Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 fclk í fréttum Elskum alla þjónum öllum s. 689888 (FALKINIST Tina Turner: Litríkur listamaður dregur sig í hlé. ROKK Nú er Tinu alvara með að hætta Tina Turner, „amma rokksins“ eins og hin fimmtuga söngkona hefur gjarnan verið nefnd, er nú að kveðja starfann fyrir fullt og allt. Hún hefur áður sagst vera að hætta og tilkynnt að tilteknar hljómleikaferðir hafi verið hinar síðustu. Alltaf hefur hún látið und- an aðdáendum sínum og haldið áfram að kyija rokkið. En nú er mál að linni, segir Tina. Það er sem almenningur átti sig á því að nú sé alvara á ferðum. Slegist er um hvern aðgöngumiða og er stemmningin rafmögnuð á hvetjum hljómleikum. Sem dæmi hélt hún þrenna hljómleika í Stokk- hólmi, þijú kvöld í röð. Uppselt var öll kvöldin, 12.000 manns mættu hvert kvöld, alls hlustuðu því 36.000 manns á Tinu í Stokkhólmi. Alls staðar þar sem hún hefur kom- ið á yfirstandandi ferðalagi hafa menn verið á einu máli um að „sú gamla" sé að kveðja „með stæl“. ssindola VenhAxía LOFTRÆSIVIFTUR SUÐURLANDSBFIALrr 8 SlMI 84670 ÞREK Pacino bil- aði næstum á taugum í ástarsenunni ÞUNGAROKK Brúðkaup liður í bættri ímynd Axl Rose, söngvari þungarokkshljóm- sveitarinnar Guns and Ro- ses, sem slegið hefur öll vinsældarmet í þeim tón- listargeira síðustu misseri hefur gengið að eiga unn- ustu sína, stúlku að nafni Erin Everly. Axel er 28 ára gamall, en brúður hans 24 ára. Hefur Axel þekkt Erin lengi og kærleikar hafa verið miklir þótt oft hafi gustað um sambandið. Eitt vinsælasta lag sveitarinn- ar, „Sweet Child of Mine“, er til dæmis bæði tileinkað og um Erin Everly. Brúðkaupið þykir benda til þess að hljómsveitar- meðlimir séu að stillast, en mikið sukk og drykkju- skapur hefur lengst af einkennt liðsmenn sveitarinnar á hljómleik- um. Fyrir nokkru var nærri slitnað upp úr samstarfinu vegna deilna um hina afleitu ímynd Guns and Roses, en niðurstaðan virðist hafa orðið sú að reynt verður til þrautar að bæta ímyndina án þess að tapa vinsældunum. Þrátt fyrir allt er ekki talið víst að það lánist fullkom- lega. Brúðkaupið var meðal annars liður í að bæta ímyndina. Axl Rose var þó ekki fyrstur til, trymbill hljómsveitarinnar kvæntist í vetur og gengu sögur um að það hafi ekki gengið stóráfallalaust og það Axl Rose hafi ekki verið fyrr en brúðurin hafi gefið vilyrði fyrir taumlausu framhjáhaldi á hljómleikaferðum, að trymbillinn lýsti sig reiðubúinn í hnapphelduna. Ekki er líklegt ef satt er að það hjónaband bæti lé- lega ímynd Guns and Roses. GLUGCAVIFTUR - VECCVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þeiœing Reynsla Þjónusta Þeir sem sáu kvikmyndina „Sea of Love“ með þeim A1 Pacino og Ellen Barkin í aðalhlutverkunum hrifust ekki einungis af geypilegri spennu hennar heldur var þarna einnig að finna óvenjulega heitar og æsilegar ástarsenur sem þau Paeino og Barkin skiluðu með sönnum ágæt- um. Oft eru leikarar spurðir hvemig þeim líði við slíkar tökur, hvað þá er þeir eru meira og minna naktir. Nær undantekningarlaust munu þeir Ellen Barkin og AI Pacino. svara því þannig að þeir fari hjá sér og þurfi að taka á öllu sem þeir eigi til að standast slíka raun sem ástars- enurnar eru. Það er sem sé hinn mesti misskilnungur að fólkið hafi sérstaka ánægju af. Hitt vita ekki allir, að þrátt fyrir langan og litríkan leikferil, hafði Pacino aldrei lent í annarri eins ást- arsenu og í „Sea of Love“ og um tíma fór hann svo gersamlega á taug- um að horfur voru á því að hann gæti ekki leikið hiutverkið og finna yrði nýjan mann. Kom þá til kasta Barkin, sem kallar ekki allt ömmu sína og er talin taugalaust og ákveð- ið hörkutól. Tökurnar á atriðinu tóku heila tvo daga og átti Pacino í vand- ræðum allan tímann. Eftir á sagði hann hins vegar að Barkin hefði reynst sér betri en enginn, hún hefði róað hann niður og talað spaklega til á mikilvægum augnablikum. Sjálf sagði Barkin að það hefði virkað frekar drífandi á hana heldur en hitt hversu hikandi og taugatrekktur Pacino var. Hvað sem því líður, þótti atriðið takast frábærlega vel og myndin er ein hin umtalaðasta í árar- aðir fyrir vestan haf. Hér á landi hefur hún verið sýnd og fengið mjög góða dóma. Ódýr hádegismatur alla virka daga frá kl. 12-2 COF Hamborgari dagsins m/frönskum og salati kr. 540 Samloka dagsins m/frönskum og salati kr. 445 Kjötréttur kr. 630 Fiskréttur kr. 630 2. Súpa fylgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.