okkar, og leystist svo hvert mál að skólinn hélt reisn sinni. María og Jóhann bjuggu í skólahúsinu um veturinn, þar sem María var matráðskona, og veit ég ekki hvemig við hefðum getað ráðið við verkefni okkar svo áfallalaust sem raun bar vitni, ef stuðnings þeirra hjóna hefði ekki notið við. Jóhann Hjálmarsson, sem hafði verið uppfóstraður hjá Jóhanni Magnússyni og Lovísu Steinsdóttur á Mælifellsá, var öllum hnútum kunnugur í sveitinni, en sá engan hlut verri en efni stóðu til, harð- greindur og íhugull, en þó gleðimað- ur að hætti Skagfirðinga, hafði gaman af að fara með smellnar vísur og segja kímilegar sögur af mönnum, og glömpuðu þá dökk augun af kátínu, en skyndilega kunni svipurinn að breytast í virðu- leika sem hæfði alvöru lífsins. Hann átti góðar bækur og eitt sinn sýndi hann mér fagra bók með kvæði Matthíasar Jochumssonar um Skagafjörð, en það þótti honum mikið listakvæði: Skín við sólu Skagafjörður skrauti búinn, fagurgjörður. Og ég sé þau fyrir mér, Maríu og Jóhann, horfa ung á þessa glæstu fegurð. Þá mynd af þeim er gott að geyma í huga sér. Jón Óskar Látinn er í Reykjavík Jóhann Hjálmarsson, fyrrverandi húsvörður í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Jóhann fæddist á Grímsstöðum í Svartárdal í Skagafirði 27. nóvem- ber 1919. Tæpra fjögurra ára missti hann föður sinn, Hjálmar Jóhannes- son frá Ölduhrygg í Lýtingsstaða- hreppi, en Jóhann var hið níunda af tólf börnum Hjálmars og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Hömrum í Lýtingsstaðahreppi. Eftir lát föður síns ólst Jóhann upp hjá Lovísu Sveinsdóttur og Jó- hanni Magnússyni á Mælifellsá. Árið 1939 réðst ung námsmær úr Kvennaskólanum á Blönduósi, María Benediktsdóttir, kaupakona að Mælifellsá. Þau Jóhann felldu hugi saman og opinberuðu trúlofun sína fyrir jól sama ár „eftir eitt- hvert fegursta og besta sumar sem komið hafði um áraraðir“, svo að vitnað sé í orð Jóhanns Hjálmars- sonar. María, sem lifir mann sinn, fædd- ist 12. maí 1919 í Skálholtsvík í Strandasýslu, dóttir hjónanna Lilju Magnúsdóttur og Benedikts Ingi- mundarsonar. Vorið 1940 tóku þau María og Jóhann hluta jarðarinnar að Mælifellsá á leigu af fósturfor- eldrum Jóhanns og bjuggu þar fram á vor 1942. Þar fæddist frumburður þeirra 27. október 1940. Hann var skírður Sigurgeir Jens í brúðkaupi foreldr^ sinna 12. janúar 1941. Vorið 1942 fluttust þau að Hvít- eyrum og bjuggu þar eitt ár. Þau keyptu síðan Brekkukot í Efribyggð og áttu þá jörð í 35 ár. í Brekkukoti bjuggu þau þó að- eins í þrjú ár, því vorið 1946 reistu þau nýbýli, Ljósaland, í landi Skíða- staða, en höfðu áfram fé og hross í Brekkukoti. Jóhann segir svo frá: „Vorið sem við fluttum í Brekkukot, 1943, er eitthvert það kaldasta sem ég man eftir. Þá var frost á hverri nóttu, og sást, varla grænt strá á jörð fyrr en í júníbyijun." Jóhanni og Maríu varð átta sona auðið. Þeir eru: Sigurgeir Jens, f. 27. október 1940, bifreiðarstjóri, kvæntur Fríði Sigurðardóttur; Jó- hann Pétur, f. 27. nóvember 1943, bifreiðarstjóri, kvæntur Ingiríði Valdísi Þórðardóttur (skildu); Snorri, f. 17. janúar 1945, húsvörð- ur, kvæntur Stefaníu Sigfúsdóttur; Ingimar, f. 9. október 1949, tré- smiður, kvæntur Kristínu Helga- dóttur; Frosti Fífill, f. 27. apríl 1952, þjóðháttafræðingur, kvæntur Steinunni Guðnýju Jónsdóttur; Jök- ull Smári, f. 27. apríl 1952, trésmið- ur, kvæntur Guðnýju Jóhönnu Sveinsdóttur; Hjálmar Rúnar, f. 19. nóvember 1959, trésmiður, kvænt- ur Erlu Dagnýju Stefánsdóttur; og Benedikt Emil, f. 19. nóvember 1959, trésmiður, kvæntur Valgerði Mörtu Gunnarsdóttur. Barnabörnin eru orðin 21 og bamabarnabömin 6. Árið 1973 fluttust þau Jóhann og María frá Lýtingsstaðahreppi til Reykjavíkur þegar Jóhann réðst húsvörður að Menntaskólanum við Hamrahlíð. Því starfi gegndi hann þar til árið 1988, að hann lét af störfum sakir vanheilsu. Kynni okkar Jóhanns hófust þeg- ar hann tók við starfi húsvarðar í skólanum þar sem ég var kennari. Eftir að ég tók þar við skólastjórn urðu samskipti okkar talsvert nán- ari. Ef spurðir hefðu verið, að Jó- hanni lifandi, allir starfsmenn og nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, sem einhver samskipti áttu við Jóhann húsvörð, álits á skapgerð hans, hygg ég að einhuga dómur þeirra hefði verið að leitun væri að slíkum geðspektarmanni. Starf húsvarðar við stærsta menntaskóla landsins er oft eril- samt. Mörgum erindum varð Jó- hann að sinna, virka daga sem helga og jafnt á nóttu sem degi. Aldrei minnist ég þess samt að hann hafi borið sig upp við mig af þeim sökum. Sem kennari og síðan skólastjóri átti ég oft erindi í íbúð þeirra Jó- hanns og Maríu á jarðhæð Mennta- skólans við Hamrahlíð. Alltaf var mér tekið með sömu vináttunni og gestrisninni. Blessuð sé minning Jóhanns Hjálmarssonar. Ornólíur Thorlacius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.